Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 5
fyrr en ég hjálpaði henni upp í
vagninn, svo að það gat jafnveí
yerið áhorfsmál, hvort hún var að
þakka mér útleggingu heilagrar
kenningar eða lítilvæga hjélpserpi
mína. líún talaði sjaldan um and-
leg mál, en af fáum orðum, sem
hún lét einu sinni falla, þóttist ég
geta merkt, að hún væri veikl
írúnni upp á vissan máta eins og
mörgum hætti til á öldinni sem
leið, kannski vegna áhrifa frá sorg-
legum villukenningum Tellers í
Helmstað um syndafall Adams, ef
ég man það rétt, sem mér var
kennt á námsárunum. Það er þann
ig, að liver öld hefur sínar freist-
ingar við að stríða. En við skulum
ekki gefa upp þá von, að hár ald-
ur hennar og síðasta sjúkdóms-
stríðið hafi tilreitt hana og veitt
henni réttan skilning á sannindun-
um. og áreiðanlega hafa augu
hennar opnazt, þar sem hún er nú.
Ráðskonan starði á auðan vegg-
inn, og löngun hennar til þess að
geta hengt þar upp mynd varð æ
áleitnari. Hún stöðvaði sig við það,
sem fyrst kom upp í huga henn-
ar við ádrepu prófastsins. og hún
gætti þess að gefa orðum sínum
þann guðrækilega hreim, sem hér
hæfði:
— Kannski fer prófasturinn
nærri um þetta. Einu sinni var það
— já, meira að segja á Tómasar-
messunni, og ég að baka til jól-
anna og nýbúin að missa manninn
minn og allt, sem hann veitti mér,
svo að ég átti nóg með það, sem á
mig hafði verið lagt — þá hraut
það út úr Hennar Náð í einhverj-
um orðaskiptum, að dauður maður
væri dauður, og þetta kom yfir
mig eins og köld vatnsgusa.
Prófasturinn kippti hægri liend-
inni úr vinstra lófanum eins og
höggormstönn hefði allt í einu
sprottið út úr honum og læst sig
í handarbakið. Hann virtist vera að
því kominn að segja eitthvað
meira en lítið, en þegar honum
varð litið út um gluggann, þar
sem höfuðbyggingin blasti við
honum með háreist hlið, tók hann
sig á og krækti fingrunum saman
á ný.
— Eitt stendur þó óhaggað,
kæra frú Dahlgren, sagði hann:
Hún var frábær húsmóðir og
óvenjulega gáfuð kona með hjart-
að á réttum stað.
Þessi orð vöktu rnargar endur-
minningar í huga ráðskonunnar.
íifíi á að sæta lagi og hnekkja ÖÖ»
ufn lastmælum:
*t- Það var húp, það niá nú
seigja — hvort maður man. Överm
ig hún fór tll dæmis yf»
ir alla reikninga! ðg miklu
fíjótari að leggja saman í
huganum en ég með grifflinum á
spjaldi. Þar mátti ekki skakka eyrl
— á mjóum þvengjum læra hund*
arnir að stela, sagði hún. En þeg-
ar meira var í húfi, lét hún sér
ekki bregða. Eins og þegar Brorn-
ell í'áðsmaður stal frá Hennar Náð
og hefði átt að fara í tukthúsið —
þá vildi hún fyrst vita, hve mik-
ið þetta væri, og þegar alltaf vitn-
aðist um meira og meira, þá hló
hún. í öllum bænum, sagði hún,
skilið kveðju minni til hans, og
hneigið ykkur fyrir honum í mínu
nafni og biðjið hann að sjá þetta
við mig, þegar hann er orðinn
landshöfðingi. Hann á svo mörg
börn, sagði hún — og með því var
hún eins og að breiða yfir þetta
góða hjartalag sitt.
Prófasturinn ræskti sig. — Má
vera, sagði hann.
— Og svo líka núna síðustu
mánuðina — hvað hún var glöð
og þolinmóð í þjáningunum. Þeg-
ar hún komst síðast út í garðinn,
liérna út að nyrðra' horninu, og
vissi, að hún myndi ekki oftar
komast þetta, þá settist hún þar
og horfði fram fyrir sig, hér um bil
hlæjandi — svona var hugrekkið
og jafnaðargeðið. Þar er röð af
reynitrjám eins og prófasturinn
veit, og á þau horfði hún. Og svo
sagði hún það, sem ég get aldrei
gleymt: Það liaustar snemnia
núna, sagði hún, berin eru orðin
rauð, og það er farið að bregða
þessum fjólubláa lit á himininn —
það haustar áreiðanlega snemma,
sagði hún, en þar verð ég ekki
viðstödd, og kannski er það ágætt,
því að reyniberin eru sögð beisk,
sagði hún. Þá grét ég, eins og
prófasturinn getur ímyndað sér,
og enn man ég hana svo glöggt
þarna í garðinum, hvern drátt í
andlitinu og hvernig grönn hönd
hennar hvíldi í olnbogabótinni á
mér. Og nú á ég ekki einu sinni
mynd af henni, sem öll þessi
ár. . .
Prófasturinn hafði svar á tak-
teinum:
— Þetta er eðli alls, sem tím-
anlegt er og forgengilegt — mynd-
in í speglinum brotnar með lion-
um, og enginn listamaður getur
skeytt hana saman.
Aftur setti grát að ráðskonunni,
hjarta hennar var ekki opið kristi-
legri uppbyggingu. Hún lét hug-
ann dveljast við það, hvílík hugg-
un væri að því, ef yfir bekknurn
þarna héngi mynd til þess að sýna
gestum — já, þó að hún lenti nú
reyndar á öðrum stað — og segja
þeim, af hverjum hún var
og tala við þá um liana og korna
því að, hversu stórættuð hún var,
og njóta þess, hve allir yrðu lotn-
ingarfullir yfir kirsuberjavíninu.
-x- Er þá engin mynd til af
lienni? spurði prófasturinn.
— Engin, alls engin mynd, sem
við höfum. Það kvað hafa verið
rnáluð af henni mynd, þegar hún
var ung, en þá mynd eignaðist
hún aldrei, og eftir það vildi hún
aldrei láta gera mynd af sér. Þeg-
ar hús er brunnið, sagði hún, þá
er of seint að toikna það. Hún átti
víst við það, ntí fegurðin væri far-
in að fölna.
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ
13