Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 16
Þegar Mav^.n kom fram í öxar-
fjörðinn í bakaleiðinni, sveigði hún
út af þjóðveginum rétt fyrir utan
Klifshaga, þaðan lá „braut“, sam-
hliða götutroðningar, upp að Sand-
fellshaga og svo austur yfir Öxar-
fjarðarheiði.
Haldið var á brattann, fyrst lága
brekku, nánast brekkudrag, upp á
Neðraleiti. Þaðan lá leiðin meira í
fangið. Er kom upp á brún Efra-
leitis blasti við stórbýlið, Sandfells-
hagi, undir fögru og tignarlegu
fjalli, sem bærinn dró nafn sitt af
— Sandfelli. En utar af því voru
brekkur Öxarfjarðarheiðar, þar
upp og austur yfir lá póstleiðin
milli austur- og vesturhluta Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. Þar var mikil
mannaferð og því gestkvæmt í
Sandfellshag-1 bó að bærinn væri
töluvert frá þjóðye^'num, sem lá
um sveitirnar þrjár, N-'"'>asveit, Öx-
arfjörð, yfir Jökulsárbrú, vestur
Kelduhverfi, og þaðan yfir Reykja-
heiði í suðursýsluna.
Fagurt var að horfa af Efraleit-
inu heim að Sandfellshaga. Þar
var staðarlega hýst, margar burst-
ir fram að girtri hlaðstétt, en kál-
garður í varpa jafnbreiður lengd
hlaðstéttarinnar. Lygn, blátær
bergvatnsá rann sunnanvert við
túnið og sveigist í mjúkum boga
fyrir suðvesturhorn túngarðsins,
breiðir þar úr sér og hringar sig
utan um grávíðihólma með stórum
ilmreyrsbrúskum, en túninu stóru
og grasgefnu hallar niður að ánni.
Hýreyg hefur Maren horft heim
að bænum glæsilega, þar sem hún
átti í vændum góðra vina fund.
Björn, bóndi í Sandfellshaga, var
höfðingi heim að sækja, einkum er
þá gesti bar að garði, er honum
þótti mikið til koma eða voru hon-
um sérlega vel að skapi, en svo
var um Marenu. Hún hafði unnið
hylli Sandfellshagahjóna, er hún
vann þar við saumaskap haustinu
áður, og systkirfin í Sandfellshaga,
sum á hennar reki, en eitt all-
miklu yngra — Sigra litla — hef-
ur hún hlotið að hitta á manna-
fundum, hjá frændfólki þeirra á
Sandsbæjum og ef til vill víðar,
þar sem hún vann.
Björn .Tónsson, dannibrogsmað-
ur í Sandféllshaga, var frá Laxár-
dal í Þistilfirði, systur hans tvær
höfðu gifzt að stórbýlunum í
Sandi: Skógum og Ærlækjarseli, en
Árni bróðir 'áans var bóndi á Baklka
í Kelduhveífi. Sigurður, bróðir
Björns, tók við ættaróðalinu. Lax-
árdal, og bjó þar stórbúi þar til
hann féll í valinn á bezta aldri frá
ekkju og mörgum börnum, einu
ófæddu, Sigurðlnu — Sigru.
Ekkjan í Laxárdal, Þóra Einars-
dóttir, smiðs og bónda í Fagranesi
á Langanesi, var systir Jóhönnu,
húsfreyju í Sandfellshaga. Tildrög
skulu ekki rakin hér, en fyrir at-
beina Björns var Laxárdalur seld-
ur og Þóra fluttist að Sandfells-
haga með miklar eignir og átta
börn. Eftir fráfall manns síns, bjó
hún með ráðsmanni, Aðalsteini Jó-
hannessyni, og eignaðist með hon-
um dreng, Aðalstein. Hún ól barn-
ið hjá Aðalbjörgu systir sinni, er
bjó á Vestdalseyri við Seyðisfjörð,
og þar varð litli drengurinn henn-
ar eftir og ólst upp hjá móðursvst-
ur sinni. Þóru rak enginn nauður
til að bregða búi, Aðalsteinn var
mætur og dugandi maður, en auk
þess var elzti sonurinn í Laxárdal
að komast á þann aldur að geta
staðið fyrir búið með móður sinni.
En Björn var fjárhaldsmaður bróð-
urbarna sinna og vanur að fá vilja
sínum framgenigt.
Hjónin í Sandfellshaga voru
barnlaus, en áttu eina fósturdótt-
ur, Guðrúnu, er dó ung, þó gjaf-
vaxta og manni heitin, úr berklum,
flest systkinanna frá Laxárdal
munu hafa sýkzt af berklum, þrjú
þeirra dóu ung: Kristín, Frímann
og Eiður. Elzta systirin, Þorbjörg,
giftist Guðmundi Ingimundarsyni,
einum af Brekkubræðrum í Núpa-
sveit. Ungu hjónin byggðu sér ný-
býlið Garð í Brekkulandi. Þau
systkinin, sem eftir urðu í Sand-
fellshaga og Maren var orðin kunn-
ug, er hún kom í heimsókn í Sand-
fellshaga, sumarið 1912, voru Jón,
Júlíana og Einar, en Sigra hefur
þá ef til vill verið komin í Garð í
Núpasveit, ásamt móður sinni. Ein-
ar var þá tuttugu og tveggja ára,
fríður sýnum, vaSkur og vel skapi
farinn.
Maren átti góða komu að Sand-
fellshaga, krásir voru á borð born-
ar, trúlega var súlkkulaði sætseytt
í stórum járnpotti og skenkt úr
belgvíðri, rósóttri könnu með gyll-
ingum á brúnum og gylltu ljóni,
sem trónaði ofan á könnuhöld-
unni. Kanna þessi var mikill grip-
ur, og er, að því er ég hygg, enn
tiL.
Ætla má, að unga fólkið á bæn-
um hafi brugðið sér í reiðtúr með
Marenu inn með Brekkum, unaðs-
legum, ilmríkum dkógarbrekkum
á leiðinni suður að býlunum Leifs-
stöðum og Lækjardal, sem Björn
í Sandfellshaga hafði keypt og lagt
undir Sandfellshaga. Bjöm átti
víða ítök, beitilönd og rekaréttindl
í Sandi. Hann vildi búa stórt og
ráða miklu, en ekki mun hann
hafa verið við alþýðuskap og voru
ýmsar gjörðir hans umdeildar, þar
á meðal salan á ættaróðalinu, Lax-
árdal, sem varð mörgum örlagarík
ráðstöfun, en skal ekki raikin nán-
ar að sinni.
Björn bóndi var mjög farinn að
heilsu og kröftum, er Maren
kynntist honum, og má líklegt
telja, að þá hafi verið farið að
draga úr ráðríki hans og skap hans
að mildast. Maren mun hafa kynnzt
Birni að góðu einu, og því varð
henni hlýtt til Gamla-Björns og
hinnar gæflyndu konu hans.
Maren mun hafa notið orlofsdag-
anna hið bezta, þó að hún sé fá-
orð um þá, enda naumur tími til
bréfaskrifta, er hún tók aftur til
starfa, því að hún varð að hafa sig
alla við, ef hún átti að geta lokið
því, er hún hafði sett sér fyrir til
hausts. Lítið óraði hana þá fyrir
því, hversu skipast mundi með
hennar mál.
Að ferðalokum, er hún befur
nokkuð sagt frá dvöl sinni í Prest-
hólum og komu sinni í Sandfells-
haga, skrifar hún: „Ég var heila
viku í þessu ferðalagi. Fólk er
gestrisið hér og gaman að koma til
þess“.
15. í lýðskóla Svöfu.
Maren var í Sandfellshaga í árs-
byrjun 1913, er þau, Einar og hún
fóru saman — eða hittust í Ær-
lækjarseli til þess að vera þar í lýð-
skóla Svöfu Þórleifsdóttur, sem
naut mikils álits sem frábær kenn-
ari og frömuður í félagsmálum.
Unga fólkið, sem veitti sér þá
ógleymanlega ánægju að vera í
lýðskóla hennar, var fróðleiksfúst
fólk, sem svo sannarlega hafði
ekki verið ofgert með námsgreina-
ítroðslu. Orð „kjaftafög“ var þá
ekki til í málinu. Og þetta æsku-
fólk var samstillt um að gera sér
til gamans, það sem ástæður
leyfðu, með útivist og innileikjum,
þegar það átti frí frá námi. Er
skólavistinni, lauk sikrifaði Maren:
„Þetta hefur verið skemmtilegur
tími, eins og ævinlega, þegar mað-
ur má vera að því að læra“.
24
’ ~ CJ
IfHINN — SUNNUDAGSBLAÐ