Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 3
'
i '
Filaskjaldbökurnar á Galapagoseyjum eru fornaldarundur
og ekki léttar til gangs, því a3 þær geta aSeins vaggað
áfram hálfan sjötta metra á minútu. Þær þræða harðtroðna
slóSa milli bithagans á ströndinni og lindanna, sem koma
ofan úr f jöllunum.
Þessar stóru skjaldbökur á Galapagoseyjum hafa verið
ofsóttar öidum saman. Á sextándu öld fylltu sjóræningj-
ar skip sín af skjaldbökum, en þær geta lengi lifað
matarlausar án þess að megrast að ráði, jafnvel fast að
því heilt ár samfleytt.
Nú er friðun komin til sögunnar og
reynt að bjarga því, sem bjargað
verður. Skjaldbökustofnsins er
stranglega gætt, og honum fjölgar
allfljótt, þvf að hvert kvendýr verp-
Ir árlega tíu tit fimmtán eggjum.
Fílaskjaldbakan er mikið dýr. Fæt-
urnir eru gildlr sem mannslæri, og
gömul skjaldbaka vegur sex hundr-
uð pund. Hún er nokkuð á annan
metra á lengd, og menn vita með
fullrl vissu, að hún getur orðið
hundrað ára gömul.
Menn gera sér vonir um, að fíla-
skjaldbakan haldi velli. Árið 1928
var farið með ungar skjaldbökur i
dýragarð í Bandarikjunum. eftir
þrjátiu ár fæddist fyrsta kynslóðin
I umsjá manna — litlir angar, sex-
tíu og fimm grömm.
Vi8 vatnsbólin er oft margt af skjald
bökum. Þær reka hausinn á kaf f
vatn og svelgja stórum. Þær drekka
/ið ókomnum þorsta næstu vikur.
Þeim finnst einnig gott að velta sér
í lelr og leðju.
Skjaldbökurnar voru auðvelt bráð
við þessi vatnsból. Þær voru deydd-
ar þúsundum saman. Kjötið var flutt
til strandar, þar sem lýsið var soðið
úr beztu bitunum. Hitt var látið
liggja ónotað.
Mörgum skjaldbekutegundum var 1
útrýmt. Leifum skjaldbökuhjarðanna
ógnuðu hundar, sem menn komu
með til eyjanna. Talið er að ungviðið
hafi verið kvistað svo niður, að eitt
dýr kæmist upp af tíu þúsundum.
T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
11
>