Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 21
Klifshagi. Ljósmynd: Óskar Sigvaidason.
og verður í mesta máta ófull-
komið, því að ég ligg í rúminu,
og þetta er það fyrsta, sem ég
reyni að gjöra í hálfan mánuð. .
hef oft verið nokikuð mikið veik,
en nú held ég, að batinn sé að
koma. Læknir var sóttur til mín
á sumardaginn fyrsta. . .
Sumarið heilsaði okkur með
hríð, og nálega ófært var um
jörðina. Fyrsta sunnudag í
sumri var blindhríð, síðan hafa
verið góð veður, en engin hláka.
Menn eru yfirleitt að verða hey-
lausir, og sumir fyrir löngu. Hér
er gefinn mikill matur á hverj-
um degi, en lieyið fer að vanta
með, ef ekki lagast núna.
Ég ferðaðist út í Garð í Núpa-
sveit á góunni. Mamma hans
Einars kom fram eftir og var
hérna i viku. (Þóra átti heima
í Garði hjá Þorbjörgu, elztu dótt-
ur sinni, og manni hennar, Guð-
mundi Ingimundarsyni). Svo fór
um við með henni aftur og feng-
um heldur vont veður, vorum
fimm daga í túrnum. Ég hafði
samt gaman af þvi. Ég var á
sleða, svo að mér leið alltaf vel,
og fólkið tók svo ósköp vel á
móti okkur. . .“
Maren segir í stuttu máli frá,
spuna sínum og prjónaskap fyrir
þau hjónin, finnst hún hafa kom-
ið þeim upp minni ullarfatnaði en
hún hefði viljað, kraftar hennar
hafa verið litlir, og hún hefur lát-
ið þau hjónin sitja á hakanum. . .
„Við höfum prjónað mikið
fyrir aðra, karlinn minn er svo
góður að prjóna með mér og
hjálpa mér með allt, sem ég á
erfiðast með, og núna þvær
hann alltaf inni hjá okkur og
gjörir margt fleira. Fólkið er
ökkur samt ósköp hjálplegt. . .
Berðu mömmu hjartans
kveðju, sárt þykir mér, að geta
ekki létt undir byrði hennar. Ég
sendi henni. . ., sem ég bið þig
að hjálpa henni til að kaupa fyr-
ir það, sem henni liggur mest
á, ef hún verður lifandi, þegar
. þetta kemst til ykkar. Bágt á
Guðríður systir, að drengurinn
hennar skuli vera svona heilsu-
laus. Guð styrki hana til að bera
það.
Gott þætti mér að fá kaupa-
konu, ef þú tímdir að lána mér
hana. . . Ég hef heyrt, að Lára
frá Presthólum komi norður í
vor, hún er góð í sér og aðlað-
andi, og ég held, að það væri
góð samfylgd. En við þyrftum að
vita það áður, svo að við getum
tekið á móti henni, hvar sem
hún kæmi á land.
Nú er ég orðin svo loppin og
lúin og bið þig að fyrirgefa riss-
ið. Vertu Guði falin, hjartkæra
systir mín, ásamt litlu börnun-
um þínum.
af þinni elskandi
systur Marenu.
E.S.
Bóndi minn biður kærlega að
heilsa og segðu Tótu, að hann
sé heldur góður við börn. Þau
leika sér einhvern tíma saman,
ef hún kemur.
Enn fer sem áður, að þó að
mömmu þyki ákaflega vænt um
Marenu systur sína, taki sárt til
hennar og vildi mikið fyrir hana
gera, þá getur hún ekki orðið við
þessar bón hennar. Ekki sent mig
frá sér svo unga um (ravegu í hér-
að, sem henni finnst vera sér al-
f I M I IM N
SLINNtDAGSBLAÐ
29