Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 19
svo fallegum og fínum, með gjaf- ir í höndum, sem áttu að tákna Tótu og Lilla. í bréfinu frá haust- inu 1913, þar sem Maren lætur í ljós lítt dulda eftirsjá sína yfir því að hafa ekki fengið „litla geylið með Önnu“, víkur hún svofelldum orðum að kortinu: „Vænt þyíkir mér um kortið af krökkunum. Ég geymi það í stofunni sem stáss, þangað til ég fæ myndir af þeim sjálfum". Mamma uppfyllti þá óskir henn- ar. Eins og áður er að vikið urðu þau Maren og Einar að nota lítil híbýli sem verkstæði. Maren hafði keypt sér stóra og vandaða sauma- vél, og var áður en hún giftist far- in að stunda prjónaskap. Prjónavél- in var á löngu borði og var val- inn staður þar sem mestrar birtu naut frá litlu stofugluggunum tveimur, sem sneru mót vestri, fram að hlaði. Sólar frá þremur áttum gætti í þessum gluggum, sem sulgu í sig geisla kvöldsólar- innar og endurvörpuðu þeim aft- ur frá sér, svo þeir voru sem himnesk augu, stafandi gullnum ljóma, er litið var heim að bæn- um á aflíðandi sólskinsdegi. Prjónavélin gegndi mjög þýð- ingarmiklu hlutverki á heimilinu, svo að varla er hægt að samlíkja henni við það, sem almennt eru kallaðir dauðir hlutir. Hún var um árabil sterkur þáttur í lífi lítillar fjölskyldu, sem samtvinnaðist í ást, samstarfi, sorgum og sjúkdómum. Mér finnst, að þessi mikilvæga vél hafi heitið Viktoría eins og eftir- lætissagan hans pabba. (Þarna hrökk orðið pabbi úr pennanum, og ég læt það standa). Maren var að upplagi víkingur til vinnu og sást ekki fyrir, sem hlaut að leiða til ofmikils álags á fínbyggða líkamsbyggingu hennar. Einar sá fljótt, að hann þyrfti að vera konu sinni hjálplegur, á hvern þann hátt, sem honum yrði þess auðið, og auk þess hreifst hann með af kappi hennar, mikil vinnuafköst eru jafnan heillandi, einkum ef að því er stefnt að eiga frjálsari stundir milli skorpanna. Einar var mjög lagtækur og hafði ánægju af öllum nettari vinnubrögðum, hann fór því fljótt að hjálpa til við prjónaskapinn, spóla band af hespuvindu eða hnyklum, vinda afganga af vélar- RICHARD BECK: Haustljóð Haustar óðum, hrynja lauf af trjám himins undir skýjadökkum brám. Hafið þungan stynur út við strendur, strjúka tanga brimsins kaldar hendur. Stormi hrakin hníga fölnuð blóm, hörðum lúta sínum skapadóm. Söngvaþrestir leita f jarra landa langa vegu, sumarhlýrra stranda. Himinfieygir hverfa þeir við ský, huga mínum lyftir útþrá ný hátt til flugs, með hvítra vængja blaki; heilla SólarfjöU að skýjabaki. spólunum, og þar sem hann sá, hvílíkt erfiði það var fyrir smá- vaxna konu að prjóna á stóra vél með langri sveif, lærði hann smám saman einfaldari prjónaskap og prjónaði greitt, þegar hann var með langa karlmannsnærboli í vél- inni, en Maren var við hendina, ef taka þurfti upp lykkju, fella nið- ur fyrir hálsmáli, prjóna axlarhlíra og fitja upp aftur, þegar hlýram- ir vom orðnir nógu langir. En þetta lærði Einar eftir því sem hann æfðist í prjónasfcapnum. Barnanærbolir voru jafneinfaldir og karlaskyrturnar, meiri vandi var með skyrtur kvenna, þá var prjónað mitti með tvíbrugðnu prjóni og aukið út fyrir brjóstum. Aðalflíkurnar, sem prjónaðar voru á vélina, voru alls konar nær- fatnaður, skyrtur, brækur, klukk- ur, plögg og peysur. Langir trefl- ar, sem á þessum slóðum voru kallaðir net, voru jafnbreiðir og því engar úrtökur né útaukningar, þá gat Einar prjónað, eftir að hann hafð'i lært gerð þeirra, algengast var að þeir væru sléttprjónaðir, og þá tvöfaldir, brugðnir, eða með ensku prjóni. Oft voru hafðir bekk ir í öðrum litum en aðallit, þá skeytti Maren litina saman, því að það var nákvæmnisverk. Útprjón hlaut líka að koma í hlut hennar, það útheimti svo mikinn setning og hafa hugann fastan við verkið. Einari þótti mest gaman að bruna áfram og sjá fljótt stað verka sinna. Og gaman var að geta rutt frá verkefnum, sem bárust hvaðanæva að: austur yfír Jökuls- árbrú, vestur yfir Öxarfjarðar- heiði, utan úr Núpasveit. Auk þess sem mikið var prjónað fyrir sveit- ungana. Og þegar fram í sótti æ meir sem grannagreiði, svo að prjónaskapurinn varð heldur hæp- in tekjulind á tíma, þegar verð- lagning heimavinnu var hálfgert viðkvæmnismál. Þeir, sem band sendu til prjóna- skapar, báðu oft um frágang einn- ig, en sú vin*a kom öll á Marenu. Sokkaplögg voru að sjálfsögðu prjónuð í hring, en ganga þurfti frá hælum og lýkkja við brugðn- inga að ofan. Langir handsaumar voru á stórum nærfatnaði, klukk- um og peysum. Lauf voru hekluð í hálsmál á kvenfatnaði og klukk- um, net kögruð og svo framvegis. Þegar búið var að ljúka því, er sent var úr hverjum einstökum stað, voru teknar fram urmbúðirnar, sem bandið hafði verið sent í, það 'í? T I IVl I N N SUNNUDAGSBLAÐ '

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.