Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 9
þar sem þær stóðu álengdar og vöggu'ðu sér í mjöðmunum með greiparnar spenntar framan á sér •— einnig þær orðnar hátíðlegar á svipinn. Eftir nokkuð langa setu fór stúlkan sýnilega að ókyrrast. Það fóru kippir um handleggina á henni, og ekki leyndi sér á svipn- um. að eitthvað bagaði hana. Kapelláninn hætti að teikna. — Ég bið afsökunar, sagði hann. Er það eitthvað, sem ungfrúnni þóknast? — Æ, blessuð verið þið, svaraði Anna — get ég ekki fengið að halda á einhverju, ég á svo bágt með hendurnar á mér. Mætti kött- urinn náðugrar frúarinnar — Gómorrakötturinn — ekki liggja hérna i kjöltu minni? Þetta var ósk, sem kom beint úr djúpuni hjartans —, einlæg þrá, sem brauzt fram. Því að kötturinn var heilagt dýr, sem engum hafði leyfzt að snerta. Kapelláninn starði fram fyrir sig. andagiftin veik í bili frá lista- manninum. — Hún er að tala um angóra- köttinn. sagði stofuþernan, hann liggur þarna inni. Á ég kannski að sækia hann? Það gæti verið gam- an að hafa hann líka á myndinni. Svo fékk hún þetta hvíta dýr á hnén. Hendur hennar sukku í dún- mmkt kattarhárið, og hver drátt- ur í andliti hennar slakaði í sælli fuHkomnun. Þannig sat hún eins og í djúpri leiðslu. Þetta var ósegj- an'eg nautn. Kötturinn neri iðandi krypp- unni við silkið, sætti sig við áferð þess, teygði fram loppurnar og revndi lítið eitt á þræðina með klónum. Síðan hnipraði hann sig saman á þessum mjúka beði með ljósrautt ginið hálfopið og lygndi augunum fram fyrir sig, Og þarna lá hann í skauti stúlkunnar, lang- vanur munaði, af svo tiginbornu skeytingarleysi, að allir fundu and- blæ fjarlægðar, heillandi veraldar leika um sig. Anna sat hreyfingar- laus í faðmi hamingjunnar, lcapel- láninn byrjaði aftur að teikna og gleymdi öllu nema listaverki sínu, og loks sofnaði kötturinn. Fótatak heyrðist, og einhver kom í dyrnar. Það var smiðurinn — hann ætlaði inn einu sinni enn að mæla líkið, svo að kistan yrði mátulega stór. Hann staðnæmdist í dyrunum, greip andann á lofti, og það var engu líkara en augun ætl- uðu út úr höfðinu á honum. En enginn gaf honum gaum. Sársauka fullir kippir fóru um allan lfk- ama hans, ofan úr skeggi og niður í stígvél: Hvers vegna hafði Anna verið drifin í allt þetta stáss — hvers vegna sat hann þarna, kapel- láninn, niðursobkinn í að teikna mynd af bláfátækri stúlku? Það var gáta, sem ólærður smiðurinn gat ekki ráðið En annað sá hann í hendi sér: Stelpan var gengin honum úr greipum, Jóhanni snikk- ara Jóhannssyni. Anna skotraði ekki einu sinni til hans augum, þegar hann gekk gegnum herbergið. En dillað var henni, að hann skyldi sjá sig svona stássbúna, því að henni fannst hann sannarlega mega átta sig á því, að hann gat ekki gengið að henni eins og brókinni sinni. Hún kippti sér ekki upp við það, þó að hún heyrði hann stynja fyrir inn- an hjá líkinu. Kapelláninn var nú langt kom- inn að teikna höfuðið og skartið, sem hlaðið hafði verið á stúlkuna: Stofuþernan, sem brann, í skinn- inu af forvitni, hafði laumazt aft- ur fyrir hann, og nú benti hún ráðskonunni að koma líka og sjá, hvað hann hafði fest á pappírinn. Frú Dahlgren læddist til hennar á tánum og teygði fram álkuna, því að hún var dálítið nærsýn, en rétti jafnskjótt úr sér aftur. — Guð minn góður! sagði hún svo hrærð, aö nærri lá, að orðin köfnuðu í murmi hennar — var hún svona? » í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 17

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.