Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Blaðsíða 7
augnhárin með ofurlitlar hæðnis- viprur kringum munninn. Á ísaumuðum bekk við þilið lá ang- órakötturinn hennar samanlinipr- aður með liálflukt augu. Ráðákonan og stofuþernan, sem þegar höfðu vanizt þessari sjón, mændu eftirvæntingarfullar á blý- antinn hans — skyldi hann ekki fara að byrja? En kapelláninum féllust hend- ur andspænis þessu undarlega augnaráði, sem ekki var neitt augnaráð, heldur leikur skugg- anna, sem flöktu yfir andlit gömlu frúarinnar. Honum var um megn að draga eitt einasta strik á papp- írinn. — Það er of skyggsýnt hérna, sagði hann. Þið verðið að draga gluggatjöldin frá. Hann lyfti löngum handleggn- um og benti á gluggann, sem næst- ur var. — Dragðu tjöldin frá, María, svo að hann geti teiknað Hennar Náð, sagði ráðskonan. Marfa gerði eins og henni var sagt, og köld, hvít dagsbirtan flæddi inn í herbergið. Hún kom norðan frá. / Nú var ekki lengur blundandi manneskja, sem þarna hvíldi, held- ur liðið lik. Hver einasta hrufcka á gulu hörundinu kom skýrt fram, nefið reis eins og saumhögg í and- litinu, þunnt hárið virtist liggja af einkennilegum þunga fram á enn- ið, og í stað kinna voru dældir rétt við föl munnvikin. Hæðnisvipr- urnar voru horfnar, en í þess stað var hún orðin hálfu leyndardóms- fyllri en áður, andlitið harðlæst, burtvísun í hverjum drætti. Það fylgdi embætti kapellánsins, að hann var vanur návist dauðans, en þó stóð hann sjaldnast and- spænis honum sjálfur, heldur hugsaði um hann og talaði um hann — um hvildina og friðinn, sem fylgdi honum, og sorg þeirra, sem eftir lifðu, er I rauninni átti að snúast I fagnaðarríka þafckláts- semi. Þetta var allt annað, engin hljóðlát sorg og engin tár, heldur stirðnuð spurn, sem hann gat ekki svarað. Honum stóð orðið beygur af fínydduðum blýantinum, því að hann vissi ekki, hvað hann myndi festa á pappírinn. — Fer nógu vel um kapellán- inn? spurði ráðskonan. Og það fór vlst ekki vel um kapelláninn, þvi að hann rauk á T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ fætur og snaraðist fram á gálflð. — Þetta er frágangssök, sagði hann, þetta get ég efcki. Þetta fcom flatt upp á ráðskon- una, og hún mátti ekki til þess hugsa, að von hennar brygðist. Hún hljóp á eftir manninum og þreif í handlegginn á honum. — Kæri kapellán, byrjaði hún. En kapelláninum varð ekki talið hug- hvarf. — Ég get þetta ekki með nokkru móti, sagði hann. Þetta er fjarstæða, og hverju ætti myndin svo sem. að verða lík? í hrein- skilni sagt, þá er þetta mér ofraun. — En ég verð nú ekki svo vandfýsin, kveinaði ráðskonan. Fái ég bara eitthvað til minningar um hana, þá gerir ekkert til, þó að það sé ekki nauðalíkt. Getur kapellán- inn þá ekfci teiknað mynd eftir minni, sagði hún að síðustu með örvæntingarbros á vörum, og far- ið svo inn á eftir og lagað Jiana svolítið. Nei-nei — hann var ófáanleg- ur til þess. Það loðir ekkert í minni manns, sem hendur verða festar á, þar keinur allt og fer eins og grasið, sem vex og sölnar. — Nei, hefði ég bara eitthvað fyrir mér, þá reyndi ég kannski — vangamynd, sem einhver kynni að hafa klippt eða eitthvað þess hátt- ar? Slíkt var ekki til, og frú Dahl- gren lét fallast í næsta stól, yfir- komin af örvæntingu, samanund- in eins og tappatogari. Þá var það, að Maríu datt ráð í hug. — Frúin, sagði hún — Hennar Náð, vildi ég sagt hafa — minntist oft á það, að Anna hérna frammi væri ekki ólík sér, þegar hún var ung. Var nú ekki hægt að teikna hana, það ætti þó alltaf að vera eitthvað f áttina? Þau gátu fært hana í föt Hennar Náðar og sett & hana stóra gullmenið hennar og hringina, ef þeir komust upp á fing- uma á henni, og svo yrði þetta eins og gömul mynd Hennar Náð, gerð fyrir mörgum árum. Það birti yfir ráðskonunni. — Þessu hafði hún einmitt orð á, séra Anneus, ég man það svo glöggt, hvað dátt hún hló, þegar hún veitti þessu fyrst athygli. „Þessi stelpa er svipuð mér“, sagð hún, „það er gaman að sjá, að jafnvel náttúran skuli gera ódýrar eftirlíkingar nú á dögum. Æ, það ætti að hlífa greyinu heldur", sagði hún við niig „látið hana ekki ganga grátandi undan yður, frú Dahlgren, og umfram allt ekki standa í gólfþ\ottum“. En auðvit- að hefur hún oröið að þvo og skúra, því að Hennar Náð var bara að gera að gamni sínu. Ealdið þér ekki, séra Anneus, að það sé vit í þessu, sem María segir, ef við dubbum hana upp? Það mætti auð- vitað breyta myndinni svolítið eft- ir minni, og svo getur kapellán- inn vitaskuld litið þarna inn, ef hann þarf að glöggva sig á ein- hverju. Kapelláninn kímdi að þessari hugmynd. — Við getum auðvitað prófað þetta. sagði hann svo, sé einhver svipur með þeim. Látið hana koma hingað. María fór fram í dyrnar og hrópaði fram í ganginn: — Anna! Komdu hingað til okkar! Kapelláninn vill sjá þig. Anna stóð á tali við smiðinn við eldhúsdyrnar, og þar var orsök til, því að hann vildi endilega kvæn- ast henni sem fyrst, úr því að svo vildi til, að hún gat losnað úr vistinni. Sjálfri fannst henni þetta bera fullbrátt að og mætti skióta því eitthvað á frest. Og nú kom hún óðar hlaupandi, dálítið fýld að vísu, hárið ógreitt og neðri vörin slapandi, og enn reiðubúin að stjaka ágengum manni frá sér með rauðum höndunum. Eftir stóð smiðurinn, Jóhann Jóhannsson. Köilin höfðu ýtt við eðlisávísun af- brýðissams manns og vakið grun- semdir hans um það, hvað olli tregðu hennar. Honum' varð ekki rótt. En Anna tók ekki eftir því. — Hvað viljið þið mér? spurði hún. — Það á að teikna af þér mynd af Hennar Náð, af því að þú ert svipuð henni. Það glaðnaði undir eins yfir stúlkunni, og hún varð í senn ósegjanlega hreykin og vandræða- leg. En svo varð henni litið á föt sín og bera handleggi, og þá sljáfckaði í henni. Eiginlega vissi hún ekki, hvaðan á hana stóð veðr- ið. Kapelláninn virti hana fyrir sér: reyndar var hún kannski ekki ólík gömlu frúnni, svipaðir drættir í andlitinu, þó að grófari væru, og háraliturinn sennilega áþekkur, miðað við jafr h aldur. Samt sem áður gat hann tfcki annað en hles- 15 i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.