Morgunblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FORDÆMA PYNTINGAR
Misþyrmingar bandarískra her-
manna á íröskum föngum í Bagdad
fyrir nokkrum mánuðum hafa verið
fordæmdar víða um heim, ekki síst í
heimi araba. Bandaríska sjónvarps-
stöðin CBS birti ljósmyndir af vörð-
um að pynta fanga í Abu Ghraib-
fangelsinu. Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
og George W. Bush Bandaríkja-
forseti fordæmdu í gær athæfi
fangavarðanna.
Stækkun ESB í höfn
Aðildarríkjum Evrópusambands-
ins fjölgaði um tíu í gærkvöld og eru
þau nú alls 25 og íbúar rúmlega 450
milljónir. Sambandið er jafnframt
öflugasta efnahagsheild heimsins.
Mikil hátíðarhöld voru í öllum aðild-
arríkjunum.
Segja frá fjöldagröfum
Stjórn Bosníu-Serba hefur nú í
fyrsta sinn veitt upplýsingar um
staðsetningu fjöldagrafa sem geyma
lík fórnarlamba fjöldamorðanna í
Srebrenica árið 1995. Um 7.000
manns eru talin hafa verið myrt í
borginni af sveitum Bosníu-Serba.
Tveir handteknir
Nýjar vísbendingar lögreglu um
bankaránið í SPRON við Hátún í
janúar hafa leitt til handtöku
tveggja manna. DNA-rannsókn lög-
reglu sýndi að lífsýni úr öðrum
þeirra fannst í nælonsokk, hanska
og húfu sem fundust utan við bank-
ann rétt eftir ránið. Hinn grunaði er
42 ára gamall og félagi hans 35 ára.
Þeir neita allri aðild.
Kamfílóbaktersmit minnkar
Kamfílóbaktersmit í mönnum er á
undanhaldi að því er fram kom á Vís-
indadegi að Keldum í gær. Jarle
Reiersen, dýralæknir og sérfræð-
ingur í alifuglasjúkdómum, segir að
þrátt fyrir að neysla á ferskum kjúk-
lingum hefði aldrei verið meira hefði
kamfílóbaktersmit í mönnum 2003
verið 16% af sýkingum sem greind-
ust 1999.
Y f i r l i t
Kynningar - Með Morgunblaðinu í
dag fyrlgir auglýsingablað frá Happa-
drætti Das.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FJÖLÆRBLÓM•BLÓMLAUKAR•MATJURTIR•TYRFING•SÁNING
Garðyrkjumeistarinn ehf., útgáfa og ráðgjöf
„Allt sagt í bókinni.
Garðyrkjubiblían mín.”
Rannveig Þorsteinsdóttir
garðyrkjuáhugakona.
U
P
P
E
L
D
I
•
Á
B
U
R
Ð
U
R
•
J
A
R
Ð
V
E
G
U
R
•
V
Ö
K
V
U
N
•
L
ÍF
R
Æ
N
R
Æ
K
T
U
N
„Falleg bók og fróðleg, vel skrifuð,
vel fram sett, mæli með henni.”
Ólafur B. Guðmundsson fyrrv. ritstjóri
Garðyrkjurits Garðyrkjufélags Íslands.
„Okkar viðskiptavinir hrósa
bókinni bæði vinstri og hægri.
Það gerum við líka!”
Garðyrkjustöð
Ingibjargar Sigmundsdóttur, Hveragerði.
„Hafsjór af upplýsingum í orði
og myndum frá fagmanni.”
Lára Jónsdóttir,
garðyrkjufræðingur í Blómavali.
„Greinargóðar upplýsingar,
agaður texti, öguð bók.”
Hafsteinn Hafliðason
garðyrkjusérfræðingur.
Á TOPP TÍU Á FYRSTU SÖLUVIKUM !
TRÉ-RUNNAR • TRJÁKLIPPINGAR • GRÓÐURSETNING • FRÆSÖFNUNF
J
Ö
L
G
U
N
•
S
U
M
A
R
B
Ú
S
T
A
Ð
A
L
A
N
D
IÐ
•
S
K
Ó
G
R
Æ
K
T
•
S
U
M
A
R
B
L
Ó
M
Í dag
Sigmund 8 Forystugreinr 36
Viðskipti 14/16 Fermingar 43/45
Erlent 18/19 Kirkjustarf 43/45
Höfuðborgin 23 Bréf 56
Akureyri 24/25 Dagbók 58/59
Suðurnes 26 Myndasögur 58
Árborg 27 Staksteinar 58
Landið 28 Íþróttir 60/61
Listir 29/30 Leikhús 64
Úr Vesturheimi 31 Fólk 64/79
Daglegt líf 36 Bíó 67/69
Ferðalög 37 Ljósvakamiðlar 70
Umræðan 34/42 Veður 71
* * *
RANNSÓKNARNEFND flug-
slysa, RNF, telur að reynsluleysi
erlends flugmanns hafi orðið til þess
að hann ákvað of seint að hætta við
lendingu á Reykjavíkurflugvelli
þegar honum var orðið ljóst að vélin
var ekki í aðflugi á rétta flugbraut.
Telur nefndin í skýrslu sinni um
flugatvikið að orsök þess sé að hann
var óvanur blindaðflugi og meðvirk-
andi orsök sé að vélin var illa tækj-
um búin, tungumálaerfiðleikar og
ónógur undirbúningur við flugið.
Atvikið átti sér stað um kvöld-
matarleytið 29. júní í fyrra. Vélin,
sem var af gerðinni Piper PA, var
tveggja hreyfla, skráð í Litháen og
tveir menn um borð. Hún hafði lagt
upp frá Bergen um hádegisbil og
var þetta annar leggur vélarinnar á
leið hennar frá Litháen til New
York.
Þegar vélin nálgast Reykjavíkur-
flugvöll fær flugmaðurinn nýjar
upplýsingar um veður en þoka var,
skyggni 5 km og nokkuð skýjað í
300 feta hæð og skúraský í um 800
feta hæð. Flugumferðarstjórn tjáir
flugmanni að braut 19 sé í notkun
sem þýðir lokastefnu yfir Reykja-
víkurhöfn. Fær hann nauðsynlegar
stefnuupplýsingar til að lenda í
blindflugi og á lokastefnu fær hann
enn nýjar upplýsingar um skýjahæð
sem sögð er 250 til 300 fet. Taldi
flugmaðurinn þar átt við metra.
Nokkru áður en vélin er komin að
flugbrautinni sér flugmaðurinn til
jarðar og er vélin þá í um 300 feta
hæð og segir í skýrslunni að hann
líti þá upp frá mælum vélarinnar til
að kanna hvort hann sjái í brautina.
Kveðst hann hafa séð hindrun til
vinstri og kirkjuturn. Hann sér og
flugbrautina vinstra megin við sig
og sveigir vélinni í þá átt en upp-
götvar fljótt að það er flugbraut 24,
suðvestur-norðaustur brautin, og að
braut 19 sé honum á hægri hönd.
Sveigir hann þá skarpt til hægri til
að freista þess að lenda á réttri flug-
braut til suðurs. Lendir hann mjög
innarlega á brautinni, við brautar-
mótin, en þar sem flugmaðurinn
taldi of lítið eftir til að stöðva vélina
tekur hann hana á loft á ný.
Flugumferðarstjóri heimilar það
og beinir honum í hægri beygju.
Flugmaðurinn beygir hins vegar til
vinstri og flýgur í norðausturátt yfir
borgina og segja vitni vélina fara
mjög lágt. Flugumferðarstjóri kall-
aði nokkrum sinnum í flugmanninn
og ítrekar að hann hækki flugið þar
sem hindranir séu í þessari hæð
austur af vellinum. Í framhaldi af
því hækkar hann flugið í tilskilda 4
þúsund feta hæð og lendir heilu og
höldnu tæpum hálftíma síðar.
Eftir atvikið var flugleiðsögubún-
aður vallarins skoðaður og ekkert
fannst athugavert. Hluti af leið-
sögubúnaði vélarinnar reyndist
ekki í lagi við skoðun en flugmanni
hafði ekki verið kunnugt um það.
Var vélinni aðeins heimilað sjónflug
áfram. Þá kom í ljós að flugmað-
urinn hafði aðeins kort og leiðbein-
ingar til blindaðflugs á braut 19 í
Reykjavík, ekki á aðrar brautir vall-
arins eða á öðrum völlum á Íslandi.
Heildarflugtími flugmannsins var
600 tímar, þar af á þessa vél 120
tímar og hann hafði ekki áður flogið
blindaðflug við lágmarks veðurskil-
yrði.
Reynsluleysi erlends flugmanns talið orsök flugatviks við Reykjavíkurflugvöll
Stefndi á ranga flugbraut og
flaug of lágt í fráhvarfsflugi
RAUÐAKROSSHÚSIÐ á Tjarn-
argötu 35 hættir starfsemi frá og
með deginum í dag en það hefur
verið athvarf fyrir unglinga í
vanda frá 1985. Verulega hefur
dregið úr gestakomum á síðustu
misserum á sama tíma og önnur
úrræði fyrir ungt fólk hafa bæst
við.
Ungt fólk í vanda getur áfram
haft samband við Hjálparsíma
Rauða krossins, 1717, og fengið
þar leiðbeiningar um hvert það
geti leitað.
Rauði krossinn hefur á undan-
förnum árum lagt aukna áherslu á
forvarnastarf í þágu barna og ung-
linga. Félagið átti frumkvæði að
stofnun Fjölsmiðjunnar í Kópa-
vogi, hefur tekið þátt í að koma á
fót svokölluðum ungmennahúsum
víða á landsbyggðinni og hefur eflt
almennt fræðslu- og forvarnastarf
á mörgum sviðum.
Reykjavíkurdeild Rauða kross-
ins er að skoða möguleika á að
koma upp neyðarathvarfi fyrir
heimilislausar konur og er að leita
að hentugu húsnæði fyrir þá starf-
semi. Húsið við Tjarnargötu, sem
er í eigu Reykjavíkurborgar, fer
aftur í hendur eigenda sinna.
Rauðakrosshúsið
hættir starfsemi
Önnur úrræði hafa bæst við og veru-
lega hefur dregið úr gestakomum
STJÓRNVALDSSEKTUM verður
ekki beitt gegn tryggingafélögunum
fjórum sem hafa verið til rannsóknar
hjá Samkeppnisstofnun í tengslum
við meint samráð þeirra, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Mun
þetta hafa verið niðurstaða fundar
samkeppnisráðs í gær. Þá verða jafn-
framt gerðar breytingar á því hvernig
skipað verður í stjórn Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga og kveðið
verður skýrar á um þau verkefni sem
SÍT tekur að sér.
Morgunblaðið greindi frá því í síð-
asta mánuði að niðurstöðu væri að
vænta í rannsókninni og að hún fæli
ekki í sér sektargreiðslu. Trygginga-
félögin sem um ræðir eru Sjóvá-Al-
mennar, VÍS, Tryggingamiðstöðin og
Íslensk endurtrygging auk Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga,
SÍT, sem er sameiginleg stofnun
þessara félaga.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Samkeppnis-
stofnunar, vildi ekki staðfesta að horf-
ið yrði frá sektargreiðslum en að sátt
hefði náðst á fundi samkeppnisráðs
sem kynnt yrði félögunum á mánu-
dag. Aðdragandi málsins hefði verið
sá að í desember óskuðu trygginga-
félögin eftir viðræðum við stofnunina
með hugsanlega sátt fyrir augum.
Viðræður hafi staðið frá þeim tíma
sem lauk með drögum að sátt sem
stofnunin hafi fjallað um á tveimur
fundum og lauk með niðurstöðu á
fundi samkeppnisráðs í gær.
Að sögn Finns Ingólfssonar, for-
stjóra VÍS, var honum ekki nákvæm-
lega kunnugt um niðurstöðu fundar
samkeppnisráðs en að hún yrði birt
tryggingafélögunum á mánudags-
morgun. Að hans mati væri ekki ólík-
legt að fallið yrði frá sektargreiðslum.
„Við höfum átt viðræður við Sam-
keppnisstofnun um stöðu málsins
núna upp á síðkastið og mér fyndist
það ekki ólíklegt að það yrði niður-
staðan, að það yrði ekki um að ræða
sektargreiðslur.“
Rannsókn er lokið á meintu samráði tryggingafélaganna
Stjórnvaldssektum
verður ekki beitt ATLANTSOLÍA hefur ákveðiðað hækka verð á olíu og bensíni.
Eftir hækkun kostar lítrinn af
dísilolíu 39 krónur og bensín-
lítrinn 96,90 krónur.
Í fréttatilkynningunni frá
fyrirtækinu segir að undan-
farna mánuði hafi eldsneytis-
verð farið stighækkandi í inn-
kaupum án þess að útsöluverði
hafi verið breytt. Þannig hafi
verð á dísilolíu haldist óbreytt í
um 200 daga og sömuleiðis hafi
bensínverð haldist óbreytt frá
því sala á því hófst í janúar.
„Bundnar voru vonir við að
innkaupsverð lækkaði á vor-
dögum og að ekki kæmi til
hækkana. Það gekk ekki eftir,“
segir í fréttatilkynningu.
Atlantsolía
hækkar
verð á olíu
og bensíni