Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 14

Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ hlutfallið 42% og í vátryggingastarf- seminni 38%. Markmiðið er að hlut- fallið sé undir 50% í bankahlutanum og undir 17% hjá tryggingafélaginu. Tjónshlutfallið í tryggingastarfsem- inni var rúmlega 100%, en var 83% fyrir allt árið í fyrra. Framlag í afskriftareikning nam 980 milljónum króna, sem er 94% aukning frá sama tímabili í fyrra. Í til- kynningu frá bankanum segir að hærra framlag endurspegli vöxt út- lána, en hækkunina megi einkum rekja til styrkingar á almennum hluta afskriftareikningsins. Útlán jukust um 9% á tímabilinu og námu 343 milljörðum króna í lok mars. Innlán námu 103 milljörðum króna og drógust saman um 4% frá áramótum. Vátryggingaskuld nam 21 milljarði króna og jókst um 7% á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall, reiknað á CAD-grunni, var 10%. Um horfur á árinu segir í tilkynn- ingu frá Íslandsbanka að afkoman hafi verið umtalsvert betri en fyrirséð hafi verið í byrjun árs. Góðar líkur séu á að afkoma af kjarnastarfsemi bank- ans verði viðunandi á árinu og hagn- aður aukist milli ára. fyrir skatta nam 5.459 milljónum en var 1.296 milljónir í fyrra. Í tilkynn- ingu frá Íslandsbanka segir að um 3.465 milljónir króna af hagnaði fyrir skatta megi rekja til sölu á hlutabréf- um í Straumi fjárfestingarbanka og markaðsvirðingar hlutabréfa í Straumi í eigu Sjóvár-Almennra. Hreinar vaxtatekjur jukust um 18% milli ára og námu 2.988 milljón- um. Vaxtamunur, munur á vaxta- tekjum og vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, lækk- aði úr 3,2% í fyrra í 2,6% nú. Á síðasta fjórðungi fyrra árs var vaxtamunur- inn 2,9%. Gengishagnaður ríflega sex- faldaðist og nam 2.814 milljónum, sem er aðallega vegna veltuhluta- bréfa í eigu bankans. Þóknanatekjur jukust um 34% og námu 1.385 millj- ónum á fyrsta fjórðungi. Hreinar rekstrartekjur námu sam- tals 11.746 milljónum króna og jukust um 195% milli ára. Þegar bankinn er skoðaður án tryggingafélagsins er þessi tala lægri, 6.602 milljónir króna og aukningin er 66%. Kostnaðarhlutfall samstæðunnar, þ.e. hlutfall gjalda og tekna, var 31% á fyrsta fjórðungi. Hjá bankanum var HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrsta fjórðungi ársins nam 4.569 milljónum króna, en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1.062 milljónir króna og aukningin er því 330%. Arðsemi eigin fjár var 78% en á sama tímabili í fyrra var arðsemin 24%.Greiningardeild Landsbankans hafði spáð Íslands- banka 5.570 milljóna króna hagnaði og greiningardeild KB banka spáði 4.211 milljóna króna hagnaði. Með- alspáin var því tæpar 4.900 milljónir króna og afkoman undir meðalspá. Samanburður við fyrra ár er erf- iður í tilviki Íslandsbanka, því að á seinni hluta fyrra árs keypti bankinn Sjóvá-Almennar tryggingar, sem nú eru inni í samstæðu bankans en voru það ekki á fyrsta fjórðungi í fyrra. Flestar tölur bera þessari breytingu merki og þar með afkoman, bæði fyrir og eftir skatta. 2,5 milljarðar af bankahlutanum Hagnaðurinn skiptist þannig milli banka- og tryggingahlutans að bank- inn skilaði 2.484 milljóna hagnaði, en var með 1.062 milljóna hagnað í fyrra, og tryggingafélagið skilaði 2.085 milljóna króna hagnaði. Hagnaður GÓÐUR hagnaður var af rekstri Ís- landsbanka á fyrsta fjórðungi árs- ins, en segja má að viðbrögð mark- aðarins við uppgjörinu hafi verið hlutlaus, því að bankinn lækkaði um rúmlega 1% líkt og Úrvalsvísitalan. Það sem helst setur svip á afkomu bankans er sala hlutabréfa í Straumi fjárfestingarbanka, en augljóst er að ekki má gera ráð fyrir að sambæri- legur atburður endurtaki sig. Hagn- aður vegna sölu Straums nemur um 3,5 milljörðum króna og ef hann er tekinn út er hagnaður fyrir skatta tæpir 2 milljarðar króna og aukn- ingin milli ára væri þá 54% en ekki yfir 300%. Engu að síður er um veru- lega hagnaðaraukningu að ræða. Og jafnvel þó að hagnaði Sjóvár- Almennra á fyrsta fjórðungi í fyrra sé bætt við afkomuna þá, eykst hagnaðurinn um nær þriðjung milli ára sem hlýtur að vera mjög við- unandi. Kostnaðarhlutfall í trygginga- starfseminni hefur versnað frá síð- asta ársfjórðungi og er langt yfir settu marki, en í bankastarfseminni er kostnaðarhlutfallið vel undir mörkunum. Þegar horft er framhjá gengishagnaðinum horfir þetta þó öðruvísi við, því að þá fer kostn- aðarhlutfallið í bankahlutanum vel yfir 50% markmiðið, en er þó lægra en í fyrra sem er jákvæð þróun.  INNHERJI |Íslandsbanki Straumur vegur þyngst                     !" #  $%  &  '$%   innherji@mbl.is Íslandsbanki hagnaðist um 4,6 milljarða HAGNAÐUR af rekstri Bakkavar- ar nam tæpum 2,2 milljónum punda á fyrsta ársfjórðungi, eða sem svar- ar til 289 milljóna íslenskra króna, og er það meira en 13% aukning frá sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur Bakkavarar á fyrstu þremur mánuðum ársins voru 34 milljónir punda (4,5 ma.kr.) og jukust um 2,5% frá fyrra ári. Sala félagsins í undirliggjandi rekstri er í tilkynningu frá Bakka- vör sögð hafa aukist um 17% á tímabilinu. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði nam á tímabilinu 5,2 milljónum punda (682 m.kr.) og nemur aukningin 5% frá í fyrra. Hlutfall EBITDA af rekstrar- tekjum var 15,1% samanborið við 14,8% árinu áður en þetta hlutfall er jafnan lægst á fyrsta fjórðungi. Hagnaður fyrir skatta var 3,1 millj- ón punda (411 m.kr.) Eignir félagsins reyndust vera 209,3 milljóna punda virði í lok tímabilsins og minnkuðu þær um 5,5 milljónir punda (727 m.kr.) frá síðustu áramótum til marsloka. Var það meira og minna vegna lækk- unar á veltufjármunaliðum. Þannig minnkuðu birgðir um 31% frá ára- mótum og kröfur lækkuðu um 5,6%. Skuldir drógust einnig saman á fyrsta ársfjórðungi, sér í lagi þó skammtímaskuldir sem lækkuðu um 5,7 milljónir punda og voru 18,6% lægri í lok mars en þær voru um áramót. Langtímaskuldir minnkuðu um 2,2%. Veltufjárhlut- fall batnaði verulega frá fyrra ári, úr 1 í 3,2. Ávöxtun eigin fjár minnk- aði á hinn bóginn úr 13,1% í 11,6% á milli ára. Í samræmi við áætlanir Þá jókst veltufé frá rekstri um nær fjórðung samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og nam 3,9 milljónum punda (517 m.kr.). Reksturinn skilaði hins vegar nokkru minna handbæru fé á fjórð- ungnum en í fyrra, sér í lagi vegna áhrifa frá breytingum á skamm- tímaskuldum og viðskiptakröfum. Handbært fé í lok tímabilsins var þrátt fyrir þetta 55,2 milljónir punda (7,3 ma.kr.). Í tilkynningu frá Bakkavör segir að rekstur félagsins hafi gengið vel á fyrstu þremur mánuðum ársins og hann hafi verið í samræmi við áætlanir félagsins. Reksturinn sé nú, eftir sölu sjávarútvegshlutans, minna háður árstíðabundnum sveiflum en fyrsti ársfjórðungur sé þó enn slakasti fjórðungurinn. Bakkavör með 289 milljóna hagnað ÞRÁTT fyrir alveg ágæta afkomu Bakkavarar á fyrsta ársfjórðungi er hún talsvert undir þeim væntingum sem greiningardeildir bankanna gerðu. Meðalspá bankanna lýsti nokkurri bjartsýni, hljóðaði upp á 365 milljónir króna en raunin varð 76 milljónum króna lakari afkoma. Innri vöxtur félagsins var 17% á fjórðungnum, sem telja mætti nokkuð gott nema hvað markmið félagsins er að vaxa um 20–30% á ári. Að vísu má gera ráð fyrir að fyrsti ársfjórðungur sé sá lakasti á árinu. EBITDA- framlegðin, sem er hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir af rekstrartekjum, lækkaði enda frá seinni hluta síðasta árs. Framlegðin var 15,1% á fyrsta fjórðungi en tvo fjórðunga á undan var hún 17,6%. Bankarnir spáðu svip- aðri framlegð áfram eða yfir 17%. Bakkavör á orðið digra sjóði og reikna má með að þeim fjármunum verði varið til ytri vaxtar með fjár- festingum í öðrum félögum. Nokkrar breytingar urðu á efna- hagnum á fyrstu mánuðum ársins og voru þær til hins betra. Birgðastaðan lækkaði um 31% eða 174 milljónir króna og skammtímakröfur lækk- uðu um tæp 6% eða 168 milljónir. Að auki fóru bæði langtíma- og skamm- tímaskuldir lækkandi. Skamm- tímaskuldirnar lækkuðu um næstum 19% eða 760 milljónir og lang- tímaskuldirnar um 2% eða 275 millj- ónir. Auk þess breytti KB banki hluta af víkjandi breytanlegum lán- um í hlutafé á tímabilinu og lækkuðu þau um 400 milljónir. Það munar um minna þegar allt er tínt til. Spurning hvort verið sé að undirbúa jarðveginn fyrir stóra fjár- festingu í svipuðum rekstri?  INNHERJI | Bakkavör Undirbúa ytri vöxt? ( ) **      + + + + ,  -. !" # $%  &  '$% /   + + innherji@mbl.is ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● FYRIRTÆKIÐ Google, sem rekur samnefnda leitarvél á Netinu, hefur greint frá því að það hyggi á skrán- ingu á markað, að því er segir í frétt Reuters- fréttastof- unnar. Fyr- irkomulag frumútboðsins verður óvenjulegt, en ætlunin er að hafa uppboð á hluta- bréfunum á Netinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort fyrirtækið verður skráð í Nasdaq-kauphöllinni eða í kauphöll- inni í New York, NYSE. Selja á bréf fyrir 2,7 milljarða Bandaríkjadala, um 200 milljarða króna. Tekjur Google á fyrsta fjórðungi ársins námu tæpum 29 milljörðum króna og hagnaður tvöfaldaðist milli ára, nam tæpum 5 milljörðum króna. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hefur ekki verið meiri eftirvænting vegna frumútboðs frá því að Net- scape fór á markað árið 1995. Haft er eftir greinendum á markaði að markaðsverð Google gæti verið 20 milljarðar dala, um 1.500 milljarðar króna. Markaðsverð Yahoo, sem rek- ur samnefnda leitarvél, er um 2.700 milljarðar króna og markaðsverð Microsoft er um 21.000 milljarðar króna. Frumlegt frumútboð Google ● SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna, SH, hagnaðist um 213 millj- ónir króna á fyrsta ársfjórðungi og er það rífleg þreföldun hagnaðar frá sama tímabili í fyrra. Vörusala jókst um 26% frá sama tíma síðasta árs og nam 16,2 millj- örðum. Aukningin er fyrst og fremst rakin til félaga í samstæðunni sem ekki tilheyrðu henni í fyrra, Ocean to Ocean í Bandaríkjunum og Baro- gel í Frakklandi. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði jókst um 66% frá fyrra ári og nam 633 millj- ónum króna. Veltufé frá rekstri var 489 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðunum samanborið við 184 milljónir á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá SH segir að af- koman sé sú besta í allmörg ár. Fyrsti fjórðungur hafi gengið nokkru betur en áætlun gerði ráð fyrir en félagið telur ekki ástæðu til að gera breytingar á heildaráætlun ársins a.m.k. enn sem komið er. Besti fjórðungur SH í langan tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.