Morgunblaðið - 01.05.2004, Side 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
ÞAÐ ER mikið sungið í Borgarfjarðarhér-
aði. Fjölmargir kórar starfandi og margir
þeirra að ljúka vetrarstarfinu með tón-
leikum. Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur
útskrifað marga í gegnum tíðina og þar á
meðal er Snorri Hjálmarsson tenórsöngvari
sem nýlega gaf út hljómdisk ásamt Helgu
Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Hann
hélt skemmtilega tónleika í tilefni útgáf-
unnar í Logalandi í Reykholtsdal á mið-
vikudagskvöld og var troðfullt út úr dyrum,
enda Borgfirðingar stoltir af sínum manni.
Þótt alltaf sé gaman að ganga í fjörunni
jafnast ekkert á við að fara í göngutúr á vor-
in til að kanna hvort æðarfuglinn sé farinn að
huga að hreiðurgerð og athuga hvaða far-
fuglar eru komnir. Stundum rekst maður á
óvenjulega fugla, eins og andaparið hvíta
með svörtum rákum á skrokknum, svartan
haus og rautt nef sem lenti hér á hlaðinu í
vikunni. Eftir mikla leit í fuglabókum komst
ég ekki að niðurstöðu en sendi fyrirspurn til
Fuglaverndunarfélagsins og bíð spennt eftir
svari. Hérna við sjóinn tylla þreyttir far-
fuglar oft niður fæti á leið milli heimsálfa og
hafa m.a. sést svölur, tildrur og rúkragar. Af
öllum þeim fuglum sem heiðra okkur með
nærveru sinni á æðarfuglinn sérstakan sess
hjá mörgum. Þetta er afar skemmtilegur og
verðmætur bústofn hjá fjölda bænda sem
safna æðardún og selja. Það fylgir því nota-
leg og svolítið rómantísk stemning á björtu
vorkvöldi þegar blikinn heyrist ú-a á kolluna
sína. En æðarfuglinn heyr erfiða lífsbaráttu.
Alls kyns vargar herja á hann. Refur, mink-
ur, svartbakur, sílamávur, hrafn og örn og
einnig mannfólkið. Nú má leggja gráslepp-
unet mun fyrr en áður, á meðan æðarfuglinn
er enn úti við sker og ekki kominn í land til
að verpa. Fjöldi fugla flækist í netunum og
drepst. Þar að auki mega skotglaðir ein-
staklingar drepa svartfugl, eins undarlegt og
það kann að hljóma, til 15. maí, er æðarvarp
stendur sem hæst. Hér úti fyrir heyrðist lát-
laus skothríð á sumardaginn fyrsta, einmitt
þegar svo vel viðraði til að þjálfa hestana. En
það var ekkert vit í að fara á hestbak því
hætt er við að reiðskjótunum hafi ekki líkað
skothvellirnir, frekar en æðarfuglinum, með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Úr
sveitinni
ÁLFTANES Á MÝRUM
EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR
BLAÐAMANN
Sauðfé telst jafnan tilhúsdýra en ersjaldnast haft inni í
íbúðum eins og lítið lamb
sem undi hag sínum vel í
stofunni hjá Guðjóni Guð-
mundssyni og Bjarnheiði
Ívarsdóttur á Grundarstíg
4 á Flateyri og sagt er frá á
fréttavef bb.
Heimilisfólkið var statt á
Hóli í Önundarfirði þegar
lambið kom í heiminn og
fannst það ósköp lítið og
ræfilslegt. Daginn eftir var
lambið sótt og tekið í vistun
á Flateyri en þá var það
varla farið að halda haus að
sögn Guðjóns. Lambið gisti
á Grundarstíg í nokkra
daga en er nú farið aftur
farið í sveitina á Hóli. Það
naut mikillar umhyggju
heimasætunnar á Grund-
arstígnum, Katrínar
Bjarkar Guðjónsdóttur, og
Arnheiðar Steinþórs-
dóttur, vinkonu hennar.
Heimilishundinum þótti
minna til lambsins koma,
a.m.k. framan af en undir
það síðasta segir Guðjón
hvuttann hafa verið farinn
að reyna að leika við lamb-
ið úti í garði.
Innilamb!
Nú er orðið lítið umskipakomur áNorðurfjörð í Ár-
neshreppi síðan fastar
áætlunarsiglingar lögð-
ust niður. Ferðir Rík-
isskipa lögðust af um
1992 og þar með strand-
siglingar á hafnir lands-
ins en eftir það voru ferð-
ir að litlu leyti með
Samskipum og Eimskip í
þrjú ár. Nú koma ekki á
Norðurfjörð skip nema
einu sinni á ári með áburð
frá Áburðarverksmiðj-
unni til bænda og í vik-
unni kom erlent skip –
BBC Portugal – á vegum
Þorvaldar Jónssonar
skipamiðlara sem hefur
verið með skipið til
áburðarflutninga í hálfan
mánuð, með áburðinn og
sandkalk, um 70 tonn, og
var þetta síðasta höfnin
sem losað var á áður en
haldið var til útlanda.
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Sjaldgæfar skipakomur á
Norðurfjörð á Ströndum
Kristinn Gunnars-son, þingmaðurFramsókn-
arflokksins, er mjög hvik-
ur í flokkshollustunni og
reynir það oft á þolinmæði
flokksforystunnar. Þetta
hefur verið mjög áberandi
síðustu daga. Af því tilefni
orti karl af Laugaveginum:
Af marglyndu sambýli mædd
spyr maddama Framsókn, oft
hrædd,
og lítur á Kristin:
„Hvort leiðist þér vistin?“
lánlaus, – hún innsæi gædd.
Björn Bjarnason sagði um
jafnréttislögin að þau
væru barn síns tíma. Það
kveikti vísu hjá Friðriki
Steingrímssyni:
Pólitík er gjarnan glíma
gömul saga’er það og ný;
Björn er líka barn síns tíma
og ber að túlk’ann samkvæmt
því.
Jón Eiríksson á Fagranesi
var ánægður með húsfylli
á Drangeyjarkvöldi á Kaffi
krók í vikunni. „Þarftu
ekki vorvísu?“ spurði hann
þegar blaðamaður hringdi:
Alltaf verð ég eins og nýr
úti í hlýju vori
enda gerast ævintýr
í öðru hverju spori.
Barn síns tíma
pebl@mbl.is
Mývatnssveit | Starfsmenn Kís-
iliðjunnar eru byrjaðir að koma
búnaði til gúrdælingar út á vatn-
ið. Dæluprammi og dráttarbátur
eru komnir á flot og dælu-
leiðslum komið á sinn stað.
Stefnt er að dælingu í byrjun maí
og trúlega verður vertíðin stutt
því efnisþörf er takmörkuð þar
sem verksmiðjan mun stöðvast í
árslok. Hér stendur Karl Viðar
Pálsson, verkstjóri dæling-
arflokks, og horfir út á vatn, fjær
sést dráttarbáturinn. Ef allt fer
sem horfir þá er nú að hefjast
síðasta sumar þessarar starfsemi
á Mývatni. Í dælingarflokki
Karls Viðars starfa 8 menn.
Morgunblaðið/BFH
Dæling að hefjast úr Mývatni
Kísilgúr
Mývatnssveit | Nýlega skipuð stjórn
Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mý-
vatn kom saman til síns fyrsta fundar í
Skjólbrekku nú í vikunni.
Stjórnin er skipuð af umhverfisráðherra
með vísun til 4. gr.laga nr. 36/1974 um
verndun Mývatns og Laxár. Í fundarhléi
gafst færi á myndatöku. Frá vinstri eru:
Sigbjörn Gunnarsson, Árni Bragason,
Hörður Kristinsson, Árni Einarsson for-
stöðumaður, Guðrún María Valgeirsdóttir,
Davíð Egilson sem er formaður nefndar-
innar, Sigurður S. Snorrason og Jón Bene-
diktsson. Það er svo með þessa nefnd að
margur mundi vilja að hún renni sitt skeið
til enda á þessu sumri. Hér bíða menn þess
og vona að ný lög um Mývatn og Laxá verði
afgreidd af Alþingi fyrir þinglok. Þar með
mundi ljúka ævi þessarar nefndar. Í laga-
frumvarpi er gert ráð fyrir fagráði við
Náttúrurannsóknarstöðina í stað stjórnar-
innar sem nú er.
Ný stjórn
Rannsóknamið-
stöðvarinnar
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
AÐALFUNDUR Ferðamálasamtaka
Vestfjarða sem haldinn var á Reykhólum
um síðustu helgi samþykkti að beina þeim
tilmælum til olíufélaga, Ferðamálaráðs og
Samtaka ferðaþjónustunnar að auðvelda
aðgengi ferðafólks að eldsneyti, að sögn
fréttavefjar Bæjarins besta.
„Ferðaþjónar á Vestfjörðum hafa orðið
varir við verulega óánægju á meðal ferða-
manna með þá skerðingu á þjónustu að á
flestum eldsneytissölustöðum er eingöngu
hægt að greiða með kortum,“ segir í álykt-
uninni.
Aðgengi ferða-
fólks að eldsneyti
verði auðveldað
♦♦♦
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200