Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is ÞAÐ ER mikið sungið í Borgarfjarðarhér- aði. Fjölmargir kórar starfandi og margir þeirra að ljúka vetrarstarfinu með tón- leikum. Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur útskrifað marga í gegnum tíðina og þar á meðal er Snorri Hjálmarsson tenórsöngvari sem nýlega gaf út hljómdisk ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Hann hélt skemmtilega tónleika í tilefni útgáf- unnar í Logalandi í Reykholtsdal á mið- vikudagskvöld og var troðfullt út úr dyrum, enda Borgfirðingar stoltir af sínum manni.    Þótt alltaf sé gaman að ganga í fjörunni jafnast ekkert á við að fara í göngutúr á vor- in til að kanna hvort æðarfuglinn sé farinn að huga að hreiðurgerð og athuga hvaða far- fuglar eru komnir. Stundum rekst maður á óvenjulega fugla, eins og andaparið hvíta með svörtum rákum á skrokknum, svartan haus og rautt nef sem lenti hér á hlaðinu í vikunni. Eftir mikla leit í fuglabókum komst ég ekki að niðurstöðu en sendi fyrirspurn til Fuglaverndunarfélagsins og bíð spennt eftir svari. Hérna við sjóinn tylla þreyttir far- fuglar oft niður fæti á leið milli heimsálfa og hafa m.a. sést svölur, tildrur og rúkragar. Af öllum þeim fuglum sem heiðra okkur með nærveru sinni á æðarfuglinn sérstakan sess hjá mörgum. Þetta er afar skemmtilegur og verðmætur bústofn hjá fjölda bænda sem safna æðardún og selja. Það fylgir því nota- leg og svolítið rómantísk stemning á björtu vorkvöldi þegar blikinn heyrist ú-a á kolluna sína. En æðarfuglinn heyr erfiða lífsbaráttu. Alls kyns vargar herja á hann. Refur, mink- ur, svartbakur, sílamávur, hrafn og örn og einnig mannfólkið. Nú má leggja gráslepp- unet mun fyrr en áður, á meðan æðarfuglinn er enn úti við sker og ekki kominn í land til að verpa. Fjöldi fugla flækist í netunum og drepst. Þar að auki mega skotglaðir ein- staklingar drepa svartfugl, eins undarlegt og það kann að hljóma, til 15. maí, er æðarvarp stendur sem hæst. Hér úti fyrir heyrðist lát- laus skothríð á sumardaginn fyrsta, einmitt þegar svo vel viðraði til að þjálfa hestana. En það var ekkert vit í að fara á hestbak því hætt er við að reiðskjótunum hafi ekki líkað skothvellirnir, frekar en æðarfuglinum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN Sauðfé telst jafnan tilhúsdýra en ersjaldnast haft inni í íbúðum eins og lítið lamb sem undi hag sínum vel í stofunni hjá Guðjóni Guð- mundssyni og Bjarnheiði Ívarsdóttur á Grundarstíg 4 á Flateyri og sagt er frá á fréttavef bb. Heimilisfólkið var statt á Hóli í Önundarfirði þegar lambið kom í heiminn og fannst það ósköp lítið og ræfilslegt. Daginn eftir var lambið sótt og tekið í vistun á Flateyri en þá var það varla farið að halda haus að sögn Guðjóns. Lambið gisti á Grundarstíg í nokkra daga en er nú farið aftur farið í sveitina á Hóli. Það naut mikillar umhyggju heimasætunnar á Grund- arstígnum, Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, og Arnheiðar Steinþórs- dóttur, vinkonu hennar. Heimilishundinum þótti minna til lambsins koma, a.m.k. framan af en undir það síðasta segir Guðjón hvuttann hafa verið farinn að reyna að leika við lamb- ið úti í garði. Innilamb! Nú er orðið lítið umskipakomur áNorðurfjörð í Ár- neshreppi síðan fastar áætlunarsiglingar lögð- ust niður. Ferðir Rík- isskipa lögðust af um 1992 og þar með strand- siglingar á hafnir lands- ins en eftir það voru ferð- ir að litlu leyti með Samskipum og Eimskip í þrjú ár. Nú koma ekki á Norðurfjörð skip nema einu sinni á ári með áburð frá Áburðarverksmiðj- unni til bænda og í vik- unni kom erlent skip – BBC Portugal – á vegum Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara sem hefur verið með skipið til áburðarflutninga í hálfan mánuð, með áburðinn og sandkalk, um 70 tonn, og var þetta síðasta höfnin sem losað var á áður en haldið var til útlanda. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Sjaldgæfar skipakomur á Norðurfjörð á Ströndum Kristinn Gunnars-son, þingmaðurFramsókn- arflokksins, er mjög hvik- ur í flokkshollustunni og reynir það oft á þolinmæði flokksforystunnar. Þetta hefur verið mjög áberandi síðustu daga. Af því tilefni orti karl af Laugaveginum: Af marglyndu sambýli mædd spyr maddama Framsókn, oft hrædd, og lítur á Kristin: „Hvort leiðist þér vistin?“ lánlaus, – hún innsæi gædd. Björn Bjarnason sagði um jafnréttislögin að þau væru barn síns tíma. Það kveikti vísu hjá Friðriki Steingrímssyni: Pólitík er gjarnan glíma gömul saga’er það og ný; Björn er líka barn síns tíma og ber að túlk’ann samkvæmt því. Jón Eiríksson á Fagranesi var ánægður með húsfylli á Drangeyjarkvöldi á Kaffi krók í vikunni. „Þarftu ekki vorvísu?“ spurði hann þegar blaðamaður hringdi: Alltaf verð ég eins og nýr úti í hlýju vori enda gerast ævintýr í öðru hverju spori. Barn síns tíma pebl@mbl.is Mývatnssveit | Starfsmenn Kís- iliðjunnar eru byrjaðir að koma búnaði til gúrdælingar út á vatn- ið. Dæluprammi og dráttarbátur eru komnir á flot og dælu- leiðslum komið á sinn stað. Stefnt er að dælingu í byrjun maí og trúlega verður vertíðin stutt því efnisþörf er takmörkuð þar sem verksmiðjan mun stöðvast í árslok. Hér stendur Karl Viðar Pálsson, verkstjóri dæling- arflokks, og horfir út á vatn, fjær sést dráttarbáturinn. Ef allt fer sem horfir þá er nú að hefjast síðasta sumar þessarar starfsemi á Mývatni. Í dælingarflokki Karls Viðars starfa 8 menn. Morgunblaðið/BFH Dæling að hefjast úr Mývatni Kísilgúr Mývatnssveit | Nýlega skipuð stjórn Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn kom saman til síns fyrsta fundar í Skjólbrekku nú í vikunni. Stjórnin er skipuð af umhverfisráðherra með vísun til 4. gr.laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár. Í fundarhléi gafst færi á myndatöku. Frá vinstri eru: Sigbjörn Gunnarsson, Árni Bragason, Hörður Kristinsson, Árni Einarsson for- stöðumaður, Guðrún María Valgeirsdóttir, Davíð Egilson sem er formaður nefndar- innar, Sigurður S. Snorrason og Jón Bene- diktsson. Það er svo með þessa nefnd að margur mundi vilja að hún renni sitt skeið til enda á þessu sumri. Hér bíða menn þess og vona að ný lög um Mývatn og Laxá verði afgreidd af Alþingi fyrir þinglok. Þar með mundi ljúka ævi þessarar nefndar. Í laga- frumvarpi er gert ráð fyrir fagráði við Náttúrurannsóknarstöðina í stað stjórnar- innar sem nú er. Ný stjórn Rannsóknamið- stöðvarinnar Morgunblaðið/Birkir Fanndal AÐALFUNDUR Ferðamálasamtaka Vestfjarða sem haldinn var á Reykhólum um síðustu helgi samþykkti að beina þeim tilmælum til olíufélaga, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að auðvelda aðgengi ferðafólks að eldsneyti, að sögn fréttavefjar Bæjarins besta. „Ferðaþjónar á Vestfjörðum hafa orðið varir við verulega óánægju á meðal ferða- manna með þá skerðingu á þjónustu að á flestum eldsneytissölustöðum er eingöngu hægt að greiða með kortum,“ segir í álykt- uninni. Aðgengi ferða- fólks að eldsneyti verði auðveldað ♦♦♦  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.