Morgunblaðið - 01.05.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 01.05.2004, Síða 27
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 27 Vantar trésmiði og múrara | „Við teljum að það vanti iðn- aðarmenn hingað á svæðið. Okkur vantar menn í vinnu og það er erf- itt að fá iðnaðarmenn, trésmiði og múarara og ég veit að svo er um fleiri byggingafyritæki,“ sagði Valdimar Árnason sem er að und- irbúa framkvæmdir við fjölbýlishús á Selfossi.    Sparkvellir | Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 29. apríl að taka þátt í sparkvallaátaki Knattspyrnu- sambands Íslands og senda um- sókn til KSÍ um framlag til bygg- ingar sparkvalla við barnaskólahúsin á Stokkseyri og Eyrarbakka og við Suðurbyggð- arskóla á Selfossi. Þessi samþykkt er gerð eftir erindi frá Ungmenna- félagi Stokkseyrar sem boðið hefur Árborg 500 þúsund króna framlag til átaks um gerð sparkvallar á Stokkseyri.    Verkefnisstjórar ráðnir | Bæj- arráð Árborgar hefur staðfest ráðningu bæjarstjóra í stöður verk- efnisstjóra nýrrar fjölskyldu- miðstöðvar. Þessir voru ráðn- ir:Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar – Anný Ingimarsdóttir. Verkefnisstjóri félagslegra úrræða – Alda Árnadóttir. Verkefnisstjóri fræðslumála – Anna Fríða Bjarna- dóttir. Við afgreiðslu málsins lagði bæjarstjóri til við bæjarráð að ráðningu í stöðu verkefnisstjóra íþrótta-, tómstunda- og menningar- mála yrði frestað um óákveðinn tíma og framkvæmdastjóra fjöl- skyldumiðstöðvarinnar falin um- sjón verkefna hans.    Besta barnabókin valin | Bóka- söfnin í Árborg efndu til kosninga um bestu barnabók ársins 2003 að mati 6–15 ára lesenda. Velja mátti þrjár bækur. Kjörseðlar lágu frammi í öllum söfnum og á skóla- söfnum en einnig var hægt að kjósa á Netinu. Vinsælustu ís- lensku bækurnar voru: Stranda- nornir, Blinda stúlkan, Gæsahúð, Svalasta 7an, Týndu augun og Bíó- börn. Af þýddum bókum var Harry Potter og Fönixreglan í fyrsta sæti síðan komu Kafteinn Ofurbrók og vandræðin með prófessor Prump- ubrók, Drakúla, Einhyrningurinn minn : draumar rætast, Artemis Fowl : læsti teningurinn. Þrír þátttakendur voru dregnir út og fengu bókaverðlaun. Þeir heppnu voru Berglind Ósk Ein- arsdóttir, Andri Björn Jónsson og Vignir Þór Kristmannsson.    Kosið í Fjölbraut | Nemendur héldu framboðsfund í hádeginu 27. apríl daginn eftir fóru síðan fram kosningar til nemendaráðs. Kvöld- vaka var haldin um kvöldið og voru þar tilkynnt úrslit kosninganna. Eftirtaldir nemendur verða í helstu embættum á næsta skólaári: For- maður: Hildur Sigurgrímsdóttir, gjaldkeri: Sævar Logi Ólafsson, ritari: Elías Jóhann Jónsson, markaðsstjóri: Unndís Ósk Gunn- arsdóttir, ritstjóri Nota Bene: Sig- ríður Sigurðardóttir, vefstjóri nfsu- .is: Guðrún Nína Óskarsdóttir, formaður skemmtinefndar: Krist- inn Fannar Sveinsson, formaður leikfélags: Anna Hansen, formaður íþróttaráðs: Brynjólfur Hjörleifs- son, formaður tækjanefndar: Dag- ur Hilmarsson    Nemendur hittu ráðherra | Nemendur í viðskiptaensku í Fjöl- brautaskóla Suðurlands fóru í vett- vangsferð í viðskipta- og iðn- aðarráðuneytið 28. apríl. Þar fengu nemendur mjög góða kynningu á ráðuneytunum. Kjartan Gunn- arsson flutti kynninguna á ensku og ræddi við nemendur og svaraði fyrirspurnum þeirra á ensku. Nem- endur fengu einnig óvænt tækifæri til að hitta ráðherrann, Valgerði Sverrisdóttur. Hún spjallaði við nemendur og sagði þeim frá störf- um sínum, lýsti venjulegum vinnu- degi hjá sér. Bæjarmál í Árborg Selfoss | Aðaleigendur JÁ-verktaka á Selfossi, Jón Árni Viginsson og Gísli Ágústsson, hafa selt fyrirtækið Gylfa Gíslasyni. Eigendaskiptin fara fram nú um mánaðamótin. Gylfi mun reka fyrirtækið í óbreyttri mynd og hefur í hyggju að efla það enn frekar og styrkja starfsemi þess sem hefur verið á sviði verktakastarfsemi í byggingariðnaði og vélavinnu. Allir starfsmenn fyrirtækisins munu starfa áfram eftir eigendaskiptin. JÁ-verktakar eru stærsta verktaka- fyrirtækið í byggingariðnaði á Suð- urlandi. Stofnár JÁ-verktaka var 1992 en Jón Árni Vignisson og Gísli Ágústs- son hafa átt fyrirtækið síðan 1994. Jón Árni sagði að þeir hefðu undan- farna mánuði verið að skoða aðstæð- ur og möguleika með sölu fyrir aug- um og að félagið starfaði áfram í óbreyttri mynd þannig að starfs- menn fyrirtækisins héldu vinnu sinni áfram, en 24 starfsmenn eru hjá fyr- irtækinu. „Við teljum mjög þýðingarmikið að hér á Selfossi sé til öflugt verk- takafyrirtæki sem vandræðalaust getur keppt á verktakamarkaðnum,“ sagði Jón Árni þegar sala fyrirtæk- isins var kynnt. Gylfi Gíslason, sem er ættaður frá Kjarnholtum í Biskkupstungum, hef- ur verið viðloðandi verktakastarf- semi undanfarin ár. Hann hefur starfað sem fjármálastjóri hjá verk- takafyrirtækinu Eykt í Reykjavík og er með viðskiptamenntun frá Bifröst ásamt framhaldsmenntun frá Edin- borg í fjármálum og stefnumótun. Gylfi hættir starfi sínu hjá Eykt nú um mánaðamótin. „Ég hafði spurnir af því að JÁ- verktakar væru vel rekið og stöndugt fyrirtæki með góðan rekstur,“ sagði Gylfi og ennfremur að það vekti ekk- ert annað fyrir sér en að efla fyrir- tækið eins og mögulegt væri. „Ég geri mér vel grein fyrir að það er mikil samkeppni á þessum markaði en það eru miklar framkvæmdir framundan í samfélaginu og því örugglega tækifæri fyrir hendi hjá svona fyrirtæki eins og JÁ-verktök- um. Það er gott starfsfólk í fyrirtæk- inu með mikla þekkingu sem á eftir að nýtast vel áfram eins og hingað til,“ sagði hinn nýi eigandi JÁ-verk- taka á Selfossi, Gylfi Gíslason. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forystumenn fyrirtækisins fyrir og eftir breytingar: Jón Árni Vignisson, Erna Gunnarsdóttir, eiginkona Jóns, Gylfi Gíslason og Gísli Ágústsson. JÁ-verktakar á Selfossi skipta um eigendur Selfoss | Karlakór Selfoss hélt glæsilega tónleika í Selfosskirkju að kvöldi sumardagsins fyrsta og kynnti þar vetrarstarf sitt. Dagskrá tónleikanna var viðamikil og fjöl- breytt. Alls voru átján lög á söngskránni þar sem meðal annars var söngva- syrpa með 9 lögum eftir Björgvin Þ. Valdimarsson en kórinn frumflutti þessa syrpu á tónleikunum við mjög góðar undirtektir. Meðal tónleika- gesta var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Lokatónleikar kórs- ins verða í kvöld, 1. maí, á Flúðum í Hrunamannahreppi þar sem Karla- kór Keflavíkur kemur einnig fram. Á tónleikunum í Selfosskirkju var Ragnar Þórðarson gerður að heiðursfélaga Karlakórs Selfoss en Ragnar er einn af stofnendum kórs- ins. „Á næsta starfsári verður mikið umleikis hjá Karlakór Selfoss. Kór- inn verður 40 ára og fyrirhuguð er útgáfa geisladisks af því tilefni auk afmælisferðar og veglegrar árshá- tíðar,“ segir Valdimar Bragason, formaður kórsins, í söngskránni. Söngstjóri Karlakórsins er Loft- ur Erlingsson og undirleikari Jul- ian Edward Isaacs. Karlakór Selfoss með hressilega vortónleika Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mikið starf: Valdimar Bragason formaður heiðraði Ragnar Þórðarson og Rögnu, konu hans, á tónleikunum í Sel- fosskirkju fyrir gott starf í þágu Karlakórs Selfoss, en Ragnar er einn af stofnendum kórsins. Hveragerði | Söngsveit Hveragerðis heldur sína árlegu vortónleika á degi verkalýðsins, 1. maí. Stjórnandi kórsins er Margrét Sigurlaug Stef- ánsdóttir og undirleikari Esther Ólafsdóttir. Á tón- leikunum verður fjöl- breytt efnisskrá, m.a. ein- söngur og tvísöngur. Tónleikarnir verða haldn- ir í Hveragerðiskirkju og hefjast klukkan 17. Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Söngsveit Hveragerðis ásamt stjórnanda sínum, Margréti S. Stefánsdóttur, þegar kórinn söng fyrir gesti á sumardaginn fyrsta. Vortónleikar í Hveragerði AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Frímerki • Mynt • Seðlar Uppboðsaðili AVNUMISMATICS & PHILATELY leitar að efni til uppboðs eða kaupir frímerki, umslög, mynt, seðla, póstkort, minnispeninga, gömul skjöl o.m.fl. SELFOSSI – Hótel Selfoss lau. og sun. 1.-2. maí frá kl. 12-19 Opið daglega á Austurströnd 8 • 170 Seltjarnarnesi símar 694 5871 og 561 5871 • tashak@mmedia.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.