Morgunblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 27
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 27 Vantar trésmiði og múrara | „Við teljum að það vanti iðn- aðarmenn hingað á svæðið. Okkur vantar menn í vinnu og það er erf- itt að fá iðnaðarmenn, trésmiði og múarara og ég veit að svo er um fleiri byggingafyritæki,“ sagði Valdimar Árnason sem er að und- irbúa framkvæmdir við fjölbýlishús á Selfossi.    Sparkvellir | Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 29. apríl að taka þátt í sparkvallaátaki Knattspyrnu- sambands Íslands og senda um- sókn til KSÍ um framlag til bygg- ingar sparkvalla við barnaskólahúsin á Stokkseyri og Eyrarbakka og við Suðurbyggð- arskóla á Selfossi. Þessi samþykkt er gerð eftir erindi frá Ungmenna- félagi Stokkseyrar sem boðið hefur Árborg 500 þúsund króna framlag til átaks um gerð sparkvallar á Stokkseyri.    Verkefnisstjórar ráðnir | Bæj- arráð Árborgar hefur staðfest ráðningu bæjarstjóra í stöður verk- efnisstjóra nýrrar fjölskyldu- miðstöðvar. Þessir voru ráðn- ir:Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar – Anný Ingimarsdóttir. Verkefnisstjóri félagslegra úrræða – Alda Árnadóttir. Verkefnisstjóri fræðslumála – Anna Fríða Bjarna- dóttir. Við afgreiðslu málsins lagði bæjarstjóri til við bæjarráð að ráðningu í stöðu verkefnisstjóra íþrótta-, tómstunda- og menningar- mála yrði frestað um óákveðinn tíma og framkvæmdastjóra fjöl- skyldumiðstöðvarinnar falin um- sjón verkefna hans.    Besta barnabókin valin | Bóka- söfnin í Árborg efndu til kosninga um bestu barnabók ársins 2003 að mati 6–15 ára lesenda. Velja mátti þrjár bækur. Kjörseðlar lágu frammi í öllum söfnum og á skóla- söfnum en einnig var hægt að kjósa á Netinu. Vinsælustu ís- lensku bækurnar voru: Stranda- nornir, Blinda stúlkan, Gæsahúð, Svalasta 7an, Týndu augun og Bíó- börn. Af þýddum bókum var Harry Potter og Fönixreglan í fyrsta sæti síðan komu Kafteinn Ofurbrók og vandræðin með prófessor Prump- ubrók, Drakúla, Einhyrningurinn minn : draumar rætast, Artemis Fowl : læsti teningurinn. Þrír þátttakendur voru dregnir út og fengu bókaverðlaun. Þeir heppnu voru Berglind Ósk Ein- arsdóttir, Andri Björn Jónsson og Vignir Þór Kristmannsson.    Kosið í Fjölbraut | Nemendur héldu framboðsfund í hádeginu 27. apríl daginn eftir fóru síðan fram kosningar til nemendaráðs. Kvöld- vaka var haldin um kvöldið og voru þar tilkynnt úrslit kosninganna. Eftirtaldir nemendur verða í helstu embættum á næsta skólaári: For- maður: Hildur Sigurgrímsdóttir, gjaldkeri: Sævar Logi Ólafsson, ritari: Elías Jóhann Jónsson, markaðsstjóri: Unndís Ósk Gunn- arsdóttir, ritstjóri Nota Bene: Sig- ríður Sigurðardóttir, vefstjóri nfsu- .is: Guðrún Nína Óskarsdóttir, formaður skemmtinefndar: Krist- inn Fannar Sveinsson, formaður leikfélags: Anna Hansen, formaður íþróttaráðs: Brynjólfur Hjörleifs- son, formaður tækjanefndar: Dag- ur Hilmarsson    Nemendur hittu ráðherra | Nemendur í viðskiptaensku í Fjöl- brautaskóla Suðurlands fóru í vett- vangsferð í viðskipta- og iðn- aðarráðuneytið 28. apríl. Þar fengu nemendur mjög góða kynningu á ráðuneytunum. Kjartan Gunn- arsson flutti kynninguna á ensku og ræddi við nemendur og svaraði fyrirspurnum þeirra á ensku. Nem- endur fengu einnig óvænt tækifæri til að hitta ráðherrann, Valgerði Sverrisdóttur. Hún spjallaði við nemendur og sagði þeim frá störf- um sínum, lýsti venjulegum vinnu- degi hjá sér. Bæjarmál í Árborg Selfoss | Aðaleigendur JÁ-verktaka á Selfossi, Jón Árni Viginsson og Gísli Ágústsson, hafa selt fyrirtækið Gylfa Gíslasyni. Eigendaskiptin fara fram nú um mánaðamótin. Gylfi mun reka fyrirtækið í óbreyttri mynd og hefur í hyggju að efla það enn frekar og styrkja starfsemi þess sem hefur verið á sviði verktakastarfsemi í byggingariðnaði og vélavinnu. Allir starfsmenn fyrirtækisins munu starfa áfram eftir eigendaskiptin. JÁ-verktakar eru stærsta verktaka- fyrirtækið í byggingariðnaði á Suð- urlandi. Stofnár JÁ-verktaka var 1992 en Jón Árni Vignisson og Gísli Ágústs- son hafa átt fyrirtækið síðan 1994. Jón Árni sagði að þeir hefðu undan- farna mánuði verið að skoða aðstæð- ur og möguleika með sölu fyrir aug- um og að félagið starfaði áfram í óbreyttri mynd þannig að starfs- menn fyrirtækisins héldu vinnu sinni áfram, en 24 starfsmenn eru hjá fyr- irtækinu. „Við teljum mjög þýðingarmikið að hér á Selfossi sé til öflugt verk- takafyrirtæki sem vandræðalaust getur keppt á verktakamarkaðnum,“ sagði Jón Árni þegar sala fyrirtæk- isins var kynnt. Gylfi Gíslason, sem er ættaður frá Kjarnholtum í Biskkupstungum, hef- ur verið viðloðandi verktakastarf- semi undanfarin ár. Hann hefur starfað sem fjármálastjóri hjá verk- takafyrirtækinu Eykt í Reykjavík og er með viðskiptamenntun frá Bifröst ásamt framhaldsmenntun frá Edin- borg í fjármálum og stefnumótun. Gylfi hættir starfi sínu hjá Eykt nú um mánaðamótin. „Ég hafði spurnir af því að JÁ- verktakar væru vel rekið og stöndugt fyrirtæki með góðan rekstur,“ sagði Gylfi og ennfremur að það vekti ekk- ert annað fyrir sér en að efla fyrir- tækið eins og mögulegt væri. „Ég geri mér vel grein fyrir að það er mikil samkeppni á þessum markaði en það eru miklar framkvæmdir framundan í samfélaginu og því örugglega tækifæri fyrir hendi hjá svona fyrirtæki eins og JÁ-verktök- um. Það er gott starfsfólk í fyrirtæk- inu með mikla þekkingu sem á eftir að nýtast vel áfram eins og hingað til,“ sagði hinn nýi eigandi JÁ-verk- taka á Selfossi, Gylfi Gíslason. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forystumenn fyrirtækisins fyrir og eftir breytingar: Jón Árni Vignisson, Erna Gunnarsdóttir, eiginkona Jóns, Gylfi Gíslason og Gísli Ágústsson. JÁ-verktakar á Selfossi skipta um eigendur Selfoss | Karlakór Selfoss hélt glæsilega tónleika í Selfosskirkju að kvöldi sumardagsins fyrsta og kynnti þar vetrarstarf sitt. Dagskrá tónleikanna var viðamikil og fjöl- breytt. Alls voru átján lög á söngskránni þar sem meðal annars var söngva- syrpa með 9 lögum eftir Björgvin Þ. Valdimarsson en kórinn frumflutti þessa syrpu á tónleikunum við mjög góðar undirtektir. Meðal tónleika- gesta var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Lokatónleikar kórs- ins verða í kvöld, 1. maí, á Flúðum í Hrunamannahreppi þar sem Karla- kór Keflavíkur kemur einnig fram. Á tónleikunum í Selfosskirkju var Ragnar Þórðarson gerður að heiðursfélaga Karlakórs Selfoss en Ragnar er einn af stofnendum kórs- ins. „Á næsta starfsári verður mikið umleikis hjá Karlakór Selfoss. Kór- inn verður 40 ára og fyrirhuguð er útgáfa geisladisks af því tilefni auk afmælisferðar og veglegrar árshá- tíðar,“ segir Valdimar Bragason, formaður kórsins, í söngskránni. Söngstjóri Karlakórsins er Loft- ur Erlingsson og undirleikari Jul- ian Edward Isaacs. Karlakór Selfoss með hressilega vortónleika Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mikið starf: Valdimar Bragason formaður heiðraði Ragnar Þórðarson og Rögnu, konu hans, á tónleikunum í Sel- fosskirkju fyrir gott starf í þágu Karlakórs Selfoss, en Ragnar er einn af stofnendum kórsins. Hveragerði | Söngsveit Hveragerðis heldur sína árlegu vortónleika á degi verkalýðsins, 1. maí. Stjórnandi kórsins er Margrét Sigurlaug Stef- ánsdóttir og undirleikari Esther Ólafsdóttir. Á tón- leikunum verður fjöl- breytt efnisskrá, m.a. ein- söngur og tvísöngur. Tónleikarnir verða haldn- ir í Hveragerðiskirkju og hefjast klukkan 17. Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Söngsveit Hveragerðis ásamt stjórnanda sínum, Margréti S. Stefánsdóttur, þegar kórinn söng fyrir gesti á sumardaginn fyrsta. Vortónleikar í Hveragerði AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Frímerki • Mynt • Seðlar Uppboðsaðili AVNUMISMATICS & PHILATELY leitar að efni til uppboðs eða kaupir frímerki, umslög, mynt, seðla, póstkort, minnispeninga, gömul skjöl o.m.fl. SELFOSSI – Hótel Selfoss lau. og sun. 1.-2. maí frá kl. 12-19 Opið daglega á Austurströnd 8 • 170 Seltjarnarnesi símar 694 5871 og 561 5871 • tashak@mmedia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.