Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KVARTETT skipaður Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Bryndísi Pálsdóttur fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Bryndísi Björgvinsdóttur sellóleikara, heldur tónleika í Hömrum á Ísafirði kl. 15.15 á morgun, sunnudag. Á efnisskránni eru verka fyrir óbó eða enskt horn og strengi. Óbókvartettar eftir Britten og Mozart, stef úr Fellini-bíómyndum eftir Nino Rota í úts. Jóhanns G. Jóhanns- sonar, tónlistarstjóra Þjóðleikhússins, og kvartett fyrir enskt horn og strengi eftir Francaix. Síðari hluti efnisskrárinnar einkennist af léttleika, glensi og gleði. Þetta eru 4. og síðustu áskriftartónleika Tónlistarfélags Ísafjarðar á yfirstandandi starfsári. Gleðitónlist í Hömrum S endiherra Dana á Íslandi, hr. Leif M. Reimann, opnar sýninguna Ljós í Gallerí Kambi í dag kl. 15. Sýninguna unnu dönsku lista- hjónin Margrete Sørensen og Torben Ebbesen en þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna saman sýningu þar sem eitt þema er gegnumgangandi. Margrete Søren- sen hefur lengi verið mikilvirk í dönsku menningarlífi bæði sem listamaður og sem fulltrúi listamanna í ótal ráðum og nefnd- um. Um Torben Ebbesen hefur verið sagt að hann sé einn af áhrifamestu og frumleg- ustu myndlistarmönnum Dana á síðari ár- um. Á síðustu áratugum hafa þau haldið tugi einkasýninga víða um heim, bæði í gall- eríum og söfnum, auk þess að vera fulltrúar Dana á stórum alþjóðlegum sýningum. Má þar nefna að Margrete Sørensen var fulltrúi Dana á tvíæringnum í Sao Paulo í Brasilíu árið 1987 og Torben Ebbesen m.a. fulltrúi Dana á Feneyjartvíæringnum 1990. Þótt Margrete Sørensen og Torben Ebbesen hafi margoft sýnt samtímis á sama stað er þetta fyrsta sýningin sem þau vinna saman þar sem eitt þema einkennir öll verkin, en það þema er ljósið í öllum sínum margbreytileika. Aðspurður um tildrög sýn- ingarinnar segir Torben Ebbesen að Gunn- ar Örn Gunnarsson, sem á og rekur Gallerí Kamb, hafi leitað til þeirra sl. haust í kjöl- far Íslandsheimsóknar þeirra og nefnt það við þau hvort þau vildu ekki sýna á Kambi. „Okkur leist strax afar vel á það og fórum að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera á sýningunni. Niðurstaðan var sú að hafa ljós sem meginþema á sýningunni, ekki síst sökum þess hve heilluð við urðum af hinum löngu björtu nóttum þegar við vorum hér síðasta sumar.“ Að sögn þeirra hjóna fólst skemmtileg áskorun í því að gera sýninguna eins ein- falda úr garði og hægt var. „Við þekktum auðvitað sýningarhúsnæðið og vissum að staðurinn væri lítill, auk þess sem við gerð- um okkur grein fyrir að við yrðum að koma með flestallt efnið heimanfrá. Við urðum því að hafa hlutina eins fábrotna og hægt væri,“ segir Margrete Sørensen og bendir á að þau hafi komið með allt efnið með sér í farangrinum frá Danmörku. „Meira að segja hraunmola frá Íslandi, sem við fórum með okkur heim til Danmerkur úr síðustu ferð. Við gátum nefnilega ekki verið viss um að okkur myndi takast að finna jafngóðan hraunmola, t.d. hvað litaafbrigði varðar, í tæka tíð á þeim stutta tíma sem við höfðum til að undirbúa sýninguna hér,“ segir Torben Ebbesen. Meðal þess sem sjá má á sýningunni eru speglar með áföstum glerhylkjum, fylltum brennisteini, sem sýna gang sólarinnar að sumarlagi, auk þess sem sjá má teikningar með sama mótívi. Á langborði má sjá sjö form sem líkjast kökum, en þegar betur er að gáð reynast þetta vera hraunmolar í sér- stökum gelhringjum. Að sögn Margrete Sø- rensen segist hún löngum hafa heillast af brennisteininum sem efni enda sé það afar leyndardómsfullt. „Á sínum tíma var það einmitt brennisteinn sem gullgerðarmenn reyndu að umbreyta í gull. En efnið getur líka verið afar hættulegt og nýverið lásum við að á 15. öld kom danski flotinn hingað til lands til að ná í brennistein sem bland- aður var saman við púðrið sem notað var í danskar fallbyssur,“ segir Margrete Søren- sen. Aðspurður um gelhringina segir Tor- ben Ebbesen þá smám saman munu gufa upp á sýningartímanum þannig að ekkert verði eftir nema hraunmolarnir sem voru innan í þeim. Raunar segist hann lengi hafa verið heillaður af umbreytingu efna, þ.e. þegar fljótandi efni tekur á sig fast form og öfugt. „Slíkar umbreytingar í náttúrunni minna okkur á að við getum aldrei höndlað hlutina algjörlega, alhæft um þá eða fundið einn algildan sannleika þótt við reynum það sífellt.“ Færir alþjóðalist út á land Að sögn Gunnars Arnar Gunnarsonar myndlistarmanns og gallerista er sýning Margrete Sørensen og Torben Ebbesen tí- unda sýningin sem haldin er í Gallerí Kambi á þeim fimm árum sem hann hefur rekið galleríið. Spurður um aðdraganda þess að hann stofnaði galleríið á sínum tíma segist Gunnar Örn einfaldlega hafa langað til að færa alþjóðalist út á land. „En mark- miðið hjá mér er setja upp metnaðarfullar sýningar hér á landsbyggðinni sem ekki væru endurteknar í Reykjavík, þannig að ef fólk vill sjá sýningarnar þá verður það að leggja leið sína hingað.“ Gunnar Örn segist hafa fyrir reglu að sýna ávallt annars vegar í maí og hins vegar í september. „Hug- myndin var að vera nokkurs konar vorboði í maí og hafa síðan sýningu snemma hausts áður en fólk leggst í þennan hálfgerða dvala yfir veturinn.“ Aðspurður um val á listamönnum segist Gunnar Örn hafa úr nógu að moða, ekki síst vegna tengsla sinn við Stalke-galleríið í Kaupmannahöfn þar sem hann sýni sjálfur. „Í gegnum gallerista Stalke hefur staðurinn hér spurst út og því bíða hreinlega lista- menn í röðum eftir að fá að koma hingað og sýna. Satt að segja hafa þessar óvæntu vin- sældir gallerísins í Danmörku komið mér nokkuð á óvart.“ Meðal listamanna sem sýnt hafa í Gallerí Kambi má nefna Ólaf Elíasson, en önnur einkasýning hans á Ís- landi var á Kambi árið 1998. Til gamans má geta þess að Torben Ebbesen kenndi ein- mitt Ólafi þegar hann var við nám í Kon- unglega Listaháskólanum í Danmörku á sínum tíma. Þess má að lokum geta að sýningin stend- ur til 31. maí nk.Gallerí Kambur er á Þjórs- árbökkum við Gíslholtsvatn og er opið alla daga nema miðvikudaga milli kl.13 og 18. Við getum aldrei höndlað hlutina algjörlega Morgunblaðið/RAX Margrete Sørensen og Torben Ebbesen og sonur þeirra hjóna, Magnus, speglast í einu verk- anna á sýningunni Ljós sem verður opnuð í dag í Galleríi Kambi austur á Rangárvöllum. Torben Ebbesen og Margrete Sørensen ásamt Magnusi, syni þeirra hjóna, hjá einu verka Ebbesens. Í forgrunni er Gunnar Örn Gunn- arsson, galleristi á Kambi. silja@mbl.is Sýning dönsku listahjónanna Margrete Sørensen og Torben Ebbesen, Ljós, verður opnuð í Galleríi Kambi í dag. Silja Björk Huldudóttir ræddi við listafólkið og Gunnar Örn Gunnarsson gallerista á Kambi. TVÆR hönnunarsýningar verða opnaðar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21, Hvera- gerði, kl. 16 í dag. Annars vegar afmælissýn- ing Handverk og hönnun sem haldin er í til- efni þess að verkefnið er tíu ára um þessar mundir og hins vegar sýning sem nefnist Category X. Þar sýna þrettán aðilar fjöl- breytta hönnun. Sýning Handverks og hönnunar verður síð- an sett upp á fleiri stöðum á landinu. Næsti viðkomustaður verður Norska húsið í Stykk- ishólmi. Ferðalagið mun síðan halda áfram för sinni um landið. Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 13.30– 17 og standa til 30. maí. Hönnun í Lista- safni Árnesinga HEIMSFRÆGIR listamenn munu koma fram á Höfn í Hornafirði, Stykkishólmi, Akureyri og víðar í tengslum við Listahátíð í Reykja- vík næstu árin, með samstarfi Listahátíðar í Reykjavík, Byggða- stofnunar og Flugfélags Íslands. Skrifað var undir samkomulag milli þessara þriggja aðila um borð í flugvél Flugfélags Íslands í gær. Markmiðin með sam- komulaginu eru m.a. að styðja við menningarlífið á landsbyggðinni og auka kynningarmöguleika sveitarfélaga og landshluta. Sam- ið er til þriggja ára og er verð- mæti samningsins 11,5 milljónir króna yfir samningstímann. Þar af leggja Byggðastofnun og Listahátíð til 4,5 milljónir hvor, og Flugfélag Íslands leggur til 2,5 milljónir. „Verkefnin verða í tveimur flokkum,“ segir Þórunn Sigurð- ardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. „Annars vegar verður veittur árlegur styrkur fyrir eitt afburðaverkefni sem sett er upp á landsbyggðinni. Hins vegar verða veittir styrkir til að auðvelda að- gengi listamanna, íslenskra og er- lendra, á fámenn svæði, eða til landshluta sem eiga almennt ekki kost á slíku sökum kostnaðar.“ Spennandi fyrir listamennina Þórunn segir að erlendir lista- menn hafi alls ekkert á móti því að fara í ferðir út á land, þvert á móti í sumum tilvikum. „Þeim finnst það mjög spennandi viðbót við það að koma hingað til höf- uðborgarinnar að fá tækifæri til að fara út á land líka.“ Hún nefnir sem dæmi írska nóbelshöfundinn Seamus Heaney, en hann mun frumflytja ljóða- dagskrá á Höfn í Hornafirði og koma svo fram á Listahátíð í Reykjavík. Einnig fer franska skemmtisveitin Klezmer Nova til Seyðisfjarðar, en Þórunn segir að hljómlistarmönnunum finnist það sér í lagi spennandi vegna tengsla bæjarins við Frakkland. „Það er mikið mál að skipu- leggja ferðir listamannanna og það þarf að vinna með áhuga mjög margra. Miða þarf við að- stæður á staðnum, áhuga heima- manna, tíma og áhuga listamann- anna og fleira í þeim dúr,“ segir Þórunn og því nóg að gera hjá að- standendum Listahátíðarinnar í Reykjavík við að skipuleggja ferð- irnar. Heimsfrægir listamenn um allt land Morgunblaðið/Eggert Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands (t.v.), Herdís Sæmund- ardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, og Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. ♦♦♦ SÝNINGUNNI Íslensk myndlist 1900 - 1930 í Lista- safni Íslands lýkur nú um helgina. Á sýningunni má sjá gott yfirlit yfir þær hræring- ar sem áttu sér stað í íslenskri myndlist í upphafi 20. aldar. Þar er lyft fram mörgum af þeim listmálurum sem gátu sér gott orð á þessum tíma en orðspor þeirra hefur ekki far- ið eins hátt síðustu áratugina. Verkum þessara listamanna er stillt saman með verkum brautryðjendanna og skapað gott yfirlit yfir straumana í ís- lenskri myndlist fyrstu þrjá áratugi 20. aldar. Leiðsögn Leiðsögn um sýninguna verður sunnudaginn 2. maí kl. 15. Sýningin gefur yfirlit um þá mörgu strauma sem voru í íslenskri myndlist í upphafi 20. aldar. Dagný Heiðdal list- fræðingur fylgir gestum safnsins um sýninguna. Sýning um vestrænt neyslusamfélag Þann 14. maí verður opnuð sýningin Í nærmynd – banda- rísk samtímalist sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2004. Vestrænt neyslusamfélag er til umfjöll- unar í sýningu á bandarískri samtímalist. Verkin eru eink- um frá tveimur síðustu ára- tugum 20. aldar. Sýningu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.