Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Arndís Þorbjarn-ardóttir fæddist á
Bíldudal í Suður-
fjarðarhreppi í Arn-
arfirði 26. mars 1910.
Hún lést 16. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þor-
björn Þórðarson,
héraðslæknir á
Bíldudal, f. 21.4.
1874, d. 25.12. 1961,
og Guðrún Pálsdótt-
ir, f. 25.1. 1883, d.
3.7. 1971. Börn Þor-
björns og Guðrúnar
eru auk Arndísar
þau: Páll, f. 1906, d. 1975, skip-
stjóri og alþingismaður í Vest-
mannaeyjum; Þórður, f. 1908, d.
1974, Ph.D. fiskiðnfræðingur og
forstjóri Rannsóknastofununar
fiskiðnaðarins; Sverrir, f. 1912, d.
1970, hagfræðingur og forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins;
Guðrún, f. 1915, d. 1959, húsmóð-
ir, var gift Brodda Jóhannessyni,
dr. phil og skólastjóra Kennara-
skóla Íslands; Björn, f. 1916, d.
1920; Björn, f. 1921, yfirlæknir við
New York Hospital og prófessor
við Cornell University Medial Col-
lege í New York; Kristín, f. 1923,
húsmóðir, gift Guðmundi Ingva
Sigurðssyni hæstaréttarlög-
manni.
Eiginmaður Arndísar var Mar-
teinn Björnsson verkfræðingur og
byggingarfulltrúi Suðurlands, f.
28. 2. 1913, d. 22. 10. 1999, sonur
Björns Eysteinssonar á Orrastöð-
um í Austur-Húnavatnssýslu og
Kristbjargar Pétursdóttur. Börn
Arndísar og Mar-
teins eru Björn, f.
9.1. 1950, arkitekt
og byggingarverk-
fræðingur hjá Rann-
sóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins.
Sambýliskona hans
er Ólöf Helga Þór,
kennari. Sonur
hennar er Gunnar
Sveinn Magnússon;
Guðrún, f. 8.1. 1955,
Ph.D, prófessor í
fiskifræði við Há-
skóla Íslands. Maður
hennar er Kristberg
Kristbergsson, Ph.D, matvæla-
efnafræðingur og dósent við Há-
skóla Íslands. Dóttir þeirra er
Hlín Kristbergsdóttir.
Arndís ólst upp á Bíldudal og
lauk burtfararprófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík árið 1927.
Hún dvaldi hjá prófessor J.R. Tol-
kien í Oxford 1929–1930. Hún
starfaði hjá Fiskifélagi Íslands við
söfnun aflaskýrslna og skýrslna
um útflutning sjávarafurða 1933–
1949 og við húsmóðurstöf í
Reykjavík 1949–1959 og eftir það
á Selfossi. Arndís var formaður
æskulýðsráðs á Selfossi frá stofn-
un þess 1960 til 1968, formaður
Kvenfélags Selfoss 1970–1978 og
sat í hreppsnefnd Selfosshrepps
1962–1974. Einnig var hún forseti
og stofnandi Inner Wheel á Sel-
fossi og umdæmisstjóri þess á Ís-
landi stofnárið 1987–1988.
Útför Arndísar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Tengdamóðir mín, Arndís Þor-
bjarnardóttir, andaðist þann 16. apríl
síðastliðinn eftir stutta en snarpa
sjúkdómslegu. Þrátt fyrir háan aldur
hélt Arndís fullri reisn fram á síðasta
dag og fylgdist með öllu sem var að
gerast en hún var ákaflega fróð og
tignarleg kona. Ég kynntist Arndísi
fyrst fyrir um 25 árum þegar við
Rúna vorum að byrja að draga okkur
saman og hún bauð mér heim til for-
eldra sinna að Víðivöllum 10 á Sel-
fossi en þar bjuggu þau hjón mest-
allan sinn búskap. Það er til marks
um heilsufar Arndísar að hún hélt
heimili að Víðivöllum þar til fyrir
tveimur árum er hún flutti á Grund,
þá 92 ára gömul. Það er mér ákaflega
eftirminnilegt að koma til þeirra
hjóna þar sem Marteinn gerði ítrek-
aðar tilraunir til að hlýða mér yfir Ís-
lendingasögurnar og kenna mér ætt-
fræði en Arndís sagði mér frá veru
sinni hjá Fiskifélaginu og frá dvöl
sinni í Englandi fyrir stríð þegar hún
dvaldi á heimili prófessors R.J. Tol-
kien sem skrifaði Hringadróttins-
sögu. Arndís hafði þann starfa að
gæta barna Tolkiens en var þarna
einnig til að læra enska tungu sem
hún talaði með afbrigðum vel. Jafn-
framt varð henni og Tolkien tíðrætt
um íslenskar hetjusögur og goða-
fræði en margir telja að hann hafi
m.a. sótt efnivið sinn í þau fræði.
Annað áhugamál þeirra hjóna var fé-
lagskapurinn Rótarý en Marteinn
var um tíma umdæmisstjóri Rótarý á
Norðurlöndum og Arndís var um-
dæmisstjóri Inner Wheel sem er fé-
lagsskapur eiginkvenna Rótarý-
manna. Á þessum árum ferðuðust
þau hjón víða á vegum Rótarý bæði
austan hafs og vestan en þá dvöldum
við Rúna við framhaldsnám í Banda-
ríkjunum. Það voru miklir gleðifund-
ir þegar þau komu og dvöldu hjá okk-
ur um tíma þar. Kom þá glöggt í ljós
hve vel Arndís bjó að dvöl sinni hjá
Tolkien á árum áður. Þá ferðuðust
þau vítt og breitt um Bandaríkin en
dvöldu jafnframt hjá Birni bróður
Arndísar sem er skurðlæknir og var
þá prófessor við Cornell-háskóla í
New York ríki. Eftir að við fluttum
aftur til Íslands urðu heimsóknirnar
á Selfoss mun tíðari og var alltaf jafn
gott að sækja þau hjón heim. Ekki
hef ég komið í fallegri garða hér á
landi en garð þeirra hjóna en hann
var girtur af með miklu gróðurhúsi
sem Marteinn byggði en þar ræktaði
Arndís mikið af rósum og öðrum
blómum þannig að garðurinn og
gróðurhúsið mynduðu eina heild sem
minntu meira á ævintýraland en hús-
garð norður á hjara veraldar. Þær
voru ófár stundirnar sem við dvöld-
um þar og vil ég helst minnast Arn-
dísar þar sem hún dundaði í garð-
inum sínum, sér til ánægju og okkur
hinum til yndisauka.
Um leið og ég þakka Arndísi góð
kynni votta ég Rúnu, Bangsa, Hlín,
Ólöfu og Gunnari ásamt öðrum vin-
um og vandamönnum samúð mína.
Kristberg Kristbergsson.
Elsku besta amma mín. Það er sárt
að hugsa til þess að þú sért farin. En
það sem huggar mig í sorginni er að
ég veit að þér líður vel núna. Nú sit
ég og hugsa um hvað ég ætti að
skrifa. Minningarnar streyma fram
og þær eru svo margar að ég veit
varla hvar ég á að byrja. Það sem
kemur fyrst í hugann eru stundirnar
á Víðivöllunum. Mér þótti alltaf svo
gaman að koma í heimsókn til ykkar
afa. Það var svo gaman að leika í
garðinum og garðskálanum innan um
allar fallegu rósirnar, blómin og trén
sem þið höfðuð plantað og ræktað.
Ég þóttist vera álfaprinsessa sem
átti heima í þessu dýrlega blómaríki
og gat dundað mér þar tímunum
saman. Þegar litli álfurinn var svo
orðinn kútuppgefinn af hinu erfiða
hlutverki að vera álfaprinsessa var
svo gott að koma inn og setjast í fang-
ið á þér þar sem þú last fyrir mig
teiknimyndasögur úr dönsku blöðun-
um þínum.
Þú varst alltaf svo hress og
skemmtileg og hafðir alltaf nóg að
skemmtilegum sögum til að segja
frá. Ég man þegar ég kom einu sinni
með vini mína í heimsókn til þín og
það var ekki talað um annað en hvað
ég ætti hressa og skemmtilega ömmu
þrátt fyrir háan aldur eða eins og vin-
ur minn sagði: „Þetta er bara ein
elsta og hressasta manneskja sem ég
hef hitt,“ og það var alveg rétt hjá
honum. Þú varst alltaf svo jákvæð og
jafnvel þegar ég kvaddi þig síðast þá
varstu svo lifandi að mér datt ekki í
hug að þetta væri síðasta kveðju-
stund okkar. En lífið gengur sinn
gang og það er komið að kveðju-
stund. Þótt það sé sárt að kveðja þig
þá veit ég að þú munt alltaf vera hjá
mér og minningu þína geymi ég í
hjarta mér. Ég þakka fyrir allar þær
stundir sem ég átti með þér og vona
að þér líði nú vel hjá afa og englun-
um.
Hlín.
Arndís móðursystir mín er látin,
94 ára gömul. Þar fór vönduð kona,
stolt, fáguð, skapheit og fylgin sér.
Kvenleg, sterk og frjálsleg. Alltaf
brosandi, alltaf góð.
Ég er að tína saman minningar og
brot, frá því ég var stelpukrakki.
Fyrst er Adda bráðfalleg, ung og
gjafvaxta. Tíminn líður, hún verður
áttræð, níræð, en ávallt sú sama og
sjálfri sér samkvæm. Sjálfsstjórn og
réttlætiskennd var henni í blóð borin
og aðlögunarhæfnin aðdáunarverð.
Greind, útsjónarsöm og óhrædd við
að taka frumkvæði. Allt þetta fas,
ættarmótið, bar hún sterklega með
sér. Mikið var hún lík móður sinni,
henni ömmu Guðrúnu.
Komin fast að fertugu, gengu þau
Marteinn í hjónaband. Hún missti
hann haustið 1999, eftir 50 ára far-
sælan hjúskap. Heilsu hans fór hægt
aftur með aldrinum. Undir það síð-
asta varð hann mikill sjúklingur. Eft-
ir að hann var orðinn dauðvona, ann-
aðist hún hann ein, heima á Selfossi,
rígfullorðin konan. Ástin og skyldan
buðu henni að gera miklu meira en
mannlegum mætti var í raun bjóð-
andi. Hún varð aldrei söm eftir.
Hún var vel að sér og sagði ágæt-
lega frá. Tengslin við liðna tíð og nú-
tímann voru skýr. Aldrei varð hún
gamla konan, sem helst vildi sitja og
rifja upp fortíðina. Hún mundi allt,
en hafði enn meiri áhuga á framtíð-
inni. Nýjustu tækni og vísindum, svo
sem því, sem börn hennar voru að
fást við.
Það eru viss forréttindi í dag að
eiga þess kost að vera samvistum við
hennar líka.
Það var fræðandi og ljúft að hlýða
á hana segja frá æsku sinni og upp-
vaxtarárum vestur í Arnarfirði. Lýsa
heimilinu og starfi föður síns, héraðs-
læknis í afskekktu sjávarplássi, þar
sem ekki var fært í vitjanir til sjúk-
linga nema gangandi, ríðandi á hest-
um eða sjóleiðina. Hún, elsta dóttirin
á barnmörgu heimili, mundi vel,
hvernig móðir hennar tók þátt í starfi
manns síns. Sjúkramóttakan var á
heimilinu, því ekkert var sjúkraskýl-
ið. Sjúklingar höfðu mislanga viðdvöl
á heimilinu og þær mæðgurnar og
systkinin aðstoðuðu pabba hennar
oft.
En æskan fyrir vestan var full af
tilbreytingu, fegurð Arnarfjarðarins
engu lík.
Hún mundi líka vel tímann í Ox-
ford, þegar hún gætti barna breska
rithöfundarins J.R.R. Tolkiens, þá er
hann að skrifa um hobbitann.
Arndís hélt alheilli hugsun til
hinstu stundar og fylgdist með mál-
um, fjær og nær.
En fyrst og fremst fór hún ekki í
neinar grafgötur með, hvað stóð
næst huga hennar og hjarta. Afkom-
endur hennar, óskabörnin tvö, Björn
og Guðrún og fjölskyldur þeirra voru
henni allt. Gleði og stolt yfir og vel-
gengni þeirra allra var ómælt.
Þökk sé þeim, er öllu ræður, að
Adda háöldruð fékk að kveðja, hægt
og hljótt, rétt eins og hún hefði sjálf
lagt á ráðin. Hennar tími var kominn.
Andlátið bar nokkuð brátt að en
Rúna hennar sat hjá henni. Þrátt fyr-
ir viðbrigðin og sorgina, orðaði hún
viðskilnað móður sinnar svona: Þetta
var svo flott hjá henni mömmu.
Blessuð sé minning Arndísar Þor-
bjarnardóttur.
Guðrún Broddadóttir.
Það kom stundum fyrir þegar ég
var barn og foreldrar mínir þurftu að
bregða sér af bæ, að mér var komið í
pössun austur á Selfoss til Arndísar
móðusystur minnar. Mér fannst það
vera mikil forréttindi. Ég leit óskap-
lega upp til frændsystkina minna,
barna Arndísar, þeirra Bangsa og
Rúnu. Þá fannst mér það óskaplega
spennandi að fá að fara með Mar-
teini, eiginmanni Arndísar, sem þá
var byggingarfulltrúi Suðurlands, í
ferðir út um sveitirnar til að taka út
nýbyggingar. Ég botnaði aldrei í því
að þau frændsystkini mín skyldu
ekki vilja fara með í þessar ævintýra-
ferðir, gerði mér þá ekki grein fyrir
því að fyrir þeim var þetta ákaflega
hversdagslegur hlutur. Marteinn
sagði mér þegar ég spurði hann um
þetta að það væri svona með bakara-
börnin, þau vildu ekki brauð. Það
voru góðir tímar að vera á Selfossi og
ekki virtist það vera mikið mál fyrir
frænku að bæta við aukakrakka.
Í seinni tíð var fátt skemmtilegra
þegar maður heimsótti Arndísi en að
fá hana til segja manni frá uppvaxt-
arárunum á Bíldudal. Arndís hafði
ótrúlegt minni og hélt andlegri reisn
sinni til dauðadags. Hún sagði mér
eitt sinn frá heimsókn sem hún fékk
að fara í til afa síns og ömmu, pró-
fastshjónanna í Vatnsfirði við Ís-
fjarðardjúp, þeirra Páls Ólafssonar
og Arndísar Pétursdóttur Eggerz.
Árið 1924 útheimti ferðalag frá
Bíldudal við Arnarfjörð í Vatnsfjörð
við Ísafjarðardjúp aðeins meiri fyr-
irhöfn en nú. Þær fóru þrjár frænk-
urnar saman, Adda, Kristín Hannes-
dóttir f. 1910 og Sigríður
Ágústsdóttir f. 1914. Fyrst var farið
með skipi frá Bíldudal til Ísafjarðar
og þaðan með Djúpbátnum inn í
Vatnsfjörð. Adda mundi þessa ferð í
smáatriðum. Hún lýsti húsakosti og
herbergjaskipan í Vatnsfirði, afa sín-
um og ömmu og öðru heimilisfólki.
Vatnsfjörður var mikil hlunninda-
jörð. Adda fór í sellátur og sagði mér
að henni hefði fundist erfitt að sjá
vorkópana drepna, þeir höfðu
mannsaugu. Þá var farið út í Borg-
arey til að taka egg og dún. Adda
sagði að það hefði verið svo mikið af
lunda í Borgarey að það vældi undan
í hverju skrefi. Lundinn í holunni var
ekki sáttur við það þegar stigið var til
jarðar yfir holunni. Þá lýsti Adda fyr-
ir mér verklaginu og vinnubrögðun-
um við verkun á afurðunum. Kjötið af
selnum var nýtt til matar, en skinnið
flegið, þurrkað og selt. Dúnninn var
hreinsaður og seldur. Þetta verklag
er nú horfið.
Arndís var fríð kona og alltaf ákaf-
lega vel til fara. Allt til þess síðasta
hafði hún sérstakt yndi af því að fara
í tískuverslanir til að kaupa handa
sér föt. Ég velti því stundum fyrir
mér hvort afgreiðslufólkið í verslun-
um gerði sér grein fyrir því að þarna
færi kona á tíræðisaldri, með vand-
aðan fatasmekk, sem væri að máta og
kaupa dragtir, sem væru nógu fínar
til að fara í „middagskaffiboð“ í.
Með frænku minni er horfinn
tengiliður okkar hinna við tíma, sem
eru að hverfa. Fari hún í friði.
Þórunn Guðmundsdóttir.
Kveðja frá Inner
Wheel klúbbi Selfoss
Í dag kveðja félagskonur Inner
Wheel Selfoss, heiðurskonuna Arn-
dísi Þorbjarnard. sem fallin er nú frá
eftir viðburðaríka starfsævi.
Fyrir um það bil 27 árum hóf Arn-
dís undirbúning að stofnun I.W. Sel-
foss, þegar hún hóaði saman eigin-
konum Rotary félaga á Selfossi, og
kynnti okkur þennan félagsskap sem
hún hafði haft spurnir af að væri
starfandi á alþjóðavísu. Einnig voru
þá starfandi tveir klúbbar á höfðuð-
borgarsvæðinu. Fyrir hennar tilstilli
og áhuga var klúbburinn stofnaður
hér formlega árið 1978, og var hún
fyrsti forseti klúbbsins. Henni var
umhugað um velferð klúbbsins og
miðlaði af reynslu sinni til þeirra sem
seinna meir tóku við forystu. Það var
ávallt reisn yfir Arndísi þegar hún
kom á fundina, sem og endranær
enda „dama“ af gamla skólanum.
Hún lagði ríka áherslu á að vanda sig
í klæðavali og útliti, til að dekra við
„pjattið“ eins og hún orðaði, þá pass-
aði hún upp á að að eiga alltaf pant-
aðan tíma á hárgreiðslustofunni þá
daga sem fundir voru.
Arndís var góðum gáfum gædd,
vel lesin og fróð um menn og málefni
og notaleg heim að sækja. Hún fór
margar ferðir til útlanda með manni
sínum á vegum Rotary hér fyrr á ár-
um og urðu þá málefni Inner Wheel
henni ofarlega í huga. Að hennar
frumkvæði var Umdæmið Inner
Wheel Ísland nr. 136 stofnað 1987 og
var hún jafnframt fyrsti umdæmis-
stjóri þess hér á landi.
Arndís var gerð að fyrsta heiðurs-
félaga klúbbsins fyrir nokkrum árum
og mat hún það mikils.
Félagskonur í Inner Wheel, Sel-
foss minnast Arndísar með þakkkæti
og virðingu, og biðjum við fjölskyldu
hennar blessunar og styrks um
ókomin ár
Segið það móður minni,
að mold sé farin að anga,
svali leiki um sali
og sólbrennda vanga.
Býst ég nú brátt til ferðar,
brestur þó veganesti.
En þar bíða vinir í varpa
sem von er á gesti.
(Davíð Stef.)
F.h. Inner Wheel Selfoss,
Þóra Grétarsdóttir.
Heiðurskonan Arndís Þorbjarnar-
dóttir hefur lokið góðri göngu eftir
94ra ára veru hér á okkar jarðar-
kringlu. Ég get ekki látið hjá líða að
senda henni nokkur kveðjuorð eftir
nærri 20 ára samveru í Inner Wheel
klúbbi Selfoss, en hún var ein af
stofnfélögum þar og driffjöður frá
upphafi og allt til þessa dags. Alltaf
var Arndís reiðubúin til að leiðbeina
okkur ef við vorum í einhverjum vafa
um hlutverk okkar í félaginu og alltaf
var hennar tilsögn ljúf og gott að fara
eftir henni, en hún tileinkaði sér regl-
ur og lífsviðhorf Inner Wheel strax í
upphafi og vann eftir þeim.
Inner Wheel er félagsskapur sem
byggist á vináttu milli kvenna og stóð
Arndís þar fremst meðal jafningja.
Hún fór með eiginmanni sínum, Mar-
teini Björnssyni, margar ferðir til
framandi landa til að kynnast Rotary
og Inner Wheel hreyfingunni og kom
hún alltaf full af fróðleik til baka, sem
hún miðlaði til okkar vinkvenna sinna
á landinu öllu, því Arndís var síðar
kosin fyrsti umdæmisstjóri landsins,
þegar Inner Wheel umdæmi 136 á Ís-
landi var stofnað.
Fyrir um það bil fjórum árum, eft-
ir að Arndís varð ekkja, sá hún sér
ekki fært að búa lengur ein í húsinu
hér á Selfossi og seldi hún það við
fyrsta tækifæri eftir að hún fékk inni
á Litlu-Grund í Reykjavík. Eftir það
fækkaði fundarsetum og samveru-
stundum, en oft fengum við góðar
kveðjur frá henni á fundi og alltaf lét
hún vel af sér.
Ræktum vináttuna er kjörorð IW
fyrir sl. ár. Með þeim orðum kveð ég
þig og þakka þér allar ljúfar og góðar
minningar.
Fyrir hönd Umdæmis IW 136 óska
ég þér góðrar heimkomu.
Sigríður J. Guðmundsdóttir
(Sirrý), forseti Inner Wheel
Ísland umdæmi 136.
Arndís var glæsileg kona, vel á sig
komin og sköruleg. Geislaði af henni
þegar hún ræddi hugðarefni sín. Hún
hafði lifandi áhuga á mönnum og mál-
efnum og var órög við að taka þátt í
rökræðum.
Hún var í alla staði jafnoki eigin-
manns síns, þess mæta manns Mar-
teins Björnssonar verkfræðings en
skipaði sér í stöðu sem hans mikla
stoð og stytta í lífinu.
Á heimili þeirra var skýr verka-
skipting milli eiginmanns og eigin-
konu. Arndís helgaði krafta sína fjöl-
skyldu og eiginmanni og segja má að
hún hafi verið gerandi fremur en
þiggjandi í því hlutverki. Þau hjón
voru hvort í sínu lagi áhugaverðar og
sérstakar persónur og bar heimilið
þess greinileg merki. Húsið þeirra
var búið ýmsum byggingartæknileg-
um nýjungum miðað við íslenskar að-
stæður og ekki dæmigert hvorki
byggingin sjálf, innviðir né búnaður
innan stokks. Aðsetur þeirra á Sel-
fossi, þeim vinalega og friðsæla stað,
hefði getað verið staðsett í miðju
heimsþorpinu, ef slíkt þorp er þá til.
Fyrir um áratug áttum við hjónin
einkar fróðlegt viðtal, sem við tókum
upp á segulband, við Martein um
starf hans sem byggingarfulltrúa,
um byggingar, skipulag, fráveitur og
vatnsbúskap á Suðurlandi. Arndís
tók okkur með kostum og kynjum við
það tækifæri og átti ekki lítinn þátt í
að gera daginn eftirminnilegan.
Að leiðarlokum minnumst við
þeirra Arndísar og Marteins með
virðingu og sendum afkomendum
þeirra samúðarkveðjur.
Björn Erlendsson,
Sigríður Á. Ásgrímsdóttir.
ARNDÍS ÞOR-
BJARNARDÓTTIR