Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 57

Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 57 TÆPAR 5 milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína frá því söfnunin hófst haustið 2000, í kjölfar þess að síðari uppreisn Palest- ínumanna gegn hernáminu hófst, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að nærri hálf milljón króna hefur safnast það sem af er þessu ári. Aðallega er um frjáls framlög einstaklinga inn á bankareikning eða í merkt söfnunarílát að ræða. Þá hefur mikið fé safnast á fjöldafundum og tveimur listahátíðum sem fé- lagið hefur gengist fyrir í sam- vinnu við listamenn og fé- lagasamtök. Meirihluti söfnunarfjárins hef- ur verið varið til að styrkja Læknishjálparnefndirnar (UPMRC) sem eru palestínsk grasrótarhreyfing undir forystu læknisins Mustafa Barghouti. Félagið sendi nýlega 375.000 krónur á bankareikning samtak- anna. Þá fengu nefndirnar hálfa milljón króna frá heilbrigð- isráðherra fyrir tæpu ári til að koma upp færanlegri heilsu- gæslustöð. Þá hafa tvö sjúkra- hús, geðhjálparverkefni fyrir börn og blindrabókasafn verið styrkt myndarlega, að því er segir í fréttatilkynningunni. 20 sjálfboðaliðar styrktir Tuttugu sjálfboðaliðar hafa einnig fengið ferðastyrk til að dvelja og veita hjálp á átaka- svæðunum í 2–8 vikur hver. „Sjálfboðaliðarnir hafa með nærveru sinni freistað þess að bjarga mannslífum og hindra limlestingar og að hús saklausra borgara væru jöfnuð við jörðu,“ segir í tilkynningunni. Neyðarsöfnunin er alfarið rekin í sjálfboðavinnu og segir að fullvíst sé að hver króna komist í réttar hendur. „Við að- stoðum gjarna félagasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld við að koma stuðningsfé til áreið- anlegra aðila. Við auglýsum hér með eftir fyrirtækjum og fé- lögum sem vilja leggja þessu hjálparstarfi lið. Stjórnvöld mættu einnig sýna lit,“ segir í tilkynningunni. Félagið Ísland-Palestína hvet- ur fólk til að leggja 5.000 krón- ur inn á reikning félagsins, sem er númer 542-26-6990 og er kennitalan 520188-1349. „Neyð Palestínumanna er mikil. Þeir búa við stöðuga ógn og eiga erf- itt með að stunda búskap, at- vinnu, viðskipti og sækja skóla. Mannréttindi þeirra eru fótum troðin,“ segir í tilkynningunni. „Neyð Palestínu- manna er mikil“ ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra tók á móti upplýsingaspjaldi um ABC- barnahjálp á fimmtudaginn og markar það formlegt upphaf á söfn- unar- og kynningarátaki samtak- anna Börn hjálpa börnum. „Við hjá ABC-barnahjálp viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn ólæsi. Með þessu átaki viljum við kynna starfsemina og gefa fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum með því annars vegar að styrkja barn eða hins vegar að styrkja bygg- ingu grunnskóla fyrir fátæk börn,“ segir María Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri ABC-barnahjálpar. Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, hefur ákveðið að tileinka næsta áratug baráttunni gegn ólæsi. María segir að um 862 milljónir manna, 15 ára og eldri, séu taldar ólæsar í heiminum í dag og um 113 milljónir barna hafa ekki tækifæri til að ganga í skóla. Flestir grunnskólar á landinu taka þátt í átakinu. Börnin fá að sjá fræðslumyndband um starf ABC- barnahjálpar og kjör fátækra barna á Indlandi. Síðan fær hvert barn upplýsingaspjald sem þau fara með heim til foreldra eða forráðamanna. Á spjaldinu gefst fólki kostur á að gerast stuðningsaðili barns eða styrkja byggingu skóla. Um 4000 börn fá nú hjálp fyrir til- stilli ABC-barnahjálpar og velvild íslenskra stuðningsforeldra. Í átak- inu nú verður að sögn Maríu safnað fyrir grunnskólabyggingu í Kitte- tika í Suður-Úganda. Þar hefur ver- ið byggður forskóli einnig fyrir söfn- unarfé. Næst á dagskrá er svo að byggja grunnskóla fyrir El Shaddai- barnaheimili sem samtökin reka á Indlandi. Í dag 1. maí er ABC barnahjálp með sína árlegu kaffisölu til styrkar starfinu í safnaðarheimili Grens- áskirkju. Morgunblaðið/Ásdís Hinrik Örn Sölvason, 11 ára, úr Heiðarskóla, afhendir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra upplýsingaspjald um ABC barna- hjálp. María Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri starfsins, fylgist með. Börn hjálpa ólæsum börnum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Glæsilegt 172 fm einbýlishús, byggt 1998 ásamt bílskúr, 32,4 fm, á veðursælum stað neðst í Fossvogsdalnum. Í húsinu eru 4 -5 svefnherbergi, stór stofa og borðstofa, tvö baðherbergi og fleira. Mjög vandaðar sérsmíðaðar innréttingar og allur frágangur fyrsta flokks. Lóð er fullfrágengin og m.a. hitalagnir í stórri innkeyrslu. TIL SÖLU - ASPARGRUND FOSSVOGSMEGIN Í KÓPAVOGI Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík Sími: 580 5200 • Fax 580 5230 www. lifidn.is Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Ársfundur 2004 Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 2004 verður haldinn þriðjudaginn 11 maí, kl. 17:00 í Sal H á Nordica Hotel, Suðurlandsbraut. Aðildarfélögum sjóðsins hafa verið send fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 7. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Reykjavík, 23. mars 2004. Stjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar Dagskrá Önnur mál löglega upp borin. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 1 2 G ís li B . / N æ st Atvinna fyrir alla Félag iðn- og tæknigreina, Félag járniðnaðarmanna og Trésmiðafélag Reykjavíkur hvetja félagsmenn sína til þátttöku í kröfugöngu dagsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maí. 1. maí kaffi Að loknum útifundi er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið í 1. maí kaffi í AKOGES-salnum, Sóltúni 3. Félagar fjölmennum! Félag iðn- og tæknigreina Félag járniðnaðarmanna Trésmiðafélag Reykjavíkur STANGAVEIÐI Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs- björgu, unglingar (innan 16 ára ald- urs) og ellilífeyrisþegar úr Reykja- vík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.