Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 59

Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundin/n og býrð yfir staðfestu og yfirvegun. Á sama tíma áttu auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á hlutunum. Það verða miklar breytingar á lífi þínu á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að ræða við fjölskylduna bæði um einkamál og viðskipti. Hugmyndir ykkar eru skyn- samlegar og raunhæfar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það liggur vel á þér í dag. Þú hikar ekki við að hugsa stórt en á sama tíma ertu jarð- bundin/n og raunsæ/r. Þetta er vænlegt til árangurs. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta ætti að verða mjög ár- angursríkur dagur því þú ert bjartsýn/n á sama tíma og þú ert jarðbundin/n og raunsæ/r. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft ekki að hafa neitt fyrir því að koma vel fyrir í dag. Það hljómar einfaldlega allt sem þú segir eins og það sé úthugsað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að geta komið ár þinni vel fyrir borð í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert sjálfsörugg/ur og sannfærandi í dag. Þú átt auðvelt með að koma auga á nýja möguleika og leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt að öllum líkindum taka skynsamlegar ákvarð- anir í atvinnumálunum í dag. Þú lætur ekki úrtölur hafa áhrif á þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt auðvelt með að greina á milli raunhæfra og óraun- hæfra markmiða þinna. Hættu að hugsa um hið ómögulega og einbeittu þér þess í stað að því sem er framkvæmanlegt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú lítur ekki á skyldur þínar sem hindranir heldur sem tækifæri til lærdóms og þroska. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú getur lært eitthvað mik- ilvægt af einhverjum í kring- um þig í dag. Maki þinn eða góður vinur mun hugsanlega bregða sér í hlutverk kenn- ara þíns en þó aðeins tíma- bundið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú getur komið miklu í verk í dag. Þú gengur til verka með skynsemi þína og rökhugsun að vopni. Hópvinna mun líka ganga sérlega vel í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til að ræða sameiginlega ábyrgð á börnum. Þú lítur á skyldur þínar sem blessun en ekki byrði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KONUNGSTIGN JESÚ Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar mega jafnast við. Jesú, þín kristni kýs þig nú, kóngur hennar einn heitir þú. Stjórn þín henni svo haldi við, að himneskum nái dýrðar frið. Hallgrímur Pétursson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. maí, er áttræð Halla Hafliða- dóttir, Suðurbraut 10, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Haraldur Guð- mundsson. Þau taka á móti gestum í dag frá kl. 16–19 í Hrísholti 4, Garðabæ. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. maí, er sjötugur Pálmi Ólason, skólastjóri og oddviti á Þórshöfn. Hann var einnig aðalstofnandi og stjórnandi Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar. Pálmi og kona hans, Elsa Þ. Axelsdóttir, dvelja erlendis á afmælisdaginn. ALLTAF eru margar hliðar á hverju spili, en það er sjaldan sem þær eru allar jafn áhugaverðar og hér. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠G6 ♥D9743 ♦G5 ♣G1064 Vestur Austur ♠– ♠K42 ♥G652 ♥Á8 ♦109732 ♦ÁK64 ♣KD53 ♣9872 Suður ♠ÁD1098753 ♥K10 ♦D8 ♣Á Skoðum spilið fyrst frá sjónarhóli suðurs, sem spil- ar fjóra spaða eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – 1 tígull 4 spaðar Pass Pass Pass Útspilið er laufkóngur. Hvernig myndi lesandinn spila? Það er fljótséð að vörnin á þrjá rauða slagi og síðan má halda blindum úti og koma í veg fyrir svíningu fyrir trompkóng. Með bestu vörn ætti spilið því að fara einn niður. En hvernig á að koma í veg fyrir bestu vörn? Alla vega þýðir lítið að spila hjartakóng, því aust- ur á auðvelt með að dúkka þann slag eftir að hafa fengið talningu frá makk- er. Miklu betra er að spila litlum tígli á gosann, eins og hugmyndin sé að stinga tígul í borði. Víkur þá sögunni til austurs. Spilið er frá ól- ympíumótinu í Hollandi árið 2000. Danskur sagn- hafi spilaði tígli og austur fór á taugum – lagði niður hjartaás. Kóngurinn var settur undir ásinn og nú var drottningin innkoma til að svína fyrir spaða- kóng. Þetta var veik vörn, eft- ir á hyggja. Betra var að taka annan tígulslag og spila laufi, því ef sagnhafi þarf að stinga tígul í borði fær austur alltaf slag á spaðakóng. Þriðja sjónarhornið er ekki hvað síst áhugavert. Það er sagnvandi vesturs við fjórum spöðum, því vissulega kemur til greina að segja fimm tígla þótt hætturnar séu óhag- stæðar. Ef vestur hefði tekið þann kostinn hefðu AV heldur betur snúið dæminu sér í vil. Sennilegt útspil gegn fimm tíglum er laufás og síðan hjarta- kóngur í öðrum slag. Spil- ið er sjálfspilandi upp frá því: sagnhafi tekur með ás, spilar ÁK í trompi og svo litlu hjarta að bindum og dúkkar tíu suðurs! Við því á vörnin ekkert svar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 dxe5 5. Rxe5 Rd7 6. Bc4 Rxe5 7. dxe5 e6 8. O-O Rb6 9. Bd3 Bd7 10. Rc3 Bc6 11. De2 Rd5 12. Re4 Rb4 13. Bc4 Dd4 14. Rg5 Bd5 15. Bxd5 Dxd5 16. Hd1 Dc6 17. c3 h6 18. cxb4 hxg5 19. Bxg5 Bxb4 20. Hac1 Db6 21. Dd3 O-O 22. Bf6 Bc5 Staðan kom upp í rússnesku deilda- keppninni sem er ný- lokið. Pavel Smirnov (2601) hafði hvítt gegn Alexey Be- letsky (2393). 23. Hxc5! Nauðsynlegur lokahnykkur í ljósi þess að eftir 23. Dg3 Bxf2+ hefði svartur getað bjargað sér. Svartur gafst upp þar sem eftir 23... Dxc5 24. Dg3 g6 25. Dh4 verður hann óverjandi mát. Stórt mót fyrir grunnskóla- nemendur verður haldið í dag í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar um það er að finna á http:// skakmot.eyjar.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ásdís ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.421 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Emilía Heiða Þorsteinsdóttir, Hlíf Ólafsdóttir og Hildur Ýr Þórð- ardóttir.        Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Óskað er eftir að kaupa myndir eftir lista mennina Þórarinn B. Þorlá ksson Ásgrím Jónsson Jón Ste fánsson Gunnlau g Blönd al Guðmun d Thors teinsso n (Mugg) Áhu gasa mir send i uppl ýsin gar til aug lýsi nga deil dar Mb l., mer kt: „M- 152 54“ . Námskeiðið „Frá umbúðum til innihalds“ verður haldið þriðjudaginn 4. maí kl. 20.00 í Grafarvogskirkju. Erindi sem flutt verða: „Kristileg sýn á hjónabandið og hjónavígsluna“, sr. Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogskirkju. „Fjármál heimilanna“, Bärbel Schmid, félagsráðgjafi og Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur. „Verkefni, þróun og innihald ástarsambands“, Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Pör sem hugleiða að láta pússa sig saman eru velkomin. Verð kr. 1.500 parið. Nýbökuð hjónabandssæla og kaffi innifalið. Brúðhjón - sambúðarfólk Nánari uppl. hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, s. 562 3600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.