Morgunblaðið - 16.06.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.06.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 163. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Eldtefjandi efni eitruð Varað við skaðlegum áhrifum efna í raftækjum | Daglegt líf Bílar í dag Fimm heitustu hjólin  Colt og Lísa í Undralandi  Sjö manna Scenic  Svifnökkvi og Lamborghini í skúrinn Næst verður allt vitlaust! Mummi í Götusmiðjunni kynnir nýjan geisladisk | Fólk í fréttum HERLÖGREGLA var kölluð til á Sri Lanka í gær til að rannsaka dauða dúfu einnar sem varn- armálaráðherra landsins átti að sleppa við athöfn um helgina. Her- inn hafði fangað sjö hvítar dúfur sem átti að sleppa lausum sem tákn um frið í byrjun athafnar til heiðurs fjölþjóða friðargæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna í landinu. Sex mikilmenni slepptu sínum dúfum vandkvæðalaust en þegar Ratnasiri Wickremanayake varn- armálaráðherra sleppti sinni dúfu féll hún steindauð til jarðar. „Herlögreglan mun rannsaka málið og reyna að komast að því hvort hér var um skemmdarverk að ræða,“ sagði heimildarmaður úr dómsmálaráðuneytinu. Eftir atvik- ið fengu dagblöð hringingar frá áhyggjufullum lesendum sem töldu dauðu dúfuna slæman fyrirboða. Fjörlítil friðardúfa Colombo. AFP. GISTIHEIMILIÐ Frost og funi í Hveragerði er í sérstöku landslagi. Allt í kring eru hverir en heimilið stendur á bökkum Varmár. Engu er lík- ara en þeir félagar Sigurður og þýskur vinur hans Adrian standi á skýi þar fyrir utan. Knútur Bruun, sem ásamt Önnu Sigríði Jóhannsdóttur rekur gistiheimilið, segir svalir þess nærri teygja sig út yfir Varmá. Hann hefur sagt að gestirnir gætu kastað flugu út í ána af svölunum, veitt sjóbirting, dregið hann upp og slakað ofan í hverinn fyrir neðan svalirnar og gætt sér að því loknu á gufusoðnum fiski. Morgunblaðið/RAX Gengið um í gufunni STJÓRNVÖLD í nágrannaríkjum Íraks hafa ákveðið að styðja bráða- birgðastjórnina þar í landi sem til- nefnd var í byrjun mánaðarins. Er talið að þetta geti verið mikilvægt skref í baráttunni við uppreisnar- menn í landinu sem hafa mjög sótt í sig veðrið að undanförnu. Var þetta niðurstaða fundar ríkjanna sem haldinn var í Istanbúl í Tyrklandi í tengslum við þriggja daga fund Samtaka íslamskra ríkja (OIC), sem þar fer nú fram. Utan- ríkisráðherrar Íraks, Tyrklands, Ír- ans, Kúveit, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Sýrlands og Egyptalands, sátu fundinn. Þá samþykkti OIC ein- róma ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við bráðabirgðastjórnina í Írak og óskað eftir hjálp utanað- komandi þjóða við uppbyggingu í landinu. Ákvarðanirnar verða án efa til þess að fólk geri meiri greinarmun á bráðabirgðastjórninni og forvera hennar, sem litið var á sem lepp- stjórn Bandaríkjamanna. Stuðning- urinn skiptir miklu máli nú þegar bráðabirgðastjórnin þarf að takast á við uppreisnarmenn sem hafa barist gegn her bandamanna. Uppreisnin hefur orðið sífellt ofbeldisfyllri und- anfarið þar sem sprengjuárásir og mannrán hafa færst í aukana. Krefst „viðeigandi“ öryggisráðstafana George W. Bush sagði í gær að bandaríski herinn myndi einungis framselja Saddam Hussein í hendur Íraka ef bráðabirgðastjórn landsins sem tekur við völdum 30. júní, léti gera „viðeigandi“ öryggisráðstafan- ir. „Ég vil bara vera viss um að Saddam Hussein verði áfram í fang- elsi eftir valdaskiptin,“ sagði hann. Nágrannaríki Íraks styðja nýju stjórnina Istanbúl. AP. AFP.  Verður senn/31 ♦♦♦ SÁDI-ARABÍSK samtök sem kveðjast tengd al- Qaeda-hryðju- verkanetinu birtu í gærkvöldi myndband á ísl- amskri vefsíðu af bandarískum gísl sem þau segjast hafa í haldi. Var því hótað að maðurinn, Paul Marshall Johnson, yrði tekinn af lífi verði fé- lögum í samtökunum, sem yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í haldi, ekki sleppt innan 72 klukkustunda. Johnson, sem er 49 ára gamall flugvélaverk- fræðingur, var rænt í borginni Riyadh á laugardag en þar starfaði hann fyrir bandarískt fyrirtæki. Sádi-Arabía Hóta að myrða gísl Dubai, Kaíró. AFP, AP. STÖÐUGUR straumur gesta var á opnun sýn- ingar Finnboga Péturssonar myndlistarmanns á Art Basel, sem er álitin mikil- vægasta lista- stefna sem haldin er í heiminum ár hvert. Verk Finn- boga, Sphere, var keypt strax við opnun af Francesca Von Habsburg, sem á TBA 21 sem er stórt safn nú- tímamyndlistar. Finnbogi segir að miðað við viðtökur hefði mátt selja verkið nokkrum sinnum á opnunar- dag. Verk Finnboga keypt á fyrstu mínútunum  Hefði getað/10 Finnbogi Pétursson ÍSLENSK stjórnvöld hvetja önnur ríki til að standa við þúsaldarmark- miðin sem miða að því að berjast gegn fátækt í heiminum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra á ráðherrafundi UNC- TAD, ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um viðskipti og þróun í Brasilíu en hann er sóttur af um 6.000 fulltrú- um frá 170 ríkjum. Geir sagði á fund- inum að ef fram héldi sem horfði mundu fæst ríki ná þúsaldarmark- miðunum en hann benti að framlag Íslands til þróunarmála yrði aukið verulega á næstu fimm árum. Geir benti á að grundvallaratriðið í bar- áttunni gegn fátækt væri að auka frelsi í viðskiptum. Til að vinna að því markmiði hefði Ísland fellt niður tolla á flestum vörum frá fátækustu ríkjum heims. Geir sagði jafnframt að kynjajafnrétti væri stór þáttur í baráttunni gegn fátækt því að konur gegndu þýðingarmiklu hlutverki í að auka hagvöxt og þróun. Geir flutti einnig ræðu á fundi Al- þjóðaþingmannasambandsins en þar kom hann m.a. inn á að öll lönd ættu að hafa ákvæði um viðskiptafrelsi inni í þróunaráætlunum sínum. Frjáls viðskipti í baráttu gegn fátækt Geir H. Haarde fjármálaráðherra ávarpar ellefta ráðherrafund UNCTAD, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, í Sao Paulo. Geir H. Haarde á ráðherrafundi SÞ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.