Morgunblaðið - 16.06.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 16.06.2004, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 27 DAGSKRÁ lista- og menning- arhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði í dag er eftirfar- andi: Kl. 12 Hafnarborg Bland í poka. Hádegistónleikar með Antoníu Hevesi píanóleikara og Auði Gunnarsdóttur sópr- ansöngkonu sem syngur létt lög og aríur. Aðgangur ókeypis! Kl. 13.30 Hraunsel, Flata- hrauni 3 Opið hús – Skemmti- dagskrá í boði Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Opið til kl. 17. Kl. 16 Fjörukráin Setning vík- ingahátíðar. 120 íslenskir og er- lendir víkingar veða á svæðinu. Bardagamenn, bogaskyttur, glímumenn, útskurðarmenn, steinhöggvarar, járnsmiðir, sögumenn, seiðkonur, tónlist- armenn og galdramenn. Kl. 19 Gamla bókasafnið Rokkdagur þar sem fram koma hljómsveitirnar Lada sport, Amnesia, Form áttanna, Pan, Han Solo, Fóbía, Gizmo, Lizark og Morris. Kl. 20.30 Fríkirkjan Sum- arsveifla með Fríkirkjukórnum í Hafnarfirði. Flutt verða söngv- ar frá suðrænum slóðum auk ís- lenskra sumarlaga og sálma. Kl. 21 Hafnarborg Djassperlur með Ragga Bjarna, Birni Thor- oddsen og Gvendi Steingríms. Sígild djasslög eftir Gershwin og Ellington ásamt sígildum ís- lenskum lögum. Bjartir dagar Stofnun Vigdísar Finn-bogadóttur í erlendumtungumálum hlýtur í ár 4,5milljóna króna styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Styrk- urinn verður nýttur til þess að halda þrjár ráðstefnur undir heitinu Nor- rænir tungumála- og bókmenntadag- ar, sem haldnar verða í Svíþjóð í haust, í Noregi á næsta ári og Finn- landi árið 2006, auk útgáfu rits með völdum fyrirlestrum frá ráðstefnu um rannsóknir á norrænum málskiln- ingi og vestnorrrænum bókmenntum sem stofnunin hélt í Kaupmannahöfn í fyrra. Það var Vigdís Finn- bogadóttir, sem er formaður styrkt- arsjóðs stofnunarinnar, sem veitti styrknum formlega viðtöku við at- höfn í Skólabæ í gær, úr hendi Rann- veigar Guðmundsdóttur alþing- ismanns, sem er formaður Norræna menningarsjóðsins. Styrkurinn er einn sá stærsti sem Norræni menn- ingarsjóðurinn hefur veitt einstöku verkefni. Útrás skiptir máli „Við erum himinlifandi að fá þenn- an myndarlega styrk,“ sagði Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur, í sam- tali við Morgunblaðið. „Norrænn málskilningur er hornsteinn í nor- rænu samstarfi og samkennd. Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum stundar meðal annars rannsóknir á þessu sviði og leitast við að vekja athygli á þeim. Við erum í mjög nánu samstarfi við bæði fræðimenn í norrænum málum á Norðurlöndum og við fræðimenn og tungumálakennara sem kenna önnur mál á norrænum málsvæðum. Þau tengsl skipta miklu máli fyrir tungu- málakennslu og tungumálarann- sóknir hér á landi og eftir því sem fræðasamstarfið er víðtækara og líf- legra, þeim mun traustari fótum stendur það.“ Að sögn Auðar skiptir útrás stofn- unarinnar miklu máli, bæði til kynn- ingar á eigin starfsemi og tengsla- myndunar við fræðimenn annarra landa. „Það gerum við meðal annars með því að halda þessar ráðstefnur sem til stendur og styrkurinn er grundvallaratriði í þeirri fram- kvæmd. Þannig að þetta er mikill gleðidagur fyrir okkur og við erum afskaplega þakklát stjórn Norræna menningarsjóðsins og óskum ís- lensku menningarlífi til hamingju með þessa aukningu á fjárframlagi sem þar kemur fram.“ Einhuga vilji sjóðsstjórnar Að sögn Rannveigar Guðmunds- dóttur, sem hefur veitt Norræna menningarsjóðnum forstöðu síðan um áramót ásamt Þorsteini Gunn- arssyni varaformanni, er það þeim mikið ánægjuefni hversu margar áhugaverðar og faglega unnar um- sóknir hafa borist sjóðnum á þessu ári. „Norræni menningarsjóðurinn og Norðurlandaráð hafa mjög hátt á sín- um forgangslista norrænu tungu- málin, málvísindi og málskilning. Þarna er feikilega áhugavert og óvanalegt verkefni að fara í gang sem snertir grunnstoðir norrænnar menningar, með mjög sterkri þátt- töku viðurkenndra vísindamanna, verkefni sem hægt er að byggja á til framtíðar. Það var einhuga vilji til þess í stjórn sjóðsins að styrkja þetta verkefni, og styrkja það vel.“ Rannveig segir málskilning milli Norðurlandanna afar mikilvægan. „Hann er undirstaða þess mikilvæga samstarfs sem er milli þessara landa, ekki síst varðandi sameiginlegan menningararf.“ Styrkir úr Norræna menning- arsjóðnum til íslenskra verkefna hafa aukist á þessu ári sem Íslendingar hafa gegnt formennsku í sjóðnum. Þannig hafa rúmlega 16 milljónir króna verið veittar á fyrri helmingi ársins, sem er meira en framlög til ís- lenskra verkefna voru allt árið í fyrra. Á ráðstefnunum þremur sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur mun standa fyrir á næstu árum verð- ur lögð áhersla á norrænu tungu- málin sem erlend mál og grannmál, þýðingar, menningarlæsi, gildi tungumálakunnáttu fyrir atvinnulífið, tungumálarannsóknir, tungutækni og menningartengsl Íslands og Norð- urlanda og eru þær ætlaðar fræði- mönnum, rithöfundum, háskólanem- um, fjölmiðlafólki, menningarfræðingum og stjórn- endum fyrirtækja. Vigdís Finn- bogadóttir mun sjálf taka þátt í þeim, en hún tekur einnig þátt í kynningum á starfsemi stofnunarinnar á þessu ári í Þýskalandi og Frakklandi. Ráð- stefnurnar koma í kjölfar ráðstefnu um rannsóknir á norrænum málskiln- ingi og vestnorrænum bókmenntum sem haldin var í nóvember í fyrra í tengslum við vígslu Norðurbryggj- unnar í Kaupmannahöfn og var hluti af umfangsmikilli kynningu á starf- semi Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í Danmörku, en hún hlaut 1,2 milljóna króna styrk frá Norræna menningarsjóðnum í fyrra. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær 4,5 m.kr. frá Norræna menningarsjóðnum Málskilningur er hornsteinn í norrænu samstarfi og samkennd Morgunblaðið/Eggert Vigdís Finnbogadóttir tekur við styrknum af Rannveigu Guðmundsdóttur. Páll Skúlason, rektor HÍ, stendur hjá. MADDAMA, kerling, fröken, frú var yfriskrift tónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar. Undirritaður hlýddi á seinni tónleikana sem haldnir voru við rífandi stemningu fyrir fullu húsi í Hafnarborg. Þrátt fyrir yfirskriftina var komið víða við í verkefnavalinu, allt frá latneskum altarisgöngusálmi og Maríubæn til söngleikja með ýms- um viðkomum á leiðinni, en alls var 21 kór- og einsöngslag á efnisskránni. Mamma, lag Björgvins Valdimars- sonar var fyrst á dagskrá, vel sungið með fallegum flautuleik Melkorku Ólafsdóttur. Flest lögin fyrir hlé voru vel flutt, þó fataðist flugið í íslenska þjóðlaginu Vinaspegill, þetta gullfal- lega lag var skotið niður í flugtaki með of hárri tóntegund og allt of hröðum flutningi og var það synd því lögin á undan voru virkilega vel sung- in. Einsöngvari í Vinaspegli var Ágústa I. Arnardóttir sem naut sín ekki af fyrrgreindum orsökum. Kór- inn náði sér fljótt á strik aftur og lag Knuts Nystedt Ég er heimsins ljós var mjög gott svo og altarisgöngu- sálmurinn Panis angelicus. Ólafur Kjartan Sigurðarson söng með kórn- um í sálminum og einnig í lagi Kalda- lóns Mamma ætlar að sofna sem var áhrifamikið. Ólafur söng síðan einn Sprett Sveinbjörns Sveinbjörnsson- ar, Í fjarlægð og Hamraborgina. Rödd Ólafs virkaði dálítið þreytt í byrjun en fór hægt og rólega í gang og varð loks sjálfri sér lík í tveim síð- ustu lögunum fyrir hlé. Ólafur fór síð- an á kostum eftir hlé, fyrst í lagi föður síns Fylgd sem var vel sungið hjá Ólafi og kórnum síðan söng hann nokkur lög úr söngleikjum þar sem hann var í banastuði og átti hvern smellinn á fætur öðrum, ýmist einn eða með kórnum. Kórinn fór einnig á kostum eftir hlé fyrst í Draumnum um Adam eftir Lajos Bárdos og síðan fylgdi hvert lagið á fætur öðru í lifandi og vönduðum flutningi. Hljómur kórsins er bjartur og yf- irleitt hreinn innbyrðis. Söngurinn góður og vel mótaður með góðri dyna- mík bæði með og án undirleiks og textinn skýr. Mikil sönggleði ríkir í kórnum sem söng alla tónleikana ut- anbókar. Hrafnhildur Blomsterberg leyfir kórnum að syngja og heftir hann ekki. Hún hefur kennt kórnum að grípa upphafstóninn við tóntöku án þess að apa hann eftir og er það vel. Antonia Hevesi sá um píanóleikinn af miklu öryggi og með góðum stuðningi að vanda. Söngstund í Digraneskirkju Katla Björk Rannversdóttir sópran hélt einsöngstónleika í Digranes- kirkju og með henni lék Pavel Manas- ék á flygilinn. Katla söng fyrst fallega perluna Panis angelicus eftir César Franck. Oft hefur Gounod fengið bágt fyrir Ave Maríuna sem við hann er kennd en hann á ekkert í. Gounod heyrði C dúr prelúdíu Bachs úr Wohltemerierte Klavier leikna og heyrði þá út laglínu sem hann skrifaði niður og kallaði Méditation as coun- terpoint og var alls ekki hugsuð til söngs, síðar sá einhver ástæðu til að texta þessa laglínu Gounods og setti þá við hana latnesku Ave Maríu bæn- ina og er sú gerð því miður mun þekktari en frumgerð Gounods. Handel eða Händel var á sínum tíma þekktastur fyrir óperur sínar og hljóðfæratónlist. En eftir að fór að halla undan fæti í óperunum fékk hann slag og þegar hann hafði jafnað sig aðeins fór hann að semja óratorí- ur, stórbrotin tónverk með fallegum aríum og voldugum kórum sem halda nafni hans mest á lofti í dag. Tvær þeirra þekktari eru Messias (1741) og Samson (1743). Joseph Samson er byggð á verki Miltons en Messias á biblíutextum. Katla söng mjög fallega Let the Bright Seraphim úr Samson og He shall feed his flock, How beautiful are the feet of them og I Know that my Redeemer liveth úr Messíasi. Allar Handel-aríurnar voru vel sungnar og fallegar. Bæn hinnar örvæntingarfullu móður úr Dansin- um í Hruna sem biður Himnadrottn- inguna að vernda son sinn og fleiri sem eru að sökkva til Heljar á jólanótt vegna gjörða sinna túlkaði Katla mjög fallega og sama er að segja um Friðarbæn Árna Thorsteinssonar. Vertu, Guð faðir, eftir Jóns Leifs Opus 12 er dýrmæt perla sem Katla fór vel með. Undirleikurinn er alls ekki fyrir píanó og nýtur sín engan veginn á það hljóðfæri, þvert á móti. Síðast söng Katla Allelúja úr mótett- unni Exultate jubilate Kv. 165 eftir Mozart. Mozart virðist henta léttri rödd Kötlu vel og var flutningurinn á Alleluia hreint út sagt glæsilegur. Katla Björk hefur mjög fallega og bjarta sópranrödd og nokkuð gott raddsvið. Textinn var mjög skýr í ís- lensku lögunum en ekki alltaf nógu skýr í þeim erlendu. Hún er vandvirk og var túlkunin vel úthugsuð og sam- kvæm sjálfri sér. Mikið og ört víbrató á röddinni skemmdi dálítið fyrir og vann oft á móti fallegri tónmyndun og framburði, en þar sem það minnkaði blómstraði röddin. Pavel Manasék lék á flygilinn af miklu öryggi, kanski full- sterkt á köflum en oft mjög músik- alskt og studdi vel við sönginn. Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Hafnarborg KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór Hafnarfjarðar. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Píanóleikari: Antonia Hevesi. Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg. Digraneskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Katla Björk Rannversdóttir sópran og Pavel Manasék á píanó. Bjartur hljómur Þingholtsstræti 27 kl. 17 Andri Hafliðason opnar ljósmyndasýningu undir yfirskriftinni „One Day“. Á sýningunni, sem opin verður í sólar- hring, má sjá ljósmyndir og kvik- myndir sem Andri hefur tekið hér á landi undanfarið hálft ár. Til að magna áhrif myndefnisins notast hann við tónlist og ýmiskonar hljóð og er þar að nokkru leyti undir áhrif- um frá föður sínum, tónskáldinu Hafliða Hallgrímssyni. Andri er ungur Íslendingur sem hef- ur búið í Edinborg í Skotlandi frá fæðingu. Hann stundar nám í arki- tektúr við háskóla í Glasgow, en hef- ur dvalist á Íslandi síðan í janúar síðastliðnum og innt hér af hendi hluta af verkþætti námsins. Sýningin verður einnig opin á morg- un kl. 10-20. Sýningarsalurinn Þrúðvangi, Ála- fosskvosinni, Mosfellsbæ kl. 20 Í tengslum við myndlistarsýninguna Lýðveldi Íslands syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir nokkur lög við undirleik Jónasar Þóris á tengi- brúnni yfir Varmá Á sama stað mun Bryn- dís Jónsdóttir fremja gjörning í tilefni þess að af- mælisbarnið, lýð- veldið Ísland er 60 ára. Menningarsalur Hrafnistu kl. 13.30 Kynning á kennaranum og bókaverðinum Leifi Eiríkssyni, sem nú er 97 ára. Hann var um tíma odd- viti Raufarhafnarhrepps. Dagskráin verður í ljóðum og tónum ásamt frá- sögnum af ferli hans og yrkingum. Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri Kristinn G. Harðarson myndlist- armaður sýnir verk í 11 hlutum frá 1992-1993, svipmyndir úr almenn- ingsgarðinum Walnut Hill Park í New Britain, Connecticut í Banda- ríkjunum, en Kristinn bjó í nágrenni garðsins um árabil. Þá sýnir Krist- inn einnig nokkrar bækur sem hann hefur unnið upp úr dagbókum er hann hefur haldið undanfarin 20 ár. Opið kl. 10-18 alla daga. Sýningin stendur til 30. júní. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sigrún Hjálmtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.