Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 3
E L Í N P Á L M A D Ó T T I R U M ÁRAMÓT virðist ein- hverju lokið og annað nýtt að taka við. Á slíkum tímamótum hæfir gjarn- an að líta aftur, á líðandi stundu og fram í tímann. Er jafn hlýðin kona sem pistilhöfundur fer að líta í kring um sig, hvað skyldi þá fyrst koma upp í hugann annað en upphafið á ljóði Jóhanns Sigurjónssonar: Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá. Straumar og votir vindar velkja því til og frá. Ekki kannski út í bláinn að þessi ald- argamla myndlíking leiti enn á hugann, ef litið er á samansafn einstaklinga með merkimiðann Ísland. Er ekki rótleysið einna mest áberandi, nánast hvar sem drep- ið er niður? Öll umræða virðist eitthvað svo uppspennt, rýkur upp í hæstu hæðir, nær hámarki á undraskömmum tíma og er svo – púff – horfin. Hvert hefur hana rekið? Auð- vitað væri þetta varla gerlegt nema um- ræðuefnið sé hverju sinni á svona afmörk- uðum, þröngum bási. Eðlilega kemst ekki meira fyrir í stuttorðu fjölmiðlahraðferð- inni, þar sem tíminn er skjótt útrunninn. Útilokað að líta yfir vítt svið í tíma eða rúmi, hvað þá útvíkka umræðuna í nokkra heild- arsýn. Því nefni ég þetta að svei mér ef ekki hefur einmitt í þessu jólaflóði bólað á því að stöku skrifari vilji fara að taka fyrir stærri heildarmynd af heiminum og umhverfi hans, eins og kerlingin sagði. Eins og hann Pétur Gunnarsson vitnaði til í bókaviðtali er fortíðin ekki dauð, hún er ekki einu sinni liðin. Síðustu öld afgreiddum við roggin og sjálfumglöð á aldahvörfum fyrir ári með lúðrablæstri eins og vera ber á afmælum. Litum yfir farinn veg. Sáum ekki aðeins að allt er þetta harla gott heldur stórfínt og á heimsmælikvarða. Ef við för- um þá bara ekki fram úr heiminum í hverju og einu sem við tökum okkur fyrir hendur. Fyrri hluta síðustu aldar beindust vænt- ingar Íslendinga og draumar að því að verða sjálfstæð þjóð jafnrétthárra ein- staklinga í frjálsu landi. Seinni hluti ald- arinnar því að reyna að finna okkur fótfestu í þessu lýðveldi og tryggja okkur einhverjar varnir þótt vopnlaus séum. Tókst vonum framar. Þó eigum við töluvert langt í land. Líklega tekur meira en 50 ár að móta sam- félag sem flestar nágrannaþjóðir hafa puð- að við í aldir. Lýðræðið er ekki lengra kom- ið hjá okkur en svo að við höfum ekki einu sinni ennþá jafnan kosningarétt allra ein- staklinga í landinu. Langt er frá því að jafn- rétti sé komið á, svo sem í skattgreiðslum, þar sem hver persóna, karl eða kona, giftir og ógiftir, greiði jafnt af sínum launum. Enda alþingismenn önnum kafnir við að mismuna með lögum. Taka líka eins og þjóðin öll mál í afmörkuðum smábútum. Konur hafa að vísu jafnan kosningarétt á við karla, en ekki ennþá sömu laun fyrir sömu vinnu. Frá því að ég tók að blanda mér á sínum tíma í kvenréttindaumræðuna fyrir áratug- um hefur sömu rökum og baráttuaðferðum verið beitt. Ekki útlit fyrir að þau ætli að duga. Er ekki á hálfri öld komin reynsla á það? Inn í kvennabaráttuna hafa alltaf verið ofnir vissir þræðir mismununar. Virðast enn vera ívafið. Glöggt dæmi er að þegar hið þarfa frumvarp um barnsburðarleyfi feðra var í burðarliðnum og fór í gegn við verðskuldaðan fögnuð virtust allir sammála um að alls ekki væri hægt að ætlast til þess að karlmenn gættu barna sinna á sömu launum og konur. Yrði að koma því svo fyrir að sami launamunur yrði við það starf eins og úti á hinum almenna vinnumarkaði. Ekki einu sinni á blaði sömu laun fyrir sömu vinnu, barnaumönnun. Og svo er í raun víð- ar. Væri ekki reynandi að taka grundvall- arkröfuna upp aftur? Líta yfir allt sviðið. Var það kannski til óþurftar að gera gegn- um kvennabaráttuna svona mikinn grein- armun á konum og körlum í samfélaginu? Hafa ekki konurnar og öll þeirra störf þar með fengið í umræðu og hugarfylgsnum stimpilinn „ómerkari“? Það svona hvarflar að mér. Vel á minnst. Í ævisögunum í bókaflóðinu á þessum jólum eru tvær konur nútímakon- um fyrirmynd og uppörvun. Þær fóru út í heim í listnám fyrir og upp úr 1930, Sonja Benjamínsson í myndlistarnám og Svanhvít Egilsson í söngnám, og stóðu sig á eigin vegum gegnum grimma heimsstyrjöld á meginlandinu. Héldu höfði með reisn og komust á toppinn hvor á sínu sviði. Nokkuð einstakt að þessar tvær gerólíku konur gerðu sér á eigin spýtur grein fyrir því að þrátt fyrir haldgott nám mundu þær ekki ná á toppinn í list sinni, söngnum og mál- verkinu, og sneru sér að því að nýta mennt- un sína á annan hátt. Svanhvít nær því að verða virtur prófessor við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg með heimsfræga söngvara sem nemendur og Sonja beitir þekkingu sinni við málverkaval fyrir ríka fólkið í New York, auk þess að ávaxta sitt pund á fjár- málamörkuðum Wall Street í samkeppni við alla karlana. Báðar lögðu upp með að láta aldrei aðra stjórna lífi sínu. Sonja lærði þetta af ömmu sinni á Vestfjörðum, sem dugði henni langa ævi í stórborgum heims- ins. Í huga hvorugrar bjó að einhver annar ætti „að gera þeim fært“ að ná markmiði sínu. Mér þótti fengur að kynnast í jólabók- unum svo óvílnum skörungskonum, sem lifðu fram yfir áttrætt. Saga Svanhvítar er vel unnin ævisaga með mikilli heimilda- vinnu, en mér þótti heldur verra að höf- undur sögu Sonju skuli ekki hafa kynnst henni. Ég þekkti Sonju síðari áratugina. Aldrei talaði hún um það að frá því hún ung- lingur í menntaskóla fór utan með annan hálsvöðvann lamaðan eftir mænuveiki hefði hún á hverjum einasta morgni, gegnum stríð og hörmungar, þurft að gera æfingar til að halda höfði og að koma með þolinmæði ofan í sig mat vegna erfiðleika við að kyngja. Nefndi þó undir lok ævinnar að hinn hálsvöðvinn væri farinn að láta sig og að hún vildi ekki láta sjá sig með hallandi höfuð eða öðruvísi en hina óaðfinnanlegu glæsikonu. Og svo býsnuðust menn yfir „veseninu“. En að ná svo langt með reisn við þessar aðstæður minnir á skörungs- konur úr fornsögum okkar. Hvað heyrir maður svo við útkomu ævisögunnar frá kjaftaklúbbum? Ekki aðdáun á að Sonja hafi arfleitt þurfandi íslensk börn að tug- milljónum, heldur er uppvakinn einhver gamall ímyndaður óhróður, upprunninn frá nýríku Íslendingunum í New York eftir stríð. Í Svanhvítar bók getur Guðrún Eg- ilson vel heimilda. Ég er fegin að ég lét ekki eintóna kynningar- og auglýsingaval útgef- enda sjálfra drekkja þeirri bók fyrir mér. Er farin að vara mig svolítið á herferð- unum. Í miðsvetrarjólaumræðunni þykist ég semsagt eygja víðara sjónarhorn en í fyrr- nefndum skyndiupphlaupum. Ungur rithöf- undur, Andri Snær Magnason, þróar í skáldsögu hugmyndir um hvert okkur get- ur borið í gerviheimi neysluhyggju með ást- arstjörnu Jónasar og Hraundröngum í við- miði. Pétur Gunnarsson er að grafa ofan í fortíðina á heimsvísu og tengja Íslend- ingum nútíðar. Þetta eru meira en einnar jólavertíðar sölubækur. En þá vandast málið. Hvers konar Ís- lendinga eigum við að stefna á að móta og ala upp? Og til hvers? Verða það glaðir Ís- lendingar með svo óseðjandi eignagleði að þeir setja sig í slíka fjötra langtímaskulda fyrir ævina að þeir geta sig ekki hreyft? Eða hafa farið svo geyst í eignagræðginni að við minnstu efnahagslægð fer upp undir þriðjungur ungs fólks í gjaldþrot? Bara fúl- ir yfir að vera ekki „gert fært að“ … Í flóð- inu var þó leiðbeiningabók um að ala upp unglinga. Kannski mætti fara að ræða hvurs lags fólk eða hvers kyns samfélag stefna skuli á? Til þess vantar miklar grunnupplýsingar. Hvað höfum við t.d. á undanförnum árum eða erum að skuldbinda okkur mikið í árlegum útgjöldum á ókomn- um tímum, á heimavelli í skuldum eða á al- þjóðavettvangi? Viljum við kannski setja þjóðina alla í sömu skuldbindingafjötra um ókomna framtíð og einstaklingana? Hér er semsagt auglýst eftir heildarumræðum. HEILDARSÝN ÓSKAST RABB epa@mbl.is LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003 3 KRISTJÁN JÓNSSON Á NÝJÁRSDAG Nýrunnin sól frá austuröldum alfögrum hjúpi klæðir láð, geislar hennar í geimi köldum glóandi mynda logaþráð; og nú á þennan nýjársdag nýtt byrjar lífið ferðalag. Vonandi augu stöðugt stara streymandi tímans bylgjur á. Árin koma og árin fara aldanna fram í djúpan sjá, því allt um víðan heimsins hring háð er sífelldri umbreyting. Tíðin breytist og tíðarandi, tíðin kemur og fer á braut. Árstraumur hennar óstöðvandi eilífðar rennur fram í skaut; og lífið er eintóm boðabönd, er brotna loks á heljarströnd. Kristján Jónsson Fjallaskáld (1842–1869). Kvæðið er ort 1860. Almenna bóka- félagið gaf út Ljóðmæli Kristjáns 1986 og sá Matthías Viðar Sæmundsson um útgáfuna. Samspil listar, kirkju og trúar í nýju glerlistaverki Leifs Breiðfjörðs í Ak- ureyrarkirkju er viðfangsefni Péturs Pét- urssonar guðfræðiprófessors í grein hans. Allar sögur taka enda er umfjöllunarefni Sigurbjargar Þrast- ardóttur í grein um óvænt endalok í bók- menntunum. Myndrænir möguleikar tónlistar og samband lista og vísinda og nýjungar í stafrænum listum var efni ráð- stefnu í Leeds sem Kristín Björk Kristjáns- dóttir sótti. Lissabon er borg þar sem lífið ólgar frá norðri til suðurs. Baixa er miðja og hjarta Lissa- bon en ferðalangurinn leit- ar þó ekki síður í hin aðal- hverfin til hægri og vinstri, Alfama og Bairro Alto/Estrela. Og svo er það auðvitað Belém, við mynni Tejo-fljótsins lengst í vesturhlutanum, lífæð Portúgala á gullaldartímabilinu, þar sem karavellurnar undu upp seglin og héldu á vit ókannaðra heimshluta. Lönduðu seinna fullfermi af kryddi, gulli og eðalsteinum. Bragi Ásgeirs- son heldur áfram að herma frá. FORSÍÐUMYNDIN er tekin af Brynjari Gauta, ljósmyndara Morgunblaðsins, við fossinn Gljúfrabúa. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.