Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003 7 B ÓKMENNTAVERÐLAUN Nóbels hafa löngum talist mik- ill heiður fyrir viðkomandi skáld og fyllt samlanda þess stolti. Íslendingar komnir yfir miðjan aldur minnast þess ef- laust flestir hve stoltir þeir voru af eina Nóbelsskáldinu sínu árið 1955. Þjóðir baða sig gjarna í frægð- arljóma afreksmanna sinna jafnt á þessu sviði sem öðrum. Því er þó öðruvísi farið um rithöf- unda en til að mynda íþróttastjörnur: um þá hefur gjarna gustað hressilega í heimalandi sínu, að minnsta kosti þar til Sænska akadem- ían hefur veitt þeim gæðastimpilinn, og nægir í því efni að benda á fárið sem geisaði kringum Halldór Laxness hérlendis og eimir jafnvel af enn þann dag í dag, tæplega hálfri öld eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Fróðlegt er að rifja stuttlega upp hvernig þessu var háttað um starfsbróður Halldórs, þýska sagnaskáldið Heinrich Böll, sem hlaut verðlaunin fyrir rétt- um 30 árum. Böll hóf höfundarferil sinn við lok seinni heimsstyrjaldarinnar 1945, tæplega þrítugur að aldri. Þýskaland var í rúst, borgir og bæir hrunin, atvinnulíf og efnahagur í kaldakoli. Tólf ára valdaskeið nasista sigldi ekki aðeins þjóðarskútunni í strand í efnalegu tilliti heldur rústaði einnig menningu þjóðarinnar og tungu. Þýskra rithöfunda og annarra hugsandi manna beið það erfiða hlutverk að leysa þjóð- ina – og þá ekki síst tungumálið – úr þessum viðjum. Nánast allt höfundarstarf Heinrichs Bölls mótaðist mjög af glímunni við drauga þessarar nöturlegu fortíðar enda fór því fjarri að þeir hefðu verið kveðnir niður þó vígvél nas- ista hefði verið moluð. Efnaleg viðreisn Þýskalands hófst þegar að stríði loknu og gekk býsna hratt fyrir sig. Í Vestur-Þýskalandi, sem varð til við samruna hernámssvæða vesturveldanna, tók hinn ný- stofnaði flokkur kaþólikka og hægrimanna (CDU/CSU) við stjórnartaumunum og hélt þeim, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, næstu tuttugu ár. Samfara stofnun þýsku ríkjanna tveggja 1949 hófst kalda stríðið svo- kallaða sem mótaði í miklum mæli þróun al- þjóðamála næstu fjörutíu ár. Heinrich Böll lýsti sjálfum sér einhverju sinni þannig að hann væri „ástríðufullur sam- tíðarmaður“ og munu það hafa verið orð að sönnu. Það kemur því ekki á óvart að nær allar sögur hans eiga sér rætur í hans eigin samtíð þar sem hann grípur upp hvert yrkisefnið af öðru: ömurleika stríðsins og fyrstu eftirstríðs- áranna; tvöfeldni margra samlanda hans gagn- vart nasískri fortíð sinni; hræsni kirkjunnar manna; stúdentaóeirðirnar 1968 og móðursýk- isleg viðbrögð stjórnvalda þegar fámennur hópur æskufólks greip til vopnaðs andófs í kjölfar þeirra. Þótt Böll tæki sjaldnast beinan þátt í stjórn- málum fór ekki milli mála að hann var ein- arður og róttækur húmanisti. Hann beitti orð- snilld sinni og stílgáfu til að koma gagnrýni sinni á stefnu og athafnir stjórnvalda á fram- færi. Og viðbrögð þeirra urðu oft harkaleg, ekki síst í hinum áhrifamiklu og útbreiddu blöðum blaðakóngsins Axels Springers þar sem æsifréttablaðið Bild-Zeitung fór fremst í flokki. Böll var stimplaður Sympathisant (meðreiðarsveinn) andófsaflanna og ausinn skömmum og fúkyrðum. Þegar honum voru veitt Nóbelsverðlaunin 1972 gat blaðið þess einungis í stuttri frétt. Stórblaðið Welt, sem líka var í eigu Axels Springers, birti hins vegar langa grein þar sem reynt var að færa að því rök að verðlaunin væru venjulega veitt með- alskussum í rithöfundastétt, þetta væru póli- tísk vinstrimannaverðlaun: hvort tveggja ætti við um Böll! Þrátt fyrir það reyndu stjórnvöld að baða sig í frægðarljóma verðlaunaþegans: Böll var gerður að einskonar menningarsendiherra Vestur-Þýskalands og ferðaðist út og suður um heiminn til að kynna menningu lands síns og taka á móti viðurkenningum. Þetta gekk þó ekki snurðulaust. 1974 var haldinn svokallaður „German Month“ í London. Þar sýndi vinur Bölls, skopteiknarinn Klaus Staeck, teikning- ar (m.a. af Franz Josef Strauss í líki slátrara) sem stjórnvöldum féllu ekki í geð og var teikn- arinn settur á svartan lista. Böll lýsti því yfir að við þessar kringumstæður væri hann ekki lengur reiðubúinn til að koma fram „sem fulltrúi þýskrar menningar erlendis“. Sama ár kom út eftir hann stutt skáldsaga sem olli miklu fjaðrafoki: Die verlorene Ehre der Katharina Blum (Ærumissir Katrínar Blum, þýðing lesin upp í útvarp 1976): ung stúlka verður ástfangin af ungum manni á kjötkveðjuhátíð og skýtur yfir hann skjólshúsi; hann er eftirlýstur af lögreglunni sem „hryðju- verkamaður“ og það verður til þess að Katrín, unga stúlkan, er hundelt af gulu pressunni og kölluð öllum illum nöfnum svo sem „brúður morðingjans“ ellegar „ástmey ræningjans“; á skömmum tíma er hún rúin æru og myrðir í ör- væntingu sinni aðgangsharðan blaðaljósmynd- ara. Ekki fer hjá því að lesandanum verði hugsað til Bölls sjálfs. Afstaða Bölls til kirkjunnar hlaut, framan af að minnsta kosti, að vera nokkuð tvíbent þar sem hann var kominn af kaþólskri fjölskyldu og sjálfur einlægur trúmaður. Að vísu lýsti hann vandamönnum sínum sem svo að þeir hefðu verið „andkirkjulegir kaþólikkar“ og víst er um það að hann snerist aldrei gegn trúnni heldur kirkjunni sem stofnun er fylgdi yfirvöldum gegnum þykkt og þunnt. Afstöðu hans til kirkjunnar er vel lýst í mörgum verka hans, ekki síst skáldsögunni Ansichten eines Clowns sem út kom 1963 (Trúðurinn, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2000). Þar segir frá trúðnum og trúleysingjanum Hans Schnier sem verður ástfanginn af kaþólskri stúlku, Maríu. Þau hefja óvígða sambúð. Kirkjufeð- urnir heimta hjónavígslu að kaþólskum hætti og þegar Hans þráast við „tæla“ þeir Maríu frá honum og „láta“ hana giftast öðrum manni, sér þóknanlegum. Hér er ekki pláss til að rekja frekar þráðinn í þessu snjalla skáldverki sem vakti mjög hörð viðbrögð kirkjunnar manna. Það var þó ekki fyrr en nokkuð löngu síðar að Böll sagði skilið við kaþólsku kirkjuna. Heinrich Böll samdi fjöldann allan af skáld- sögum, löngum og stuttum. Ekki síst var hann mikilvirkur smásagnahöfundur og sagði sjálf- ur að smásagan væri það skáldskaparform sem honum léti best. Heinrich Böll fæddist árið 1917 og hefði því orðið 85 ára á nýliðnu ári; hann lést árið 1985. NÓBELSSKÁLD Í NÆÐINGI E F T I R F R A N Z G Í S L A S O N Þrjátíu ár eru liðin frá því þýski rithöfundurinn Heinrich Böll hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Hér er sagt frá ferli hans en á opnunni er einnig birt smásaga eftir skáldið. Höfundur er þýðandi. Heinrich Böll legasti guðleysingi í höfuðborginni mundi ekki synja Staech um aðstoð. Staech er það sem stað- urinn ætti ekki að vera: háður ríkinu og erki- biskupsdæminu sem hann er í. Auðvitað eru rík- ið og erkibiskupsdæmið á sinn hátt einnig háð Staech en hver gæti nú skilgreint nákvæmlega í slíku tilfelli þrætubók mismunandi gagnkvæms ósjálfstæðis? Víst er: ábótinn innheimtir fé og ekki of naumt. Fyrir það vilja ríkið og erkibiskups- dæmið sjá eitthvað eða: þau vilja að eitthvað sé að sjá og heyra. Hvað gagnast ella svona feikileg vinna með sínum flóknu fjármálum (sem eru flóknari en hefð þeirra) ef, eins og gerðist einn þokugan haustdag í heimsókn drottningar einn- ar (ekki kaþólskrar), aðeins fimmtán munkar í sínum virðulegu kuflum voru viðstaddir og kór- söngurinn hljómaði, enda þótt allir „gæfu hressilega í“, vesældarlega; þessu sinni höfðu tveir mjög gamlir, rúmliggjandi munkar verið þvingaðir með ekki beinlínis vingjarnlegum orð- um til að taka þátt í kórsöngnum. Drottningin var mjög vonsvikin, mjög svo. Yfir smáhádeg- isverði í hótelinu á eftir var hún næstum súr á svip líkt og búðarstúlka sem hefur verið svikin um dans. Staech hefur tákngildi hvað sem öðru líður. Heima fyrir hafði drottningin látið upp- fræða sig ítarlega um sögu, hefð og hlutverk Staech. Óhjákvæmilega barst fréttin um ófullnægj- andi mönnun kórsins þjóðhöfðingjanum til eyrna. Hann – þjóðhöfðinginn – varð bálreiður, beindi gremju sinni áfram til erkibiskupsins, sá upplýsti foringja reglunnar í Róm um atvikið í handskrifuðu bréfi sem hófst á orðunum „Scandalum fuisse “; foringinn spurðist fyrir í Staech, krafðist nafnalista yfir við- og fjar- stadda þar sem gefnar skyldu í smáatriðum upplýsingar um tilgang ferða hinn fjarverandi munka. Rannsóknin tók auðvitað drjúgan tíma og þrátt fyrir nokkrar þungvægar textabreytingar varð niðurstaðan fátækleg: aðeins væri hægt að finna fullnægjandi fjarvistarsönnun fyrir sextán hinna fjarstöddu munka: átta höfðu helgað sig fyllilega ógrunsamlegri iðju: þeir höfðu tekið nunnur í andlega þjálfun; átta voru á fyrirlestra- ferðum í þágu kristilegrar uppfræðslu, sumpart með, sumpart án litskyggna. Fimm yngri munk- ar höfðu farið á bókmenntaþing („Við verðum að leita tengsla við framfaraöfl föðurlands okkar“) en þema þess varð til þess að þjóðhöfðinginn og biskupinn hleyptu brúnum: „Umfjöllun fullnæg- ingarinnar í nýlegum þýskum bókmenntum.“ Seinna kom í ljós að fjórum af ungu munkunum hafði leiðst þemað og höfðu lengstaf eytt tím- anum í bíó og það reyndar í reykingasalnum. Fjarvistarsannanir voru óljósar fyrir þá ellefu munka sem eftir voru. Tveir höfðu að sögn farið til klausturs nokkurs sem vinatengsl voru við til þess að líta í nokkur bindi af Acta Sanctorum sem stolið hafði verið í óreiðu styrjaldarinnar úr bókasafninu í Staech; þessir tveir höfðu aldrei mætt í vinaklaustrinu og harðneituðu að segja hvar þeir hefðu verið í raun (óupplýst til þessa dags!) Einn munkur hafði farið til Hollands í til- teknum erindisgerðum en án ákvörðunarstaðar; erindið: rannsókn á breytingum á kaþólskri trú í Hollandi. Þessi erindrekstur var af biskupi túlk- aður sem „býsna óljós“. Yfirlýstur tilgangur ferðalags fjögurra munka í viðbót var: rannsókn á barokki í Bæjaralandi og Austurríki: þeir gátu hafa flækst um einhversstaðar milli Würzburg og ungversku landamæranna en komu til baka með býsna góðan feng af litmyndum. Einn munkur hafði farið til háskólabæjar í Norður- þýskalandi, að sögn til þess að leggja lið nafnkunnum eðlisfræðingi sem óskaði þess að skipta um trúfélag; í raun hafði hann, eins og seinna kom í ljós (eðlisfræðingurinn gaf sjálfur þjóðhöfðingjanum þessar upplýsingar í ein- hverri móttöku!), reynt að koma í veg fyrir trú- skiptin. Nú, það urðu leiðindi. Ekki var hægt að setja ábótann af, einungis fella hann í kosningum og það neituðu munkarnir að gera. Þeim þótti vænt um ábótann sinn. Ábótanum tókst að slá á ferða- gleðina um stund. Í næstu opinberu heimsókn kom forseti frá Afríku sem reyndist vel að sér enda alinn upp af Benediktsmunkum; það voru þrjátíuogtveir munkar viðstaddir en í Staech- kórnum megna jafnvel þrjátíuogtveir munkar ekki að láta líta svo út að hann sé ofmannaður. Þeir virka eins og um það bil hundraðogfimmtíu biskupar mundu virka í Péturskirkjunni: nánast eins og hópur roskinna kórdrengja á skoðunar- ferð. Þjóðhöfðinginn, undrandi á þekkingu hins afríska gests á munkareglunni, viðraði gremju sína við siðameistara og bar fram þá spurningu hvort Staech stæði enn í stykkinu. Gert var munnlegt samkomulag milli embættismanna siðameistara og preláta biskupsstólsins. Þema viðræðnanna var haldið leyndu en ýmislegt síað- ist óhjákvæmilega út: eftir að slegið var á ferða- gleðina í Staech hafði borið nokkuð á stelsýki og strípihneigð. Þurft hafði að leggja ellefu unga munka inn á geðdeild. Beiðni ábótans um að mikilvægar opinberar heimsóknir yrðu til- kynntar með löngum fyrirvara, til að hann gæti miðað ferðalögin við þær, var hafnað. Honum var sagt stutt og laggott að Staech yrði alltaf að vera „til reiðu“ þar eð gestir sem fýsti í skoð- unarferð, til að mynda blaðamenn frá Austur- blokkinni, kæmu oft með stuttum fyrirvara. Það sem kalla mætti „Staech-kreppuna“ hafði staðið í um það bil ár þegar þjóðhöfðinginn og biskupinn komu skyndilega einn svalan en sól- ríkan vordag í heimsókn án þess að gera boð á undan sér. Aldrei hefur komist upp hvernig þessum tveim gömlu strákum tókst að sammæl- ast svona á laun. Vel upplýstir heimildarmenn gera ráð fyrir að það hafi gerst meðan hinn há- tíðlegi upplestur umsóknarinnar um að nunnan Huberta Dörfler yrði tekin í dýrlingatölu stóð yfir; þeir tveir höfðu sést hvíslast á. Báðir höfðu einfaldlega gefið þá skipun eftir morgunverð að „lagt yrði á“ Mercedes-600-reiðskjótana og ekið til Staech, þar höfðu þeir hist og gengið þegar í stað, án þess að heilsa ábótanum, til kirkju þar sem árdegisbænin var einmitt að hefjast. Fjór- tán munkar voru viðstaddir. Við snæðinginn á eftir (brauð, vín, ólívur) lést ábótinn ekki bara vera afslappaður, hann var það. Eftir að honum hefði tekist að ná næstum tilsettum styrk – fjörutíuogþrem munkum í kór- inn! – í heimsókn háttsetts gests frá Norður- löndum sagðist hann hafa orðið að opna „vent- ilinn“ á ný. Þeirri kaldhæðnislegu spurningu biskups hvað orðið ventill táknaði í sambandi við reglu munkanna svaraði ábótinn með hjart- næmu tilboði um að lesa upp sjúkraskýrslur geðdeildarinnar. Herramennirnir tveir, sem komið höfðu til að veita ábótanum ráðningu, hlutu ráðningu sjálfir. Ábótinn lýsti því yfir að persónulega stæði honum alveg á sama um op- inberar heimsóknir og að þeir stjórnmálamenn, þurfandi fyrir huggun og næði, sem af og til flýðu til Staech væru honum til ama. Hann lýsti sig reiðubúinn til að láta klausturskólanema og betlimunka taka þátt í kórbæninni sem kufl- klædda gesti þegar um mjög mikilvægar op- inberar heimsóknir væri að ræða. Flutningur hjálparliðsins og útvegun kuflanna væru mál háttvirts herra biskupsins ellegar hæstvirts herra forsetans. „Og ef þér,“ bætti hann við af meinfýsinni hreinskilni, „viljið grípa til leikara, gjörið þér svo vel! Ég get ekkert ábyrgst leng- ur.“ Við næstu opinberu heimsókn (kaþólskur ein- ræðisherra frá Suðvesturevrópu) voru taldir sjötíuogátta munkar í kórnum í Staech, flestir ungir. Í bílnum á leiðinni til baka til höfuðborg- arinnar sagði einræðisherrann við fylgdarmann sinn: „Þessir Þjóðverjar! Þá slær enginn út! Jafnvel í nýliðun ungra meinlætamunka verður þeim ekki slegið við.“ Hann hafði ekki furðað á því að flestir munkarnir höfðu horft á hann fúlir á svip, nokkrir höfðu meira að segja möglað: hann var vanur möglandi munkum. Hann frétti aldrei það sem heldur var aldrei staðfest í höfuðborginni: að sextíu af hinum ungu munkum voru stúdentar sem í höfuðborg- inni höfðu mótmælt heimsókn einræðisherrans og verið teknir fastir; þeim hafði verið lofað að þeim yrði sleppt; þeir höfðu verið taldir á gegn fjörutíu marka greiðslu (fyrst höfðu þeir krafist sjötíu en látið prútta sér niður í fjörutíu) að láta klippa af sér hárið. Í höfuðborginni segja menn að siðameistar- inn og lögreglustjórinn hafi gert með sér munn- legt samkomulag: að handtaka í auknum mæli stúdenta sem mótmæla við opinberar heim- sóknir og láta þá lausa í auknum mæli. Þar eð samhengi er á milli opinberra heimsókna og mótmælagangna eins og milli opinberra heim- sókna og skoðunarferða til Staech telja menn að Staech-vandamálið hafi verið leyst. Taldir voru áttatíuogtveir munkar við heimsókn stjórn- málamanns nokkurs frá Austurasíu, sem svo sýndi svo mikið áhugaleysi fyrir munkunum að jaðraði við ókurteisi. Núorðið kváðu vera til ungmenni á mótþróaskeiði sem láta upplýsa sig betur um tímasetningar væntanlegra opinberra heimsókna en ábótanum hefur tekist fram að þessu og mótmæla síðan, að því er athugulir menn meina, einum of áberandi, fjárfesta af og til í tómötum og eggjum til þess að vera teknir fastir, látnir lausir á ný, fá ókeypis hárskurð og innheimta í viðbót fjörutíu mörk og ríkulegan morgunverð í Staech sem samkvæmt eindreg- inni ósk ábótans er á kostnað biskupsdæmisins – ekki ríkissjóðs. Tónlistarlegir erfiðleikar hafa til þessa hvorki komið í ljós hjá mótþróaungmennum né stúd- entum. Hið gregoríska virðist henta þeim vel. Erfiðleikar komu einungis upp milli hinna mis- munandi mótmælendahópa þar sem sumir skömmuðu aðra fyrir að vera „falir neyslu-tæki- færissinnar“ en aðrir skömmuðu suma fyrir að vera „óhlutlægir grillufangarar“. Ábótinn í Staech kemst vel af við báða hópana, nokkrir ungir menn – til þessa ku þeir vera sjö – hafa þegar hafið nám sem nýmunkar og enginn hefur til þessa tekið eftir því að þeir kyrja af og til nafnið Hó Sí Mín undir hinum gregoríska takti, ekki einu sinni amerískur stjórnmálamaður sem nýlega skipti um trú og, þreyttur orðinn á NATÓ-hjalinu, dvaldi lengur í Staech en siða- reglur kváðu á um. Í kveðjuyfirlýsingu sinni lét hann á sér skilja að heimsókn hans til Staech hefði bætt mikilvægu litbrigði í þá mynd sem hann gerði sér af Þýskalandi. Þýðing: Franz Gíslason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.