Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003 15
skáldið Peter Poulsen, þýðanda Fernandos
Pessoa, sem þangað leitar reglulega og sökkt
hefur sér niður í tungumálið og menningu þjóð-
arinnar.
Eðlilega lá leið okkar Tryggva Ólafssonar
fljótlega á safn eldri lista, O Museu Nacional de
Arte Antiga, ekki síst fyrir þá sök að þar er að
finna eitt frægasta verk Hieronimusar Bosch,
þrískiptu altaristöfluna, Freisting heilags Ant-
oníusar, sem ein sér væri tilefni heimsóknar til
Lissabon að áliti fyrrnefnds Peters Poulsens,
og næsta auðvelt að samsinna. Annars getur
þar að líta evrópska og portúgalska list og list-
iðnað frá fjórtándu fram til tuttugustu aldar,
mjög fjölþætt og áhugavert samsafn, einkum
hvað samanburðarfræði snertir. Þarna eru
frægar myndir eftir Dürer, Velasques, van
Dyck, Lucas Cranach, Pieter Brueghel, Pieter
de Hooch og Hans Memling svo einhverjir séu
nefndir, að maður nefni ekki Piero della Franc-
esca, en stórt málverk af heilögum Ágústi mun
eitt fárra sem til eru eftir meistarann, utan
freskómyndarinnar óviðjafnlegu í Arezzo í ná-
grenni Flórenz.
Hið splunkunýja og mikla hönnunarsafn í
Belém stingur mjög í stúf við eldri byggingar í
nágrenninu, ekta nútímagímald í þunglama-
legri ópersónulegri módernískri útfærslu, þótt
ekki skorti flottheitin. Yfirlitið á nútímahönnun
mjög skilvirkt en um sumt fullkeimlíkt því sem
getur að líta alls staðar í Evrópu, þó gott og
upplýsandi sýnishorn fyrir innlenda. Norrænni
hönnun gerð mjög góð skil, en hér saknaði ég
Íslendinga sem enn eru eðli málsins samkvæmt
einungis viðhengi straumanna. Bókaverslunin
yfirgripsmikil og mjög áhugaverð.
Er ég var á leið þaðan um garðinn meðfram
strandlengunni, framhjá Belém-turni og stytt-
unni af Vasco da Gama, sá ég álengdar á götu-
slóðanum undarlegt og druslulegt fyrirbæri og
gekk hratt saman. Um að ræða miðaldra úti-
gangsmann sem misst hafði bæði hægri fót og
hönd, en hoppaði á vinstri löpp, eina skólengd í
senn. Hafði engan stuðning, hvorki af hækju né
staf, fór því löturhægt en áfram komst hann
samt, og þóttu mér þetta mikil býsn enda aldrei
rekist á slíkt áður. Því miður hafði stafræna
kortið í myndavélinni fyllst í garðinum og ekk-
ert til vara, svo ekki gat ég náð mynd af fyr-
irbærinu, en þessari óvæntu sjón á ég ekki eftir
að gleyma. Þá ég gekk framhjá manninum leit
hann á mig, sveiflaði heila handleggnum og
muldraði eitthvað grettinn á svip, en ég lét sem
ég sæi það ekki og hélt áfram án þess að líta um
öxl. Kannski var hann að betla, slíkir mjög
áberandi í borginni og helst miðju Baixa, urð-
um vel varir við þá, einkum er við sátum á
Figueira-torgi. Tryggvi var mjög hissa á þessu
meður því að í Madrid, þar sem hann dvaldi um
síðustu jól og áramót, hefur þeim stórlega
fækkað frá því sem hann reyndi í fyrri heim-
sóknum.
Lítil bækluð hnáta, sem var á vakki á torginu
og kom til okkar með hreistur eftir endilöngum
útréttum framhandleggnum, sennilega vegna
bruna, átti alla samúð okkar. Ljóst er að heil-
brigiskerfinu hlýtur að vera stórlega ábótavant
í landinu því víðast væri þetta útilokað norðar í
Evrópu, og trúlega mögulegt að græða á
stúlkubarnið nýtt skinn og færa önnur líkams-
lýti til betra horfs. Annað mál, að börn með slík
lýti eru oftar en ekki gerð út af fullorðnum og
þau ýkt, en þótt maður renni grun í það getur
verið fjarska erfitt að halda utan um klinkið er
þau koma með biðjandi blik í auga og lítinn
framréttan lófa.
Á dagskrá var dagsferð til Sintra, undurfag-
urs og sögufrægs þorps uppi í fjöllunum þrjátíu
kílómetra frá Lissabon, en þangað héldu kóng-
arnir fyrrum úr hitamollu borgarinnar á sumr-
in. Þótt íbúarnir séu einungis tuttugu þúsund
er hér um einstæða vin að ræða, hið stóra lunga
höfuðborgarinnar, með mikla sögu örlagaríkra
ákvarðana er teknar voru og sköruðu framtíð
þjóðarinnar til riss og falls. Átti sér stað í hinni
einstæðu byggingu Pavo Real eða Palàcio Naz-
ional, Þjóðarhöllinni, eins konar Alhambra
Portúgals, sem gnæfir hátt uppi, með tvo sér-
stæða drifhvíta keilulaga reykháfa sem ber við
þakskeggin og teygja sig eins og guðleg tákn
upp í himinblámann. Rómverjar voru heillaðir
af fegurð Estremadura-héraðisns og stofnuðu
þar borgarkjarna sem þeir nefndu Cintra, fjöll-
in í kring, Mons luna, Mánafjöll. Á sjöundu öld
komu Márarnir og skreyttu borgina með höll-
um og brunnum, rústa virkis þeirra sér enn
stað og ber við brúnir Sintrafjallanna ofar
þorpinu. Seinna reistu ríkir menn sér villur,
skáld og andans stórmenni dvöldu þar, Byron
lávarður tyllti þar tá og féll gjörsamlega fyrir
staðnum, hyllti hann í skáldskap sínum sem há-
fleygan Edens rann. Jóhannes mikli, Joao I, lét
reisa viðbót við grunnbyggingu Máranna í upp-
hafi 15. aldar, meðal annars sal í stíl Mára með
gosbrunni úr marmara í honum miðjum. Í hinni
miklu og undursamlegu höll getur að líta mesta
úrval Azulejos-flísaskreytis í Portúgal.
Hinum megin í þorpinu rís svo önnur for-
vitnileg bygging í nýklassískum stíl vígð í júlí
1924, hönnuð af arkitektinum Notra Junior.
Um er að ræða alþjóðlegt hús yfir þarfir heims-
borgara, þar á meðal fjárhættuspil. Sögu þess
þekki ég ekki en nú hefur það verið gert upp og
hýsir helsta samtímalistasafn Portúgals;
Sintra museum of Modern Art – The Berardo
Collection. Þar getur að líta fulltrúa helstu stíl-
bragða og strauma fram á daginn í dag, sem
sagt núlistasafn út í fingurgóma. Í þessu flotta
ríkmannlega safni voru þó örfáir gestir meðan
við stóðum við, en þeir sem skoðuðu af hvað
mestri athygli og rökræddu í ákafa það sem
fyrir augu bar voru þrjár aldnar konur, og segi
svo einhver að núlistir séu bara fyrir unga fólk-
ið!
Það sem vakti óskipta athygli okkar á aðal-
götunni voru nokkur yfirgefin hús, sannkölluð
draugahús. Um að ræða villur sem áður voru
leigðar út, en þegar stjórnmálamenn komust
með puttana í málin og frystu húsaleiguna var
grundvellinum kippt undan starfseminni. Eng-
inn peningur til endurnýjunar og eigendurnir
stórum frekar að borga með útleigu en hagn-
ast. Hörmuleg þróun í ljósi þess hve um fínan
og merkilegan arkitektúr er að ræða, þjóðar-
gersemi. En hvað kemur það seinheppnum
stjórnmálamönnum og atkvæðaveiðurum við?
Á einum staðnum þar sem nokkur slík standa
hlið við hlið á að reisa félagsmiðstöð í skókassa-
stíl (!), kannski að nútíminn sé á leiðinni í þetta
sögufræga þorp, í þessu tilfelli sú hlið hans sem
nefna má andlega eyðimörk. Módernisminn og
síðari tíma útvötnun hans virðist hafa komið
seint til Portúgals, þannig ekki eins áberandi í
eldri hverfum og víðast annars staðar. Um leið
er eins og síðmódernisminn í sinni skýrustu
mynd falli mun betur að fortíðinni, í öllu falli ef
mið er tekið af byggingunni Torres de Amor-
eiras, Turni ástarinnar, í Lissabon, sem reist
var á árunum 1983–85 og hannað hefur Tomàs
Taveira.
– Við höfðum komið á þriðjudegi, og á laug-
ardegi fengum við góða heimsókn af ungum
hjónum, Augusto Neto og Gullu Rún Margeirs-
dóttur, sem höfðu ekið allar götur frá Figueira
de Foz í Norður-Portúgal til að hitta Tryggva
og spúsu hans. Ástæðan helst, að móðir Gullu
er æskuvinkona Gerðar og vinkona út yfir gröf
og dauða, að orða má. Þau snæddu með okkur
kvöldverð á heimssýningarsvæðinu og ekki
skorti umræðuefnið. Konan hafði nýlokið við að
þýða Engla alheimsins eftir Einar Má, og er ég
leitaði á hana um hvort það hefði ekki verið erf-
itt gaf hún lítið fyrir það, sagði hins vegar að
það hefði verið mjög gefandi. Í býtið daginn
eftir óku þau okkur svo til Cascais, sem mun
vestasti oddi meginlandsins. Einnig sumarað-
setur konunga og stórmenna vegna hins milda
loftslags líkt og í Sintra, að viðbættri annálaðri
baðströnd með einstaklega fínum sandi. Akst-
ursleiðin í björtu og fögru veðri mikil og fjöl-
þætt lifun. Í leiðinni ókum við framhjá brim-
brettaströnd þar sem fjöldi fáklædds fólks var
á vappi, allt á fullu þótt komið væri fram í
seinni hluta nóvember, hitinn fimm gráður yfir
meðallagi. Við snæddum hádegisverð í Cascais
og síðan var ekið að hinu alræmda klettarifi
sem ber nafnið „Munnur heljar“, þar sem út-
hafsaldan þvær hina skreipu og holu kletta-
veggi og hvítfyssandi bárufaldar ólga, toga og
soga. Allt þetta stórt og smátt mikið og
hremmilegt sjónarspil, úti fyrir hafið eins langt
og augað eygir.
Þarna hefur úthafsaldan hrifsað til sín marg-
an manninn sem hefur komið of nærri, eða ver-
ið að veiða á klettasyllum við sjávarmál, og
hver sá sem dettur í hafið feigur fyrir hina
miklu strauma og sogkraft.
Á bakaleiðinni var áð í Belém og þar á elsta
veitingastað í Lissabon, Antigua Casa dos
Pastëis de Belém, bragðað á nokkurs konar
mjúkdeigstertu sem hefur verið bökuð þar frá
því 1837 og fólk frá öllum hornum borgarinnar
sækir í, enda troðfullt í öllum sölum staðarins,
sem sumir eru miklir um sig.
Einstakur sunnudagur sem endaði á því að
við ferðalangarnir brugðum okkur inn á þjóð-
minja- og þjóðháttasafnið í nágrenninu, en ekki
til setunnar boðið hjá ungu hjónunum sem urðu
að hafa hraðan á og aka til síns heima …
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Munnur heljar í nágrenni Cascais.
Útsýni niður garð Eduordo VII, að styttu Pombals og Avenida da Liberdade, Breiðgötu frelsisins,
og áfram til miðborgarinnar, Baixa-hverfisins.
Inngangurinn inn í gamla spilavítið í Sintra, nú
helsta samtímalistasafn Portúgala.
MYNDLIST
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Gróf-
arhúsinu: Ljósmyndasýningin Reykja-
vík í hers höndum. Til 2.2.
Galleri@hlemmur.is: Viktoría Guðna-
dóttir. Til 5.1.
Gerðuberg: Myndskreytar sýna verk
úr nýjum barnabókum. Til 6.1.
Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs-
dóttir. Til 1.3.
Listasafn Borgarness: Sigurður Freyr
Guðbrandsson. Til 29.1.
Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er
lokað í desember og janúar.
Listasafn Íslands: Íslensk myndlist
1980–2000. Til 15.1.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Borg – innsetning Ingu Svölu Þórsdótt-
ur. Nútímalist frá arabaheiminum. Til
19.1.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað-
ir: Martin Bigun. Til 15.1. Miðrými:
Odd Nerdrum. Til 31.1.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And-
litsmyndir og afstraksjónir. Opið e.
samkomulagi út janúar. Til 30.3.
Mokkakaffi: Hildur Margrétardóttir.
Til 15.1.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Giovanni
Garcia-Fenech og JBK Ransu. Til 12.1.
Reykjavíkurakademían, Hringbraut
121: Ljósmyndasýning Ingólfs Júl-
íussonar. Til 31.1.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu:
Handritin. Landafundir. Skáld mánað-
arins: Einar Sigurðsson í Eydölum. Ís-
landsmynd í mótun – áfangar í korta-
gerð. Til 8.8.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Kaffi Reykjavík: Zoffer-Larrabee-dúó-
ið. Kl. 21.
Salurinn, Kópavogi: Egill Ólafsson og
hljómsveitin Le Grande Tangó, Edda
Erlendsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir,
Greta Guðnadóttir, Helga Þórarins-
dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og
Richard Korn. Stjórnandi franski band-
óneonleikarinn Olivier Manoury. Kl. 20.
Sunnudagur
Kópavogskirkja: Kvennakór Kópavogs
og Karlakór Kópavogs. Kl. 17.
Salurinn, Kópavogi: Margrét Árna-
dóttir selló og Lin Hong píanó. Kl. 20.
Kirkja Óháða safnaðarins: Sólrún
Bragadóttir og Peter Máté. Kl. 14.
Miðvikudagur
Háskólabíó: Vínartónleikar. Hljóm-
sveitarstjóri: Peter Guth. Garðar Thór
Cortes, einsöngvari Lucero Tena, ein-
leikari á kastanettur. Kl. 19.30.
Fimmtudagur
Háskólabíó: Vínartónleikar. Kl. 19.30.
Föstudagur
Háskólabíó: Vínartónleikar. Kl. 19.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Halti Billi, fös. Með
fullri reisn, lau. Jón Oddur og Jón
Bjarni, sun. Með fulla vasa af grjóti,
sun., fim. Karíus og Baktus, sun. Veisl-
an, fös.
Borgarleikhúsið: Sölumaður deyr, sun.
Kvetch, fim. Herpingur og Hinn full-
komni maður, fös. Rómeó og Júlía, fös.
Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga,
fös.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi:
Egg-leikhúsið sýnir Dýrlingagengið,
lau., sun.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í
tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Morgunblaðið/Jim Smart
Garðar Thór Cortes