Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Page 5
hugun reyndust þar átta hreindýrstarfar á beit, en hreindýr fara sjaldan vestur fyrir Kreppu. Höfðu þeir gætt sér á hvönnunum og sýnilega þótt topparnir bestir. Ekið var upp á Kreppu- hrygg. Lindakvísl rennur milli hans og Linda- hrauns og öðru hverju sló á hana sólarbirtu. Kreppa rennur hins vegar austan megin. Við skoðuðum útilegumannakofana. Er auðséð að ekki var tjaldað til einnar nætur. Það staðfesti líka hrúga af beinum, sem brotin voru til mergj- ar. Völundur gekk með okkur að blásnum hrossabeinum nokkru vestar í svörtu, nöktu hrauninu. Þau eru talin kveikjan að sögunni Heimþrá um hryssuna Stjörnu eftir Þorgils gjallanda, en þeir landleitarmenn fundu kofana í hraunjaðrinum og hrossabeinin. Síðan var ekið í Kverkfjöll. Lengstu ölduna, sem við ókum með, uppnefndum við „Lönguvitleysu“. Nú vorum við komin í sólskinið, sem við höfðum séð framund- an. Sigurðarskáli, sem er Völundarsmíð, stend- ur undir Virkisfelli. Við biðum ekki boðanna í bjartviðrinu og héldum á Virkisfellið. Þaðan var stórkostlegt útsýni norður Kverkfjallarana. Biskupsfellið var ögrandi austan megin og gengum við líka á það. Fannir voru milli fjallanna. Tvíhyrna, sem Pálmi Hannesson kall- aði Arnarfell, var mjög formfögur frá þessum sjónarhóli og í þessari birtu var eins og örn breiddi út vængi sína. Kverkjökull skein við sólu. Á bakaleiðinni námum við tvær staðar á Virk- isfellinu og biðum þess hugfangnar að þoku- slæða leystist af vestari fjöllunum. Tröllkerling ein barmmikil og lærastór horfði mót Kverkinni eins og við, en skínandi Dyngjujökullinn og Jök- ulsá voru vestan hennar (mynd 3). Við ætluðum samt ekki að verða að steini vegna kynngi öræf- anna eins og hún. Notalegt var að koma í hlýjan skálann og matast. Á morgun var hátíðisdagur. Þá átti að ganga á Kverkfjöll og skoða Hvera- dalinn, hæsta og eitt af mestu háhitasvæðum landsins, eitt af undrum veraldar. Gengið á Kverkfjöll Við byrjuðum daginn með að sjá hvar áin Volga rennur út úr íshellinum. Ekki þótti óhætt að fara inn í hellinn. Síðan héldum við í sólskin- inu upp á jökulinn, sem var greiðfær þetta sum- ar. Fórum síðan út á fönnina, sem í seinni tíð hefur verið kölluð Langafönn. Farið var að öllu með gát. Markmið fararstjóranna var að allir kæmust hressir upp. Sumir fóru í „taktinum sextíu“; sextíu skref, stoppað og andað djúpt. Þegar við komum hærra bar Snæfell við yfir jökultungu Brúarjökuls. Við komumst á hrygg- inn norðan við hvel Vatnajökuls, þar sem Jökla- rannsóknarfélagið reisti skála 1977. Hvera- svæðið og næsta umhverfi er síbreytilegt. Austan megin var aðeins stutt niður í ketilsigið, sem var fullt af ís og snjó og aðeins lítill pollur á snjóþekjunni, en lágir íshamrar að suðaustan. Lónið vestan megin var lagt sléttum ísflekum og glitti í grænt vatn milli þeirra og við hvera- röndina. Móbergshóll bræðir af sér austan lóns- ins. Sumir fóru niður í Hveradalinn, sem kraum- aði í, en aðrir gengu með brúnum. Hverdalurinn mun vera á misgengi, sem gengur undir Dyngjujökul. Á gervitunglamyndum má greina á þessu svæði tvær sporöskjulaga öskjur um 8 km á lengd en 5 km á breidd. Sólin hélt áfram að gæla við okkur og líka við snjóinn og sukkum við í þegar við héldum yfir fönnina í átt að Kverk- inni. Á hamrafluginu blasti við stórkostleg sýn hátt yfir skriðjöklinum. Á leiðinni niður hvíld- umst við á skeri þar sem sá yfir jökultunguna, Kverkfjallarana, Upptyppinga og Herðubreið (mynd 4). Við fórum aftur út á jökulinn. En ævintýrið var ekki úti. Allt í einu komum við að miklum svelg í jöklinum, gæti hann hafa verið 5–6 m í þvermál. Bönd voru sett á þá, sem voru svo djarfir að fara fram á brún. En ekkert sást nema ísveggurinn, sem smálænur runnu niður eftir, og gínandi botnlaust gap. Einhver var að hita upp í neðra. Gæti þetta verið gapið, sem Ómar Ragnarsson horfði upp um er hann skreið manna lengst inn í íshellinn? Eftir kvöld- verð fórum við út til að njóta öræfakyrrðarinn- ar. Þá var kvöldroði yfir fjallahringnum; Trölla- dyngju, Dyngjufjöllum, Herðubreið og Upptyppingum. Á Brúaröræfum Næsta dag lituðumst við aftur um í Hvanna- lindum, en nú við Lindakeili, sem sumir gengu á. Líka var áð í Kreppuhrauni og við Kreppubrú. Nú var bjart yfir fjalladrottningunni Á leiðinni sáum við fjallabílinn, sem við höfðum haft sam- flot með, stefna til byggða handan Jökulsár. Við beygðum hins vegar til suðurs í átt til Brúar- dala. Stefnan var tekin á Fagradal í 600 m hæð. Lýsing Pálma Hannessonar á dalnum í „Frá óbyggðum“ hafði heillað mig, en hann lýsir því fjálglega, er þeir félagar riðu eftir vikurmelum í átt til Fagradals sumarið 1933. Við horfðum yfir grösugan dalinn. Herðubreið ber við sjóndeild- arhringinn handan dalsins og Jökulsár, en Fagradalsfjall liggur að dalnum að suðvestan. Við gengum niður í dalinn sunnan við gil eitt þar sem lesa má jarðlagaskipan. Þegar Pálmi dvaldi þarna mældi hann 50 cm vatnshæðarmun í Kreppu frá morgni til kvölds, en Kreppa rennur vestan dalinn norðanvert. Grágæsadal, suðaustan undir Fagradalsfjalli, gerðum við betri skil. Við borðuðum nestið okk- ar í skjóli við skálann og gengum svo kringum vatnið, sem ýmist er kallað Grágæsavatn eða Kreppulón, sem er ekki réttnefni í dag. Kverká rennur til norðvesturs sunnan við mynni dalsins á leið sinni í Kreppu og flæðir stundum upp í vatnið. Óðum við þar ána, sem fellur úr vatninu. Austan megin í dalnum er dálítið gil, sem sum- um fannst spennandi að klifra í. Framundan því var eyri með eyrarrósabreiðu. Engar sáum við gæsirnar. Í burtu var ekið eftir melöldum og hryggjum vestan Hvannstóðsfjalla til Laugar- valla. Gott tjaldstæði er í gamla túninu uppi á flötum hjalla. Á Laugarvöllum var búið frá 1900–1906, heiðarbýli með harmsögu sína. Gljúfrin miklu Að morgni skyldi gengið í Hafrahvamma við Jökulsá í Dal. Dagurinn var sá hlýjasti í ferðinni og mældi forsjál kona 30° hita í skugganum. Við stefndum í suður milli Lambafells og Meljarða- fjalls. Eftir um 5 km göngu opnaðist jörðin fyrir fótum okkar. Feiknalegt gljúfur Jöklu með þverhníptum klettaveggjum þar sem lesa má jarðsöguna. Hér eru Dimmugljúfur. Um 150 m neðar sér á kolgráa Jöklu. Einn ferðafélaga okk- ar sat lengi á bjargbrúninni og breiddi út faðm- inn bergnuminn. (mynd 5) Þig getur ekkert afl í heimi bundið og enginn brýtur gígjustrenginn þinn. Og hvenær verður meira og fegra fundið en finna að ekkert bugar kraftinn sinn? Þú hlærð svo frjáls að hlekkjum þúsund ára því hjá þér vaggar frjáls hin minnsta bára kvað Friðrik Hansen kennari (1891–1952) um Jökulsá (sjá Gletting 12. árg. bls. 19). Við geng- um norður með Jöklu í átt að Hafrahvömmum. Við Magnahelli skrifuðum við nöfn okkar í gestabók, sem kannski hefur ekki verið rétt- mætt nema sem staðfesting á komu okkar að Gljúfrunum miklu. Ekki skreið ég inn í hellinn. Móleitar móbergsstrýtur og hamrar móta landslagið, sem lækkar þarna og er mildara en sunnar. Hvíldumst við vel og nærðumst, flat- möguðum eða reikuðum um og undruðumst hamravegg Geigsbjargs og kólgustrauma Jöklu. Í brekkunni brosti bláin við okkur í breiðu af ljónslappa. Á bakaleiðinni var dapur- legt að sjá gróðurtorfurnar þar sem áður var Brúarskógur. Þegar komið var á Laugarvelli var gott að baða sig í volgum læknum. Við þurft- um hins vegar að leggja okkur að klettaveggn- um og standa með fæturna í kaldri ánni. Nú hef- ur mannshöndin tekið í taumana og fín sturta fellur fram af klettabríkinni og það áður en læk- urinn rennur í ána. Næsta morgun, tólfta ágúst, var ferðinni heit- ið að Snæfelli. Leiðin lá upp á Háls og síðan nið- ur í Laugarvalladal og upp í Múla. Heldur sótt- ist ferðin seint og fórum við því úr bílnum og gengum. Þá lærði ég að meta gamalkunnan ljónslappann, sem óx í stórum brúskum milli rofabarða. Það getur komið sér vel að vera óæt- ur. Laugarvalla- og Reykjará, eins og hún heitir eftir að Fiskidalsá rennur í hana, liðaðist fag- urlega um grænar grundir. Snæfell Við Brú var haldið inn Hrafnkelsdal. Við ók- um inn þennan gróskumikla kjarrivaxna dal. Við fórum úr bílnum smástund áður en við lögð- um á Ytra-Kálfafell. Grænn varstu dalur. Belg- ísku hjónin, sem með okkur voru, tíndu sveppi, sem þau steiktu um kvöldið í Snæfellsskála. Þau hlytu að vera orðin matarlítil vesalingarnir! Næsta morgun var haldið á Snæfell hefðbundna leið. Fórum skriður, fannir og yfir smájökul. Þegar við áttum eftir smáspöl á tindinn komum við upp í hraglanda. Blessuðum hollensku stúlk- unum tveimur, ferðafélögum okkar, fannst við skrýtin að halda áfram, en þær eru heldur ekki aldar upp við „Sjáið tindinn! Þarna fór ég“. Þeg- ar við töldum okkur vera á tindinum í 1.833 m hæð höfðum við ekkert að mynda nema hvert annað. Stutt reyndist í uppstyttu á leiðinni niður og gekk ferðin vel. Ekki var veðrið neitt sam- bærilegt við það, sem Sveinn Pálsson hreppti á Snæfelli 3. sept. 1794. Veðurofsinn reif upp freð- inn skara og svipti nýrri baðmullarnátthúfu af Sveini! Urðu þeir félagar að grafa sér holu til skjóls og komust ekki á tindinn. Þeirra beið heldur ekki vist í hlýjum skála eins og okkar. Sveinn lætur samt ekki hjá líða að mæra útsýn- ið, sem hann sagði ákaflega fagurt. Næsta dag ók bíllinn okkur yfir kvíslar Grjótár. Við ætl- uðum að ganga kringum Snæfell, hæsta stak- stæða fjall landins, sem nú í seinni tíð er orðið ennþá meira spennandi vegna þess að jarðvís- indamenn efast um að það sé kulnað. Fyrsti án- ingarstaður okkar var gegnt Sandvatni í Vatns- dal. Gangan var þægileg, en því miður teygði Austfjarðaþokan sig yfir til okkar þegar á leið og þá sáum við aðeins tárvot strá við fætur okk- ar. Sunnan Snæfells gengum við upp úr þokunni í Þjófadölum með sínum dýjamosabreiðum. Sumarið 1980 gengum við í góðu skyggni á syðsta Þjófahnjúkinn. Þá skinu Eyjabakkajök- ull og Brúarjökull við okkur. Draumur sem rættist Einn ferðafélaganna sagði að sig hefði lengi dreymt um að ganga niður í Fljótsdal. Hug- myndinni var tekið fagnandi. Við vöknuðum í glaða sólskini og lögðum af stað með bílnum. Ási ók okkur út á mel milli Nálhúsahnjúka og Sauðafells. Við gengum um græna bala Sauða- draga og stikluðum kvíslina, sem fellur í Laug- ará. „Hér andar guðs blær og hér er ég svo frjáls.“ Mikið var gott að hafa mólendið undir fæti. Héldum við út á Sauðafellsflóa með fífu- tjörnum suðvestan við Laugarfell (mynd 6). Við litum öðru hvoru til baka. Skýjaslæða á Snæfelli hvarf fyrir geislum sólar. Völundur bauð okkur að fara upp í hlíðar Laugarfells, við gætum jafnvel séð hreindýr. Ég tók þessu boði. Af Laugarfelli sáum við Stafa- fellsfjöll, inn á Vatnajökul, yfir Eyjabakka, Jök- ulsá í Fljótsdal og úða frá fossum hennar. Er við komum lengra sáum við hjörð hreindýra á beit við fjallsræturnar. Á mynd, sem ég tók, taldi ég 105 dýr. Því miður kom styggð að dýrunum áður en ég næði nærmynd. Ég sneri mér við, er ég var komin af fellinu. Dýrin fetuðu sig eftir hæð- ardragi og bar við hvítan jökulinn. Við áttum stefnumót við félaga okkar við Laugarkofa. Þeir höfðu áður dáðst að Slæðu- fossi í Laugará og voru nú í heitu fótabaði. Gamli gangnakofinn stóð uppi þótt hrörlegur væri. Mér sýnist að við höfum haldið sömu leið og Þorvaldur Thoroddsen forðum eftir brúnum Norðurdals niður í Fljótsdal. Stikluðum smá- læki og nutum veðurblíðunnar og náttúrunnar. Við sáum neðstu fossa Jökulsár í Fljótsdal, en flestir þeirra njóta sín þó betur austan megin. Töldu félagar mínir mig í lífshættu þegar ég fór niður bratta gróna brekku að mynda Ytri-Gjög- urfossa. Þetta var áður en ég eignaðist hana Skriðubjörgu, stafinn minn góða. Myndaæðið hleypur stundum með mann í gönur. Einir 15 fossar, 3–30 m háir, eru í ánni frá Eyjabökkum niður að Kleif. Við hvíldum okkur í graslendinu áður en við héldum niður í Kleifarskóg og horfð- um upp dalinn. Í geislum síðdegissólar sáum við Jökulsá eins og silfurstreng með sínum mörgu fögru fossum. Að baki bar Snæfell við himin. Við vildum halda sem lengst í þessa sýn. Á Kleif var fólk að heyja. Það stóð á endum að bíllinn renndi í hlað þeg- ar okkur bar að. Við höfðum gengið um 23 km meðan þau hin höfðu setið í bílnum 180 km. Við tjölduðum í Atlavík og Völundur hvarf til síns heima. Nokkur okkar, sem vorum í gönguferð- inni, héldum upp á daginn með því að borða saman. Ferðafélagi, sem var kokkur, tók að sér eldamennskuna. Niðursuðuvörur; pylsur, fisk- bollur, saxbauti og nautakjöt, – allt var sett í einn pott. Maturinn rann ljúflega niður. Þessi dýrðardagur yrði lengi í minnum hafður. Nú var aðeins heimferðin eftir með ferð yfir Öxi og næt- urdvöl í Skaftafelli. Að morgni kom Völundur og kvaddi okkur og við þökkuðum fyrir yndisdaga í óbyggðum. Við horfðum til Snæfells: „Sjáið tindinn! Þarna fór ég.“ Höfundur er læknir og náttúruunnandi. Mynd 4. Horft yfir Kverkjökul.Mynd 3. Á Virkisfelli. Mynd 6. Horft yfir Sauðafellsflóa. Snæfell í baksýn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.