Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003 R itstörf og svaðilfarir. Þetta virkar dálítið mótsagnakennt, ævintýramaður sem situr all- an liðlangan daginn við skriftir. Mér er næst að halda að svo ólík eigindi sé sjaldan að finna í sama manni. Ég verð dauðleiður á því að sitja við skrif- borð og semja sögur. Ég hef gaman af skáldskapnum sem slíkum en leiðist púltið. Ég nýt þess að komast út úr vinnuberberg- inu og fara á flakk í marga mánuði. Þú gerir skýran greinarmun á túrisma og svaðilförum. Hvað skilur þar á milli? Ferðalög eru áskorun sem ferðalangurinn tekur einsamall og ratar oft í mannraunir. Venjulega er bara gaman að þeim eftir á. Túrismi kvað snúast um að lyfta sér upp. Rithöfundurinn Bill Bryson hefur það í flimtingum að þú lendir alltaf í hrókasam- ræðum við furðulegt og skemmtilegt fólk hvert sem þú ferð. Hvernig ferðu eiginlega að þessu? Ferðasögur, sé eitthvert púður í þeim, eru því háðar að ferðalangurinn hitti ókunnuga. Þegar ég ferðast er ég einn á ferð svo að ég geti talað við mér framandi menn. Ég hef verið hundheppinn að hitta allt þetta fólk. Lendirðu aldrei í því að fólkið sem þú hittir á þessum ferðum setjist upp hjá þér í þrjá mánuði og tæmi ísskápinn hjá þér? Sú manngerð sem ég hitti hefur ekki hug- mynd um hver ég er, eða hvar ég bý eða af hverju ég er að spyrja þessara asnalegu spurninga. Hvaða þjóð heldurðu minnst upp á? Ég dreg þjóðir ekki svona í dilka. Ég er forvitinn og langar að skoða alla staði og líð- ur best þegar ég er sem lengst í burtu, í undarlegasta landinu þar sem áhrifa um- heimsins gætir síst. Timeo Danaos … Þú barst Grikkjum ekki vel söguna í bók- inni The Pillars of Hercules. Mér er sagt að lýsingin á Sýrlandi og Ísr- ael hafi verið miklu verri! Þú virðist ekki ýkja hrifinn af Frans- mönnum. Nei. Ég læt heillast af Frökkum en er alltaf að stríða þeim. Þar sem ég er sjálfur af frönsku bergi brotinn finnst mér ég hafa leyfi til þess arna. Óðir hundar og Englendingar Hvað kom til að þú fluttist frá Bretlandi? Ég er lítt hrifin af borgarlífi. Ég bjó þar miklu lengur en ég hafði ætlað því að ég vildi ekki rífa fjölskylduna frá heimahög- unum. Þeim fannst gott að búa þarna. Að lokum var fjölskyldan þar áfram en ég reif sjálfan mig upp með rótum. Ég bý hálft árið á Hawaii og síðan á Cape Cod en þangað liggur löng brú frá Massachusetts. Þú bjóst svo lengi á Bretlandi. Hvernig ferðu að því að blanda saman þessum ólíku tungumálum, amerískri og breskri ensku? Ég reyni að vera ekki of upptekinn af því hvernig ég skrifa svo að aðrir verða að svara þessu. Miðað við rithöfunda eins og, ja segjum Anthony Burgess og Frederic Raphael, virðist prósinn hjá þér miklu enskari. Þú skrifar tærari ensku ef svo mætti að orði komast. Allir rithöfundar eru ólíkir og skrifa á ólíkum forsendum. Burgess var altekinn af tungumálinu – sjáðu bara Enderbybækurn- ar eða Nothing Like the Sun. Raphael finnst mér merkilegur því að hann er hálfur Ameríkani en hefur búið alla sína hundstíð á Bretlandi (og er mjög ritglaður). Ég sleit barnsskónum í Bandaríkjunum, kem úr stórum systkinahópi (við vorum sjö), flutti úr landi og bjó í Afríku og Suðaustur-Asíu og Bretlandi í aldarfjórðung og líf mitt hef- ur verið ólíkt lífi annarra. Þetta hefur mark- að mig sem rithöfund. Rappað um heima og geima Hvað finnst þér um yngri rithöfunda á Bretlandi? Sumir nota bandaríska frasa og orðatiltæki. Marcel sonur minn hefur samið tvær skáldsögur sem hælt hefur verið í hástert. Hann býr í Lundúnum. Ég er yfir mig hrif- inn af bókunum eftir hann en burtséð frá þeim hef ég ekki lesið neitt eftir höfundana sem þú minnist á. Ég ætti hins vegar að taka fram að Bandaríkin hafa gríðarleg áhrif á heimsmenninguna. Börn í Afríku temja sér amerískt slangur sem þau læra af rapplögum. Fjarri fósturjarðar ströndum Af hverju halda svona margir amerískir rithöfundar í sjálfskipaða útlegð? Finnst þér að sumir starfsbræðra þinna hafi staðnað við að sitja í búi sínu? Á MANN- ÆTU- SLÓÐUM Ég held að færri Ameríkumenn hafi flutt af landi brott en gengur og gerist hjá öðrum þjóðum. Sjáðu Bretana, Írana, o.s.frv. Ég hef áhuga á rithöfundum sem halda kyrru fyrir á æskustöðvunum og lýsa þeim af ástríðu. Borges gerði það. William Faulkner líka og Thomas Hardy. Ég hef ekki gert það. Í leit að Njálu Þú sagðir einu sinni að þú ætlaðir aldrei að skrifa „hina miklu bandarísku skáldsögu“ (eins konar Njáludraumur hjá Ameríku- mönnum). Heldurðu að þér snúist einhvern tímann hugur, ef slíkt verk er til á annað borð. Það er ekki til. Vegferðarstjörnur Ég verð víst að spyrja að þessu. Hvaða rithöfundar höfðu mest áhrif á þig? Ég get sagt hreint út að allir rithöfundar sem ég hef kynnt mér hafi gert það, góðir og slæmir. Hvað með Graham Greene? Já, mér virtist hann hafa lifað lífinu eins og best verður á kosið. Síðan las ég ævisögu hans og komst að raun um að hann var hun- dóánægður lungann úr ævinni. Hvað finnst þér um fyrstu verkin þín, Waldo og Fong and the Indians til dæmis? „Fyrstu verkin“ er góð lýsing. Þau er það sem þau eru – væskilslegar en uppveðraðar lífverur sem standa á spóaleggjum. Þú stendur svo nærri lesandanum í ferða- sögunum og sumum af nýjustu bókunum. Stundum þegar ég les dramatísku skáldsög- urnar eftir þig finnst mér að þig vanti líkt og þú hafir skrópað. Þetta er athyglisverð athugasemd en mér finnst erfitt að dæma um það sjálfur. Rit- höfundur les ekki bækur eftir sig eins og aðrir lesendur; hann sér ýmislegt sem öðr- um sést yfir en þó oftar þveröfugt. Sitt af hverju Hotel Honolulu er smásagnasafn, essay- roman, ferðasaga, sjálfsævisaga og skáld- saga. Ertu að blanda saman mismunandi bókmenntaflokkum af ásettu ráði? Hugmyndin var að finna form þar sem ég gæti lýst Hawaiieyjum svo vel væri, en það er heillandi staður sem menn vita frekar lít- ið um. VIÐTAL JÓNASAR KNÚTSSONAR VIÐ BANDA- RÍSKA RITHÖFUNDINN PAUL THEROUX Paul Theroux

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.