Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 13 FÍLHARMÓNÍUSVEIT Vínar- borgar réð á dögunum fyrstu konuna í raðir tónlistarmanna sveitarinnar. Það var víóluleik- arinn Ursula Plaichinger sem náði þar að fella eitt hinna hefðbundnu karlavígja, en á 158 ára starfsferli sveitarinnar hefur kona aldrei verið meðal tónlistarmannanna. Plaichinger vakti því umtals- verða athygli í tónlistar- heiminum er hún lék með sveit- inni á nýárstónleikum hennar án þess að ráðningin væri til- kynnt sérstaklega. Það var ekki fyrr en árið 1996, er aust- urríska ríkisstjórnin hótaði að stöðva fjárveitingar sínar, sem Fílharmóníusveitin féllst á að konur gætu leikið með sveit- inni. Í kjölfar þess leyfðist þeim að taka þátt í inntökuprófum þó engin hafi verið ráðin fyrr en nú. Nureyevs minnst ÓPERUBALLETTINN í París minntist þess í vikubyrjun að í janúar eru tíu ár liðinn frá láti sovéska ballettdansarans Ru- dolfs Nureyevs. Eftir að Nurey- ev flúði frá Sovétríkjunum starfaði hann að mestu með Konunglega ballettinum í London, en dansaði þó einnig oft í óperuballettinum, samdi tugi verka fyrir dansflokkinn og starfaði auk þess sem stjórn- andi hans á árunum 1983 til 1989. Til að hylla dansarann var sett saman dagskrá með brot- um úr þeim verkum sem Nur- eyev samdi fyrir óperuballett- inn, m.a. Raymonda, Hnotu- brjótnum og Svanavatninu, en auk þeirra voru einnig dönsuð verk sem samin voru sérstak- lega fyrir Nureyev. Að sögn Hugues Galls, aðalstjórnanda Parísaróperunnar, eru áhrif Nureyevs á dansflokkinn óum- deilanleg. „Frá því að Rudolf Nureyev hvarf hefur ekki sá dagur liðið að á æfingu, í dans- tíma eða á skipulagsfundi hafi nafn hans ekki verið nefnt, andi hans svífi ekki yfir vötnum, ímyndar hans sé ekki minnst eða skref hans ekki kennd,“ sagði Gall. Innsetning Christo í Central Park SÚ hugmynd listamannsins Christos og konu hans Jeanne að prýða göngustíga Central Park-garðsins saffrangulu klæði hefur loks fengið sam- þykki hjá borgaryfirvöldum í New York. Verkið mun verða sett upp í febrúar árið 2005, en Christo lagði fyrst hugmynd sína fyrir borgaryfirvöld árið 1979 og var henni þá hafnað vegna ótta á skemmdum á garðinum. Það var borgarstjóri New York, Michael R. Bloom- berg, sem skýrði frá því að upp- setning listaverksins hefði ver- ið samþykkt, en að hans mati mun verkið laða að um hálfa milljón gesta og skapa borginni umtalsverðar tekjur. Verkið er þó fjármagnað af listamönn- unum sjálfum, m.a. með sölu á verkum Christos frá sjötta og sjöunda áratugnum. ERLENT Fyrsta konan hjá Vínarfíl- harmóníunni NÝÁRSTÓNLEIKAR Tríós Reykja-víkur verða haldnir í Hafnarborg ásunnudag og hefjast þeir klukkan 20.Tónleikarnir sem eru þeir þriðju í röðinni á starfsárinu eru með nokkuð öðru sniði en tíðkast hjá Tríói Reykjavíkur, því til leiks mæta þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson … Jú, mikið rétt, þau komu einnig fram á nýárs- tónleikum Tríós Reykjavíkur í fyrra og tókst svo vel til að endurtaka þurfti tónleikana fjórum sinnum – enda efnisskráin þannig byggð upp að flestir gátu fundið ýmislegt til að njóta; saman var flettað glettni, alvöru og ýmsum perlum tón- bókmenntanna. Það er því full ástæða til að end- urtaka leikinn – og hver veit nema Tríó Reykja- víkur geri slíka nýárstónleika að hefð. Að minnsta kosti geta þeir glaðst sem urðu aðnjót- andi tónleikanna í fyrra – og hinir, sem misstu af þeim, geta bætt sér það upp í ár. Tríó Reykjavíkur er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Pétri Maté píanóleikara. Tríóið hefur um margra ára skeið verið í samstarfi við Hafnarborg um tónleikaröð hvert starfsár, sem hafa verið hefðbundnir kammertónleikar – allt þar til fyrir ári. Þegar þau Guðný og Gunnar eru spurð hvers vegna þau hafi ákveðið að bjóða upp á blandaða dagskrá, segja þau að eitthvað hafi kveikt í þeim að breyta til, ekki láta sér nægja að hjakka alltaf í sama farinu. Komast í snertingu við léttleikann „Það er nauðsynlegt og skemmtilegt að breyta út af vananum,“ segir Gunnar, „og þegar við fórum að velta því fyrir okkur að fá söngvara til liðs við okkur, komumst við fljótlega að þeirri niðurstöðu að fá frekar tvo heldur en einn.“ „Okkur fannst líka janúar tilvalinn tími til þess að bjóða upp á þessa tónleika,“ bætir Guðný við. „Þetta er sá tími sem fólk er tilbúið að hlusta á eitthvað af léttara taginu. Núna er myrkasti og kaldasti tími ársins, jólaákafinn lið- inn hjá og við þurfum á því að halda að komast í snertingu við léttleikann – alveg öfugt við það sem gerist þegar líða tekur á haustið og streitan magnast. Þá þurfum við kyrrari tónlist, til dæm- is barokktónlist, til þess að róa okkur niður.“ time lagið). Fram að hléi syngja þau Diddú og Bergþór síðan Some Enchanted Evening úr South Pacific, Till There Was You úr The Music Man, Anything You Can Do úr Annie Get Your Gun, Fascinating Rhythm úr Lady Be Good og að lokum syrup úr West Side Story. Þetta eru allt perlur úr bandarískum söngleikjum. Eftir hlé byrjum við á Elegie (má skrifa Eleg- iu á íslensku) eftir Fauré. Okkur fannst það til- valið verk til að skipta um stíl eftir þá innspýt- ingu sem fólk fær fyrir hlé. En það þýðir ekki að eitthvað dragi úr fjörinu, nema síður sé, því næst bregðum við okkur í hraðan dans, Tar- antellu eftir W.H. Squire og þá er komið að hinu eiginlega sígauna- og Vínarprógrammi með Schön Rosmarin eftir Kreisler, Grüss mir mein Wien úr Maiza greifafrú, eftir Kálmán, Hjarta mitt átt þú ein úr Brosandi land eftir Lehár og Varir þegja úr Kátu ekkjunni eftir Lehár. Þá er komið að hinum fræga Pizzikato Polka eftir Strauss – sem er skrifaður fyrir heila strengja- sveit, en við reynum okkar besta til að vera slík sveit. Polkinn vakti kátínu Polkinn vakti svo mikla kátínu á nýárstónleik- unum í fyrra að við ákváðum að gera hann að föstum lið á þessum tónleikum. Í kjölfarið bregðum við okkur svo yfir í Zigeunarwiesen Op. 20 eftir Sarasate, þar sem er þetta fræga lag Til eru fræ, sem margir halda að sé eftir Hauk Mortens, Höre ich Zigeunergeigen úr Mariza greifafrú eftir Kálmán og endum á Ég vil dansa úr Sardasfurstynjunni eftir Kálmán – og vonum að fólk fari dansandi út af tónleik- unum.“ Hvers vegna blandið þið saman „instrument- al“ verkum og sönglögum? „Margt af því fólki sem kemur á tónleikana vill heyra kammertónlist, aðrir vilja heyra þessa léttari tónlist. Um leið og við höfum mikla ánægju og gleði af því að flytja léttari tónlistina, viljum við gefa gestum okkar tækifæri til þess að heyra þessar perlur tónbókmenntanna sem við höldum svo mikið upp á.“ Sem fyrr segir verða tónleikarnir í Hafnar- borg í Hafnarfirði og hefjast klukkan 20 á sunnudaginn. „Viðtökurnar í fyrra sýndu okkur svo ekki varð um villst að við höfðum rétt fyrir okkur að þessu leyti,“ segir Gunnar. „Tónleikarnir með Diddú og Bergþóri urðu geysilega vinsælir og við þurftum að endurtaka þá fjórum sinnum. Við hefðum getað haldið mun lengur áfram, ef meðlimir hópsins hefðu ekki verið fullbókaðir og uppteknir annars staðar. Mér fannst þetta mjög skemmtileg reynsla. Á tónleikunum var slegið á léttari strengi, flutn- ingur verkanna var leikrænn og það var mikið grín í gangi.“ „Og þetta gerðist allt „spontant“, segir Guðný. „Við höfðum ekki æft þennan leikræna þátt inn í prógrammið. Hann kom ekki fyrr en á tónleikunum; við spiluðum á áhorfendur og þeir spiluðu á okkur.“ Gunnar tekur undir þetta og segist hafa haft það á tilfinningunni að hann væri ekki bara tón- listarmaður, heldur skemmtikraftur. „Og við skemmtum okkur svo vel að við báðum Diddú og Bergþór að endurtaka leikinn í ár. Þau voru heldur betur til í það.“ Geta sungið hvað sem er En hver var galdurinn? „Þau Diddú og Bergþór eru söngvarar sem hafa svo margt á valdi sínu. Þau geta sungið nánast hvað sem er, hvort sem um er að ræða lög úr söngleikjum, ljóðasöng, Vínartónlist eða óperutónlist – og þau eru alltaf góð. Þau geta sungið hvaða stíl sem er og allt sem þau gera, gera þau frábærlega vel. Það skiptir líka miklu máli hvað þau starfa vel saman og inspírera hvort annað – og okkur um leið. Það er svo mikil gleði í gangi þegar þessi hópur hittist og byrjar að músísera saman.“ Hvernig raðið þið svo efnisskránni saman? „Við byrjum á hefðbundinn hátt, með Ung- verskum dansi nr. 6 eftir Brahms og forum svo beint í Pa, pa, pa, úr Töfraflautunni eftir Moz- art. Síðan er Lento maestoso úr Dumky tríóinu eftir Dvorák á efnisskránni, sem við hugsum sem forleik að því sem á eftir kemur, vegna þess að Diddú og Bergþór syngja lög úr bandarísk- um söngleikjum og Dvorák er það tónskáls sem gerði tónlist fyrir „nýja heiminn“ og tengir okk- ur við það sem á undan fór. ( Síðan kemur rag- Tríó Reykjavíkur heldur nýárstónleika sína í Hafnarborg á sunnudaginn og þar verður svo sannarlega slegið á léttari strengi með þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnar Kvaran um tilurð tónleikanna og hina glettnu efnisskrá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bergþór Pálsson og Diddú slá á létta strengi á æfingu. Í bakgrunni er Tríó Reykjavíkur, þau Pétur, Guðný og Gunnar. Nú skal dansað í Hafnarborg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.