Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003 11 Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? SVAR: Stírur eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár. Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augn- lokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna og berast síðan í átt að augnkrókum. Þar eru tvenn göng sem taka við tárunum og flytja í nefgöngin. Tár eru vatnslausn sem inniheldur sölt, svo- lítið slím og sýkladrepandi efni nefnt lýsózým. Tárin hreinsa, smyrja og halda augum rökum og koma þar með í veg fyrir að þau þorni þó að þau séu í snertingu við þurrt andrúmsloftið. Undir venjulegum kringumstæðum hreins- ast tár burt með því að gufa upp eða berast í nefgöngin jafnskjótt og þau myndast. Yfir nótt berast tárin í augnkróka eins og venjulega en þar sem augun eru lokuð ná tárin ekki að gufa upp en storkna þar þess í stað og mynda stírur. Snerti ertandi efni augað örvast tárakirtlar til að framleiða ofgnótt af tárum sem safnast fyrir og hellast um síðir yfir brúnir augnlok- anna, það er að segja við grátum til að skola burt ertandi efnið. Þetta er varnarviðbragð til að verja augun. Menn eru einu dýrin sem geta grátið með tárum til að sýna tilfinningar eins og gleði og sorg. Sem svar við áreiti seftaugaboða verður offramleiðsla á tárum sem endar með því að tár hellast yfir augnlokin og fylla jafnvel nefgöngin af vökva. Þuríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur. Hvar eru flugurnar á veturna? SVAR: Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreytast lirfur í fullorðin dýr. Þá liggja dýrin hreyfingarlaus og miklar breytingar eiga sér stað á útliti þeirra, líffæri skipta um hlutverk og ný líffæri, eins og æxl- unarfærin, vaxa í dýrunum. Púpustigið fleytir skordýrum oft yfir erfið tímabil. Úr púpunni skríður fullvaxið skordýr, en hlutverk fullorðinna dýra er fyrst og fremst að æxlast og dreifa sér. Fullorðin skordýr nærast oftast lítið nema helst á sykri, en þó eru til undantekningar frá því, til dæmis bjöllur, sumar tvívængjur og nokkrir aðrir hópar. Þessi dýr þurfa næringu til að þroska egg. Mývargurinn (bitmýstegund) er gott dæmi en kvendýr mývargsins sýgur blóð úr spendýrum eftir að hafa orpið einu sinni, en næringarforðinn úr blóðvökvanum er nauðsyn- legur til að þroska egg. Fullorðin skordýr lifa oftast í stuttan tíma, allt niður í einn dag (dægurflugur), en þó geta sumar fullorðnar bjöllur lifað í nokkra mánuði. Púpustigið varir í nokkrar vikur, nema púpustig þeirra skordýrategunda sem eru í dvala á því stigi yfir allan veturinn. Lirfustigið varir lengst, oftast í marga mánuði og í sumum tilfellum í nokkur ár. Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við HÍ. Hvað yrði kóngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur? SVAR: Til eru margar tegundir af kóngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé all- ur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa kónguló- arvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, til dæmis þegar upplýsingar eru af skornum skammti. Er þá stundum talað um stærðarþrep (e. order of magnitude). Þegar við segjum til að mynda að stærðarþrep einhverrar tölu sé 100 er átt við að rétta talan gæti vel verið 20 eða 400 en hins vegar sé ólíklegt að hún sé 2 eða 4.000. Algengt mun vera að þvermál kóngulóarvefj- ar sé í stærðarþrepinu 0,1–1 míkrómetri (mm) en einn mm er einn milljónasti úr metra. Massi tuttugu metra af slíkum vef er minni en 1 millí- gramm (mg). Það samsvarar því að eðlismassi efnisins í vefnum sé um 1–10 kg á lítra, sem hljómar ekki ótrúlega. Þar sem ummál jarðar er um 40.000 km þýðir þetta að massi þráðar sem næði kringum jörð- ina væri í stærðarþrepinu 40.000 km/(20 m/mg) = 2.000.000 mg = 2 kg Þess má geta að efnið í kóngulóarvefnum hef- ur mjög mikinn togstyrk miðað við efnismagn. Slíkur styrkur er mældur í einingu sem nefnist dernier og er til dæmis oft tilgreindur fyrir tvinna. Styrkurinn 1 dernier samsvarar því að þráður úr efninu geti haldið uppi 9.000 metrum af sjálfum sér án þess að slitna. Styrkur kóngulóarvefjar er um 5–8 dernier og hann get- ur því haldið uppi 40–70 km af sjálfum sér. Það eru helst nælon og gler sem eru sambærileg að þessu leyti, en styrkur stáls er aðeins um 3 dernier. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: Hver fann upp regnhlífina, af hverju eru bara 12 mánuðir í árinu, hvers vegna synda hvalir upp á land, er hægt að frysta eld, má breyta nafninu sínu algjörlega og er mark að draumum? VÍSINDI Morgunblaðið/Kristján Hunangsflugur að störfum. HVAÐ ERU STÍRUR? Sker sig úr hópi þýskra leikstjóra Egill Heiðar Anton Pálsson er ungur ís- lenskur leikstjóri sem hefur starfað sem að- stoðarmaður Ostermeiers að tveimur sýning- um á Schaubühne. Egill Heiðar útskrifaðist sem leikari frá leiklistardeild LHÍ vorið 1999 og stundaði síðan framhaldsnám í leikstjórn við Konunglega leiklistarskólann í Kaup- mannahöfn. Egill Heiðar hefur starfað sem leikstjóri bæði hér heima og á Norðurlönd- unum, hann leikstýrði írska leikritinu Diskó- pakki eftir Enda Walsh í Vesturporti í ágúst 2001 og nú í haust stýrði hann Nemendaleik- húsi LHÍ í spænska leikritinu Skýfalli eftir Sergei Bebel. „Ég var aðstoðarmaður Ostermeiers við uppsetningu á Dauða Dantons og síðan við nýtt leikrit eftir norska leikskáldið Jon Fosse,“ segir Egill Heiðar. Hann segir að Ostermeier sé skipulagður í vinnubrögðum og geri miklar kröfur til samstarfsfólks síns. Hann skilur þann texta sem hann vinnur með mjög vel og hefur mjög nákvæmt eyra fyrir því hvernig á að segja hlutina. Hvert verk sem hann skapar fær nýjan heim, hvað varðar sviðsmynd, leikstíl og annað. Að þessu leyti sker hann sig úr hópi þekktustu leikstjóra Þýskalands sem eru flestir þekktir fyrir mjög ákveðinn stíl við uppsetningar sínar,“ segir Egill Heiðar. Hann lýsir æfingum þannig að strax í upp- hafi sé búið að koma fyrir sviðsmynd í stórri skemmu þar sem æfingarnar fara fram. „Æf- ingatíminn er strangur, þar sem æft er dag- lega frá 9–16 og aftur frá 19–23 í 6–8 vikur. Strax í upphafi er haldin sviðsprufa í leik- myndinni þar sem athugað er hvort sviðs- myndin muni koma til að virka í því rými sem henni er ætlað. Thomas leggur mjög mikla áherslu á líkamlega upphitun leikaranna og gerir miklar líkamlegar kröfur til þeirra. Leik- ararnir eru í búningum frá fyrsta degi og æfa aldrei í eigin fötum. Það er einnig ætlast til þess að þeir kunni textann þegar æfingar hefj- ast. Thomas hefur alla listræna stjórnendur á öllum æfingum því hann leggur allt inn í senn, útlit, ljós, tónlist og hreyfingar. Hann lítur aldrei í handritið á æfingunum heldur horfir á leikarana. Dramatúrg og aðstoðarmaður sjá um handritið og að skrifa niður allar leiðbein- ingar til leikaranna þannig að eftir hvern dag er æfingin mjög nákvæmlega skrásett. Æfingarnar ganga út á að sviðsetja verkið en eru ekki vettvangur leikaranna til að læra textann eða leikstjórans að grufla í honum. Tíminn er nýttur út í ystu æsar og allir í leik- húsinu umgangast æfingarýmið og listamenn- ina af mikilli virðingu og tillitsemi til að tryggja sem bestan vinnufrið.“ Hvetjum höfunda til að skrifa Leikskáldið Marius von Mayenburg lýsir ástandi þýskrar leikritunar um miðjan síðasta áratug þannig að nánast ekkert nýtt hafi verið að gerast. „Þegar við byrjuðum þá urðum við að gera tvennt; leita út fyrir Þýskaland eftir nýjum leikritum og virkja unga þýska höfunda til að skrifa fyrir okkur. Það var ekki að neinu vísu að ganga.“ Af þeim ungu þýsku höfundum sem Schau- buhne hefur þroskað og komið á framfæri eru Marius von Mayenburg, David Gieselman, Roland Schimmelpfennig, Falk Richter og Sasha Waltz. Af erlendum höfundum sem flutt hafa verið ný verk eftir má nefna Sarah Kane, Caryl Churchill, Mark Ravenhill, Richard Dresser, Lars Norén, Enda Walsh, Biljana Srbljanovic, Jon Fosse og Luc Danberry. Verk eldri höfunda þýskra hafa einnig verið flutt t.a.m. eftir Tankred Dorst og næsta frumsýn- ing er hinn 6. febrúar á nýju verki eftir Franz Xavier-Kroetz í leikstjórn Ostermeiers. Leikhúsið hefur lagt aukna áherslu á sam- starf við leikhús í öðrum löndum sem leggja svipaðar áherslur á flutning nýrra leikrita og hefur samstarfið við Royal Court-leikhúsið í London verið hvað árangursríkast. Má nefna að David Gieselman er nú að skrifa leikrit fyrir Royal Court eftir að gamanleikrit hans Hr. Colbert var frumsýnt þar og í Schaubühne fyr- ir tveimur árum og síðan sviðsett víðar um Evrópu. Gieselman er þrítugur, jafnaldri May- enburgs en ásamt Schimmelpfennig og Richt- er eru þeir taldir skipa framvarðasveit ný- bylgjunnar í þýskri leikritun. Samstarf Schaubühne og Royal Court hefur síðan fengið aukið vægi eftir að dramatúrginn Maja Zade réðst til Schaubühne en hún var áður drama- túrg við Royal Court og er jafnvíg á ensku og þýsku og hefur þýtt verk á báða bóga fyrir bæði leikhúsin. Hún segir að lykill að því að draga fram nýja höfunda sé að setja þeim fyrir að skrifa leikrit fyrir leikhúsin. „Við bíðum ekki eftir að þeir komi með tilbúin leikrit til okkar heldur segjum við þá. „Ef þú vilt skrifa leikrit þá skulum við ráða þig til þess.“ Við leggjum ákveðna upphæð af fjárveitingu leik- hússins í þetta og horfum á þetta sem áhættu- fjárfestingu. Kannski kaupum við eitt af hverj- um fjórum leikritum sem við setjum höfunda í gang við að skrifa en þetta er lítil fórn miðað við þann árangur sem þetta skilar. Þetta er sama aðferð og Royal Court hefur beitt um árabil með þeim árangri að vera orðið þekkt- asta leikhúsið í Evrópu hvað þetta varðar.“ Zade bætir því við að mörg leikritanna sem þau telji ekki henta sér, finni leið upp á leiksvið í öðrum leikhúsum því ákveðinn „gæðastimp- ill“ sé þegar kominn á leikrit eftir höfunda sem Schaubühne hafi veðjað á. „Lykilatriðið er að þetta hvetur höfunda til að skrifa fyrir leikhús og sýnir að við höfum áhuga á þeim og viljum greiða götu þeirra í leikhúsinu.“ havar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri. Thomas Ostermeier, leikhússtjóri Schau- bühne í Berlín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.