Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 SAMSKIPTI Bandaríkjanna og Íraks eru mikið í sviðsljósinu þessa dagana og margir sem velta vöngum yfir mögulegri árás Bandaríkjahers á Írak og sögunni þar að baki. Sérfræð- ingar hafa ekki látið sitt eftir liggja við að velta hinum ýmsu hliðum málsins fyrir sér og leita svara við margvíslegum spurningum, enda hefur bókaútgáfa ekki far- ið varhluta af þessari þróun. Nú í byrjun árs hefur t.d. ver- ið gefin út bókin The War over Iraq: Saddam’s Tyranny and America’s Mission, eða Stríðið um Írak: Harðstjórn Saddams og köllun Bandaríkjanna eftir þá William Kristol og Lawrence F. Kaplan. Í bók sinni takast höfundarnir á við spurningar á borð við þær hvort að stríð sé raunverulega nauðsynlegt, hvað geti áunnist með því og hvaða sýn á utanríkisstefnu Bandaríkj- anna liggi að baki þeirri stað- festu að Saddam Hussein þurfi að fjarlægja úr valdastóli. Krist- ol og Kaplan eru hlynntir að- gerðum gegn Saddam og út- skýra ástæður skoðana sinna ítarlega í bókinni. Það sem fjölmiðlarnir segja ekki BÓK Norman Solomons, sem einnig kom út á þessu ári, Tar- get Iraq: What the News Media Didn’t Tell You, eða Skotmarkið Írak: Það sem fjölmiðlarnir segja þér ekki. Solomon þykir draga fram ljóta mynd af veru- leikanum, en í skrifum sínum leitast hann við að afhjúpa hinn ljóta veruleika stríðs og þær af- leiðingar sem því fylgja, sem og hvernig fjölmiðlar bregðist þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um öll þau málefni sem Íraksdeilunni tengjast. Auk þess geymir bókin nokkrar af ræðum Bush um málið, þar sem ræðurnar eru skoðaðar línu fyr- ir línu og texti þeirra rannsak- aður. Illviðri í aðsigi THE Threatening Storm, sem útleggja má sem Illviðri í aðsigi, er verk Bandaríkjamannsins Kenneth M. Pol- lack, eins helstu sérfræðinga um málefni Íraks, en í bók sinni leitast hann við að draga upp mynd af þeim málefnum sem Bandaríkin verða að takast á við verði ráð- ist á Írak. Pollack hefur sl. fimmtán ár starfað sem sér- stakur sérfræðingur í málefnum Íraks fyrir CIA, bandarísku leyniþjónustuna, og þykir hann flestum fróðari um Saddam Hussein. Hann var t.d. einn af aðeins þremur sérfræðingum CIA sem sá fyrir árás Íraka í Kúveit 1990. Það sem starfshópur Bush vill ekki að þú vitir Að lokum má svo nefna bók þeirra William Rivers Pitt og Scott Ritter, War on Iraq: What Team Bush Doesn’t Want You to Know. Þar fjalla höfundarnir um þær rökræður sem und- anfarið hafa átt sér stað í Wash- ington og víðar um mögulega árás á Írak. Og ræðir Pitt m.a. við Ritter, sem er fyrrum starfs- maður vopnaeftirlitsnefndar SÞ, um þau rök sem liggi að baki stefnu Bush-stjórnarinnar. ERLENDAR BÆKUR Stríðið um Írak William Kristol Kenneth M. Pollack FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS Þ RÍR óskyldir viðburðir hafa fangað athygli mína. Fyrir fáeinum vikum fór verjandi manns, sem áfrýjað hafði dómi yfir sér til Hæstaréttar, fram á að hugsanleg refsing yrði milduð vegna umfjöllunar fjöl- miðla um mál viðkomandi. Nokkru síðar horfði ég á umdeildan heim- ildarþátt um bandarísku poppstjörnuna Michael Jackson þar sem börnunum hans þremur brá fyrir. Þau voru með grímur eða blæjur fyrir and- liti, og sagðist faðirinn ekki fara með þau út á meðal fólks nema gera þessar varúðarráðstaf- anir. Börnin minntu á meinta afbrotamenn sem reyna að verjast myndatöku þegar þeir eru leiddir til dóms. Um liðna helgi las ég loks grein Þorsteins J. Vilhjálmssonar á vef Blaðamanna- félags Íslands (press.is) þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð tímaritsins Séð og heyrt í tilteknum málum á þeirri forsendu að þau brjóti í bága við siðareglur Blaðamannafélagsins. „Það er aug- ljóst,“ skrifar Þorsteinn meðal annars, „að flestir þeirra sem verða fyrir þeirri ógæfu að rata á for- síðu Séð og heyrt hafa ekki óskað eftir þeirri at- hygli. Mér sýnist að það sé lenska hjá flestum að líta á þá reynslu einsog nett áfall, slæma flensu sem líður hjá.“ Af einhverjum orsökum rifjuðu þessir þrír við- burðir upp fyrir mér grein sem Eiríkur Guð- mundsson birti árið 1998 um það sem hann nefndi „innra eftirlit“ einstaklinga með sjálfum sér í samfélagi nútímans. Hugmyndir sínar sótti Eiríkur í ritið Gæsla og refsing eftir franska sagnfræðinginn Michel Foucault (1926–1984), ekki síst kaflann „Panopticon“. Þar er fjallað um samnefnda fangelsisbyggingu sem breski nytja- stefnumaðurinn Jeremy Bentham (1748–1832) teiknaði: „Um er að ræða uppdrátt að hringlaga byggingu með eftirlitsturni í miðjunni. Frá hon- um var útsýni inní hvern einasta klefa þar sem viðkomandi einstaklingur var sýnilegur 24 tíma sólarhringsins án þess að vita hvort eða hvenær væri með honum fylgst. Byggingin sem slík varð þannig til þess að valdið varð ósýnilegt og sjálf- virkt … fanginn sem gerir ráð fyrir að hann sé undir stöðugu eftirliti fer í raun að fylgjast með sér sjálfur.“ Fangelsi Benthams var aldrei byggt en Fou- cault hélt því fram að í samfélögum nútímans, ut- an eiginlegra fangelsisveggja, hefði panopticon- hugmyndin orðið að veruleika þar sem hegðun einstaklinga sé stýrt með flóknu kerfi viðmiðana og gilda og stöðugu eftirliti stofnana og sérfræð- inga sem „vaka yfir velferð okkar“. Í grein sinni útfærði Eiríkur þessa hugmynd með dæmi af nú- tímalegri vinnusálfræði þar sem starfsmenn ganga í gegnum þjónustuviljapróf, greindarpróf og áreiðanleikapróf í því skyni að auka framleiðni þeirra en um leið, að sögn, starfsánægju þeirra og vellíðan. Snilldin við fangelsishugmynd Bent- hams var sú að það gat hver sem var staðið vakt- ina í eftirlitsturninum í miðjunni og mátti í raun einu gilda hvaða hvatir lágu þar að baki – „for- vitni um hátterni hinna fyrirhyggjulausu, barna- leg meinfýsi, þekkingarþorsti heimspekingsins, eða ónáttúra þess sem nýtur þess að njósna eða refsa“, hefur Eiríkur eftir Foucault. Hann bætir þó við að í „ímynduðum“ eftirlitsturni okkar tíma standi enginn vaktina, „hinn raunverulegi eft- irlitsturn er staðsettur innra með okkur sjálf- um“. Þetta virðist rökrétt ályktun en viðburðirnir þrír sem ég nefndi í upphafi vekja hjá mér vissar efasemdir. Standa ekki einmitt fjölmiðlarnir vaktina í eftirlitsturni samtímans, beina þaðan kastljósi sínu í einn klefann af öðrum og varpa þaðan myndum inn í alla hina klefana? Hvatirnar að baki flökti ljóssins eru breytilegar. Stundum ræður réttlætiskennd, þekkingarþorsti eða heil- brigð forvitni, stundum óskar viðkomandi þjóð- félagsþegn einfaldlega eftir athyglinni, en því miður kemur líka fyrir að meinfýsi, hnýsni og refsiþörf búi að baki. Af þeim sökum er svo brýnt að „innra eftirlit“ blaðamanna sjálfra sofi ekki á verðinum. EFTIRLITSTURNINN Standa ekki einmitt fjölmiðl- arnir vaktina í eftirlitsturni samtímans, beina þaðan kast- ljósi sínu í einn klefann af öðr- um og varpa þaðan myndum inn í alla hina klefana? J Ó N K A R L H E L G A S O N IHugmyndir um þátttöku rithöfunda og annarralistamanna í samfélagsumræðunni hafa verið breytilegar í tímans rás. Stundum telja listamenn það höfuðskyldu sína að láta rödd sína heyrast. Stundum telja þeir meginhlutverk sitt vera að kanna sína eigin innviði og listarinnar. Sumir segja að hug- myndin um afstöðulist megi rekja til upplýsing- arinnar þegar skáld og listamenn tóku beinan þátt í því að breyta samfélaginu, stuðla að útbreiðslu upp- fræðingarstefnunnar, almennri upplýsingu. Senni- lega hafa þó á flestum tímum verið til einhverjir listamenn sem annaðhvort tóku afstöðu með eða á móti ríkjandi ástandi eða valdastofnunum síns sam- félags. IIÁ undanförnum misserum virðist sem aukináhersla hafi verið á einhvers konar samfélags- umræðu í samtímalist hérlendis. Skemmst er að minnast umræðu um kynslóð ungra höfunda síðast- liðið haust sem þóttu beina spjótum sínum meir að samfélags- eða samtímamálum en hinir eldri. Talað var um unga reiða höfunda eins og stundum áður. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning Óskar Vilhjálmsdóttur myndlistarmanns í Galleríi Hlemmi sem nefnist Eitthvað annað en þar er reglulega boð- að til umræðufunda um mein samfélagsins. Lista- menn hafa einnig látið til sín taka í virkjunarmál- um að undanförnu og einnig látið til sín heyra hvað varðar heimsmálin, þannig tóku rithöfundar til máls á mótmælafundi gegn innrás í Írak síðustu helgi. III Erlendis hafa rithöfundar og listamenn einnigtekið til máls um Íraksdeiluna. Þar má finna mismunandi skoðanir. Eins og Nota Bene höfundur Times Literary Supplement benti á fyrir skömmu hef- ur það ekki verið í tísku lengi meðal rithöfunda að tala fyrir stríði. Þegar breskir fjölmiðlar báðu nokkra höfunda um álit á innrásinni í Írak tóku þeir enda flestir afstöðu gegn henni. Günter Grass sagði að stríðið snerist augljóslega um olíu og ekkert annað. A. S. Byatt tók undir það. Frederick Forsyth telur aft- ur á móti að maður þurfi að vera bilaður til að halda því fram að Bush myndi ráðast inn í land fjarri heimahögunum nema hann hafi fullgilda ástæðu fyr- ir því. Salman Rushdie tekur síðan einarða afstöðu með innrásinni sem hann telur nauðsynlega til þess að steypa Saddam Hussein. Nota Bene höfundur þyk- ir ekki mikið til þessara róttæku tilburða höfund- anna koma og segir að það þyrfti ef til vill að efna til mótmælafundar fyrir hugsandi fólk sem „getur séð báðar hliðar á málinu“. Hún vitnar síðan í Ian McEwan sem segist á írónískan hátt ekki geta gert það upp við sig hvort hann sé friðarsinni eða árás- arsinni. IVHugsanlega eru þetta tímar íróníunnar frekaren afstöðunnar þegar öllu er á botninn hvolft. Í viðtali sem birtist í Lesbók í dag segir Stefán Máni, einn af ungu höfundunum fyrrnefndu, að reiðir höf- undar séu bara reiðir vegna þess að þeir kunni ekki að skrifa. Enn fremur segir hann að höfundar séu stórlega ofmetnir, þeir séu ekki eins merkilegir og menn vilji vera láta, þeir séu ekkert merkilegri en kvikmyndaleikstjórar eða hljómsveitarstjórar. „Hver vill tala við þá? Hver vill lesa grein eftir þá?“ spyr Stefán Máni. ER About Schmidt þroskasaga? Áhorfendur verða að vega og meta hvort Schmidt þroskast eitthvað í myndinni. Um hitt er ekki hægt að deila að Jack Nicholson vinnur enn einn leiksigurinn sem bældur og herptur einstaklingur – nánast jafnar met Anthony Hopkins úr Dreggjum dagsins! Öfugt við aðalpersónuna úr As Good as It Gets er Schmidt eng- inn sérvitringur og hann er ekki þroskaheftur heldur, nema kannski helst á tilfinningasviðinu. Ekki er hann einn um það. About Schmidt er engin Hringadróttinssaga en góð mynd og leikurinn góður. Ármann Jakobsson Múrinn www.murinn.is Opinberun Keanus Nafn hans, Keanu, merkir ’Svalur fjalla-andvari’ á hawaísku, og gælu- nafn hans gæti því sem best verið Svali. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast kappanum ættu að reyna að fara til Toronto í Kanada en hann ólst þar upp og býr þar enn. Meðal þess sem hann hefur kosið að tjá sig um á opinberum vettvangi eru eiturlyf sem honum finnst rokka feitt, sjálfs- íkviknun, sem honum finnst afar merkilegt fyrirbæri, og gáfur sínar en hann hefur orðað það sem svo: „Til er gáfað fólk og heimskt fólk. Svo vill til að ég er einn af þeim heimsku.“ Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is Hanks og Caprio Eftir því sem Tom Hanks eldist passar hann æ betur við leikstíl sinn. Bíórýnir hreifst aldrei af honum sem ærslagamanleikara og var ekkert jú- blandi yfir frammistöðunni í Phila- delphia eða Forrest Gump. Sem mið- aldra leikari er Hanks hins vegar áhrifamikill. Það er Di Caprio líka og barnslegt yfirbragð hans gerir hon- um kleift að vera sannfærandi ung- lingur (nema kannski í upphafsatrið- inu sem er talsvert síður unnið en afgangurinn af myndinni – en ekki labba út strax!). Hlutverkið veitir enga sérstaka möguleika en hann leysir það vel af hendi. Ármann Jakobsson Múrinn www.murinn.isMorgunblaðið/Golli Heilbrigð sál. LEIKSIGUR NICHOLSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.