Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 3 Í ORRAHRÍÐ undanfarinna vikna um það hvort koma eigi Saddam Huss- ein Íraksforseta frá völdum með hervaldi hefur mikið verið rætt um hversu mikil ógn mannkyninu stafar af Íraksforseta. Einng er rætt um þá vá sem óbreyttir borgarar Íraks standa frammi fyrir verði af innrás Bandaríkjanna. Það gleymist hins vegar oft í umræðunni að fjalla um þá ógn sem borg- urum Íraks stafar af eigin stjórnvöldum. Þjóðarleiðtogum heimsins ber ekki sam- an um hversu mikil hætta heiminum stafar af forseta Íraks og ríkisstjórn hans. Banda- ríkjastjórn bendir ítrekað á að Íraksstjórn framleiði efnavopn, hafi tengsl við hryðju- verkahópa og geri allt til þess að framleiða gereyðingarvopn til að beita gegn umheim- inum. Vesturlandabúum sem og öðrum jarðarbúum stafi augljós hætta af einræð- isherranum í Bagdad. Mörg ríki eru á sömu skoðun og Bandaríkin og telja brýna nauð- syn á að koma Íraksforseta frá völdum til að bjarga heiminum frá frekari hryðju- verkaárásum og einstaka ríkjum frá beinni innrás Írakshers. Stór hópur þjóðarleiðtoga er hins vegar á öðru máli og telur að heimurinn standi ekki frammi fyrir slíkri ógn af valdasetu Saddam Husseins. Allt beri að gera til að koma í veg fyrir stríð. Það megi gera með samningum við Íraksstjórn og öflugu vopnaeftirliti á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Írak. Þannig megi koma í veg fyrir vopnuð átök og blóðsúthellingar. Saddam Hussein geti setið áfram við völd undir ströngu eftirliti Sameinuðu þjóðanna sem tryggi að mannkyninu stafi ekki hætta af einræðisherranum. Það má vel vera að takmarka megi veru- lega þá ógn sem umheiminum stafar af valdhöfunum í Írak. Það má jafnvel draga nær alveg úr ógninni með því að þjarma nógu rækilega að Hussein með vopnaeft- irlitssveitum og strangari landamæra- gæslu. En hverjum stafar í raun mest hætta af Íraksforseta og stjórnarstefnu hans? Hverjir hafa mátt þola mesta áþján af hans völdum? Ríkisstjórn Íraks undir forystu Saddams Husseins hefur í fjölda ára staðið fyrir fjöldaaftökum, efnavopnaárásum og pynt- ingum á eigin borgurum. Þúsundir borgara hafa verið fangelsaðar fyrir stjórnmála- skoðanir sínar og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Um þetta verður ekki deilt. Sannanir liggja fyrir. Fjöldi fólks getur borið vitni um þetta og myndir eru til af hörmulegum afleiðingum eiturvopnaárása Husseins. Almenningur lifir í stöðugri ógn af eigin stjórnvöldum. Allt þetta framkvæmir Íraksforseti í skjóli fullveldis Íraks innan skilgreindra landamæra. Alþjóðasamfélagið er byggt þannig upp að það hefur litla raunverulega möguleika á að spyrna við fótum og stöðva blóðbað innan landamæra fullvalda ríkis. Ríki, alþjóðastofnanir og mannréttinda- samtök hafa í fjölda ára reynt að vekja at- hygli á þeirri ógnarstjórn sem ríkir í Írak og hvatt ráðamenn til að snúa af þessari braut. Sannanirnar liggja fyrir en það hef- ur engan árangur borið að telja Íraks- forseta hughvarf. Írakar búa við sömu ógn- arstjórnina jafnt sem áður. Hversu lengi á að horfa upp á það að ráðamenn ríkis myrði, pynti og fangelsi borgara sína? Hversu langt þurfa ráða- mennirnir að ganga til þess að alþjóða- samfélagið grípi inn í og stöðvi morðóða einræðisherra? Evrópubúar horfðu upp á útrýmingarbúðir og fjöldamorð, svo að segja í eigin túngarði, í Júgóslavíu, án þess að aðhafast nokkuð sem stöðvaði morðin um nokkurra ára skeið. Sameinuðu þjóð- irnar brugðust borgurum Bosníu- Hersegóvínu gjörsamlega fyrstu ár stríðs- ins og íbúum Kosovó var ekki komið til bjargar fyrr en þúsundir höfðu fallið í val- inn fyrir hervél Milosevic. Það að fara í stríð er hörmulegur kostur. Það sem stend- ur hins vegar upp úr er að innrás Banda- ríkjanna og Evrópuríkja í Júgóslavíu stöðvaði áralöng fjöldamorð Milosevic og samverkamanna hans. Ógnarstjórninni í Afganistan var heldur ekki komið frá völdum nema með hervaldi. Það var að vísu ekki fyrr en að Bandaríkja- mönnum og öðrum Vesturlandabúum staf- aði bein hætta af ríkisstjórn Afganistan að henni var steypt af stóli. Umheiminum virt- ist vera meira annt um að vernda fornar styttur höggnar í stein heldur en að stöðva síendurteknar aftökur á hverjum þeim sem talibönunum voru ekki þóknanlegir. Rík- isstjórninni var þó eigi að síður komið frá völdum að lokum. Það er frumskylda hverrar ríkisstjórnar að tryggja öryggi borgara sinna. Aðgerðir forystumanna Bandaríkjanna og Breta gegn Írak miða að því að vernda eigin borgara. Skriðdrekar og hermenn með al- væpni á flugvöllum Bretlands eru ekki sett- ir þar til skrauts. Almenningur í Evrópu skynjar hins vegar ekki beina hættu af að- gerðum Íraksstjórnar sem og stór hópur Bandaríkjamanna. Það er skiljanlegt því að voðaverk Íraksforseta beinast fyrst og fremst gegn eigin borgurum. Íraksstjórn er ekki eina ríkisstjórnin sem kúgar, pyntir og myrðir eigin borgara en það að við getum ekki komið öllum til bjargar réttlætir ekki aðgerðaleysi í garð hennar. Það er ekki hægt að skjóta sér undan þeirri ábyrgð að koma borgurum Íraks til hjálpar með því að vísa til þess að við komum ekki ríkisstjórn Kína og Sim- babve frá völdum. Er okkur kannski alveg sama um ógn- arstjórnina í Írak á meðan við lifum í vel- lystingum og upplifum ekki beina hættu af einræðisherranum í Bagdad? Erum við ef til vill hrædd við stríð vegna þess að þá stendur okkur fyrst alvöru ógn af Íraks- stjórn? Hversu langt þarf Íraksstjórn að ganga gegn eigin borgurum til þess að það sé réttlætanlegt að koma henni frá völdum með vopnavaldi? Það er borgurum Íraks sem stafar mest hætta af Saddam Hussein. Vopnaeftirlits- sveitir Sameinuðu þjóðanna munu ekki koma þeim til bjargar. Þær bjarga ef til vill einhverjum Vesturlandabúum frá því að verða fyrir barðinu á hryðjuverkaárásum og nágrönnum Íraka frá því að verða fyrir innrás en vopnaeftirlit mun ekki breyta ógnarstjórn Íraksforseta. Hversu lengi eig- um við að sætta okkur við það að horfa upp á Saddam Hussein murka lífið úr saklaus- um borgurum? HVERJUM STAF- AR MEST HÆTTA AF SADDAM HUSSEIN? RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N baldurt@hi.is LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI JÓNAS HALLGRÍMSSON VÍSUR ÍSLENDINGA (HLUTI) Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. – Því er oss best að forðast raup og reiði og rjúfa hvorki tryggð né vinarkoss, en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss. Látum því, vinir, vínið andann hressa og vonarstundu köllum þennan dag, og gesti vora biðjum guð að blessa og best að snúa öllum þeirra hag. Því meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Jónas Hallgrímsson (1807–1845) var skáld og náttúrufræðingur. hefur komið víða við í íslenskum tón- listarheimi á löngum ferli. Bergþóra Jónsdóttir ræðir við hann um ferilinn og viðhorf til tónlistarinnar. Þórir Baldursson Dreyfusmálið vakti gríðarlegar deilur í Frakklandi um aldamótin 1900 og langt fram eftir síðustu öld. Björn Teitsson rifjar upp málið í tilefni af því að hundrað ár eru liðin síðan Émile Zola lést í húsbruna sem ýmsir töldu af manna völdum en hann tók afgerandi af- stöðu gegn ríkisvaldinu í máli Dreyfusar. Ilyia Kabakov er rússneskur myndlistarmaður sem á merkilegan feril að baki. Halldór Björn Runólfsson segir frá list hans sem meðal annars fjallar um þjóðfélagskerfið sem listamaðurinn lifði við í Sovétríkjunum. hefur vakið athygli fyrir kraftmiklar bæk- ur um íslenskt samfélag. Þröstur Helgason ræðir við hann um nýja skáldsögu hans, Ísr- ael – saga af manni, og afstöðu hans til skáldskaparins og samtímamenningar. Stefán Máni FORSÍÐUMYNDIN er af verki rússneska myndlistarmannsins Ilyia Kabakov, „Rauða skrúðhús- inu“ sem stóð eins og pagóða að baki rússneska skálanum á Feneyjatvíær- ingnum 1993. Grunnflöturinn tók mið af hinum fræga, svarta ferningi í mál- verki Malevich frá 1915. Áleitin tónlistin eftir Vladimir Tarasov sem barst úr gjallarhornum skrúðhússins var til þess gerð að draga athyglina frá óreið- unni í sjálfum rússneska skálanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.