Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003
T
ÓNLISTARUPPELDIÐ verður
að skrifast á hann pabba minn.
Hann spilaði á harmónikku, og
því var mikil músík í kringum mig
alveg frá barnsaldri. Það komu
menn heim frá Reykjavík sem
voru með honum í hljómsveit. Ég
man eftir því að Svavar Lárusson
söngvari kom einhvern tíma heim á Garðaveg-
inn í Keflavík og var með nýtt lag, sem pabbi
átti að læra. Ég var aðeins byrjaður að læra á
nikkuna hans pabba, en hún var ennþá allt of
stór fyrir mig. Ég náði lagi á hana með því að
vera á hnjánum á gólfinu. Það kom í ljós að ég
kunni lagið sem Svavar ætlaði að fara að kenna
pabba.“
Það er Þórir Baldursson tónlistarmaður sem
hefur orðið; – einu sinni sjö ára strákur með
risavaxna harmónikku á hnjánum heima í
Keflavík, og vildi vera með í músíkinni. Hann
talar af mikilli hlýju um föður sinn, Baldur Júl-
íusson, sem sjálfur var hljómsveitagæi, og spil-
aði gömlu dansana með víðfrægum músíkönt-
um eins og Karli Jónatanssyni, Svavari
Lárussyni og fleirum. Hjá föður sínum lærði
Þórir að spila.
„Þú getur rétt ímyndað þér hvað pabbi varð
glaður, og eftir þetta var keypt handa mér
harmónikka sem passaði á minn skrokk, og
hana átti ég til tíu ára aldurs. Þetta var mitt
fyrsta hljóðfæri fyrir utan nokkrar munnhörp-
ur. Ég var mjög fljótur að læra lög og hef alltaf
nálgast músíkina þannig að hlusta fyrst og
herma svo eftir. Það hljómar allt í höfðinu á
mér sem ég ætla að spila; – ég heyri það sek-
úndubroti áður.“
Varstu þá aldrei bundinn á klafa nótna?
„Nei. Ég les hljóma og línur, en hef aldrei
náð því almennilega að lesa og spila, þegar all-
ar raddir eru skrifaðar út. Ekki hvort tveggja í
einu. Ég les þó hvað sem er á nótum, – annars
gæti ég hvorki útsett né skrifað. Ég nálgast
bara tónlistina með þessum hætti, verð að
heyra hana innra með mér fyrst.“
Þetta er gáfa sem margir tónlistarmenn
hljóta að öfunda þig af.
„Ég veit það nú ekki. Annars finnst mér það
sérkennilegt að útlærðir píanistar sem búnir
eru að ljúka áttunda stigi í píanóleik, skuli ekki
geta spilað afmælissönginn öðru vísi en eftir
nótum. Þá er eitthvað að kennslunni, það er
auðvitað ekki við fólkið sjálft að sakast. Það
þyrfti að vera partur af kennslunni að hlusta
meira og pæla meira í teoríunni um leið. Það
myndi ekki skaða. Ef þú hljómgreinir yndis-
lega fallegt verk eins og Tunglskinssónötu
Beethovens um leið og þú spilar, þá ertu miklu
fljótari að læra verkið, og um leið skilurðu hvað
Beethoven var að fara. Annars eru þetta bara
einhverjar nótur í cís-moll og fullt af krossum
út um allt.“
En fékkst þú tækifæri til að fara í tónlistar-
skóla?
„Já, ég gerði það nú. Ég fór í fyrsta píanó-
tímann til Vigdísar bæjarstjórafrúar í Kefla-
vík, móður Gísla Alfreðssonar. En ég var latur.
Ég var farinn að spila eftir eyranu og nóturnar
heilluðu ekki hug minn. Ég gat spilað miklu
meira en það sem ég var að stauta af nótna-
blaðinu, og hafði ekki nógu mikinn aga til að
þjálfa mig í nótnalestrinum.“
Lærði á franskt horn í lúðrasveit
Varstu þá að fá nógu ögrandi verkefni?
„Já, það held ég, ég var bara latur, og sé eft-
ir því núna. Ég sinnti þessu ekkert. Ég fór líka
í tíma til annars manns sem er góður vinur í
dag, Guðmundar Norðdahl, en hann stofnaði
tónlistarskóla í Keflavík. Guðmundur hefur
verið hvalreki á fjörum allra þeirra sem hafa
fengið hann í sitt byggðarlag, því hann stofnar
alltaf einhverja tónlistarstofnun – skóla, kór,
eða annað. En ég fór í lúðrasveit í Tónlistar-
skólanum hjá Guðmundi, svona ellefu, tólf ára,
og lærði að spila á franskt horn, og þar þjálf-
aðist nótnalesturinn eitthvað. Að lokum fór ég
svo í kennaradeildina í Tónlistarskólanum í
Reykjavík nítján ára gamall. Ég hætti í
menntaskóla og að ráðum föður míns kláraði
ég tveggja ára nám í kennaradeildinni. Þar
með er tónlistarnám mitt upp talið. Hins vegar
eru öll þessi ár, sem ég hef starfað við tón-
smíðar, útsetningar, spilamennsku og upptök-
ur minn skóli, og þar hef ég lært með sömu
gömlu aðferðinni – að hlusta og herma eftir.“
En varstu þá ekki farinn að spila?
„Jú, elskan mín, ég byrjaði minn atvinnuferil
fjórtán ára í Krossinum í Keflavík.“
Hvað var Krossinn?
„Krossinn var gamall herspítali; – tveir stór-
ir braggar. Á framhliðinni var stór rauður
kross – rauði krossinn, og húsið var aldrei kall-
að annað en Krossinn eftir að Njarðvíkur-
hreppur yfirtók það og notaði sem samkomu-
hús. Þetta var aðalstaðurinn á þessum árum.
Það var mikil uppsveifla í Keflavík í kringum
sjávarútveginn, og það var spilað um hverja
einustu helgi bæði í Krossinum og uppi á Velli.
Reyndar var ég farinn að spila með pabba fyrir
þetta; – alveg frá því ég var tíu ára. Ef einhver
píanóleikarinn úr Reykjavík komst ekki, þá
hljóp ég í skarðið. Það er gaman að segja frá
því að píanóleikari í einni af þessum hljóm-
sveitum var Jón Óskar skáld. Ég gleymi því
aldrei þegar hann forfallaðist einhverra hluta
vegna á miðju balli þannig að ég hljóp í skarðið.
En þegar átti að fara að borga launin, vildi
pabbi að ég fengi bara helminginn, en það tók
skáldið ekki í mál; – ég fékk öll launin.“
Tólf ára ökukappi skilaði
pabba heilum heim
Pabbi þinn hefur þá verið á kafi í hljóm-
sveitabransanum.
„Hann var ekki með hljómsveitina, en hann
var í henni. Hans hlutverk var líka að sækja
hljómsveitarfélaga sína til Reykjavíkur, og
keyra þá til baka eftir dansleik. Þá var hann nú
oft orðinn þreyttur á leiðinni til baka, svo hann
tók mig oft með í Reykjavíkurtúrinn til að
keyra til baka. Þannig var ég farinn að æfa
aksturinn tólf ára gamall á voða fínum Fordara
með átta sílindra vél, – mikið sport fyrir tólf
ára strák.“
Var enginn að fetta fingur út í þetta?
„Nei, nei. Það var engin umferð á nóttunni,
og engar athugasemdir gerðar við þetta. Pabbi
var líka ökukennari, þannig að það var kannski
látið kyrrt liggja þess vegna.“
Hvers konar músík voruð þið að spila?
„Þetta voru gömlu dansarnir. Það góða við
þá er hvað formið er hefðbundið. Þeir eru í þrí-
skiptu formi; þrír kaflar, og fara ekkert út um
víðan völl. Það þjálfaði eyra mitt óskaplega
mikið að elta hljómaganginn. Þetta voru polk-
ar og rælar, valsar og tangóar. Þetta var þegar
ég var yngri. Þegar ég fór svo að spila í Kross-
inum vorum við að spila tjútt, standarda og
Presley-lög, Bill Haley og því um líkt.“
Voru Keflavíkurpoppararnir frægu farnir að
láta til sín taka þarna?
„Ja, það var ekkert löngu seinna. Árið eftir
að ég byrjaði að spila í Krossinum voru Hljóm-
ar að byrja. Það var um 1959, og ég var þá
fimmtán ára en Rúnar [Júlíusson] og Gunni
[Gunnar Þórðarson] fjórtán.“
Þótti þér þá ekki nýja tónlistin spennandi?
„Hljómar voru á þessum tíma að spila Shad-
ows-lögin, og Bítlarnir komu ekki fyrr en
1961–2. Ég kveikti ekkert strax á þeim, fannst
þeir frekar falskir og það fór í taugarnar á mér.
Ég sá ekki lögin í gegnum sönginn, því hann
truflaði mig. 1962 var ég svo að byrja í Sav-
anna-tríóinu, og það var ekki fyrr en seinna að
ég sættist við Bítlana. Annað var ekki hægt.“
Þú varst þá kornungur, þegar þú varst bú-
inn að fara í gegnum ótal stíltegundir í tónlist-
inni: gömlu dansana, gamla rokkið, bítlamúsík
og svo þjóðlagatónlistina með Savanna-tríóinu.
„Já, já. Og svo hlustaði ég mikið á plöturnar
hans pabba. Hann átti Errol Garner, Benny
Goodman og eitt og annað sem ég lá yfir.“
Það hefur einmitt verið sagt að þú hafir svo-
lítið af Errol Garner í þér þegar þú ert að spila.
„Ja, það er ekkert ólíklegt, og mér finnst það
hreint ekki leiðinlegt.“
„ÉG FANN AÐ ÉG
FUNDIÐ SVONA
Þórir Baldursson hefur ekki bara upplifað tímana
tvenna í dægurtónlistinni. Hann hefur upplifað – og
spilað – allt – alveg frá gömlu dönsunum til þess sem
er að gerast í dag. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi
við manninn sem samdi Leyndarmál og Brúðarskóna,
manninn sem margir þekkja úr Savanna-tríói, aðrir
af alþjóðlegum afrekum í diskótónlistinni og
nú æ fleiri sem konung Hammondsins.
„Ég er mjög tilfinningaríkur,
ekki síst í músíkinni, þegar ég
er að spila. Ég verð að gæta
mín, en stundum get ég það
bara ekki – fer bara að gráta
og ræð ekkert við það.“