Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 13 TÓNLIST kemur til með að vera í aðalhlutverki í borginni Graz í Austurríki, sem er menning- arborg Evrópu þetta árið, og má nefna sem dæmi að haldið verð- ur áfram að bjóða upp á tón- leikaröðina Goð 20. aldarinnar. Síðustu vikur hafa marg- víslegir listviðburðir verið í boði í Graz og má nefna sem dæmi tónleikaröðina Þrjár aldir af rússneskri tónlist, sem og heim- sókn hins rússneska Mariinský- leikhúss sem er eitt stærsta verk á dagskrá menningarborg- arinnar þetta árið. Tekist hefur að sameina einsöngvara, kór, hljómsveit og dansflokk Mari- inský-leikhússins undir stjórn Valerý Gergíefs frá Sankti Pét- ursborg, en Mariinský-leikhúsið er með virtari leikhúsum Rúss- lands. Fyrsta sýning Mariinský- leikhússins í Graz var óperan Pique Dame eftir Tsjækofskí og í kjölfarið hafa fylgt Kleópatra eftir Domenico Cimarosa og Oedipus Rex eftir Stravinsky. Enn á þá eftir að flytja Mazeppa, einnig eftir Tsjækovskí, og loka- dagskrá heimsóknarinnar verða tvennir tónleikar hljómsveitar Mariinský-leikhússins. Dagskrá Mariinský-leikhússins í Graz er sú fjölbreyttasta sem leikhúsið hefur boðið upp á utan heima- lands síns til þessa og þykir gefa góða yfirsýn yfir rússneska tón- list 18., 19. og 20. aldar. Fjöldi þekktra listamanna á þá eftir að heimsækja Graz á árinu og má nefna sem dæmi bæði Kirov-sveitina og Vínarfíl- harmóníuna sem leika munu verk eftir listamenn á borð við Pierre Boulez, Helmut Lachen- mann, György Ligeti og Olivier Messiaen svo nokkrir séu nefnd- ir. Deilt um hinstu hvílu Berliozar Í ÁR eru 200 ár liðin frá fæðingu Hector Berliozar, eins af þekkt- ari tónskáldum Frakka. Afmæl- ið hefur þó nokkuð fallið í skuggann af deilum um loka- hvílustað tónskáldsins, en aðdá- endur Berliozar deila um hvort flytja eigi leifar hans í Partheon- minnismerkið í París eða ekki. Sérstök nefnd sem komið var á laggirnar til að skipuleggja hátíðarhöld í tilefni tveggja alda afmælisins hafði séð fyrir sér að hápunktur hátíðarhaldanna yrði er jarðneskar leifar Berliozar yrðu fluttar í Parthenon- minnismerkið 21. júní nk., en sá dagur er dagur tónlistar í Frakklandi. Þessi áform nefnd- arinnar hafa þó mætt ófyr- irséðum mótmælum frá mörgum aðdáendum tónskáldsins, sem og gagnrýnendum hans, sem segja að sem hægrisinni sé Parthenon, minnismerki lýðveldisins Frakk- lands, alls ekki rétti hvílu- staðurinn fyrir tónskáldið. Berlioz er í dag álitinn sá tón- listarmaður sem hélt uppi merkjum rómantísku stefn- unnar á tímabilinu milli Beet- hovens og Wagners. ERLENDAR BÆKUR Menningar- borgin Graz Hector Berlioz „ÉG hef ekki sungið hér í sjö ár,“ segir Ólafur Árni Bjarnason tenórsöngvari, og bætir því við að sér hafi fundist sem æðri máttarvöld hafi hnippt í sig og sagt að við svo búið mætti ekki lengur sitja, nú væri kominn tími til að syngja aftur heima. Það ætlar Ólafur Árni að gera, og heldur tónleika í Íslensku óperunni á morgun kl. 16.00 með píanóleikara sínum Ólafi Vigni Al- bertssyni. „Aríur og lög sem ég er búinn að vera að þróa með mér í fimmtán ár,“ segir söngvarinn um efnisskrána; þetta er það sem hann sjálfur myndi vilja heyra á tenórtónleikum. „Íslensku lögin eru perlur, – lög sem mér þykir mjög vænt um; ég syng líka tvær ítalskar antikaríur, eina óperettuaríu og Blómaaríuna úr Carmen. Á seinni hlutanum verður Di quella pira, aría Manricos úr Il trovatore, en ég syng hlutverkið einmitt í Weimar næsta vetur; Addio, fiorito asil, aríu Pinkertons í Madama Butterfly, – ég var að syngja það í Braunschweig nýlega, og loks Ness- un dorma úr Turandot.“ Ólafur Árni ætlar ekki endilega að slá botninn í tónleikana eftir síðasta vers, og er viðbúinn því að gleðja hlustendur með aukalögum. Það er í og með vegna þess að tónleikarnir verða hljóðritaðir og gott að hafa sem mest efni í handraðanum þegar velja á í væntanlega útgáfu. „Ef ég verð í mjög góðu formi, þá syng ég bara eins lengi og ég mögulega get, – engin tímamörk, – ég þarf ekk- ert að syngja í tvo, þrjá daga á eftir. Ég er með einar tuttugu aríur sem ég get sungið sem auka- lög. Það gæti orðið La donne è mobile, Questa o quella, Recondita armonia, E lucevan le stelle. Ef ég verð í góðu andlegu og raddlegu formi get ég haldið áfram fram að kvöldmat!“ Ólafur Árni er nýkominn heim frá Þýskalandi, en þar söng hann nýverið á sérstökum tenóratón- leikum með þremur kollegum sínum úr Óperunni í Braunschweig. „Audi-fyrirtækið, sem hefur að- setur í Braunschweig, keypti hljómsveit til að halda tónleika fyrir sig og vildi fá söngvara með, – fjóra tenórsöngvara. Við tókum fullt af aríum; sungum bæði saman, þannig að við skiptum lín- um á milli okkar, en líka einir. Þetta gekk svo vel að Volkswagen-fyrirtækið sem er rétt hjá réð okkur strax í samskonar verkefni, – þeir gátu ekki verið minni menn en þeir hjá Audi. Það er nú svolítið sérkennilegt að vera að syngja innan um bíla í einhverjum sýningarsölum, en gaman. Skrýtinn heimur.“ Tenórarnir fjórir sungu pró- grammið sitt einnig í Braunschweig-höll. Harald Likus, gagnrýnandi Braunschweiger Zeitung, skrifaði þá um söng Ólafs Árna: „Íslenski söngv- arinn Ólafur Bjarnason var geislandi á sviðinu. Hann ofgerði nokkuð og var óstöðugur á háu tón- unum í Blómaaríu Don Josés eftir Bizet, en söng- ur hans í drykkjuvísu Turridus eftir Mascagni var bæði öruggari og smekklegri. Í Nessun dorma lagði hann allt í sölurnar og sýndi að vog- un vinnur, vogun tapar; – kom á óvart með kjarn- miklum tón, áhrifaríkri raddbeitingu og stórhuga þori sem skóp honum stjörnuneista.“ Þegar Ólafur Árni er spurður að því hvort hann sé ekki týpískur tenór, með allan sinn lífs- kraft og sönggleði í massavís, segir hann að það geti vel verið. „Ætli þetta sé ekki bara genetískt. Ég held að hálf íslenska þjóðin sé tenórar, – meira að segja mezzósópranarnir líka!“ segir hann og hlær dátt. „Tenórar eru kannski ekki beint sjálfumglaðir, en ég held að háu tónarnir hleypi bara endorfíninu af stað. Sumir fara í maraþonhlaup til að finna fyrir vellíðan; – við syngjum háa tóna. Og þegar tenórunum líður vel tala þeir af hreinskilni, og segja hug sinn hreint út.“ „Ég er með einar tutt- ugu aríur í aukalög“ „Hálf íslenska þjóðin er tenórar; mezzósópranarnir líka!“ Ólafur Árni Bjarnason tenórsöngvari. Í SLUNKARÍKI og í kjallara i8, Klapparstíg 33, stendur yfir sýning á myndaröð Huldu Hákon. Myndaröðin var árið 2000 á sýningu í Kunst- halle Wien, í Austurríki og Almalöv Konstmus- eum í Svíþjóð. „Þegar ég bjó í New York sendi amma mér konfektkassa,“ segir Hulda um tilurð verk- anna. „Á kassalokinu var mynd af gömlu Ís- landskorti sem eignað var Guðbrandi Þorláks- syni. Þar er sjórinn kringum landið fullur af skrímslum. Fljótlega eftir að ég fékk konfektið fóru skrímslin að rata inn í myndir mínar. Miðin í kringum landið hafa líklega oftast fengið nöfn frá sjómönnum: Háadýpi, Bæli karlsins, Belgableyða, Flæmski hatturinn, Rósagarðurinn, Hnjúkadjúp, Hampiðjutorg, Paradísarhola, Sláturhúsið, Svörtuloftasvið. Nöfnin vekja forvitni og eflaust liggja sögur að baki. Á Hampiðjutorgi hef ég heyrt að mörg nótin hafi rifnað og Hampiðjan hafi eitthvað að gera í kjölfarið,“ segir Hulda. „Árið 2000 ákvað ég að vinna myndseríu út frá nöfnum á mið- unum umhverfis landið og skrímslunum á kort- inu. Afraksturinn er átta fjölfeldi. Lágmyndir, akríllitir og hydrostone og MDF.“ Sýningarnar standa til 2. mars. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 16–18 og i8 er opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 11–18, og eftir samkomulagi. Sæskrímsli Huldu Hákon í Slunkaríki og i8 Hulda Hákon: Sjálfsmynd sem sæskrímsli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.