Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 15 VANGAVELTUR um tjáningarmiðla hafa lengi fylgt myndlistarumræðunni og fullyrð- ingar um að einn miðillinn sé nú meira áber- andi en aðrir eru tíðar. Miðlar segja þó ekk- ert til um gæði myndlistar og að einn miðill sé „inni“ og aðrir „úti“ er ýmist byggt á mis- skilningi eða þá hefur galleríum, listasöfnum og listtímaritum tekist að blása eitthvað upp sem þá dugar til skamms tíma. Raunin er sú að það eru hundruð þúsunda myndlistar- manna að vinna í öllum miðlum sem í boði eru og ganga út frá öllum mögulegum for- sendum sem þroski þeirra gefur kost á. Sam- keppni á milli tjáningarmiðla er því gamall vani sem ætti að heyra sögunni til. Hugleið- ingar um eðli og eiginleika hvers miðils fyrir sig og hvernig sé verið að nýta hann er svo annað mál sem ávallt þarf að viðra til að auka við skilning okkar á honum. Myndbandið telst til nýrri tjáningarmiðla, þótt það hafi verið áberandi í myndlist í um 30 ár. Tæknilegir möguleikar miðilsins hafa þróast þessi 30 ár, þó eru margir á þeirri skoðun að myndbandsformið sé rétt á byrj- unarreit og að með tímanum og öðrum tækninýjungum komi það til með að opna enn aðrar gáttir fyrir sköpun myndlistar. Á Íslandi mundi ég segja að miðillinn hafi verið notaður mjög einfalt og takmarkað miðað við það sem sést hefur erlendis. Þótti mér það t.d. innspýting fyrir íslenskt listalíf þegar Nýlistasafnið sýndi hreint frábæra mynd- banda-innstallasjón eftir Hollendinginn Arnhout Mik síðastliðið sumar. Listir og auglýsingar Arnhout Mik er nú mættur aftur til leiks ásamt góðum hópi manna og kvenna á mynd- banda- eða DVD-sýningu sem nefnist „Hátt og skýrt“ og er samstarfsverkefni myndlist- armanna, tónskálda og auglýsingastofa. Sýn- ingin var haldin síðastliðinn janúar í Steede- lijk Bureau Amsterdam í Hollandi og er nú til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. Alls eru 9 fulltrúar hverrar greinar sem starfa þrír og þrír saman. Enginn íslenskur myndlistarmaður tekur þátt í sýningunni, en þar eð finna tvö íslensk tónskáld, þá Hauk Tómasson og Guðna Franszon. Sá fyrrnefndi samdi tónverk við myndbandsverk japönsku listakonunnar Yayoi Kusama. Verk Kusama eru jafnan optísk og glysgjörn. Dramatískt tónverk Hauks breytir að vissu leyti þeirri nálgun og gamansöm auglýsingaherferð Voss og Von Matt teygir það í enn aðra áttina og samspilið verður eitt af því betra á sýning- unni. Hið sama má segja um samstarf Guðna Franszonar og Arnhout Mik. Myndbandið er til sýnis á stóru tjaldi í fjölnotasal safnsins og sýnir börn sem ýmist sýnast vera að leika sér eða eru í hlutverki útigangsfólks. Tónverkið er mínimalískt, spilað á kontrabassa og pan- pípur og virkar jafn órætt og sjálft mynd- bandið, mitt á milli hljóðrásar og umhverf- ishljóða. Auglýsingastofan Widen & Kennedy hefur einnig brugðist skemmtilega við en hún hefur ekki viljað túlka verkið á nokkurn hátt og sýna aftan á mannfólk sem klórar sér í hársverðinum líkt og það skilji ekki það sem fyrir það ber. Ein íslensk auglýsingastofa er á meðal þátttakenda, Fastland/Ground, og vinnur hún með áhorfendur líkt og Widen & Kennedy gerir, en á annan hátt. Fastland/Ground er í samstarfi við myndlistarmanninn John M. Armleder og danshöfundinn Hans van Ma- nen. Armleder gerði myndbandið með verk Van Manens í huga og sýnir það sjóðandi hveraleir. Framlag íslensku auglýsingastof- unnar er prýðilegt og felst í myndskeiði af fólki að skoða listaverk og er tekið frá sjón- arhorni listaverksins. Aðrir þátttakendur og samstarfsaðilar eru Gillian Wearing, New og hljómsveitin Yello, Caroline Berkenbosch, Pipilotti Rist og SCOF, Toek Numan, Viktor & Rolf og Sa- atchi&Saatchi, Pierre Bismuth, Theo Loev- endie og Srawberry Fog, Franska nýstirnið Pierre Huyghe er í samstarfi með auglýs- ingastofu Kessels/Kramer og hljómsveitinni Steamboat Switzerland og Kessels/Kramer er einnig í samstarfi með hollensku listakon- unni Marlene Dumas og gamla YMO-popp- aranum Ryuchi Sakomoto. Sýningin er kannski ekki eins umfangs- mikil og menn kynnu að ætla þegar þeir sjá listann yfir þennan fjölda heimsþekktra lista- manna. Alls eru fjórir skjáir í þremur sal- arkynnum safnsins þar sem myndirnar eru sýndar, ýmist tvær saman í einu eða sitt í hvoru lagi. Ekki er ég alveg sáttur við með- ferðina á verki Guðna Franzsonar, Arnhout Mik og Widen & Kennedy í fjölnotasalnum. Ég hef skoðað sýninguna þrívegis og hefur uppsetningin í salnum tekið breytingum á milli daga vegna þess að hann er leigður út fyrir ýmiskonar uppátæki og virðist engin breyting vera gerð á þeim starfsháttum á meðan sýningin stendur yfir. Þykir mér lista- mönnunum vera sýnd mikil óvirðing þegar stólum, pöllum og borðum er stillt upp í sýn- ingarrýminu á opnunartíma safnsins til að þjóna allt öðrum tilgangi en að falla að lista- verkinu. Ekki síst þar sem Arnhout Mik er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr samspili sýningarrýmis og mynda. Að öðru leyti er vel staðið að sýningunni sem er sú fyrsta í röðinni af trílógíu sem Listasafn Reykjavíkur býður upp á næstu vikurnar. Sýningarnar standa stutt yfir eða í 1–2 vikur í senn. Eftir að „Hátt og skýrt“ lýkur mun safnið vera með gjörningahátíð og að henni lokinni verður sýning á samstarfi hollenskra myndlistarmanna og tónlistar- manna undir heitinu „Flash“. Það er því óhætt að segja að Listasafn Reykjavíkur sæki fram með þessari sýningarröð og af þessum fyrsta hluta að dæma má vænta góðs af hinum tveimur. Dýrsleg dýrkun Myndbandsgjörningar þar sem sýningar- rými og myndband skapa eina heildarmynd eða innsetningu er listform sem hefur tals- vert verið notað af íslenskum listamönnum. Má rekja slík viðhorf til þýska listamannsins Joseph Beuys á sjötta og sjöunda áratug síð- ustu aldar, en í erlendum söfnum er algengt að sjá innsetningu eftir Beuys í einum sal og þar fyrir utan eða í öðru herbergi er sýnt myndband af listamanninum þar sem hann skapar verkið inn í rýmið. Fyrir Beuys var athöfnin hluti af sjálfu listaverkinu. Huginn Þór Arason heitir ungur myndlist- armaður sem útskrifaðist síðastliðið vor frá skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands og sýnir um þessar mundir fyrstu einkasýningu sína eftir útskrift í Galleríi Sævars Karls. Sýn- inguna nefnir hann „Ég og við“ og byggist á heimatilbúnum ritúal sem framinn var í sjálfu galleríinu, tekinn upp á myndband og varpað á vegginn. Hann er sýndur í hægagangi og er ekki bara heimildir um gjörning heldur sjálf- stætt verk, eða myndbandsgjörningur. Alls taka fimm manns þátt í athöfninni eða gjörn- ingnum. Fjórir þeirra eru í sér sniðnum bún- ingum þar sem ekki sést í andlit þeirra, en Huginn sjálfur er sá eini sem þekkist á myndbandinu. Hinir fjórir tákna aðra per- sónuleika listamannsins eða önnur sjálf hans. Gjörningurinn hefst á því að þátttakendur ganga einn á eftir öðrum að afmörkuðum fleti á gólfinu þar sem leirdrulla liggur á fletinum miðjum. Þar hefja þeir hálf hallærislegan dans, einhverskonar töffaraútgáfa af Schlem- mer-ballett, er leysist svo upp í fíflaskap sem verður heldur langdreginn þegar á líður og svolítið tilgerðarlegur. Þátttakendurnir hefja svo að hnoða skurðgoð úr leirnum, nudda það í hárum og enda í fagnaðarlátum líkt og knattspyrnumenn sem hafa skorað mark eða sigrað leik. Skurðgoðið, sem er ófrýnilegt og dýrslegt, stendur síðan eftir á gólfleti gall- erísins og sérsaumaðir gallarnir hanga drull- ugir úr loftinu sem ummerki athafnarinnar. Það er nokkuð ljóst að listaverk og nýlegar sýningar Gabríelu Friðriksdóttur hafa haft mikil áhrif á Hugin. Það sem þó helst skilur þar á milli er athöfnin. Skurðgoðagerð Hug- ins vísar til trúarlegra athafna. Samkvæmt Gamla testamentinu skapaði guð manninn úr leir, líkt og Huginn notar til að skapa skurð- goðið, sem í sjálfu sér gengur upp því líkami okkar er gerður úr jarðefnum, svo sem vatni, járni o.fl. Þar sem listamaðurinn fremur at- höfnina með öðrum ímynduðum sjálfum sín- um verður hún eins og sjálfsdýrkun og jafn- vel dýrkun á því dýrslega eða „primitíva“ sem í honum býr. Þetta þykir mér hug- myndalegur styrkur verksins þar sem efni og athöfn ná saman. Fíflaskapurinn dregur samt úr dýrslegum kraftinum eða áhrifunum sem mér finnst eins og að listamaðurinn hafi ekki hugsað til enda. Jón B. K. Ransu MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur 24. febrúar. MYNDBÖND MYNDLISTARMENN, TÓNSKÁLD OG GRAFÍSKIR HÖNNUÐIR Sjónlist, tónlist og ritúal Úr myndbandsverkinu „Film“ eftir Arnhout Mik. Í myndbandi sínu notar John M. Armleder leirhver til að tjá dans. Frá sýningu Hugins Þórs Arasonar í Galleríi Sævars Karls. Gallerí Sævars Karls Sýningin er opin á verslunartímum og stendur til 5. mars. BLÖNDUÐ TÆKNI HUGINN ÞÓR ARASON MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Ósk Vilhjálms- dóttir. Til 2.3. Gallerí Skuggi: Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sigurðsson og Hrappur Steinn Magnússon. Til 9.3. Gerðarsafn: Franskar og belgískar teiknimyndir. Til 23.2. Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bau- haus. Til 23.2. Hafnarborg: Karl Jóhanns Jónsson. Baldur J. Baldursson, Gulleik Lövskar og Kristinn Pálmason. Til 10.3. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs- dóttir. Til 1.3. Hús málaranna, Eiðistorgi: Samsýning sjö málara. Til 2.3. i8, Klapparstíg 33: Haraldur Jónsson. Undir stiganum: Jón Sæmundur Auð- arson. Til 8.3. Í kjallara: Hulda Hákon. Til 2.3. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Anna G. Torfadóttir. Til 2.3. Listasafn Akureyrar: Aftökur og út- rýmingar. Til 9.3. Listasafn Borgarness: Hubert Do- brzaniecki. Til 26.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Lista- safn Ísl.: Ragna Róbertsdóttir, Mike Bidlo og Claude Rutault. Sjónarhorn – Anna Líndal. Til 16.3. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Diane Neumaier og Christos Chrissopoulos. Til 16.3. Lýsir – Jón bóndi Bjarnason. Til 9.3. Loud & Clear / Hátt og skýrt. Til 24.2. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: then. hluti 4 – minni form. Til 2.3. Listas. Sigurjóns Ólafss.: Andlits- myndir og afstraksjónir. Til 30.3. Norræna húsið: Norrænir hönnuðir. Til 2.3. Thue Christiansen. Til 16.3. Nýlistasafnið: Hlynur Hallsson, Finnur Arnar Arnarson og Jessica Jackson Hutchins. Til 23.2. Slunkaríki, Ísafirði: Hulda Hákon. Til 2.3. Þjóðarbókhlaða: Ísland og Íslendingar í skrifum erlendra manna fyrr á öldum. Til 1.5. Fellingar: Hafdís Helgadóttir. Til 1.3. Þjóðmenningarhúsið: Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8. Handritin. Landafundir. Skáld mán- aðarins: Þórarinn Eldjárn. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Bústaðakirkja: Tríó Reykjavíkur ásamt Sun Na og Unni Sveinbjarn- ardóttur. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Schola cantorum og kammerkór Hallgrímskirkju. Kl. 17. Hásalir, Hafnarfirði: Fjórir hafnfirskir kórar. Kl. 20. Íslenska óperan: Ólafur Árni Bjarna- son tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Kl. 16. Norræna húsið: Ingólfur Vilhjálmsso, Stephan Heber og slagverksleikarar. Kl. 17. Salurinn: Pawel Panasiuk selló og Ag- nieszka M. Panasiuk píanó.Kl. 16. Þriðjudagur Salurinn: Flautusónötur Bachs I: Ás- hildur Haraldsdóttir, flauta og Jory Vi- nikour sembal. Kl. 20. Miðvikudagur Norræna húsið: Peter Tompkins, óbó, Pétur Jónasson, gítar. Kl. 12.30. Salurinn: Flautusónötur Bachs II: Sjá þriðjudag. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ., Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Allir á svið, mið., fim. Með fullri reisn, lau., sun., fös. Rakstur, fös. Karíus og Baktus, sun. Veislan, fim. Borgarleikhúsið: Sól og Máni, lau., fös. Honk! sun. Kvetch, fim. Jón og Hólm- fríður, lau. Herpingur og Hinn full- komni jafningi, sun. Stígvélaði kött- urinn, lau. Rómeó og Júlía, lau., sun. Íslenski dansflokkurinn: Láta hjartað ráða för, sun., fim. Íslenska óperan: Macbeth, lau. Iðnó: Beyglur, lau., fös. Hin smyrjandi jómfrú, sun. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Nemendaleikhúsið: Tattú, lau., sun., fös. Nasa: Sellofon, lau., fim., fös. Leikfélag Akureyrar: Gesturinn, lau., sun. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.