Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI BENNY ANDERSEN DRENGSKAPARMÁL ÓSKAR ÁRNI ÓSKARSSON ÞÝDDI Ég hef átt margar kærustur flestar þó í huganum Shirley Temple og Connie litlu Deana Durbin og seinna Avu Gardner (Greta Garbo var ekki mín týpa) Sophiu Loren og Ingrid Bergman og Marilyn sem fékk mig alltaf til að hlæja svo ég gleymdi hvað ég hafði raunverulega í huga Ella Fitzgerald og Sarah Vaughan Bodil Kjer og Liv Ullmann við áttum saman unaðslegar stundir ég þurfti bara að kalla eina þeirra fram í hugann þá kom hún strax hlaupandi og tók undir handlegginn á mér í bjartri sumarnóttinni gengum við um grænan lundinn hvað fleira gerðist kemur okkur einum við maður er nú einu sinni herramaður en alltaf skildum við sem vinir fyrir lífstíð og ég elska þessar björtu sumarnætur Benny Andersen er danskur og hefur sent frá sér á þriðja tug ljóðabóka, auk þess sem hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit og barnabækur. Ljóðið Dreng- skaparmál er úr nýjustu bók hans Sjælen marineret sem kom út á síðastliðnu ári. M IKIL umræða hefur orðið um framtíð þeirra alþjóðastofn- ana sem glímt hafa við Íraksdeiluna. Stór orð hafa verið látin falla um fram- tíðarhorfur Samein- uðu þjóðanna (SÞ), Atlantshafsbandalags- ins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB). Stofnanirnar eru taldar af mörgum hafa misst trúverðugleika sinn og eru sagðar rúnar trausti. Þær eru annaðhvort sakaðar um getuleysi til að koma Íraks- stjórn frá völdum eða vanmátt til að koma í veg fyrir stríð. Það hefur mest mætt á SÞ í þessari deilu enda sú stofnun samkvæmt alþjóðalögum sem á að takast á við Íraks- málið. NATO og ESB hafa staðið til hliðar vanmáttug að grípa til nokkurra aðgerða með eða á móti stríði vegna ágreinings að- ildarríkja þeirra. Það er því ekki nema von að spurt sé hvort þessar stofnanir hafi beð- ið varanlegt tjón af völdum Íraksdeilunnar. Deilurnar innan NATO eru alvarlegar og verulegt áfall fyrir bandalagið. Rík- isstjórnir Frakklands og Þýskalands hafa sjaldan eða aldrei áður beitt sér með svo afgerandi hætti gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Frakkar og Þjóðverjar hafa oft verið andsnúnir aðgerðum Banda- ríkjanna á alþjóðavettvangi en ríkin hafa verið sammála um að vera ósammála og þegjandi samkomulag hefur verið um að þau bregði ekki fæti fyrir hvert annað. Frakkar með stuðningi Þjóðverja hafa hins vegar í Íraksdeilunni leitt andstöðu ríkja heimsins gegn innrás í Írak og reyndu til dæmis að halda vopnaeftirlitsmönnum SÞ eins lengi í Bagdad og nokkur kostur var til þess að draga úr líkum þess að Banda- ríkin og Bretar hæfu stríð. NATO er sem aldrei áður klofið á grund- velli þess hvaða ríki fylgja Bandaríkjunum að málum og hvaða ríki vilja að Evrópa marki sér sérstöðu innan þess. Órofin sam- staða ríkisstjórna Breta og Bandaríkja- manna vekur athygli en kemur ekki á óvart. Bretar hafa alltaf stillt sér upp sem helstu bandamenn Bandaríkjanna innan NATO og hafa nú fengið ríkisstjórnir stóru ríkjanna Spánar og Ítalíu til liðs við sig. Ekkert ríki NATO leggur hins vegar stríðsrekstrinum lið með beinum hætti nema Bretland sem hlýtur að vera Banda- ríkjunum áfall. Það er einnig álitshnekkir fyrir NATO að hafa ekki getað haft taumhald á rík- isstjórn Tyrklands sem hefur sent her inn í norðurhluta Íraks þrátt fyrir ítrekaðar óskir Bandaríkjamanna og Breta að Tyrkir haldi að sér höndum. Tyrkland, aðildarríki NATO, blandar sér þannig með beinum hætti inn í hernaðarátökin þvert á vilja allra aðildarríkja bandalagsins. Það eru blikur á lofti með stækkun NATO til Austur-Evrópu. Eystrasalts- ríkin, Slóvakía, Rúmenía og Búlgaría hafa gefið til kynna með óbeinum stuðningi við stefnu Bandaríkjanna að þau eru líklegri til að fylgja þeim að málum innan NATO heldur en Þjóðverjum og Frökkum. Staða Bandaríkjanna innan NATO sem og þeirra ríkja sem hafa viljað styrkja Atlantshafs- tengslin eins og Íslands, Danmerkur, Hol- lands og Bretlands gæti því styrkst nokk- uð með stækkuninni. Hvort þetta þýðir að stefna Bandaríkjanna verði í auknum mæli ofan á innan NATO er hins vegar ómögu- legt að spá um. Stækkunin til austurs gæti hins vegar leitt til djúpstæðari ágreinings innan NATO þó að allt of snemmt sé að slá því föstu. Það ber hins vegar að hafa í huga að þau ríki Evrópu sem aðild eiga að NATO hafa alla tíð deilt um hversu náið samstarf eigi að hafa við Bandaríkin. Frakkar hafa leitt ríkjahópinn sem telur að ríki Evrópu eigi að marka sér sérstöðu innan bandalagsins þannig að ekkert nýtt er undir sólinni hvað það varðar. Það er helst að Þjóðverjar hafi stillt sér upp við hliðina á Frökkum með meira afgerandi hætti en áður. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að hér sé um tímabundna afstöðu að ræða þar sem ríkisstjórnarskipti í Þýskalandi myndu gjörbreyta stöðunni. Það er ekki nýmæli að tekist sé á um ör- yggis- og varnarmálastefnu Evrópusam- bandsins. Sambandinu hefur ekki tekist að koma á sameiginlegri öryggis- og varn- armálastefnu og líklega er langt í land að það takist. Bretar hafa alla tíð haft sér- stöðu innan sambandsins hvað utanrík- ismál varðar og hafa ásamt nokkrum stuðningsríkjum oft haft aðra stefnu en meginþorri ríkja sambandsins. Öryggis- og varnarmálastefna ESB hefur einkum gegnt því hlutverki að koma í veg fyrir að ríki sambandsins vinni með beinum hætti gegn hvert öðru á alþjóðavettvangi. Reglu- legir fundir forsætis- og utanríkisráðherra sambandsins á tímum átakanna á Balkan- skaga eru til dæmis taldir hafa komið í veg fyrir að ríkin blönduðu sér einhliða í átök- in. Öryggis- og varnarmálastefnan hefur verið byggð á skipulögðu upplýsingaflæði milli aðildarríkjanna, samráði og samhæf- ingu þegar svo ber undir. Ríki ESB hafa hvert um sig haft sjálfstæða utanrík- isstefnu og munu halda því áfram. Íraks- deilan er í raun bara eitt dæmi af mörgum um misheppnaða tilraun aðildarríkja ESB til samræmdra aðgerða. Deilan hefur í raun ekkert spágildi um framtíð Evrópu- sambandsins og samstarf aðildarríkja þess. Umfjöllun um stöðu Sameinuðu þjóð- anna verður ekki skilin frá umræðu um stöðu Bandaríkjanna í heiminum. Eitt af því sem stendur upp úr eftir Íraksdeiluna er misheppnaðar tilraunir Bandaríkja- stjórnar til að fá aðrar ríkisstjórnir til liðs við sig. Einungis innan við 50 ríki geta tal- ist til bandamanna Bandaríkjanna í stríð- inu við Írak sem þýðir að hátt í 150 ríki létu ekki undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar. Ríkisstjórn Bush gerði allt sem hún gat til að frá ríki öryggisráðs SÞ til stuðnings við stríðsrekstur en þrátt fyrir loforð um mikla efnahagsaðstoð og ýmiskonar fyr- irgreiðslu létu ríkin ekki undan þrýstingi. Smá og efnahagslega illa stæð ríki höfnuðu samvinnu við Bandaríkjastjórn og kröfðust þess að Íraksdeilan yrði leist á vettvangi SÞ. Eina stórveldi heimsins getur farið sínu fram hernaðarlega en það hefur þurft að gera það án stuðnings alþjóðasamfélags- ins. Það er ekki öfundsverð staða. Rík- isstjórn Bush á mikið verk framundan. Hún þarf að koma á betra og nánara sam- bandi við meginþorra ríkja heimsins. Hún þarf á öllu sínu að halda til að sannfæra önnur ríki um að grípa megi til einhliða að- gerða án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Flestallar ríkisstjórnir eru á þeirri skoðun að leysa eigi alvarleg ágreiningsmál ríkja á vettvangi SÞ og að ekki eigi að grípa til hernaðaraðgera án samþykkis örygg- isráðsins. Það má því túlka nýliðna atburði á vettvangi SÞ í þá veru að þeir hafi skýrt hvert ríki heimsins vilja stefna á al- þjóðavettvangi. Ríki heimsins hafa valið Sameinuðu þjóðirnar og þar með hafnað einhliða aðgerðum Bandaríkjanna. Deilur næstu árin munu snúast um það í hve mikl- um mæli Bandaríkin, í krafti þess að vera eina stórveldi heimsins, geti farið sínu fram án þess að vinna eftir þeim leik- reglum alþjóðakerfisins sem meginþorri ríkja hefur kosið að fylgja. Það er vissulega rétt að sundrung meðal aðildarríkja þessara þriggja alþjóðastofn- ana hefur veikt þær. Það er hins vegar ekki hægt að draga þá ályktun að stofn- anirnar hafi veikst til langframa. Það getur tíminn einn leitt í ljós og skiptir líklega mestu hvernig takast muni að byggja upp traust milli aðildarríkja stofnananna að lokinni Íraksdeilunni. ÍRAKSDEILAN OG ALÞJÓÐASTOFNANIR RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N baldurt@hi.is Georg Guðni er yngsti listamaðurinn á Íslandi sem haldin er yfirlitssýning um. Einar Falur Ingólfsson ræðir við Georg Guðna í tilefni þess að sýningin er opnuð í Listasafni Íslands í dag. Max Ernst málaði veggmyndir á heimili hjónanna Pauls og Gölu Éluards. Þessar myndir eru lítt þekktar en kveikja þeirra er eitrað ást- arsamband þeirra þriggja eins og Halldór Björn Runólfsson rekur. Michael Moore komst í heimsfréttirnar síðastliðinn sunnudag en þá fékk hann Óskars- verðlaun fyrir heimildarmyndina Keil- að fyrir Columbine. Björn Þór Vil- hjálmsson fjallar um þennan umdeilda kvikmyndagerðarmann sem liggur ekki á skoðunum sínum. Hversdagsmenning samtímans er viðfangsefni þjóðfræð- innar ekki síður en þjóðsögur og bú- skaparhættir fyrri tíma. Valdimar Tr. Hafstein fjallar um nokkur viðfangs- efni þjóðfræðinga nú um stundir. FORSÍÐUMYNDIN er eftir Georg Guðna, hluti málverks án titils frá 2001 sem er 200 x 180 cm. Yfirlitssýning verður opnuð á verkum hans í Listasafni Íslands í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.