Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003
Á
INNAN við tveimur árum
hefur Michael Moore
færst í fremstu víglínu
pólitískra ummælenda í
Bandaríkjunum. Er það
fyrst og fremst velgengni
heimildarmyndarinnar
Bowling for Columbine
(Keilað fyrir Columbine; 2002) að þakka, en
við gerð hennar brá Moore sér í flest helstu
hlutverk; leikstýrði, skrifaði handrit, fram-
leiddi og kom fram sem spyrill. Verk þetta
hlaut einkar góðar viðtökur á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í fyrra, svo mjög reyndar að
stofnað var til nýs verðlaunaflokks til að
heiðra myndina. Þá hefur hún gengið vel í
kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum síðustu
mánuði, og þar komið flestum á óvart því við-
fangsefnið er viðkvæmt, og hún stefnir nú óð-
fluga í að verða vinsælasta heimildarmynd
sögunnar. Nýr kafli í velgengnissögu mynd-
arinnar hófst svo um síðustu helgi er myndin
hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildar-
mynd nýliðins árs og Moore hneykslaði að
auki marga með því að stíga í pontu með áfell-
isdóm yfir stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak í
stað hefðbundinnar þakkarræðu. Þá hefur
önnur bók Moores um þjóðfélagsmál, Stupid
White Men, and Other Sorry Excuses for the
State of the Nation (Vitgrannir hvítir karl-
menn, og aðrar lélegar afsakanir fyrir hörm-
ungarástandi landsins; 2001), prýtt metsölu-
lista New York Times um hálfs árs skeið, en
bókin hlaut jafnframt Bresku bókmennta-
verðlaunin í marsbyrjun á þessu ári, en þau
eru veitt í atkvæðagreiðslu meðal bókaútgáfu-
og sölufólks sem og lesenda.
Bókin hefur líkt og kvikmyndin vakið mikið
umtal, verið lofsömuð og gagnrýnd í jafn-
ríkum mæli. Það þarf svo sem ekki að koma á
óvart að þessi tvö verk hafi vakið athygli –
Moore er pólitískur róttæklingur og „aktív-
isti“, afskaplega gagnrýninn á land sitt og
þjóð og meinfyndinn í þokkabót. Hann á auð-
velt með að koma skoðunum sínum á framfæri
á aðgengilegan og skemmtilegan máta en sú
staðreynd að hann tekur iðulega á viðkvæm-
um og margflóknum málefnum gerir verk
hans umdeild. Ennfremur mætti nefna að á
bak við saklaust yfirbragð og kímnigáfu
leynist harðsvíraður fjölmiðlamaður sem hef-
ur yfir einbeittri pólitískri sannfæringu að
búa.
Hæfileikum sínum beinir Moore gjarnan
gegn einstaklingum eða fyrirtækjum sem
honum þykja gagnrýnisverð og þeir sem und-
ir slíkum kringumstæðum „lenda“ í viðtali
eiga sér sjaldan griðavon. Viðfangsefnum
Moores mætti reyndar líkja við efnafræði-
formúlur, svo vísindalega skipta þau fólki í
hatrammar og andstæðar fylkingar. Þannig
tekur Keilað fyrir Columbine t.d. á skotvopna-
eign Bandaríkjamanna, vopnastýringunni þar
í landi og mögulegum tengslum milli tíðni of-
beldisglæpa og þess hversu auðvelt er að
verða sér úti um byssur. Kenningar af þessu
tagi eru ekki nýjar af nálinni en hafa jafnan
valdið úlfúð; vopnaframleiðendur hafa mikilla
hagsmuna að gæta og ekki er síður höggvið
nærri beini þegar reynt er að takmarka
stjórnarskrártryggð réttindi bandarískra
þjóðfélagsþegna til að bera vopn. Moore tekur
þátt í þessari umræðu og afraksturinn er eld-
fim og hugvekjandi heimildarmynd.
Vitgrannir hvítir karlmenn
Þá fjallar áðurnefnd bók Moores, Vitgrann-
ir hvítir karlmenn, einkum um forsetakosn-
ingarnar 2000 sem Moore lítur á sem tákn-
rænan atburð sem hrint hafi af stað víðtæku
hnignunarferli hvert sem litið er í bandarísku
þjóðlífi. Gagnrýnin og víðtæk samfélagsskoð-
un af þessu tagi er án efa vandasamt verkefni
og velta má upp þeirri spurningu hvort kald-
hæðni og hótfyndi (en hvort tveggja eru óað-
skiljanlegir hlutar af persónuleika höfundar-
ins) geti talist hentugustu verkfærin til að
sundurgreina og setja fram skoðanir um mik-
ilvæg þjóðfélagsmál. Slíkum spurningum er
erfitt að svara nema með tilvísun í einstök og
afmörkuð verk og í tilviki Moore gegna kald-
hæðni og dramatískar framsetningaraðferðir
því hlutverki að skapa nýtt samhengi utan um
málefni sem þykja annaðhvort sjálfsögð eða
ekki umræðunnar virði. Hann notar nýstár-
legan og stundum allt að því öfgakenndan
samanburð til að benda á það sem að hans
mati eru undirliggjandi lykilatriði, sannindi
sem týnst hafa í óminnissarpi fjölmiðlaum-
ræðunnar. Jaðaráhrifin eru svo óneitanlega
þau að áhrifarík og áhugaverð framsetning
greiðir fyrir viðtökuferlinu og gerir inntakið
eftirminnilegra, eykur jafnvel sannfæringar-
kraft þess sem mælir.
Hitt er ekki síður mikilvægt að samhliða
kaldhæðinni og grípandi framsetningartækni
sinni heldur Moore út á hála braut samfélags-
gagnrýni vel útbúinn staðreyndum, tölfræði
og rökstuddum ályktunum. Sérstaklega er
hann naskur við að grafa upp fróðleiksmola
sem annars hefur farið hljótt um í tengslum
við hin ýmsu málefni sem snerta almennings-
og þjóðarhag og gerir það umfjöllun hans
bæði upplýsandi og áríðandi.
Pólitísk sannfæring Michaels Moores liggur
án vafa vinstra megin í stjórnmálalandslaginu
enda er hann fyrrverandi aðstoðarmaður for-
setaframbjóðandans og neytendafrömuðarins
Ralphs Nader. Líkt og Nader er Moore ekki
ókunnur deilum, gagnrýni og ýmiss konar
mótbyr, enda áberandi orðinn í almennri um-
ræðu í Bandaríkjunum, sem og víðar, um
þjóðfélagsmál og mætir oft harðri andstöðu
þeirra sem ekki deila stjórnmálaskoðunum
eða sannfæringu hans. Kemur þar líka til að-
ferðafræði og upplýsingamiðlunartækni fjöl-
miðlamannsins sem, þrátt fyrir að nýta sér
hefðbundinn vettvang (kvikmyndir, sjón-
varpsþætti og bækur), líkist einna helst hern-
aðarfræði skæruliðans. Með lítið milli hand-
anna gerir hann skyndiárásir á bandarískt
þjóðlíf og að hætti skæruliðans villir hann á
sér heimildir því við fyrstu sýn er hann ekki
ýkja ábúðarfullur. Þar virðist þvert á móti
vera um að ræða hálfgerðan „slúbbert“ sem
jafnan skartar trosnaðri derhúfu og lítt
smekklegum klæðnaði, alls ólíkur stjörnu-
kroppum og tannkremsbrosurum Holly-
wood-aðalsins og skortir þá öruggu sviðsfram-
komu og skjástýrðu framsögn sem einkennir
fjölmiðlafólk í Bandaríkjunum.
Moore er með öðrum orðum ósköp sauðs-
legur í háttum en allt hylur þetta þó skarpa
pólitíska greind og baneitraða kímnigáfu.
Reynist því sauðargæran einstaklega vel til
þess fallin að fá viðmælendur til að gá ekki að
sér og vanmeta þann sem talað er við. Enda
hefur það sýnt sig í heimildarmyndum og
sjónvarpsþáttum Moores að lítt ógnandi og al-
múgalegt yfirbragðið hefur ítrekað hjálpað
honum til að fá tortryggna viðmælendur til að
slappa af og opna sig. Og ósjaldan hefur
gildra reynst bíða þeirra. Undir lúðalegu yf-
irbragðinu leynist því sannarlega fjölmiðlaúlf-
ur.
Leitin að Roger
Verk Moores síðustu ár hafa flest einkennst
af nær þráhyggjukenndum vilja til að hrista
upp í þeim sem halda mætti að hefðu komið
sér svo vel fyrir á efstu þrepum efnahags- og
samfélagsstigans að þeir væru ósnertanlegir.
Þannig lýsir fyrsta heimildarmynd Moores,
Roger and Me (Roger og ég; 1989), því hvern-
ig Moore ákveður að leita uppi stjórnarfor-
mann bandarísku risasamsteypunnar General
Motors, Roger Smith, og grafast fyrir um álit
hans á efnahagslegum afleiðingum þess að
fyrirtækið loki verksmiðjum og flytji til fá-
tækari landa og/eða þróunarlanda, í þeim til-
gangi að lækka framleiðslukostnað. Persónu-
legar ástæður eru fyrir efnisvalinu en
heimabær Moores, Flint í Michigan-fylki,
varð fyrir miklu áfalli þegar GM lokaði verk-
smiðjum sínum þar og flutti starfsemina til
Mexíkó. Með brotthvarfi fyrirtækisins var fót-
unum kippt undan efnahagslegri tilveru bæj-
arins, fólksflótti fylgdi í kjölfarið sem og við-
varandi fátækt og niðurníðsla, bæði
áþreifanlegra mannvirkja og huglægra gilda.
Vill Moore m.a. halda því fram að starfshættir
á borð við þá sem hér eru nefndir séu hálfgerð
hryðjuverk, en Moore hefur frá upphafi verið
talsmaður þess að fyrirtækjum beri að axla
siðferðilega og félagslega ábyrgð, ekki síður
en uppfylla skyldur í garð hluthafa.
Í myndinni leitast hann við að ná tali af áð-
urnefndum forstjóra í þeim tilgangi að fá
skýringar á þeim hagsmunum sem ráða ferð-
inni í málum sem þessum. Markmiðið er að
gera Roger grein fyrir afleiðingum „endur-
skipulagningar“ fyrirtækisins (og í raun
margra annarra; GM var og er ekki eitt á báti
með hagræðingaraðgerðir af þessu tagi) í
þeirri von að honum sé ókunnugt um þau.
Þannig lýsir stærsti hluti myndarinnar árang-
urslitlum tilraunum Moores við að hafa uppi á
Roger. Skýrt kemur fram að það er hægara
sagt en gert að ná tali af slíkum valdamönnum
en Moore er þrjóskur. Samfélagsgagnrýni
hans í þessari mynd er bæði hjartnæm og að
því er virðist rökleg – að minnsta kosti ef tek-
ið er tillit til manngildissjónarmiða til viðbótar
við stígandann á verðbréfamörkuðum. Mynd-
in hefur þó verið gagnrýnd og það af fleirum
en pólitískum andstæðingum Moores. Hefur
þar stigið fram með mestum þunga einn af rit-
stjórum bandaríska kvikmyndatímaritsins
Film Comment, Harlan Jacobson, en hann
gagnrýndi vinnuaðferðir Moores harðlega í ít-
arlegri umfjöllun þar sem hann benti á nokk-
ur atriði sem sett höfðu verið á svið en síðan í
samhengi myndarinnar verið látin líta út fyrir
að vera raunveruleg atvik kvikmynduð glóð-
volg úr veruleikanum.
Hin hlutlausa heimildarmynd
Gagnrýni Jacobsons snertir á einum mik-
ilvægasta en jafnframt flóknasta þætti í fram-
leiðslu og viðtökum heimildarmynda, þ.e.
„hlutleysi“ slíkra verka. Óhætt er reyndar að
segja að heimildarmyndin sem tjáningarform
hafi iðulega vakið margþættar spurningar um
veruleikamiðlun, ekki síst vegna þeirrar ná-
kvæmu eftirmyndar sem hún bregður upp af
viðfangsefni sínu. En sú krafa að fyllsta hlut-
leysis sé gætt við miðlun veruleikans er vand-
uppfyllt, ekki síst þegar um kvikmyndagerð
er að ræða. Miðillinn sem slíkur krefst ávallt
einhvers konar meðhöndlunar og stjórnunar.
Jafnvel þótt heimildarmyndaleikstjóri leggi
sig í líma við að mynda atburð óskertan og
láta sem minnst fyrir sér fara þarf hann ávallt
að velja sjónarhorn og ákveða hvað á að liggja
innan myndrammans og hvað verður utan
hans. Þá þarf að meðhöndla efnið á einhvern
hátt, skapa því formgerð eða ákvarða upp-
byggingu þess myndverks sem miðlað verður
áhorfandanum. Þannig er það stýring kvik-
myndagerðarmannsins að tjaldabaki sem
reynist afdrifaríkust fyrir boðskap og merk-
ingarmiðlun verksins þegar öllu er á botninn
hvolft, jafnvel „hlutlausustu“ heimildar-
mynda. Staldra má við hvert ofantalinna at-
riða í hvaða heimildarmynd sem er og spyrj-
ast fyrir um ástæðurnar sem liggja tilteknum
ákvörðunum til grundvallar.
Á þann hátt skýrist það líka hversu erfitt er
að tala um „hlutleysi“ í þessu samhengi.
Moore hefur hins vegar aldrei leitast við að
rækta með sér hlutleysisímynd, skoðanir hans
og viðhorf liggja ljóslega fyrir áhorfendum.
Sviðsetningar sem reynt er að framsetja sem
óundirbúin veruleikabrot virðast þó standa
handan viðurkenndra siðferðismarka heimild-
armyndagerðar og varpar slík vinnuaðferð
nokkrum skugga á þessa mynd Moores;
skugga sem í framhaldi getur einnig litað
reynslu áhorfenda af nýrri myndum hans.
Vert er þó að geta þess hversu vafasamar
almennar hugmyndir um hlutleysi þeirrar
sýnar sem brugðið er upp í heimildarmyndum
í raun eru, ávallt er um stýringu að ræða og
mörkin óljós milli heiðarlegrar túlkunar og
trúverðugrar hliðrunar sannleikans, sviðsetn-
ingar og þess veruleika sem e.t.v. lagar sig
óhjákvæmilega að nærveru myndavélarinnar.
Varpa má fram þeirri spurningu hvort, og án
frekari umhugsunar, eigi að dæma úr leik það
vægi sem mat kvikmyndagerðarmannsins
hefur á því hvernig best sé að höndla við-
fangsefnið, og birta það sem fyrir honum er
raunsannasta mynd þess. Án efa er hér um
margflókið mál að ræða og vera má að ekki sé
hægt að finna algilda reglu heldur verði að
skoða hvert tilfelli fyrir sig en sennilega eru
upplýstir áhorfendur mikilvægasta forsendan
fyrir því að verk á borð við þau sem hér eru til
umræðu séu metin að verðleikum. Þá er lyk-
ilatriði að leikstjórar og rithöfundar virði tak-
mörk heiðarlegrar umræðu og skref sé ekki
stigið í átt að sögufölsun eða einfölduðum og
staðlausum áróðri.
En óhjákvæmilega verður að taka afstöðu
til ofantaldrar gagnrýni; þannig hefur Moore í
sjónvarpsþáttum sínum t.d. vísvitandi sent fá-
tæklega klæddan blökkumann inn á skrifstofu
heimsþekkts fyrirtækis til að bera fram kvört-
un. Tilgangurinn var e.t.v. að skapa kring-
umstæður þar sem búast mætti við að mann-
inum yrði kaldranalegt fleygt á dyr – atvik
sem Moore ætlar sér að ná á filmu sem dæmi
um viðhorf fyrirtækisins – en í þessu sam-
hengi ákvarðar hann ekki, eða sviðsetur, við-
brögðin þótt hann hafi með meðvituðum hætti
kallað þau fram. Og þótt aðstæðurnar sem
skapast séu ekki hversdagslegar eru þær
e.t.v. táknrænar. Hér mætti líka hafa í huga
ummæli sem birtust í New York Times þar
sem greinarhöfundur færir í orð þann mögu-
leika að viðtökur á verkum Moores séu með
þeim hætti að andstæðingar hans í pólitík
hafni þeim sjálfkrafa meðan þeir sem heldur
eru fylgjandi umbótakröfum og gagnrýni
hans meðtaki og upphefji skilaboð hans gagn-
rýnislaust. Þessi staða mála, sem greinahöf-
undinn A.O. Scott grunar að kunni að vera til
staðar, er hörmuð; í ígrundaðri umfjöllun um
nýjustu kvikmynd Moores bendir hann á að
svo mikið af áleitnu efni beri fyrir augu áhorf-
enda og mörgum hugvekjandi spurningum sé
varpað fram, og að svo fáir í bandarískum fjöl-
miðlum taki á þessu eða sambærilegu efni, að
miður væri að mikilvægi framlagsins drukkn-
aði í pólitískri orrahríð. Þá má einnig nefna að
sannleikurinn getur verið ótrúlegri en nokkur
skáldskapur og nýjasta mynd Moores er sýni-
dæmi um það; fjörugasta ímyndunarafl hand-
ÚLFUR
Í SAUÐARGÆRU
Á bak við sauðslegt yfirbragð bandaríska
kvikmyndagerðarmannsins Michaels Moores býr
skörp pólitísk greind og baneitruð kímnigáfa.
Í þessari grein er fjallað um feril Moores sem hlaut
Óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndina Keilað
fyrir Columbine sl. sunnudag en hún verður sýnd á
kvikmyndahátíð í Regnboganum á næstunni.
E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N