Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 Á RIÐ 1967 sneri Cécile Éluard ásamt eiginmanni sínum, Robert Valette, til æsku- heimils síns í Eaubonne, norður af París, til að athuga hvað stæði eftir af sérstæð- um veggverkum þýska mál- arans og súrrealistans Max Ernst frá 1923. Það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt fyrir Cécile að rifja upp alla þá angist og þann sársauka sem fylgdi þeim undarlega ráða- hag foreldra hennar, Gölu og Paul Éluard, að taka listamanninn þýska inn á heimilið, sem þriðja mann í húshaldi. Eitrað ástarsamband þremenninganna, sem hófst síðla árs 1921, var sú „mala domestica“ sem hneykslaði alla vini þeirra í deyjandi dada-samtökum, en varð um leið uppspretta einhverra merkustu, en miður kynntu veggverka sem öldin gat af sér. Paul Éluard (1895–1952) var meðal fjögurra stofnenda súrrealistasamtakanna, sem stóðu vörð um eina atvæðamestu og þekktustu bók- menntahreyfingu tuttugustu aldarinnar. Eins og Éluard voru hinir þrír stofnendurnir – André Breton (1896–1966), Louis Aragon (1897–1982) og Philippe Soupault (1897–1990) – ljóðskáld, öðru fremur. Sagt hefur verið um Éluard að hann hafi haft náttúrulegustu gáfur allra þess- ara félaga sinna. Ljóðrænan og gagnsæi merk- ingarmálsins hafi bókstaflega runnið undan penna hans eins fyrirhafnarlaust og vatn í vor- leysingum. Án samhljóms og samkvæmni Það sama varð ekki sagt um Max Ernst (1891– 1976) sem myndlistarmann. Hann var málfræð- ingur að mennt og sjálfmenntaður sem málari. Hann bjó því að takmarkaðri skólun í faginu og þvældist það töluvert fyrir honum, einkum í veigameiri verkum til að byrja með. Ernst orðaði það svo sjálfur að list sín væri líkt og hans eigin tilvera; án alls raunverulegs samhljóms og sam- kvæmni. En eins og til að vega upp þessa mis- bresti bjó hann yfir miklu áræði, eiginleikum sem nauðsynlegir eru hverjum listamanni sem vill ná árangri. Segja má að „smámiðlarnir“ – grafík, klippi- myndir, lágmyndir og hvers kyns vatnslitir – hafi legið mun betur fyrir Ernst en sjálf málara- listin. Öll sú fjölbreytilega flóra af smámyndum sem hann skóp á árunum 1919 til 1922 er af flest- um talin til marks um frjóasta tímabilið á gjörv- öllum ferli hans. Á þessum árum taldist Ernst enn til dadaista, lausbeislaðs hóps framúrlista- manna frá jafnólíkum löndum og Rúmeníu, Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir áttu fátt sameiginlegt annað en löngun til að koma venjubundinni listsköpun og fagurfræði fyrir ætternisstapann. Misbrestur var kominn í hópinn vegna ósam- rýmanlegrar afstöðu André Bretons og rúm- enska skáldsins Tristans Tzara (1896–1963), sem verið hafði meðal stofnenda dada–hreyfingar- innar í Zürich, árið 1916. Tzara taldi sig hafa lært það af hörmungum heimsstyrjaldarinnar fyrri að listin ætti ekki að lúta neinum háleitum vænt- ingum, né kerfisbundnum hugmyndum. Hann vildi því ekki fyrir nokkurn mun hverfa frá tóm- hyggju dadaismans, sem byggðist á fullkomnu frelsi til æðis, hendingar, markleysu og hæðni. Tzara var í þessum efnum dyggilega studdur af franska málaranum Francis Picabia (1879– 1953), sem taldi að listamenn væru ekkert frekar skapandi í hugsun en venjulegur ólistrænn al- menningur, enda væri tilfinningahlaðin list fyrir stormasöm. Luise, eða Lou, eiginkona Ernst, lýsti Gölu Éluard sem „… hálu, hrífandi kvik- indi, smábeinóttu, með fossandi dökku hárflóði og kviku, lítið eitt austrænu augnaráði sem reyndi að fá eiginmann sinn til að reyna við sig meðan hún næði sjálf tangarhaldi á Max. Að lok- um ákvað hún að halda báðum, Paul og Max, með elskulegu samþykki hins fyrrnefnda.“ Þannig varð til vísirinn að því sérkennilega, þriggja manna húshaldi, sem steypti Lou Ernst í svartnætti taugaáfalls og bitnaði hvað verst á af- kvæmum hjónanna, þeim Cécile Éluard og Jimmy Ernst. Þótt þau væru barnung staðhæfðu vinir beggja, Arp-hjónin, þau Jean og Sophie Taeuber, að bitur reynsla barnanna af þessu undarlega sambandi, og meðfylgjandi umkomu- leysi þeirra, tæki engu tali. Um afstöðu Paul Éluard, eða afstöðuleysi réttara sagt, hefur oft verið fjallað, einkum þau fleygu orð hans að hann hefði elskað Max Ernst meir en Gölu konu sína. Svo virðist sem ljóðskáldið hafi litið upp til Max Ernst sem stóra bróður og upplifað vináttu Þótt Freud sýndi skáldskap þeirra Bretons og Éluard lítinn sem engan áhuga varð sá fyrr- nefndi þeirra svo upptekinn af kenningum sál- könnuðarins margumtalaða að hann gerði þær að þungamiðju súrrealismans. Skömmu eftir fundinn við Freud krýndi Breton sig sem páfa hinnar nýju hreyfingar og eftir 1924, þegar hann hafði lokið við Fyrsta súrrealistaávarpið, tók hann sér það bessaleyfi að ákveða, svo til upp á eigin spýtur, hver væri á réttri leið innan súr- realistasamtakanna, og hverjum bæri að úthýsa sem villutrúarmanni. Hafi Picabia í hjarta sínu fylgt Tzara að mál- um gegn bókstafshyggju Bretons var Max Ernst óumdeilanlega á bandi hins síðarnefnda. Þótt verk hans væru hlaðin dadakenndum grallara- skap, svo sem sjálfskopinu sem lesa mátti á „Drögum að sýningarspjaldi“, samklippi með blandaðri tækni frá 1921, leituðu verk hans æ meir í átt til sálrænna og kynferðislegra athuga- semda í bland við glettnina. Á spjaldinu góða stóð meðal annars: „Málverkasýning. Teikning. Fatagaga. Plastoplastík. Vatnslitir. Max Ernst er lygari, arfleifðarveiðari, hneykslunarhella, hrossaprangari, mannorðsmyrðir og boxari …“ Fíllinn Celebes Sama ár málaði hann svo fyrsta fræga öndveg- isverk súrrealismans, sem gaf myndlist hreyf- ingarinnar sitt fígúratífa, en órökræna mynd- mál. Þetta var „Celebes“, undarlegt tvífætt skrímsli sem óneitanlega minnir á fíl með rana, eða jafnvel ryksugu, en var reyndar byggt á ljós- mynd af risastórri, tvífættri kornbyrðu Konk- ombwa-ættflokksins í Suður-Súdan. Síðar sagði Ernst breska súrrealistanum og safnaranum Roland Penrose að titillinn á myndinni hefði kviknað út frá blautlegum húsgangi sem flaug meðal þýskra skólabarna og fjallaði um fjörugt ástarlíf fílsins frá Celebes. Nú mætti segja að þetta benti allt til áfram- haldandi fáránleikaglettni dadaísks listamanns. Því má þó ekki gleyma að tilvísunin til eyjarinnar Celebes, austan Borneó í indónesíska eyjaklas- anum, er jafnframt framandleg og full dulúðar. Séð úr lofti er þessi ellefta stærsta eyja veraldar einna líkust tvífættum fíl. Þá verður ekki framhjá því horft að erótískar tilvísanir með skírskotun til drauma og dulvitundar urðu æ meir áberandi í verkum Ernst eftir því sem kynni hans af Breton og Éluard styrktust. Árið 1922 málaði hann „Oedipus Rex“, þar sem sál- könnun Freuds er í fyrsta sinn beinlínis gerð að megininntaki myndverks. Tónninn er gefinn með fingrum sem stingast út um glugga á múr- steinsbyggingu, haldandi á valhnetu með ör í gegnum, og skeinuhættri kjúklingakrækju. Upp um gólfið á sýningapalli teygja sig tvö fuglshöf- uð, annað með horn, sem bundin eru með streng sem liggur upp í himininn, með loftbelg svífandi í fjarska. Það hlýtur að teljast nokkuð táknrænt að Paul Éluard skyldi kaupa bæði verkin nær samstund- is eftir að hann og Gala (1894–1982), hin rúss- neska eiginkona hans, kynntust Max Ernst. Við fyrsta mót þeirra í Köln, í byrjun nóvember 1921, féll Éluard fyrir „Celebes“ með ámóta hætti og Ernst féll fyrir Gölu. Ernst mynd- skreytti ljóðasafn Éluard, „Répetitions“ – End- urtekningar – sem út kom 1922, og saman sömdu þeir í Köln, vorið 1922, ljóðasafnið „Les Mal- heurs des immortels“ – Hamingjuleysi hinna ódauðlegu – sem Ernst myndskreytti jafnframt með klippimyndum sínum. Kynni Ernst og Éluard voru þegar í stað bí því vélgerðir hlutir væru jafngóðir og fagrir munir og handgerðir. Eina persónulega athöfnin sem enn var fær væri fólgin í því að velja. Að því leytinu fóru hugmyndir Picabia saman við skoð- anir landa hans, dadaistans Marcels Duchamp (1887–1968). Á slóðum sálkönnunar Breton taldi dadaisma Tzara kominn í blind- götu án framtíðar. Hið eina sem beið hreyfing- arinnar, að hans mati, var ófrjó sjálfstortíming sökum endalausrar neikvæðni. Útkomuleiðin að hans mati lá vissulega gegnum hendinguna, en það var tilviljun sem tengd var hinu ómeðvitaða. Eftir að hann hitti Sigmund Freud í Vínarborg, haustið 1921, ásamt Simone konu sinni og Paul Éluard, var ekki aftur snúið. Því má ekki gleyma að Breton var fyrrverandi nemi í læknisfræði. Meðan á heimsstyrjöldinni fyrri stóð annaðist hann hermenn sem taugasálfræðingur á ýmsum sjúkrahúsum, meðal annars hinum þekkta Val de Grâce-spítala. FLJÚGANDI FURÐUR „Conseils d’ami“, 1923, – Vinarráð – var hluti af ævintýrafrísunni í herbergi Cécile litlu Éluard. „Au premier mot limpide“, 1923, – Við fyrsta t herbergi Éluard-hjóna. Snúran og fingurnir mynda þessi umbreytt myndskre Veggverk Max Ernst í hús og Gölu, í Eaubonne í Frakk in af eitruðu ástarsamban snemma á þriðja árat er varpað ljósi á tilu súrrealískan ba E F T I R H A L L D R U N Ó L F „Entrer, sortir“, 1923, – Út og inn – var málað á hurðina að borðstofunni. Málverkið er hlaðið táknmáli sem enn bíður skýringa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.