Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003
V
IÐFANGSEFNI þjóðfræð-
inga eru hópar fólks af ýms-
um stærðum og gerðum og
sú menning sem sameinar þá
og sundrar þeim. Ólíkt
mörgum sem fást við skyld
efni staldra þjóðfræðingar
sérstaklega við það sem fólk
hefur sjálft fram að færa, hvernig það tjáir sig
um tilveruna, náungann og samfélagið. Hins
vegar hafa þjóðfræðingar minni áhuga á ein-
staklingsbundinni tjáningu (höfundarverkum)
en efni sem margir eiga aðild að og nefnt er
þjóðfræðaefni (eða alþýðuhefð). Þá er hugsun-
in sú að þjóðfræðaefni veiti innsýn í hugmyndir
og áhyggjur sem eru almennar í þeim hópum
sem það gengur á meðal, ekki aðeins einstak-
lingsbundin sjónarmið.
Þarna er gert ráð fyrir því – með réttu held
ég – að fólk miðli áfram því sem vekur áhuga
þess og það telur eiga erindi við aðra. Því má
ætla að þjóðfræðaefni sem gengur manna á
milli gefi góða vísbendingu um það sem á þeim
brennur, það sem skiptir fólk máli. Fallist
menn á þessi rök, þá leiðir af þeim sú niður-
staða, sem ég held að sé líka laukrétt, að þjóð-
fræðaefni er ómetanlegur vitnisburður um
samfélagið og menninguna sem það tilheyrir,
eða þá hópa innan samfélagsins sem það geng-
ur á meðal – hvort sem það eru aldurshópar,
starfsgreinar, sveitungar, fjölskyldur, eða hvað
það annars er sem einstaklingarnir í hópnum
eiga sammerkt. Þjóðfræðaefni úr samtímanum
er þess vegna einkar vel til þess fallið að rann-
saka samfélags- og menningarástand samtím-
ans.
Þennan vitnisburð er stundum ekki auðvelt
að nálgast með öðrum hætti en þjóðfræðirann-
sóknum. Ástæða þess er sú að þjóðfræðaefni
tilheyrir óopinberri menningu. Opinber er sú
menning sem með einhverju móti er stofnana-
vædd og lýtur þar með vissum reglum um hvað
má og hvað má ekki segja, hvað er gefið og
hvað fráleitt, o.s.frv. Opinber er t.d. öll sú
menning og orðræða sem er fjölmiðluð. Gagn-
stætt þessu má segja að óopinber menning sé
sú menning sem ekki er stofnanavædd. Þetta
er sem sagt greinarmunurinn á skáldsögu og
þjóðsögu, greinarmunurinn á málverki og graf-
fítí, greinarmunurinn á lækningum og hjá-
lækningum. Óopinber orðræða lýtur ekki lög-
málum opinberrar orðræðu – þess vegna eru
oft tjáð viðhorf í þjóðfræðaefni sem aldrei eru
viðruð í opinberri orðræðu.
Flökkusagnir og hnattvæðing
Þjóðfræði samtímans fjallar um fyrirbæri og
einkenni samtímamenningar og samfélags.
Þessi menningarfyrirbæri rannsaka þjóðfræð-
ingar í tengslum við teoríu til þess að staðsetja
viðfangsefnin í stærri ferlum, skoða þau sem
hluta af menningarástandi og samfélags-
mynstri og taka þannig þátt í almennri um-
ræðu um menningu og samfélag.
Hnattvæðing er dæmi um þverfaglegt við-
fangsefni sem þjóðfræðingar láta sig varða.
Það er margt ritað og rætt um hnattvæðingu
þessa dagana, en þjóðfræðin færir aðra vídd í
hnattvæðingarumræður en þær sem venjulega
eru í brennidepli, nefnilega hversdagsvíddina.
Hversdagsmenning hefur einmitt verið einn
helsti vettvangur alþjóðavæðingar, hvort
tveggja svokölluð poppmenning og svo alþýðu-
menningin sem þjóðfræðingar hafa lengi rann-
sakað. Í þjóðfræðaefni sjáum við konkret birt-
ingarmyndir hnattvæðingar í hversdeginum,
og við sjáum líka viðbrögð fólks við áhrifum
hnattvæðingar.
Hér er rétt að staldra við og bæta dálitlu
kjöti á beinin. Eftirfarandi dæmi – um flökku-
sagnir, huldufólkshefðina, hjálækningar og
tattú – eru til merkis um hvernig þjóðfræðaefni
getur varpað ljósi á menningarástand og sam-
félagsbreytingar okkar tíma.
Sé nokkuð til sem staðfestir þá skoðun að
heimurinn sé að skreppa saman þá er það taf-
arlaus útbreiðsla tiltölulega flókinna sagna um
heiminn þveran og endilangan. Flökkusögn
sem kvisast út í Brasilíu eina vikuna er orðin
samræðuefni viku síðar á Íslandi, í Eþíópíu og í
Taívan. Internetið á hér nokkurn hlut að máli,
sérstaklega tölvupósturinn. Netið hefur marg-
faldað hraðann á útbreiðslu þjóðfræðaefnis,
auk þess sem þessi nýja boðleið hefur mótað
nýjar tegundir þjóðfræðaefnis, t.d. langloku-
brandara sem byggjast á upptalningu og auð-
vitað vírusaðvaranir, sem út af fyrir sig má
skilja sem komment á upplýsingasamfélagið og
hættuna sem fylgir mannlegum samskiptum,
þar sem kunningjar jafnt sem ókunnugir geta
skaðað mann óafvitandi með því einu að senda
manni línu.
Fjöldinn allur af flökkusögnum fjallar bein-
línis um hnattvæðingu og ýmsa fylgifiska
hennar. Í Bandaríkjunum og ýmsum löndum
Evrópu gengu í mörg ár sagnir sem sögðu frá
fólki sem var naumlega bjargað eftir að það var
bitið ýmist af eiturnöðru eða framandlegu og
baneitruðu skorkvikindi. Þegar farið var að
grennslast fyrir um hvernig á þessu gat staðið
kom í ljós að naðran (eða kvikindið) hafði verið
innan í fóðrinu á nýrri kápu sem fórnarlambið
hafði mátað sama dag í Kringlunni (eða Macy’s,
eða Printemps, eða einhverri stórri verslunar-
miðstöð eða vöruhúsi). Kápan var „made in
Taiwan“ eða Taílandi eða Indónesíu, eða … tja,
nefnið hvaða land sem er þar sem vinnuaflið er
ódýrara, skattarnir lægri og verkalýðsfélögin
veikari en á Vesturlöndum og þangað sem
framleiðslustörf hafa þar af leiðandi flust á síð-
ustu áratugum með auknum hreyfanleika fjár-
magns og uppgangi fjölþjóðafyrirtækja. Þann-
ig er þessi sögn til marks um áhyggjur fólks af
þessari þróun.
Þrátt fyrir að framleiðslustörf séu stöðugt að
flytjast til á hnattvæddum vinnumarkaði eru
þriðjaheimsríki enn fyrst og fremst hráefnisút-
flytjendur. Hvert ríki er með sína meginút-
flutningsvöru, kaffi eða hveiti eða sykur eða
maís, rétt eins og á nýlendutímanum þegar
Vesturveldin deildu þeim og drottnuðu og
gerðu hvert um sig að sérhæfðum birgi fyrir
nýlenduvöruverslanir. Í þessum ríkjum ganga
ýmsar sagnir þar sem íbúarnir tjá hug sinn til
þessarar skipanar mála. Á seinni hluta níunda
áratugarins fór til dæmis eins og eldur um sinu
í Suður-Ameríku flökkusögn um líffærastuld,
þess efnis að börnum og ungmennum væri
rænt í stórum stíl, líkamar þeirra opnaðir og
líffærin fjarlægð til að selja ríkum Vestur-
landabúum sem væru tilbúnir að greiða stórfé
fyrir nýja, óskorpna lifur eða lungu eða hjarta.
Svo rammt kvað að þessum sögnum að vest-
rænir túristar og trúboðar áttu sums staðar
fótum sínum fjör að launa undan óttaslegnum
foreldrum.
Það dylst auðvitað engum að þessi sögn
fjallar um nýja tækni í lækningum. Um leið er
hún innlegg í umræðu um ástandið í sumum
stórborgum Suður-Ameríku þar sem líf og lim-
ir fátæks fólks eru ekki metin meira en svo að
hálfopinberar dauðasveitir taka götubörn af
lífi. En sögnin fjallar líka um misskiptingu
auðs, þar sem hráefnisútflytjendur þriðja
heimsins bera skarðan hlut frá borði, og í sögn-
inni er fátækt fólk beinlínis sjálft orðið að hrá-
efni fyrir ríka Vesturlandabúa. Takið líka eftir
að Vesturlandabúar eru hér komnir í hlutverk
blóðsugunnar og gegna hér sama hlutverki og
Drakúla greifi og félagar gerðu í eldri sagna-
hefð Evrópubúa.
Huldufólk og þéttbýlisþróun
Frásagnarhefðin um álfa og vegagerð lifir
enn góðu lífi hérlendis, þvert ofan í allar hrak-
spár um yfirvofandi útrýmingu huldufólksins.
Oddur Einarsson biskup var þegar farinn að
halda því fram um aldamótin 1600 að enginn
tryði lengur á álfa utan elstu menn og að þessar
hugmyndir myndu fjara út með þeirra kynslóð,
en enn láta þessar hugmyndir engan bilbug á
sér finna. Fyrir nokkrum árum tók ég viðtöl við
eina þrjátíu og fimm vegagerðarmenn og aðra
sem komið hafa við sögu þegar framkvæmdir
hafa komist í kröggur við steina og hóla sem
eru eignaðir huldufólki. Í stuttu máli dró ég
þær ályktanir af þessari rannsókn að auk þess
sem frásagnarhefðin um álfa og vegagerð
snertir að vissu leyti tilvistarlegar og þekking-
arfræðilegar spurningar um hvað sé til og hvað
við getum vitað með vissu; auk þess að tengjast
með ákveðnum hætti umhverfismálum, eins og
fleiri hafa bent á; þá verður að setja þessa frá-
sagnarhefð í samhengi við þéttbýlisþróun á 20.
öld. Reyni maður að sjá skóginn fyrir trjánum
og horfi þannig á frásagnarhefðina í heild sinni
fremur en einstakar sagnir kemur maður auga
á landafræði frásagnanna: Svo gott sem öll at-
vikin sem sagt er frá henda þar sem þéttbýlið
er að dreifa úr sér og steypan og malbikið
breiðast yfir haga og tún.
Álfhóllinn við Álfhólsveg í Kópavogi hefur
ítrekað komið við sögu framkvæmda eftir því
sem Kópavogur hefur byggst og byggðin verið
að þéttast, göturnar malbikaðar, breikkaðar,
hitaveitustokkar hafa verið lagðir, o.s.frv. Svip-
UM GILDI HVERS-
DAGSMENNINGAR
Samtíminn er í síauknum
mæli í brennidepli í rann-
sóknum þjóðfræðinga,
hér á landi sem annars
staðar. Í þessari grein er
fjallað um sitthvað sem
þjóðfræðin hefur fram að
færa um íslenska sam-
tímamenningu. Einkum er
stiklað á viðfangsefnum
sem gjarnan vilja gleym-
ast í umræðum um ís-
lenska menningu, ýmist
vegna þess að þau þykja
ekki nógu íslensk eða ekki
nógu menningarleg.
Álfasteinninn sem stendur við Vesturlandsveg við heimreiðina að Keldum og kallaður hefur verið Grásteinn fluttur úr stað.
E F T I R
VA L D I M A R T R . H A F S T E I N