Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003 5 ná upp stemningu til viðbragða, enda tekur tíma að greina menningarpólitískt inntak samningsins í glýjunni frá öllu þessu skot- silfri; – sem enn á eftir að eyða á vettvangi samtímamyndlistarinnar. Ljóst er að einstak- lingi hafa aldrei verið gefnar jafn frjálsar hendur af opinberum aðilum til íhlutunar í ís- lenska myndlist, framgang hennar og úr- vinnslu, á jafn óljósum forsendum. Hvíta platan Það er afar sjaldgæft að Íslendingar hafi áhuga á myndlist, taki hana alvarlega og meti hana að verðleikum. Á þessu sviði sker Pétur Arason sig úr, enda efast enginn sem til þekk- ir um einlægan áhuga hans á nútímamyndlist. En í flestum greinum, eins og í íþróttunum, er oftast hyldýpi á milli áhugamanna og atvinnu- manna. Pétur Arason hefur í gegnum árin haft góð kynni af fjölda merkra listamenna, bæði erlendum og innlendum, og áskotnast verk eftir þá marga. En það fylgir böggull skammrifi. Myndlistarsafn Péturs Arasonar ehf. er mestan part smælki, míníatúrar og fjölfeldi, í sumum tilfellum nánast ekkert ann- að en nafn listamanna á blaði, í undantekning- artilfellum er um lykilverk að ræða hvað snertir umfang eða inntak. Safnið er fyrst og fremst snyrtileg og niðursoðin táknmynd al- þjóðlegrar samtímalistar, mestan part svo smátt í sniðum að lítið heimahús er umgjörð við hæfi. Sú sýn sem það endurspeglar er bit- laus, þreytt og þung, stofnanaleg, í lítilli sam- ræðu við samtímann. Inntakið í safninu er að myndlistin hafi liðið undir lok um svipað leyti og Hvíta plata Bítlanna kom út og flest sem á eftir hafi komið sé einhvers konar úrvinnsla eða endurtekning. Nýstofnað samtímalista- safn Reykjavíkurborgar við Laugaveginn er hins vegar frá sjónarhóli framsækinna lista- manna tímaskekkja og bakslag. En af hverju skyldi þetta sakleysislega safn Péturs Arasonar ehf. vera tilefni hárra styrkja og hástemmdrar umfjöllunar? Skýr- ingarinnar er fyrst og fremst að leita í stefnu opinberra aðila hvað varðar myndlist og reyndar menningu yfirleitt. Þessi stefna felst í stuttu máli í því að beina mestum kröftum og fjármagni inn á við undir merkjum „ís- lenskrar menningar“ og afdankaðrar þjóðern- ishyggju. Hugmyndafræði sem síðustu árin hefur stuðlað að síaukinni einangrun og for- heimskun landsmanna á sviði myndlistar og reyndar fleiri sviðum. Á sama tíma og flestar vestrænar þjóðir og metnaðarfullar menning- arstofnanir leggja mikið fé í að auka gegn- umflæði samtímalistar eyða sambærilegar stofnanir hér nánast öllu sínu fé og starfs- kröftum í að kaupa og sýsla með innlenda list, en hræringar og framsókn listrænnar hugs- unar í umheiminum látin sem vind um eyru þjóta. Nánast engu fé er eytt í að kaupa verk eftir erlenda listamenn og fáar markverðar sýningar á alþjóðlegri samtímalist eru haldn- ar á vegum safnanna og nær engin að frum- kvæði þeirra. Þetta hefur reyndar oft verið sagt áður. Það breytir þó ekki því að svör op- inberra aðila hafa alltaf verið jafn mikið á skjön við veruleikann enda lítil sem engin stefnubreyting í augsýn. Þetta ástand er ein af meginástæðunum fyrir því að fótunum hef- ur verið kippt undan þróun eðlilegs verð- myndunarkerfis í myndlist hérlendis, fjárfest- ar halda að sér höndum og myndlistin rær lífróður. Nú hafa borgaryfirvöld í vissum skilningi „keypt út“ þann einstakling sem í gegnum ár- in hefur verið nánast einn á báti í því að fjár- festa í samtímamyndlist af áhuga og smekk- vísi, og gert hann þar með að opinberri ímynd einkaframtaksins á sviði menningarinnar undir merkjum einhvers konar ríkissósíal- isma. Litlum sem engum fjármunum Lista- safns Reykjavíkur er ætlað til kaupa á al- þjóðlegri myndlist og slíkur er heimóttarskapurinn að samkvæmt upplýsing- um Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, er Pétri Arasyni ehf. óheimilt að auka við safnið og nota fjárveit- inguna frá borginni til kaupa á nýjum verk- um. En er þess í stað skylt að dedúa við míní- atúrana í hvítmáluðu stofunum í litla húsinu við Laugaveginn fyrir 14 milljónir á ári. Einungis í samanburði við úrelta stefnu op- inberra aðila í myndlistarmálum telst safn Péturs Arasonar ehf. merkilegt og get ég því tekið undir skoðanir fjölda starfandi mynd- listarmanna, innlendra og erlendra, sem hafa gjarnan á orði, að safn Péturs sé betra en ekkert. – En vissulega verra en ekkert ef stofnanir og einstaklingar, þar sem vaxtar- broddar myndlistarinnar eru, fá þá lítið sem ekkert. Þá er hér um að ræða bæði skaðlega hagræðingu og lélega pólitík. Ef þessi safnaáform borgarinnar ganga gagnrýnislaust eftir gefa þau villandi skilaboð út í listaheiminn og samfélagið sem orðið gæti til þess að listamenn og listneytendur leiddust út í, eins og í uppgjöf, að laga sig enn meir að drunganum í myndlistarlífinu, í þeirri trú að svona sé alvöru listin í heiminum í dag: í besta falli snobbskotin en ofar öllu leiðinleg og til- gangslaus. Enn er þó hægt að greiða úr uppkomnum vanda með þeim hætti að Pétur Arason ehf. skilaði aftur peningunum með þeim skilmál- um að þeir renni til þeirra aðila í myndlist- arheiminum á Íslandi sem mest þurfa á þeim að halda og best geta farið með þá. Pakka safninu niður í kassa og gera um það vörslu- samning við borgina, en stofna jafnframt verkefnasjóð í eigin nafni og af eigin fé, með það markmið „að veita nýjum straumum inn í íslenska myndlist“. Höfðingleg aðgerð sem kæmi vafalaust til með að halda nafni Péturs Arasonar lengur á lofti, en að basla við safna- rekstur á vafasömum forsendum, og gerast þannig smám saman tákngervingur stöðnun- ar, þröngsýni og hugmyndaleysis á vettvangi myndlistar; hlutskipti sem Pétur Asrason ætti síst skilið. Þessi aðgerð gæfi þá núver- andi fomanni menningarmálanefndar, Stefáni Jóni Hafstein, og menningarmálanefndinni, borgarstjórunum Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og/eða Þórólfi Árnasyni og borgarráði svigrúm til að viðurkenna og bæta fyrir yf- irsjónir sínar. Málið allt yrði tekið til gagn- gerrar endurskoðunar og þeirri spurningu varpað fram í einlægni hvernig þessi 80 millj- óna króna sjóður gæti helst „stuðlað að end- urmati og gagnrýnni skoðun á möguleikum og tilgangi myndlistar á Íslandi“. Í þessari nauð- synlegu vinnu og greiningu væri að sjálfsögðu eðlilegt að Pétur Arason væri einn af lyk- ilmönnum. Ákvörðun um að koma á fót alþjóðlegu samtímalistasafni í Reykjavík er fyrst og fremst menningarpólitísk stefnuyfirlýsing. Ætla mætti að einn þáttur þessarar aðgerðar væri að styrkja mannlíf í miðborginni. Skyldi þá engum hafa dottið í hug að gamla Faco- búðin að Laugavegi 37 væri einmitt rétti stað- urinn til að koma á fót poppminjasafni með gripum úr íslenskri og alþjóðlegri poppsögu ásamt sýnishornum af poppmenningarvörum sem seldar voru áður fyrr í búðinni? Til þess að mynda sjálfstæðan tekjustofn fyrir safnið gæti Faco ehf. aftur tekið til við að flytja inn bítlaskó, bítlapeysur, kragalausa jakka og Ringohringi eins og í gamla daga. Vafalítið að poppminjasafn við Laugaveginn yrði veruleg lyftistöng fyrir mannlíf á þessu svæði, en eins og allir vita hafa popptónlistarmenn okkar náð eftirtektarverðum árangri og getið sér gott orð víða um heim. Meiri vafi leikur hins vegar á að samtímalistasafn Péturs Arasonar ehf. og borgarinnar að Laugavegi 37 verði sá mannlífs- og menningarhvati sem að er stefnt, en verði þess í stað dýrkeyptur minnisvarði um dapurlegt ástand og vanhugsaða menn- ingarpólitík. Hins vegar á menningin og myndlistin þessar 80 milljónir skilið og miklu meira til. Menningin og myndlistin eru mið- lægar í mannlegu samfélagi, og því betur sem listin og listamennirnir þrífast því meiri fyll- ingu fær líf fólksins í landinu. Menn geta ein- faldlega ekki lifað án listarinnar. Enginn kemst upp með það til lengdar að umgangast þau grundvallarverðmæti sem í henni eru fólgin af vanþekkingu og léttúð – jafnvel þótt viðkomandi sé í R-listanum, Samfylkingunni eða einhverjum af öllum hinum flokkunum. „Köttelkarinickel“ eftir Dieter Roth, hálmur, skítur og lím. Úr safni Péturs Arasonar. Höfundur er myndlistarmaður. lagi absúrdismanum, sem þar af leiddi upp úr miðbiki 20. aldar, hafi djöfullinn hreinlega lagt guð að velli. Nánar tiltekið, dregin var upp neikvæð mannlífsmynd. Sjúklegur fáránleiki hennar og hrun verðmæta segja meir um þetta tímaskeið en nokkur frétt fjölmiðla. Engu líkara er en að endingu hafi verið um Pyrrhusarsigur að ræða, og eftir standi popp og naumhyggja, kunnáttusnauð, vélræn við- rini, sem yfir engu búa, hvorki guði né djöfl- inum. Í öllum þeim mikla fögnuði, sem ríkti þegar með sanni mátti segja, að listin væri ekki leng- ur bundin hinum sýnilega veruleika, eins og list fyrri alda, var vissa einföldun eða kannske öllu heldur þá glámskyggni að finna, sem eðli- lega fylgdi tímabili byltinga. Oftrúin var þó ekkert sérfyrirbæri í listum, hún var, ef nokk- uð var, enn meiri í vísindum og tæknivæðingu, en þó kannske almest á stjórnmálasviði. En listin eignaðist reyndar sitt stjórnmálasvið, því að áhangendur hinna ýmsu isma töldu sig eina vera handhafa sannleikans, og vildu í krafti þess ráða ferðinni í menningunni. Fjar- stæða er að halda því fram, að listin geti staðið óháð náttúrunni, sú afstaða getur aðeins leitt til eins, semsé að útkoman verði sköpun gervi- heims. Eftir stendur samt sú staðreynd, að sjálfstæð og óháð vinnubrögð urðu boðorð list- arinnar, og leitin var áfjáð til allra átta. Í hinni brotakenndu afstöðu má þó sjá, þegar frá líð- ur, vanrækslu hins smáa og veraldlega, og óheilsteypta heildarmynd. Mikið var rætt um hvers konar framúr- stefnu, tilraunastarfsemi og hefðbundna myndlist á sjöunda áratugnum, og svo er enn. Þegar ég var um og innan við tvítugt, seint á sjötta áratugnum, var því gjarnan trúað meðal þeirra listamanna, sem aðhylltust abstrakt list, að málverkið væri aðferð, sem brátt myndi syngja sitt síðasta, og við tæki myndlist gerð í vélum. Þá rynni hún saman við allt um- hverfi manneskjunnar, og yrði þar með hluti af hinum daglegu lífsháttum, en einstaklings- einkenni hins skapandi manns myndu hverfa. Tölvur voru á þeim tíma ekki almennt þekkt- ar, samt var þetta viðhorf engan veginn nýtt af nálinni, heldur komið frá Mondrian og gömlu konstrúktívistunum. Líklega hefur Mo- holy-Nagy, sem kenndi við Bauhausskólann í Þýskalandi, verið einna fyrstur til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd á yfirgrips- mikinn máta með hreyfiskúlptúrum, ljós- myndum, kvikmyndum, og síðar hinum svo- nefndu „Space Modulators“, gerðum úr gagnsæjum efnum. Á miðri tækniöld heillaði mig þessi mynd- heimur mjög, allar þær nýju aðferðir, sem hraðvaxandi véltækni hafði, einnig í listum, upp á að bjóða. Ég leit svo á, að málun væri undirbúningur eða þjálfun, nauðsynlegur áfangi á leið frá hefðbundnum vinnubrögðum til notkunar nýrra miðla. Sennilega var ég þó alltaf svo mikill málari í mér, að ég trúði því, að málverkið myndi halda velli sem undir- stöðuatriði. Á teikningu með blýanti eða bleki hafði ég löngum mikið dálæti, módelteikning og grískar styttur voru mér kær viðfangsefni. Fyrir mig kom aldrei neitt annað til greina en að ná fullu valdi á fígúratífri teikningu. Mér féll þó allur ketill í eld, þegar kennarar mínir, fyrst í Kaupmanahöfn og síðar í París, báru mikið lof á dráttmyndirnar, sem þeir sögðu vera sterkari og persónulegri en málverkin, svo mjög var ég þá skekinn í trú minni á tæknivæðingu myndlistarinnar. Ég vísaði þessum skoðunum á bug í fyrstu, sem íhalds- sömu viðhorfi, en gerði mér samt, áður en langt um leið, grein fyrir réttmæti þeirra. Við lok 20. aldar, sem með réttu hefur verið nefnd tækniöld, hlýtur athyglin að beinast að þeim sæg tilrauna, sem gerður hefur verið í myndlist, og ekki verður hjá því komist að hugleiða, hvers vegna auðn og tóm ríkja að lokum. Hvernig má það vera, væri listin ekki snauðari ef þær hefðu aldrei átt sér stað? Vit- anlega er það nú söguleg staðreynd, að mynd- listin hefur fært út sín landamæri með nýjum túlkunarleiðum, en rýrnað um leið að mun inn- vortis. Eitt þýðingarmesta atriðið í því sam- hengi er vanræksla undirstöðuatriða, vegna oftrúar á gildi framúrstefna af ýmsu tagi, ásamt þeirri staðreynd, að óvarleg efni eða drasl annars vegar, og aðferðir fengnar að láni af véltæknisviði hins vegar, eru vitnisburður um samtvinnun hugmynda og vinnubragða, sem eru, vægast sagt, tæplega til þess fallin að fæða af sér frjóa list. Ég gerði mér grein fyrir því í tæka tíð, að listin þarfnast lífrænnar úrvinnslu lífræns efn- is, til að geta þrifist sjálfri sér samkvæm á tímum umróts og byltinga. Kunnátta í efnis- úrvinnslu og handverki er alger nauðsyn, já, hún er hreint og beint myndlistin sjálf, ávöxt- urinn allur frá kjarna til hýðis, því að hug- myndir og handverk verða ekki aðskilin í myndgerð. Engan veginn er hægt að ná sama árangri með véltækni af ýmsu tagi, handgerð verk verða ávallt betri. Takmörkun svokall- aðra núlista er einmitt fólgin í því, að bæði vél- ræn og hirðulaus vinnubrögð eru fyrirfram dæmd til að enda í blindgötu, stöðnun, af því að lífræna víxlverkun vantar. Það verður að segjast í eitt skipti fyrir öll, að skapandi myndhugsun er aldrei einangrað fyrirbæri í mannshöfðinu, heldur er allt hringstreymi sköpunarferils fólgið í þátttöku mannsins í heild, jafnt hugar sem handa. „Finndu það á líkama þínum,“ voru lykilorð í kennslunni forðum daga á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn, sögð þegar nemendur áttu í brösum við að ná fram réttum hlutföllum og rúmtaki forma, við teiknun á grískum styttum í fullri stærð. Hef ég þá sagt skilið við þau viðhorf, sem ríkt hafa á tækniöld? Já, það hef ég á margan hátt gert. Mér var strax á árunum 1964–5 ljóst, að mín listsköpun gæti enga framtíð átt fyrir sér, nema ég sneri baki við öllu sem lyti að vélrænni hugsun og myndgerð, og sneri mér þess í stað að lífheiminum, í sem víðtæk- astri merkingu þess orðs. Hinn skapandi mað- ur væri þó í fyrirrúmi, en aðeins hvað það snerti að um hann lægju þræðirnir úr hinum ýmsu áttum sem listaverkið skyldi nærast á. Lífræn tækni réð þá ferðinni í stað vélvæð- ingar, hversu hrífandi sem hún annars kann að vera, og þá ekki síst í þeirri myndgerð, sem tölvur hafa upp á að bjóða. Þetta var uppgjör mitt við þá stöðlun sem orðin var svo áberandi á ýmsum sviðum mannlegra athafna í iðnaðar- þjóðfélögum hins vestræna heims, og mynd- list, bæði mín og samtíðarmanna minna, var engin undantekning. Samt væri rangt að segja að beinlínis hafi verið um kúvendingu að ræða. Síðar meir leit ég mín fyrri viðhorf mun umburðarlyndari augum og nálgaðist þau jafnvel að sumu leyti. Auðvitað væri fjarstæða að afneita tæknivæð- ingunni sem áðurnefnd „módern list“ af eðli- legum ástæðum hyllti. Þau sjónarmið höfðu afgerandi áhrif á mig um langt skeið og þeim verður ekki varpað á glæ einn góðan veðurdag líkt og slitinni flík. Hin vitsmunalega afstaða var afdrifarík eins og hún birtist í hinni svo- nefndu „formbyltingu“, sem reyndist að vísu takmörkuð, þegar fram liðu stundir, en gerði sitt gagn á sínum tíma. Nú á aldamótum blasir við okkur nauðsyn þess að varðveita lífheim fyrir þeim ágangi og eyðingu sem allri tæknivæðingu óhjákvæmi- lega fylgir svo að komast megi á viðunandi jafnvægi, án þess að tækni sé vísað á bug. Listin ætti að geta verið leiðandi afl á því sviði. Þó ekki sem beint innlegg í umræðu eða at- hafnir á þessum vettvangi, því að hlutverki hennar er of þröngur stakkur skorinn þegar hún flytur beinan boðskap. List er þá gjarnan notuð sem áróðurstæki fyrir ákveðinn mál- stað, sem takmarkar frelsi hennar, burtséð frá því hversu góður sá málstaður kann að vera. Hætt er við, að hún verði sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla, og áhrifamáttur hennar, sem jafnan er langdrægari og djúp- tækari en stjórnmála, dvíni í mannheimi. Ekk- ert rof má vera á hinni frjálsu samtvinnun anda og efnis við miðlun dulmagns lífvídda. Höfundur er myndlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.