Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Side 14
TEIKNINGAR eru sjaldséðar í sýningarsölum
íslenskrar myndlistar og teikningin hefur aldrei
verið ofarlega á baugi hjá íslenskum myndlistar-
mönnum. Þeir hafa í gegnum tíðina leitað í efn-
ismeiri miðla, olíumálverkið hefur til dæmis jafnan
haft yfirhöndina yfir vatnslitunum. Við eigum auð-
vitað okkar teiknara engu að síður þótt flestir hafi
þeir málað líka. Viðfangsefni teikninga þeirra var
oftast íslensku þjóðsögurnar eða mannamyndir,
eins og hjá Ásgrími, Muggi, Kjarval, Hring Jó-
hannessyni og fleirum. Ætli Flóki sé ekki sá ís-
lenski listamaður sem hvað helst helgaði sig teikn-
ingunni í verkum sínum.
Þær Ólöf og Hlíf hafa báðar sýnt verk af ýmsum
toga hingað til. Ólöf hefur m.a. sýnt olíumálverk og
þrívíð verk og Hlíf vatnslitamyndir og innsetn-
ingar. Hér sýna þær báðar teikningar, flestar unn-
ar sitt í hvoru lagi en tvær myndir gerðu þær sam-
eiginlega. Hlíf sýnir að auki ljósmyndir og
hversdagslega hluti. Umfjöllunarefni þeirra er í
stórum dráttum samspil manngerðra hluta og
náttúru, verkin sýna „líf þar sem eitt er öðru háð“
eins og segir í sýningarskrá. Eitt best heppnaða
dæmið um þetta er ljósmyndin af innkaupakörfu
þakinni þangdræsum í reiðileysi í fjöru. Í þessu
verki kristallast þema sýningarinnar og hér birtist
heimur hlutanna í samruna við náttúruna á ein-
hvern máta sem stendur fullkomlega utan við okk-
ur mannfólkið. Í teikningum Ólafar birtist alltum-
vefjandi heimur sem er bæði ytri og innri og sem
hefur sinn gang hvað sem á dynur en teikningar
hennar eru lifandi, kraftmikil og sjálfstæð verk.
Hjá Hlíf eru það frekar samverkandi áhrif ljós-
mynda og teikninga sem skapa heildaráhrifin,
teikningar hennar eru ekki eins lífrænar, það eru
ljósmyndirnar sem eru sterkari þátturinn.
Verk þeirra Ólafar og Hlífar vinna mjög vel
saman og skapa fullkomlega eina heild, viðfangs-
efnið er opið og býður upp á marga túlkunarmögu-
leika án þess að þrengja sér um of upp á áhorfand-
ann.
Lífræn veröld hjá Sævari
Hinn lífræni heimur, ytri eða innri, er líka við-
fangsefni Bjargar Örvar sem nú sýnir verk unnin
með olíu og krít í Galleríi Sævars Karls. Málverkin
eru unnin í nokkrum þunnum lögum þannig að í
gegnum hálfgagnsæ mjúk form sjást önnur undir,
sum minna á himnur, innyfli eða heilabörk á með-
an önnur gætu verið af fjarlægum vetrarbrautum
eða stjörnuþokum úti í geimnum.
Í bók sinni Les mots et les choses sem út kom
árið 1970 skrifar Michel Foucault um heimsmynd
sextándu aldar hvað varðar hugmyndir um míkró-
kosmos og makrókosmos, örheiminn og hinn stóra
heim. Þær hugmyndir voru ekki nýjar á þeim tíma
heldur voru endurvaktar með endurreisninni og
byggðust á yfirborðslegum líkindatengslum allra
hluta. Sem dæmi má nefna að mælt var með val-
hnetum við höfuðverk vegna þess hve útlit hnet-
unnar í skurn sinni líktist mannsheilanum í haus-
kúpunni. Foucault bendir á að þessi hugsun sé
ekki frjó, hún leiði ekkert af sér nema stöðnun
vegna þess að það eina sem er við hana að bæta
eru fleiri dæmi um líkindi milli hins smáa og hins
stóra. Í þessari heimsmynd eiga allir hlutir sér
sinn spegil. Þetta er ennfremur lokuð heimsmynd,
ólíkt heimsmynd okkar í dag sem hefur ekki skýr
endamörk. Engu að síður kom þessi mynd upp í
huga mér við skoðun mynda Bjargar, kannski er
hún enn til staðar í hugum okkar, á einhvern óljós-
an hátt tengjum við okkar smáa heim hinum stóra
alheimi, lífrænar himnur minna einnig á fjarlægar
stjörnuþokur. Eins og Björg segir í sýningarskrá
rennum við saman við náttúruna á áreynslulausan
hátt.
Myndirnar á sýningunni eru missterkar en þess
eðlis að þær bjóða upp á frekari úrvinnslu, þær eru
frjór jarðvegur og sumar þeirra heilsteyptar nú
þegar. Þær krefjast sterkari samruna listakon-
unnar við viðfangsefni sitt, samruna þar sem
skreytikennd form og formhugsun myndu víkja
fyrir lifandi og sjálfstæðri lífrænni heild. Hér gæti
hugsunin um að stökkva án fallhlífar eða stinga
sér í djúpu laugina komið sér vel, það þarf kjark og
þor til að koma þessum verkum yfir næsta þrösk-
uld en það er greinilegt að Björg hefur í sér það
sem til þarf.
Evrópskar sveitakonur
Guðrún Elín Ólafsdóttir, betur þekkt sem lista-
konan Gunnella, sýnir nú olíumálverk í Galleríi
Fold. Myndir Gunnellu eru kunnuglegar, mynd-
efnið minnir til dæmis mjög á myndir Karólínu Ei-
ríksdóttur. Í sýningarskrá segir Gunnella íslensk-
ar sveitakonar birtast á striganum hjá sér en í
raun er fátt við þessar myndir sem tengir þær ís-
lenskri sveit, það var helst í mynd númer sjö, Tek-
ið á móti afmælisgestum, að mér fannst votta fyrir
íslenskri eða skandínavískri birtu. Málverkin eru
flest eru í skærum litum og sýna sverar sveitakon-
ur við ýmsa sýslu. Þær virðast staddar einhvers
staðar í Evrópu, Englandi eða Mið-Evrópu. Hvaða
veruleika verið er að lýsa þarna er mér alls ekki
ljóst og tenging myndefnis við íslenskan veruleika
eða íslenska málaralist er lítil. Myndirnar eru mál-
aðar í bernskum stíl og oft á tíðum eru andlit og
líkamsburður klunnaleg. Gunnella er þó alls ekki
næfur málari, enda lærð í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Það má segja um verk hennar að
þau séu litrík og skemmtileg en þó eru þau full
stirðlega máluð. Þau eru svo skrautleg að óhemju
breiðir og íburðarmiklir, gylltir rammar gera þeim
lítið nema ógagn.
Gunnella málar litríkar myndir sér og öðrum til
ánægju, myndir hennar eru án efa vinsælar til
gjafa eða einkakaupa. Sem slíkar eru þær góðar
og gildar þó spyrja megi sig að verðlagningu upp á
hálfa miljón fyrir myndverk sem hefur fyrst og
fremst skreytigildi. Gunnella gefur sig ekki út fyr-
ir velta fyrir sér þáttum eins og stöðu málverksins
í dag eða möguleikum málaralistarinnar og því
ástæðulaust að fjalla um myndirnar í slíku sam-
hengi.
Lífrænn samruni á sýningu Ólafar og Hlífar í Hafnarborg.
LÍFRÆN HRINGRÁS
MYNDLIST
Hafnarborg
Til 14. apríl. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðju-
daga frá 11–17.
MEÐ LÍFSMARKI, BLÖNDUÐ TÆKNI, ÓLÖF ODDGEIRS-
DÓTTIR OG HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR
Gallerí Sævars Karls
Til 30 apríl. Sýningin er opin á verslunartíma.
OLÍUMÁLVERK, BJÖRG ÖRVAR
Gunnella: Tekið á móti afmælisgestum.
Björg Örvar, Roðinn.
Gallerí Fold
Til 16. apríl. Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga
til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14–17.
OLÍUMÁLVERK, GUNNELLA
Ragna Sigurðardóttir
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003
BROS Mónu Lísu á hinu þekkta
verki ítalska endurreisnarlista-
mannsins Leonardos da Vinci
hefur jafnan verið sérfræðingum
ráðgáta og upp komið skýringar
á borð við þá að fyrirsætan hafi
verið með skyrbjúg. Nýjasta
skýring sérfræðinga á brosinu
dularfulla er hins vegar sú að
Móna Lísa hafi verið ólétt. Mart-
in Kemp, einn helstu sérfræð-
inga í verkum Leonardos, heldur
því fram að sterk tengsl séu milli
Mónu Lísu-myndarinnar og líf-
fræðilegrar teikningar eftir
Leonardo sem nú er geymd í
konunglega breska safninu í
Windsor, en Kemp telur hægt að
líta á teikninguna sem eins konar
röntgenmynd af Mónu Lísu. „Ef
maður gefur sér að Leonardo
hafi í raun verið að skoða líkama
hennar að innan, þá áttar maður
sig á að þetta er það sem hann sá.
Hann telur sig vera að nálgast
ráðgátuna um lífið, eðli fæðing-
arinnar, þroskann og dauðann,“
sagði Kemp. En hann hefur m.a.
bent á fjölda teikninga sem lista-
maðurinn gerði af fóstrum í móð-
urkviði máli sínu til staðfest-
ingar. Fleiri sérfræðingar hafa
tekið í sama streng og vilja
meina að í þeirri áralöngu vinnu
sem Leonardo eyddi í Mónu Lísu
hafi hann í raun verið að takast á
við leyndardóma lífsins.
Níunda sinfónía
Beethovens á
uppboði
SOTHEBY’S uppboðshúsið í
London mun á næstunni bjóða
upp á nótnahandrit af níundu
sinfóníu Beethovens. Nótnabókin
sem er í þremur heftum og tæpar
500 síður að lengd, geymir m.a.
mjög heillegt handrit af sinfón-
íunni. Beethoven sjálfur hefur
párað ýmsar athugasemdir á
nóturnar, en talið er að það
kunni að hafa verið notað við
frumflutning verksins 1824 og að
þetta sé handritið sem nótnabók-
in, er gefin var út 1826, byggist
á. „Þetta er líklega merkasta
handrit Beethovens sem komið
hefur í sölu í langan tíma,“ sagði
Robert S. Winter sérfræðingur
sem hefur sérhæft sig í tónskáld-
inu. „Það er erfitt að ofmeta mik-
ilvægi þess.“
Talið er að handritið muni selj-
ast fyrir um 230–310 milljónir
króna.
„Art Deco“ í V&A
VICTORIA & Albert-safnið í
London hýsir þessa dagana sýn-
ingu á Art Deco-munum, en lista-
stefnan nýtur mikilla vinsælda
um þessar mundir. En strauml-
ínulagaður stíllinn sem ein-
kenndi stefnuna var vinsæll á ár-
unum 1910–1939. Um 300 munir
eru á sýningunni sem þykir veru-
lega yfirgripsmikil, en meðal
þess sem þar er að finna er and-
dyri Strand-hótelsins í London,
sem þótti á sínum tíma lýsandi
fyrir Art Deco-stefnuna eins og
hún naut sín hvað best.
ERLENT
Móna Lísa
ólétt?
Móna Lísa eftir Leonardo da Vinci.