Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Síða 15
JÓHANN Jóhannsson flytur tónlist sína sem hann samdi við leikrit Hávars Sigurjónssonar, Englabörn, í Borgarleikhúsinu í dag kl. 15.15 og eru þeir í 15:15 tónleikaröð Caput- hópsins. Upprunalega var tónlistin gefin út í takmörkuðu upplagi af Hafnarfjarð- arleikhúsinu Hermóði og Háðvöru en var svo gefin út aftur á heimsvísu af breska fyrirtækinu Touch. Með Jóhanni kemur fram Eþos- strengjakvartettinn og Matthías M.D. Hemstock. Jóhann er nú einn meðlima í orgel- kvartettinum Apparat ásamt því að vera mikilvirkur í starfsemi Tilraunaeldhússins. Englabörn Jóhann Jóhannsson Laugardagur Gerðarsafn kl. 15 Yfirlitssýn- ing á verkum Gerðar Helga- dóttur sem hefði orðið 75 ára í gær, 11. apríl. Á sýningunni eru um 150 verk. Reykjavík- urAkademían, Hringbraut 121 kl. 16 Nemendur myndlistardeildar á 2. og 3. ári LHÍ opna sýn- inguna Fórn eða fífldirfska. Opið kl. 13-17 til 27. apríl. Listasafn Borgarness kl. 14 Hildur Karlsdóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir opna sýningu á verkum sínum. Nýlegar myndir og skúlptúra unna í leir og olíu- málverk. Sýningin stendur til 27. apríl. Opið kl. 13–18 virka daga og til 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Handverksgalleríið, Laug- arvatni kl. 13 Þuríður Sigurð- ardóttir opnar málverkasýn- inguna Himinn og jörð. Þuríður útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2001. Sýningunni lýkur 27. apríl. Opið alla daga kl. 13–18. Eldstó Café, Austurvegi 4, Selfossi Gunnar Geir er með myndlistarsýningu sem standa mun út aprílmánuð. Opið virka daga kl. 12-18 og til kl. 17 á laugardögum. Gunnar Geir hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýn- ingum. Borgarleikhúsið kl. 15.15 Jóhann Jóhannsson flytur tónlist af plötunni Englabörn. Langholtskirkja kl. 16 Karlakórinn Stefnir ásamt Borg- arkvartettinum flytja þekkt ís- lensk og erlend lög af léttara taginu. Ein- söngvarar úr röðum kór- félaga, þ. á m. Þorvaldur Halldórsson. Iðnó kl. 16 Tónlistarmenn frá Færeyjum leika Spelmanns- tónlist. Þau eru Kristian Blac pí- anóleikari, Sharon Weiss blokkflautuleikari og Angelika Nielsen fiðluleikari. Háteigskirkja kl. 17 Vor- tónleikar Senjóríta kvennakórs Reykjavíkur. Stjórnandi Sigrún Þorgeirsdóttir. Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó og Hjörleifur Valsson fiðlu. Norræna húsið kl. 20 Eld- gömul kvæði og nýsamin stef með dansi. Flytjendur eru Agnes Buen Garnås, Gísli Helgason, Halvor Håkanes, Aiva Insulander, Geirr Lystrup, Marianne Maans, Cathrine Smith og Eli Storbekken. Sunnudagur Salurinn kl. 16 Prokofieff og Poulenc í flutningi KaSa- hópsins. Salurinn kl. 20 Kammerkór- inn Vox aca- demica, Rússí- banarnir, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sigrún Eðvaldsdóttur fiðluleikari flytja m.a. nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, „Hjört- urinn“. Auk þess blandaða tón- list fyrir kórinn a capella, söng- konuna, hljómsveitina og einleikarann, þar á meðal klezmer-tónlist, íslensk þjóðlög og napólískir söngvar. Litla Kaffistofan, Sand- skeiði Svandís Egilsdóttir sýnir málverk sem hún hefur unnið á þessu og sl. ári. Sýningin stend- ur til 27. apríl. Norræna húsið kl. 14 Danska barna- myndin Ottó nashyrningur (1999) er byggð á skáldsögu Ole Lund Kirkega- ard. Ottó nashyrningur er stór gulur nashyrningur sem birtist óvænt í íbúð Toppers á þriðju hæð. Aðgangur er ókeypis. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 kl. 15 Rússneska kvikmyndin Níu dagar af einu ári. Myndin var gerð í Moskvu 1962, leik- stjóri Mikhaíl Romm (1901– 1971), einn fremsti og kunnasti kvikmyndagerðarmaður Sov- étríkjanna um miðja síðustu öld. Fjallað er um þá miklu sið- ferðilegu ábyrgð sem vís- indamenn bera á tímum kjarn- orku. Myndin er talsett á ensku. Aðgangur er ókeypis. Mánudagur Norræna húsið kl. 12 Há- degistónleikar Norska kórsins Ra Sanglag. Kórinn er skip- aður 46 blönduðum söng- röddum undir stjórn Ingu Kjæraas. Ókeypis aðgangur. Norræna húsið kl. 18 Pólski harmonikkuleikarinn Krzysztof Olczak flytur verk eftir J.S. Bach, C.P. Atteignant, L.Milán, L. de Narváez, V. Trojan, A. Nordheim, L. Lake og tvö verk eftir sjálfan sig. Þriðjudagur Íslenska óperan kl. 12.15 Ildikó Varga mezzósópran og Antonía Hevesi píanó flytja ungversk þjóðlög í útsetningum nútímatónskálda. Salurinn kl. 20 Tríó Artis: Gunnhildur Ein- arsdóttir harpa, Kristjana Helga- dóttir flauta og Jónína Hilm- arsdóttir víóla flytja verk eftir Jol- ivet, Takemitsu, Vieuxtemps og Debussy. Þær flytja einnig ein- leiksverk. Grafarvogskirkja kl. 20.30 Karlakór Hreppa- manna og Karlakórinn Fóst- bræður. Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Harpa Þórs- dóttir listfræðingur verður með leiðsög um sýningar Georgs Guðna, Ásgíms Jónssonar og Steinu Vasulka. Miðvikudagur Salurinn kl. 20 Hanna Dóra Sturludóttir sópr- an, Finnur Bjarnason tenór og Nína Margrét Grímsdóttir pí- anó flytja öll sönglög Páls Ís- ólfssonar. Tilefnið er 100 ára fæðingarafmæli tónskáldsins. Afhjúpuð verður brjóstmynd af Páli. Seltjarnarneskirkja kl. 19.30 Tónleikar norsku skóla- hljómsveitarinnar Oslo Youth Representation Band, skipað 58 hljóðfæraleikurum. Tilkynningar sem birt- ast eiga á þessari síðu þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudegi. Sjá einnig mbl.is/staður og stund. Gerður Helgadóttir Ildikó Varga Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson Páll Ísólfsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þau flytja gleðiverk eftir Prokofieff og Poulenc í Salnum á morgun. SJÖTTU og jafnframt síð- ustu KaSa-tónleikar starfs- ársins í Salnum verða á morgun, sunnudag, kl. 16. Flutt verða tvö gleðiverk: Sónata fyrir fiðlu og píanó ópus 94 í D-dúr eftir Prokofieff og Raps- odie Nègre eftir Poulenc. Um tónleikaspjall- ið sér Þorkell Sigurbjörns- son. Flytjendur að þessu sinni eru þau Miklós Dalmay, Nína Margrét Grímsdóttir, Áshildur Har- aldsdóttir, Sigrún Eð- valdsdóttir, Sif Tulinius, Sigurður Bjarki Gunn- arsson og Helga Þór- arinsdóttir. Sérstakur gestaflytjandi KaSa- hópsins er Einar Jóhann- esson klarinettuleikari sem leikur í verki Poulenc. – Hvað getur þú sagt okkur um verkin, Einar? „Verk Poulenc er hlaðið miklum frumkrafti, mikilli gleði og glensi, enda var hann aðeins 18 ára þegar hann samdi Rapsodie Négre. Þegar það var fyrst flutt vakti það mikla hneykslan og einn helsti kennari hans í háskólanum í París spurði hvort hann væri að hæðast að sér: allar þessar samstíga fimmundir og hvort þriðji kaflinn, Honoloulou, væri klám- brandari! Verk Prokofieff er ein glæsilegasta sónata síðustu aldar, flutt bæði af flautu- og fiðluleikurum, í þetta sinn fyrir fiðluna og eru það Sigrún Eðvaldsdóttir og Miklós Dalmay sem flytja.“ – Er ekki mikill munur á verkunum? „Það sem helst sameinar þessi tónskáld er að þeir eru líklega mestu laglínu- höfundar síðustu aldar. Verk Prokofieffs er marg- slungnara enda ekki um æskuverk að ræða. Poulenc var í því að storka og ögra á þessum tíma, t.d. er Hon- oloulou kaflinn, sem saminn er við ljóð Makoko Kangourou, hugsanlega eitthvert grín milli hans og eins helsta átrúnaðar- goðsins sem var tónskáldið Eric Satie. Þeir eru í upp- reisn gegn síðrómantíkinni og hæðast svolítið að henni.“ – Kemur mannsröddin við sögu? „Já, ljóðið er samið á ein- hvers konar afrísku og þeg- ar verkið var fyrst flutt á sínum tíma, um 1918, fékk Poulenc söngvara til að syngja það, en hann gafst upp og gekk út í miðjum klíðum og Poulenc þurfti að syngja sjálfur! Hver syngur þennan kafla annað kvöld er leyndarmál og verður spennandi að vita hvað ger- ist.“ – Er gaman að flytja verk Poulenc? „Já, hann er eiginlega eitt af mínum uppáhalds- tónskáldum. Það er ótrú- lega gefandi að flytja verk hans, alltaf mikill gáski en þó svo mikill sársauki ná- lægur. Hann sameinar í tón- listinni klaustrin og klúbb- ana, trúna eða götuna, hann fylgdi aldrei neinum hug- myndakerfum, skrifaði allt- af frá hjartanu, til lífsins.“ Samstíga fimmundir frá hjartanu STIKLA KaSa- tónleikar í Salnum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003 15 Næsta v ika Myndlist Galleri@hlemmur.is: Thomas Broomé. Til 27.4. Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Gunnella. Til 16.4. Gallerí Skuggi: Kristín Pálmadóttir og Ragna Her- mannsdóttir. Til 27.4. Gallerí Sævars Karls: Björg Örvar. Til 1.5. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir – 75 ára – Yf- irlitssýning. Til 17.6. Gerðuberg: „Þetta vil ég sjá“. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir velur verkin. Til 4.5. Hafnarborg: Úr vinnustofu Louisu Matthíasdóttur. Ólöf Oddgeirsdóttir og Hlíf Ás- grímsdóttir. Til 14.4. Hallgrímskirkja: Listvefn- aður Þorbjargar Þórðardótt- ur.Til 26.5. i8, Klapparstíg 33: Bernd Koberling. Undir stiganum: Stella Sigurgeirsdóttir. Til 26.4. Listasafn Akureyrar: Al- þýðulistir og frásagnarhefðir Indlands. Til 4.5. Listasafn ASÍ: Þorgerður Sigurðardóttir og G.Erla. Arinstofa: Til 21.4. Listasafn Borgarness: Hylur, (Hildur Karlsdóttir) og Guggú (Guðrún Hjörleifs- dóttir). Til 29.4. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Yfirlits- sýning á verkum Georgs Guðna. Videoinnsetning Steinu Vasulka. Ásgrímur Jónsson. Til 11.5. Listasafn Reykjanes- bæjar: Sigurbjörn Jónsson. Til 24.5. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Eygó Harðardóttir – Kúlan. Til 11.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Patrick Huse. Úr eigu safnsins: Sovésk veggspjöld. Til 27.4. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Helgi Þor- gils Friðjónsson. Ilmur Stef- ánsdóttir. Til 11.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Skúlptúrar úr silfri – Serling Stuff. Til 4.5. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Þorbjörg Hösk- uldsdóttir (Tobba). Til 16.4. Ljósmyndasafn Reykja- víkur: Fjórir íslenskir sam- tímaljósmyndarar. Til 4.5. Mokkakaffi: Gylfi Gísla- son. Til 15.4. Norræna húsið: Hraun – Ís – Skógur.Til 4.5. Viðarlist frá Dalsåsen í Noregi. Til 27.4. Þjóðarbókhlaða: Ísland og Íslendingar í skrifum er- lendra manna fyrr á öldum. Til 1.5. Guðrún Vera Hjart- ardóttir. Til 14.5. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Vilborg Dagbjartsdóttir. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leikhús Þjóðleikhúsið Stóra svið: Allir á svið, lau., sun. Litla svið: Rakstur, sun. Karíus og Baktus, sun. Smíðaverkstæðið: Veisl- an, lau., sun. Borgarleikhúsið Stóra svið: Puntila og Matti, sun. Sól & Máni, lau., fös. Nýja svið: Sumarævintýri, sun. „Halldóra Geir- harðsdóttir átti stjörnu- leik bæði í hlutverki sínu sem hin smáða drottning Hermione og sem gömlum hirð- ingjakona.“ Mbl. SAB. Kvetch, sun. Þriðja hæðin: Píkusögur, sun. Litla svið: Stígvélaði kött- urinn, lau. Rómeó og Júlía, lau. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, mið. Hafnarfjarðarleikhúsið: Gaggalagú, lau., sun. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Nasa v. Austurvöll: Sello- fon, lau., mið., fim. Tjarnarbíó, Hugleikur: Undir hamrinum, mið. Bæjarleikhúsið, Mos- fellsbæ: Hobbitinn, sun., mið. ELDGÖMUL kvæði og nýsamin stef með dansi er m.a. það sem boðið er uppá úr norræna farteskinu í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 20. Þau Agnes Buen Garnås, Gísli Helgason, Halvor Håkanes, Aiva Insulander, Geirr Lystrup, Marianne Maans, Cathrine Smith og Eli Storbekken hafa sótt samnorrænar vísur í hið norræna farteski og fléttað þær saman í einn vef. Í dagskránni er að finna bæði alvarlegt efni og gamanefni. Þar verða fluttar gátu- vísur úr Eddukvæðum, bergnámsvísur frá síðari hluta miðalda og skemmtivísur eða yngstu ballöðurnar. Dansarinn hefur heillast af þessum textum og lögum og skapað sína eigin nútímalegu tjáningu. Tónleik- arnir eru styrktir af Norræna menningarsjóðnum. Eldgömul kvæði og nýsamin stef með dansi Gísli Helgason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.