Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 3 G AMALL vinur minn og víðförull vestur í Bandaríkjunum sagði mér einu sinni, að hann fylgdi einfaldri reglu til að kanna ástand við- komustaða á ferðum hans um heiminn. Vandinn var sá, að stundum gerðu þau hjón- in svo stuttan stanz, að hann hafði ekki tíma til að kynna sér plássið til fullnustu: þá voru góð ráð dýr. Reglan, sem hann kom sér upp að fenginni langri reynslu, hún var þessi: Ef sædýrasafnið er í lagi, þá er staðurinn í lagi, annars ekki. Ef tíminn var naumur og hann átti samt lausan part úr degi, þá fór hann ævinlega í sædýrasafnið og varð margs vís- ari þar um land og þjóð og miðlaði vinum sínum. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér í Bras- ilíu fyrir nokkru, því að þar varð á vegi mín- um miðaldra maður frá Mósambík og bar sig heldur aumlega undan því, hvað hann hefði nauman tíma í Ríó, en hann kunni ráð við því: hann fór rakleiðis á borgarbókasafnið, því að það geri ég alltaf, ef ég lendi í tíma- hraki á framandi slóðum, sagði hann. Hann hafði sem sagt komið sér upp sinni eigin sjódjöflareglu. Safnið reyndist gott, enda skárra væri það nú: Ríó er ein af háborgum heimsins. Mér þykir líklegt, að sædýrasafnið þar sé einnig fyrsta flokks. Sjálfur geri ég mér far um að lenda helzt ekki í miklu tímahraki, ekki í útlöndum, svo að ég hef þá ekki þurft á neinni sérstakri sæ- dýrareglu að halda hingað til. En mér kom hún samt í hug, þessi regla vinar míns, af einhverjum ástæðum ekki alls fyrir löngu. Ég var staddur í fjallakonungdæminu Lesótó, sem er landlukt og liggur hátt uppi í fjöllum í norðanverðri Suður-Afríku, svo að þar er því miður ekkert sædýrasafn. Ég fer þá bara á bókasafnið, hugsaði ég. Þegar þangað kom, þetta var í höfuðborg- inni Maserú og sólin skein af fjöllum, þá blasti við mér sjaldgæf sjón. Þarna í lessaln- um var vatnselgur á gólfinu, vatnið náði mér sums staðar í ökkla, og bækurnar lágu eins og hráviði um allan sal, sumar á grúfu í bleytunni á gólfinu. Bókahillurnar voru flestar tómar, rúðurnar brotnar í glugg- unum og annað eftir því. Enga sá ég bóka- verði, en safnið var opið. Og við borðið í lestrarsalnum sátu lítil börn, á að gizka átta ára gömul, og litu varla upp úr bókunum til að heilsa þessum þelhvíta komumanni. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Hvaða ályktun hefði ég átt að draga af þessari sjón, hefði ég ekki haft aðrar upplýs- ingar um landið? Mér sýnist, að rökrétt ályktun hefði getað verið á þessa leið: hér er ríkisstjórn við völd og vanrækir menntamál, en landið er samt ekki heillum horfið, svo lengi sem það fæðir af sér lítil börn, sem langar að lesa bækur. Nú vildi svo til, að ég hafði handbærar ýmsar aðrar upplýsingar um þetta fallega land, sem þekur innan við þriðjung af flat- armáli Íslands, þótt fólkið þar sé sjö sinnum fleira en hér heima. Þegar mælingar hófust árið 1970, voru aðeins 7 af hverjum 100 ung- lingsstúlkum sendar í framhaldsskóla. Framhaldsskólasókn stúlkna jókst síðan smátt og smátt og er nú komin upp í röskan þriðjung af hverjum árgangi. Það er fram- för, ekki neita ég því, en allt of hæg. Í Botsvönu, sem er næsta land fyrir norðan Suður-Afríku miðja, þar hefur framhalds- skólasókn unglingsstúlkna aukizt úr 7% af árgangi árið 1970 eins og í Lesótó upp í fjór- ar stelpur nú af hverjum fimm. Það er engin tilviljun, að Botsvana á heimsmet í hagvexti. Suður-Afríka var raunar búin að koma fram- haldsskólasókn unglingsstúlkna upp í 80% af hverjum árgangi fyrir lok aðskilnaðartím- ans, og meirihlutastjórnin með Mandela for- seta í brjósti fylkingar kom hlutfallinu síðan upp í 100%: fullt hús þar. Þetta er sem sagt hægt þarna suður frá; þeir í Lesótó hafa bara látið það undir höfuð leggjast. Hvað þá um háskólasókn? Nýjar tölur sýna, að 2% af hverjum árgangi æskufólks í Lesótó sækja háskóla og aðra skóla á há- skólastigi. Til samanburðar sækja 4% af hverjum árgangi í Botsvönu háskóla, 17% í Suður-Afríku, 40% á Íslandi og 50% í Evr- ópusambandslöndum. Þeir í Lesótó hefðu átt að setja markið hærra, finnst mér, og horfa að minnsta kosti til nágranna sinna í Botsvönu. Samt ver Lesótó nú orðið meira almannafé til menntamála miðað við lands- framleiðslu en nokkurt annað land, jafnvel enn meira en Botsvana, að ekki sé nú talað um Afríku yfirleitt. En það hafði samt ekki dugað þeim til að þurrka gólfin í þjóð- bókasafninu, þegar ég kom þar við. Framhaldsmenntun stúlkna skiptir meira máli fyrir fólkið þarna suður frá en margt annað, eða svo sýnist mér. Stelpunum hefur verið haldið niðri: þær hafa fengið færri tækifæri til að mennta sig en strákarnir. Rannsóknir og reynsla sýna, að meiri og betri menntun handa ungum stúlkum skilar sér vel til samfélagsins í meira hreinlæti, minni barnadauða og meiri og betri og mannúðlegri nýtingu á þeim helmingi mannaflans, sem hefur ekki fengið að njóta sín nema að litlu leyti til þessa. Reynslan bendir til þess, að stelpur séu jafnan nám- fúsari en strákar, ef eitthvað er: í Háskóla Íslands eru konur til að mynda í meiri hluta, 5.000 konur á móti rösklega 3.000 körlum – og ekki bara í Háskólanum á heildina litið, heldur í öllum einstökum deildum hans nema verkfræðideild. Gleðin yfir því að verða vitni að lestr- aráhuga barnanna á bókasafninu í Maserú þennan sólbjarta dag var samt ekki eina til- finningin, sem að mér sótti. Lesótó er það land heimsins, sem hefur orðið næstverst úti af völdum eyðniveirunnar; aðeins Botsvana hefur orðið verr úti. Það er sorglegt, að land- ið, sem á heimsmet í hagvexti; landið, sem er óspilltast allra Afríkulanda skv. viðteknum spillingarvísitölum; landið, sem ver einna mestu fé til menntamála miðað við lands- framleiðslu af öllum löndum heims, meira en til dæmis Norðurlönd, að ekki sé talað um Ísland – að einmitt þetta land, Botsvana, skuli þá þurfa að þola svo mikinn mannfelli af völdum þessa skæða sjúkdóms og hafa ekki efni á að kaupa þau lyf, sem þarf til að lengja líf fólksins og lina þjáningar þess. Töl- urnar tala skýrt: árið 1960 gat barn, sem fæddist í Botsvönu, vænzt þess að ná 47 ára aldri: þetta er kallað lífslíkur á læknamáli og hagfræðinga. Lífslíkurnar jukust síðan jafnt og þétt ár fram af ári og komust upp í 61 árið 1987, en þær hafa síðan hrapað niður í 39 ár. Botsvana er komin aftur fyrir upphafsreit- inn. Lesótó er litlu betur sett. Þar voru lífslík- urnar 43 ár, þegar mælingar hófust árið 1960, jukust síðan um hálft ár á ári að jafnaði og komust upp í 58 ár 1990, en síðan þá hafa þær hrapað niður í 44 ár. Landið er sem sagt komið aftur á byrjunarreit. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin í Genf spáir því, að lífslík- urnar í þessum löndum og öðrum, sem hafa orðið sérstaklega illa úti af sömu völdum (þar á meðal eru Suður-Afríka, Simbabve og Namibía), muni aukast aftur smám saman, en eigi að síður er auðvitað mikill skaði orð- inn og hörmulegur og verður aldrei bættur. Og hvað getum við gert við því? Nú, ým- islegt. Bandaríkjastjórn er til að mynda nýbúin að ákveða að verja 15 milljörðum dollara næstu fimm ár til að kaupa lyf og læknishjálp handa eyðnisjúklingum í Afríku. Þetta er jafnvirði tveggja mánaða fram- leiðslu þjóðarbúsins hér heima; það tekur Bandaríkjamenn á hinn bóginn bara hálf- tíma að vinna fyrir þessari fjárhæð, ef þeir leggjast á eitt. Vonandi verður fjárins ekki aflað með því að skera niður fjárveitingar til malaríuvarna í Afríku og annarra brýnna þarfa: vonandi verður féð heldur tekið ann- ars staðar frá. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allar hörm- ungar heimsins. Mig rámar í sædýrasafnið sáluga suður í Hafnarfirði, þar voru ljón og api og lentu í málaferlum við gesti safnsins, því að apinn beit fingur af sjálfstæðismanni og ljónið krafsaði lítils háttar í þungaða konu. Henni fæddist sonur skömmu síðar; hann var skírður Leó. BÓKASÖFN OG SÆDÝRA RABB Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N gylfason@hi.is STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON SUMAR Hin brúnu fiskinet þorpsins hanga á grindum og stögum færi og stokkaðar lóðir bíða í hálfrokknum króm. Skolgráar fjarðarunnir gjálfra hjá staurabryggjum og daðra við bikaða súð. Handan við lyngása græna fjarst í vestrinu logar dálítil kringlótt sól. Og í daufu sólskini kvöldsins sest lítil stúlka undir skúrvegg og bíður þess hljóðlát að einhver komi hjá næsta horni. Stefán Hörður Grímsson (1919–2002) birti ljóðið Sumar í Svartálfadansi (1951) sem var önnur bókin hans en í henni kom hann fram sem módernískt skáld.FORSÍÐUMYNDIN er tekin við Sæbraut í Reykjavík. Ljósmyndari: Jim Smart. Sigurður A. Magnússon hefur lokið við ævisögu sína sem hófst með útkomu metsölubók- arinnar Undir kal- stjörnu árið 1979. Ljósatími heitir níunda og síðasta bindið sem kom út nýlega. Þröstur Helgason ræðir við Sigurð um lífið og skáldskapinn. Landnámsmenn nútímans nefnist grein eftir Rúnar Helga Vignisson þar sem hann spyr hvernig Íslendingar ætla að bregðast við þeim grundvallar- breytingum sem eru að verða á samsetn- ingu þjóðarinnar. Hann telur mikilvægt að brugðist verði við af einurð og festu. Bless, Ísland? Hingað og ekki lengra! nefnist grein eftir franskan leiðsögumann, Henri A. Pradin, sem hefur ferðast um landið þvert og endi- langt undanfarin ár. Hann telur tíma til kominn að Íslendingar velti fyrir sér fram- tíð íslenskrar náttúru. Allt annar Róbert! er grein eftir Róbert H. Haraldsson þar sem hann svarar gagnrýni tveggja ungra heim- spekinga á túlkun sína á Nietzsche. Hann telur að heimspekingarnir ungu hafi lesið sig með röngum hætti. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.