Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Page 4
Á NÝLIÐNUM þorra varð uppi fótur og fit þegar Danir neituðu Íslending- um í Danmörku um að flytja inn þorramat. Málið þótti greinilega svo brýnt að sendiráðið í Kaup- mannahöfn gekk í að út- vega matinn. Þarna hjuggu dönsku skriffinn- arnir nærri allt að því stjórnarskrárvörðum réttindum Íslendingsins; að vera Íslendingur þýðir nefnilega m.a. að maður fái að halda í séríslenskar hefðir hvar sem maður er staddur í heiminum. Það eru sjálfsögð mann- réttindi í okkar augum. Trúlega hefur ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hvaðanæva úr heiminum hefur fjölgað mjög á Íslandi undanfarin ár. Allmargir eru frá löndum sem flestum okkar þykja framandleg, s.s. eins og Asíulöndum. Þetta fólk hefur komið með sínar hefðir og heldur sig við þær að svo miklu leyti sem það er hægt. Þá bregður hins vegar svo við að margir Íslendingar taka því illa, eru fullir fyrirlitningar á háttum þessa fólks, bregðast jafnvel reiðir við. Setningar eins og: „Ef þetta fólk treystir sér ekki til að laga sig að íslensku samfélagi getur það bara verið heima hjá sér,“ heyrast iðulega í umræðunni og er þarna stutt í menningarlegan fasisma. En þeir eru líka margir sem fagna því að sjá nú hilla undir endalok þeirrar eyðisandsein- hæfni sem ríkt hefur í íslensku mannlífi. Heimurinn er hér Nýlega heyrði ég sögu af kjörbarni frá Austurlöndum fjær, uppöldu að mestu á Ís- landi. Þó að barnið talaði íslensku eins og innfæddur Íslendingur töldu talsmenn skól- ans sem það innritaðist í að það væri að hluta útlent eins og sæist á útliti þess. Þess vegna var það sett í nýbúakennslu þegar það innritaðist í skólann og taldist samkvæmt því ekki íslenskt. Það var ekki fyrr en móðir barnsins bað fulltrúa skólans að lýsa fyrir sér Íslendingi sem þeir áttuðu sig á kjarna málsins: Íslendingar eru ekki allir bláeygir og ljósir yfirlitum lengur. Mannfjöldatölur Hagstofunnar staðfesta þetta. Hinn 31. desember 2002 áttu lögheim- ili hér á landi 19.072 íbúar fæddir erlendis. Þetta eru 6,6% landsmanna eða því sem næst 15. hver maður. Árið 1992 var þessi tala einungis 3,9% þannig að ljóst er að Ís- land er nú orðið mun eftirsóknarverðara í augum heimsins. Af þeim 6,6% sem fædd eru erlendis hafa 3,5% erlent ríkisfang. Þeim hefur fjölgað um helming á áratug og eru nú hlutfallslega litlu færri en á hinum Norð- urlöndunum. Í Noregi er hlutfallið 4,1%, í Danmörku 4,8%. Á heimasíðu Hagstofu Íslands kemur einnig fram að af þeim sem fæddir eru ann- ars staðar en á Íslandi séu flestir fæddir í Danmörku en síðan koma íbúar fæddir í Pól- landi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Filippseyjum, Noregi, Bretlandi, Júgóslavíu og Taílandi. Af þeim 2.472 sem fæddir eru í Danmörku eru 1.996 íslenskir ríkisborgarar en af þeim 1.950 sem fæddir eru í Póllandi eru einungis 223 íslenskir ríkisborgarar og hlutföllin eru svipuð hvað lönd eins og Fil- ippseyjar, Júgóslavíu og Taíland varðar. Þetta segir sína sögu um hvaðan raunveru- legir innflytjendur koma helst. Það er til marks um þennan öra innflutn- ing að á síðustu þremur árum hafa bæst við svo margir nýir nemendur af útlendu bergi brotnir í Reykjavík að þeir fylla einn til tvo grunnskóla, eins og Friðbjörg Ingimarsdótt- ir, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu, upplýsti í Morgunblaðinu 30. mars sl. Við getum því ekki lengur gert því skóna að sá sem er af öðrum kynstofni en hinum hvíta sé útlend- ingur. Að því komust nokkrir hvítir Íslend- ingar nýverið þegar þeir töluðu í niðrandi tón um svertingja sem stóðu við hliðina á þeim. Í ljós kom að svertingjarnir skildu ís- lensku og hefðu allt eins getað verið Íslend- ingar. Heimurinn er hér og um leið verða skil- greiningar eins og „hvítur Íslendingur“ til. Með því að sýna okkur hvað við erum ekki vekja innflytjendur okkur til vitundar um að tilveran er ekki einhlít. Hetjudáðir og menningaráfall Í einni af bókum Salmans Rushdies, sem sjálfur er innflytjandi, segir að útlegðin sé sálarlaust land. Sá sem flytur á nýtt menn- ingarsvæði þarf nefnilega að skilja stóran hluta sálarinnar eftir í gamla landinu. Sumir hafa lýst þessu sem nokkurs konar sjálfsvígi, vegna þess að viðmiðin sem innflytjandinn ólst upp við – rætur hans, hegðunarmynstur, tungumál, vináttu- og fjölskyldubönd – allt er það lítils virði í nýja landinu. Það tapast í þýðingu, sérstaklega ef um gerólíka menn- ingu er að ræða, og þarf oft minna til að valda óbærilegri sorg. Af þessu leiðir að því fylgir mikið álag að flytja í nýjan heim, jafnvel þó að afkoman sé betri. Þar þarf að byrja upp á nýtt, oft alveg frá grunni. Það hefur verið kallað menning- aráfall og helstu einkennum þess er vel lýst á nýjum fjölmenningarvef Breiðholtsskóla (http://breidholtsskoli.ismennt.is/fjolmenn- ing/index.htm). Á vefnum er menningaráfall rakið til þess að fólk viti ekki hvernig það eigi að haga sér á nýjum stað og geti því ekki nýtt fyrri þekkingu til að takast á við nýjar aðstæður. Það sé eins og fiskar á þurru landi: Tilfinningauppnám við flutninga getur ver- ið óbærilegt fyrir börn og sérstaklega ung- linga. Börnin hitta mikið af nýju fólki og þurfa að læra nýjar venjur og nýtt tungu- mál. Þau hafa verið rifin burt frá frændfólki, afa og ömmu, vinum, leikfélögum og kenn- urum, fólki sem þau leita til í erfiðleikum og veitir þeim stuðning í lífinu. Við þetta bætist að foreldrarnir eru iðu- lega afar illa í stakk búnir til að veita börn- um sínum leiðsögn í hinum nýja heimi. Stundum eru þeir jafnvel enn verr á vegi staddir en börnin, eru lengur að læra nýtt tungumál og sumir ná því aldrei almenni- lega. Dæmi eru um að fólk sem búið hefur á Íslandi í tvo áratugi þurfi túlk þegar það fer til læknis. Börn þessa fólks eru hins vegar iðulega orðin altalandi á íslensku en skilja kannski minna í máli foreldranna. Þar með hafa tengslin milli foreldra og barna rofnað að einhverju leyti. Foreldrarnir verða jafnvel eins konar krakkar í augum barna sinna. Bandarískar fjölmenningarbókmenntir veita góða innsýn í þessi mál. Þar er af mörgu að taka en einna þekktust er senni- lega bókin Leikur hlæjandi láns eftir hina kínverskættuðu Amy Tan. Þar lýsir hún samskiptum fernra mæðgna og eru mæð- urnar fæddar í Kína en dæturnar í Banda- ríkjunum. Með mikilli þrautseigju ná mæð- urnar að koma undir sig fótunum í nýja landinu en þó engan veginn sársaukalaust. Fórnarkostnaður þeirra, missirinn, er tákn- gerður á afar áhrifamikinn hátt í því að ein móðirin neyðist til að skilja tvær dætur eftir í Kína og eyðir svo allri ævinni í að reyna að hafa uppi á þeim, án árangurs. Mæðurnar hefur dreymt um að dæturnar þurfi ekki að kyngja jafn mikilli sorg og þær en dæturnar kyngja kóki í staðinn, sem er eitt helsta tákn bandarískrar menningar. Fyrir vikið verður vík milli mæðgnanna með þeim afleiðingum að mæðrunum gengur illa að skila menning- ararfi sínum til dætranna. Þær tala heldur ekki nógu góða ensku. Hjá dætrunum verður niðurstaðan endalaus togstreita milli gild- ismats kínversku móðurinnar, sem þær eiga bágt með að skilja, og bandarísku nútíma- konunnar. Þeim reynist erfitt að skilgreina sjálfar sig undir slíkum kringumstæðum. Hvað er að vera kínversk-bandarísk? Hætt- an á að verða bara bandstrikið á milli, þ.e. hvorki kínversk né bandarísk, virðist yfirvof- andi með tilheyrandi firringu. Ef einhvern boðskap er að finna í bókinni virðist hann vera sá að með einhverjum hætti þurfi mæð- urnar að geta skilað menningararfi sínum til dætranna ef hinar síðarnefndu eigi að upp- lifa sig heilar og óskiptar, bilið milli menn- ingarheima þurfi með einhverjum hætti að brúa. Menningaráfalli er líka lýst á áhrifamikinn hátt í smásagnasafninu Túlkur tregans eftir hina indverskættuðu Jhumpu Lahiri en titill- inn vísar einmitt til þess vanda sem innflytj- endur lenda oft í. Sagan „Hjá frú Sen“ lýsir sérstaklega vel hve bjargarlausir og ringl- aðir innflytjendur geta orðið. Frú Sen er indversk kona sem er nýflutt til Bandaríkj- anna. Hún glímir við mikla heimþrá og sökn- uð eftir ættingjum sem birtist í stöðugri bið eftir bréfum. Jafnframt á hún afar erfitt með að fóta sig í bandarísku samfélagi vegna þess að hún hefur ekki bílpróf og gengur illa að læra á bíl. Þess vegna situr hún í eins konar stofufangelsi heima hjá sér, getur ekki hreyft sig eðlilega um sín nýju heimkynni og er í flestu tilliti upp á mann sinn komin, meira að segja hvað matarinnkaup varðar. Hún verður sumsé eins konar barn. Þetta er skólabókardæmi um þá félagslegu einangrun sem innflytjendur geta lent í. Af ofansögðu má ráða hve mikil hetjudáð það er að flytjast milli landa og koma undir sig fótunum í nýjum heimkynnum. Það kall- ar á allsherjar umbyltingu í heilabúi innflytj- andans og því fylgir gríðarlegt álag, svo mik- ið að það verður sumum ofviða. Móttökunefndir Með Fjölmenningarvef Breiðholtsskóla eru nemendur hvattir til að halda tengslum við uppruna sinn. Það kemur í veg fyrir al- gjört rof milli menningarheima og kynslóða en slíkt rof getur þýtt að foreldrarnir gefist upp á uppeldinu og börnin svífi í lausu lofti eða lendi í allt að því óleysanlegri togstreitu eins og lýst er í Leik hlæjandi láns. En nýbúar þurfa líka að fá fræðslu um ís- lenska menningu því iðulega er himinn og haf milli viðmiða í menningarheimunum tveimur. Þannig eru dæmi um það hér á landi að mismunandi viðmið valdi vandræð- LANDNÁMSME E F T I R R Ú N A R H E L G A V I G N I S S O N Hvernig ætlum við að bregðast við þeim grundvall- arbreytingum sem eru að verða á samsetningu ís- lensku þjóðarinnar? Í þessari grein er því haldið fram að ef við bregðumst ekki við af einurð og festu sé hætt við að okkur verði grimmilega refsað eftir nokkur ár. Þá sé líka viðbúið að við náum ekki að virkja þann auð sem í hinum nýju Íslendingum býr, að upp komi erfið félagsleg vandamál og samfélag okkar verði ekki eins viðfelldið og það gæti orðið. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 Íbúar fæddir annars staðar en á Íslandi Fæðingarland Fjöldi Þar af ísl. ríkis- borgarar Danmörk 2.472 1.996 Pólland 1.950 223 Svíþjóð 1.692 1.424 Bandaríkin 1.529 1.128 Þýskaland 1.260 664 Filippseyjar 915 356 Noregur 913 636 Bretland 819 452 Júgóslavía 822 172 Taíland 715 241

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.