Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003
Þrír heimilislausir Frakkar
Tveir ungir heimspekingar, Davíð Kristins-
son og Hjörleifur Finnsson, hafa kvatt sér
hljóðs m.a. til að gagnrýna túlkun íslensks
heimspekings á verkum Friedrichs Nietzsche
og til að halda uppi vörnum fyrir frönsku
heimspekingana Jacques Derrida og Michel
Foucault í tilefni af gagnrýni þessa sama
heimspekings. Þá hafa þeir brugðist við and-
spyrnu hans gegn Gilles Deleuze og undrast
að hann hafi unnið gegn framgangi fræða
þessa franska heimspekings á Íslandi. Þeir
hafa gefið út bók, Heimspeki verðandinnar
(HV), m.a. af þessu tilefni, haldið fyrirlestra
og lýst skoðunum sínum í viðtali við Þröst
Helgason sem birtist í Lesbókinni (L) 8. febr-
úar sl. Í bók sinni rekja Davíð og Hjörleifur
gagnrýni umrædds heimspekings á
Nietzsche-túlkanir Foucaults og Derridas í
smáatriðum og útskýra hana með heimatil-
búnu dæmi. Telja þeir hana að sumu leyti
skiljanlega en hafna gagnrýninni þó alfarið að
endingu þar sem hún byggist á skarpri tví-
hyggju texta annars vegar og textaskýringar
hins vegar. Í stuttu máli er gagnrýni íslenska
heimspekingsins, að sögn Davíðs og Hjörleifs,
á þá leið að Nietzsche-túlkanir Derridas og
Foucaults séu of sjálfstæðar og frumlegar,
„hin sjálfstæða túlkun Foucaults á höfuðtexta
Nietzsches [er] tekin að fjarlægjast það sem
Nietzsche hélt raunverulega fram …“ (HV,
67). Hið sama gildi um Nietzsche-túlkun
Derridas. Í stað slíkra túlkana boðar hinn ís-
lenski heimspekingur, samkvæmt skrifum
þeirra félaga, þá ritskýringaraðferð að skoða
til hlítar þau verk sem hugsuðurinn las sjálfur
er hann samdi heimspekiverk sín. Samkvæmt
hugmyndum hans ber að forðast Nietzsche-
túlkanir Derridas og Foucaults því lestur á
sjálfstæðum túlkunum gefur „ónákvæmari
mynd af Nietzsche“ (HV, 64). Kjarninn í gagn-
rýninni á Foucault er, samkvæmt þessari túlk-
un, að hann hafi tapað „sambandinu við hina
upphaflegu merkingu höfuðtextans“ (HV, 68).
Davíð og Hjörleifur taka upp hanskann fyr-
ir Gilles Deleuze með öðrum hætti og af ólíku
tilefni. Hér er ekki um að ræða að hafna gagn-
rýni íslenska heimspekingsins á heimspeki
Deleuze, aðferðafræði hans eða Nietzsche-
túlkun þótt þeir bendi á hve auðvelt sé að
heimfæra gagnrýnina upp á Deleuze (HV, 98).
Öllu heldur er heimspekingur sá er um ræðir
gagnrýndur fyrir að hafa hunsað verk Deleuze
og unnið gegn framgangi fræða hans á Íslandi.
Í viðtalinu í Lesbókinni halda þeir félagar því
fram að hann hafi lagst gegn því að Deleuze,
og aðrir franskir póststrúktúralistar, fái lend-
ingarleyfi á Reykjavíkurflugvelli. Davíð og
Hjörleifur virðast í nokkru uppnámi út af
þessu og „þakka Guði fyrir tilvist íslenskrar
bókmenntafræði sem hefur tekið að sér að
hýsa þessa húsnæðislausu heimspekinga …“
(L, 7). Og þeir félagar auglýsa beinlínis eftir
skýringum á því hvaða „samfélags-pólitísku
langanir“ hafi fengið „jafn ólíka heimspekinga
og lífsspekinginn … [umræddan heimspeking]
og femínistann Sigríði [Þorgeirsdóttur]“ (L, 7)
til að vinna gegn Deleuze og öðrum frönskum
póststrúktúralistum.
Nú hafa nokkrir kunningjar mínir bent mér
á að þetta mál sé mér ekki með öllu óskylt þar
sem umræddur íslenskur heimspekingur sé ég
sjálfur og enginn annar! Þeir hafa a.m.k.
gengið að því sem gefnu að gagnrýninni sé
m.a. beint gegn skrifum mínum enda tilgreini
Davíð og Hjörleifur Lesbókarviðtal (LI) við
mig, „Allt annar Nietzsche“ (6. des. 1997), og í
bókinni er vísað til sex heimilda sem bera höf-
undarnafn mitt (HV, 126–27). En spyrji nú
einhver hvar í ritum mínum sé hægt að lesa
sig til um gagnrýni á Foucault og Derrida, eða
andspyrnu gegn Deleuze, er svarið: „Hvergi!“
Í ritum mínum er hvergi stafkrókur um
Foucault og Derrida eða Deleuze, hvað þá að
þar sé sett fram gagnrýni á heimspeki þeirra
eða aðferðafræði, svo að ekki sé minnst á ná-
kvæma og ítarlega gagnrýni á Nietzsche-túlk-
anir Frakkanna. Ég hef nefnilega aldrei viðr-
að skoðanir mínar eða annarra á verkum
þessara heimspekinga í ritum mínum. Hér er
einfaldlega um að ræða hugarburð og ímynd-
un þessara tveggja ungu manna.
Hvernig má það vera að menn skrifi bók,
haldi fyrirlestra og fari í viðtal m.a. til að
bregðast við eigin ímyndunum og hugarburði?
Ekki veit ég hvað hér býr að baki. Hins vegar
er lærdómsríkt að skoða vandræðagang Dav-
íðs og Hjörleifs þegar þeir reyna að tengja
ímyndanir og hugarburð sinn við nafn mitt.
Skoðum fyrst umfjöllun þeirra félaga um
gagnrýni Róberts Haraldssonar á Derrida og
Foucault og víkjum síðan að andófi þessa
sama Róberts gegn Deleuze.
Um gagnrýni Róberts á Derrida og
Foucault vísa Davíð og Hjörleifur ekki til
neins annars en Lesbókarviðtalsins frá árinu
1997. Umræðan, sem á einum stað teygir sig
yfir sjö síður í bók þeirra félaga (HV, 62–68),
byggist ekki á öðru en stuttri athugasemd
sem ég gerði í blaðaviðtali fyrir rúmum fimm
árum. Hitt er þó öllu vandræðalegra að Davíð
og Hjörleifur hafa skrumskælt og afbakað at-
hugasemdina til að geta lesið úr henni gagn-
rýni á Nietzsche-túlkanir Derridas og Fouc-
aults. Svona var umrædd athugasemd mín
þegar hún birtist í Lesbókinni: „Það getur
vissulega varpað ljósi á Nietzsche að lesa hann
í túlkun þessara manna en þeir eru hins vegar
allir sjálfstæðir hugsuðir sem hafa þróað sínar
eigin hugmyndir þótt þeir hafi fengið innblást-
ur frá Nietzsche. Það getur því verið mjög
misvísandi að lesa Nietzsche frá þessu sjón-
arhorni.“ (LI, 16.) Ég hefði haldið að vonlítið
væri að misskilja þetta. Athugasemdin er um
að ákveðnir höfundar – í viðtalinu nafngreini
ég Freud, Weber, Derrida og Foucault – hafi
þegið innblástur frá Nietzsche, stundum varp-
að athyglisverðu ljósi á verk hans, en hafi þó
umfram allt sett fram sínar eigin sjálfstæðu
hugmyndir og kenningar. Og athugasemd mín
er sú að margar, og í sumum tilvikum (Freud/
Weber) flestar, þessara kenninga snerta ekki
hugmyndir Nietzsches. En Davíð og Hjörleif-
ur vilja kreista eitthvað annað út úr máls-
greininni. Þeir gefa sér að ég sé að gagnrýna
Nietzsche-túlkanir þessara manna, þær séu of
sjálfstæðar, frumlegar og skapandi til að hægt
sé að taka þær gildar sem Nietzsche-túlkanir!
Ábending mín var hins vegar sú að það geti
verið misvísandi að lesa Nietzsche sem frum-
Freudista eða for-Freudískan hugsuð (Freud-
ista sem uppi var fyrir daga Freuds) eða
frum-póstmódernista. En nú kann einhver að
spyrja hvort ekki megi leggja skilning Davíðs
og Hjörleifs í orð mín, sérstaklega þar sem ég
ræði um „túlkun þessara manna“? Þetta
stutta spjall sem þeir félagar vitna í sýnir með
óyggjandi hætti að svo er ekki. Davíð og Hjör-
leifur nefna eingöngu Derrida og Foucault
þegar þeir vitna í viðtalið og því virðist sem
orðin „þessir menn“ vísi eingöngu til frönsku
heimspekinganna. En í viðtalinu tilgreini ég,
eins og áður sagði Freud, Weber, Derrida og
Foucault. Þetta skiptir máli því þegar búið er
að setja Freud og Weber aftur á sinn stað
blasir við að ég er hér ekki að tilgreina hugs-
uði sem sett hafa fram ótækar Nietzsche-túlk-
anir eða höfunda sem ég hef andúð á. Þótt ég
hafi enn ekki viðrað skoðanir mínar á skrifum
Foucaults og Derridas á prenti hef ég skrifað
grein sem er að hluta til varnar Freud. Því má
ljóst vera að ég er alls ekki að tilgreina höf-
unda sem ég er ósammála. Athugasemdin er
einfaldlega um annað. Hún er um það hve vill-
andi (og einfeldningsleg) mynd fáist af verk-
um Nietzsches sé hann lesinn einvörðungu
sem frum-Freudisti en ekki sem hugsuðurinn
Nietzsche. Og þetta er deginum ljósara af
þeirri sáraeinföldu ástæðu að ég útskýri at-
hugasemd mína í viðtalinu og í því augnamiði
vísa ég hvorki til skrifa Derridas né Foucaults
heldur Freuds. Skýring mín, sem þeir félagar
fella burt úr sinni tilvitnun, hljóðar svona: „Ég
hef til dæmis kynnt mér freudískar túlkanir á
Nietzsche en þar verður hann tiltölulega skýr
og einfaldur sálfræðingur sem sá næstum því
það sem Freud sá hvað varðar undirmeðvit-
undina, göfgunina og fleira. Ég held að þetta
sé villandi lestur á Nietzsche. Freud var sjálf-
stæður og að mörgu leyti óskyldur Nietzsche.“
(LI, 16.) Eins og sjá má er hér ekki minnst á
túlkun Freuds á Nietzsche, heldur freudískar
túlkanir á verkum Nietzsches. Varað er við því
að nota fræði Freuds til að skoða Nietzsche
sem Freud(ista) eða Freud sem Nietzsche
(ista). Hér er einfaldlega bent á að Freud og
Nietzsche eru tveir sjálfstæðir og að mörgu
leyti óskyldir hugsuðir. Þegar menn lesa end-
urteknar yfirlýsingar þeirra Davíðs og Hjör-
leifs um andúð Róberts Haraldssonar á frum-
legum túlkunum, og sjálfstæðum og skapandi
hugsuðum, er ekki úr vegi að skoða það sem
þeir höfðu til hliðsjónar: Litla athugasemd Ró-
berts í gömlu blaðaviðtali um að virða
Nietzsche sem sjálfstæðan, frumlegan, skap-
andi hugsuð en ekki ruglingslegan undanfara
einhverra annarra hugsuða.
Víkjum þá að meintri andspyrnu minni
gegn Gilles Deleuze á Íslandi. Hér er ekki
hægt að saka þá félaga um útúrsnúning á orð-
um mínum því hér hafa þeir engin orð til að
moða úr. Þeir byggja ályktanir sínar annars
vegar á kennslu minni við Háskóla Íslands og
hins vegar á doktorsritgerð (D) minni. Nú
mun rökvís lesandi e.t.v. álykta sem svo að ég
hafi gerst sekur um að hafa Gilles Deleuze að
skotspæni í kennslustofum Háskóla Íslands
eða ég hafi gagnrýnt verk hans í lokaritgerð
minni. En því er ekki að heilsa. Sakir mínar
eru aðrar. Í ljós hefur komið að haustdag
nokkurn árið 2002 stýrði ég kennslustund á
sama tíma og í sömu byggingu og Rosi Braid-
otti hélt fyrirlestur um hnattvæðingu. Og á
meðan ég „kenn[di] líkt og ekkert [hefði] í
skorist“ þá brást íslenskur femínisti við fyr-
irlestri þessarar Rosi í sömu byggingu, á sama
tíma „með fremur ófrjóum hætti …“ (L, 7.) Af
þessu draga þeir félagar þá ályktun að ég og
umræddur femínisti, Sigríður Þorgeirsdóttir,
vinnum með ólíkum hætti gegn því „að
Deleuze og aðrir franskir póststrúktúralistar
fái lendingarleyfi á Reykjavíkurflugvelli“ (L,
7). Ekki er ólíklegt að einhverjum reynist erf-
itt að fá botn í þennan málflutning og til að
auðvelda þeim að ná áttum benda Davíð og
Hjörleifur á að Braidotti sé hvorki meira né
minna en „Parísarmenntað[ur] Deleuze-fem-
ínisti …“ (L, 7)!
En syndir umrædds Róberts Haraldssonar
eru langt í frá upptaldar. Þeir félagar hafa
nefnilega „uppgötvað“ að Róbert las ekki verk
Deleuze þegar hann skrifaði doktorsritgerð
sína. Þessu komast þeir félagar ekki að með
athugunum heldur með hjálp a priori rök-
færslu sem hljóðar svo: Menn eyða gjarnan
„minni tíma í að lesa heimspeki andstæðinga
sinna en bandamanna.“ (L, 7); Deleuze er and-
stæðingur Róberts: Ergo, Róbert hefur lítið
sem ekkert lesið Deleuze. Vert er að benda á
að forsendur þeirra félaga eru úr lausu lofti
gripnar. Sem fyrr segir bendir ekkert til að
Deleuze sé andstæðingur minn eða ég hans.
Og það er ekki rétt að ég hafi í lokaritgerð
minni varið meiri tíma í að lesa heimspeki
bandamanna en andstæðinga. Ég kannast
ekki við að ég flokki heimspekinga þar sem
bandamenn og andstæðinga að hætti stjórn-
málamanna þótt ég gagnrýni verk sumra
þeirra og sé sammála öðrum. Og í umræddri
doktorsritgerð fá heimspekingar sem ég
gagnrýni (t.d. Philippa Foot, Martha Nuss-
baum og Bertrand Russell) iðulega meira rúm
en hinir sem ég er sammála (t.d. Stanley
Cavell og James Conant). Enn og aftur er hér
eingöngu um að ræða hugarburð þeirra fé-
laga, baráttu við ímyndaðan Róbert Haralds-
son.
Nietzsche-túlkanir
Þeir félagar hafa líka sett fram margvíslega
gagnrýni á túlkanir mínar á verkum Nietzsch-
es, einkum í greininni „Hvers er Nietzsche
megnugur?“ (í HV, 61–127). Lesbókarspjallið
endurómar að nokkru leyti þá gagnrýni en
auk þess hefur Davíð skrifað grein í nýjasta
hefti Hugar. Tímarits um heimspeki (H), þar
sem hann víkur aftur stuttlega að túlkunum
mínum. Kjarninn í gagnrýni Davíðs og Hjör-
leifs er sá að ég hafi gelt heimspekinginn
Nietzsche, gert einn harðskeyttasta gagnrýn-
anda siðferðis að siðapostula og predikara,
reynt að sigla „fleyi flökkuhugsuðarins aftur
að landi …“ (H, 99), og hafi gelt „framtíð-
arverkefni hinna frjálsu anda …“ (H, 100). At-
hyglisvert er að þetta er ekki sett fram sem
tilgáta um verk mín heldur ræðir Davíð nú um
að honum hafi þegar tekist að sýna fram á
þetta. Í grein sinni í Hug skrifar hann: „Hér
er ekki ætlunin að fjalla nánar um það hvernig
Róbert „geldir“ Nietzsche enda hefur það ver-
ið gert frá öðrum sjónarhóli í greininni „Hvers
er Nietzsche megnugur?“ þar sem sýnt er
fram á hvernig ofurmenni Nietzsches verður
að ljóðskáldi eigin lífs í túlkun Róberts …“ (H,
100).
Hvað er til marks um að ég hafi farið svo illa
með hugsuðinn frjóa, Friedrich Nietzsche?
Hvað eiga þeir félagar við og hvaða rök færa
þeir fyrir máli sínu? Meginhugmynd þeirra er
sú að ég breyti hinum stórhættulega siðleys-
ingja Friedrich Nietzsche í siðfræðing og siða-
postula. Þannig takist mér að snúa heimspeki
hans nokkurn veginn á haus. Helsti vandinn
við þessa túlkun Davíðs og Hjörleifs er sá að
ég les Nietzsche ekki sem siðapostula heldur
sem einn hárbeittasta gagnrýnanda allra siða-
postula sem uppi hefur verið. Og verk mín eru
viðleitni til að greina í hverju þessi róttæka
gagnrýni Nietzsches á siðapostulana og sið-
ferðið felst, og að bera verk hans saman við
verk annarra hugsuða, svo sem Johns Stuart
Mill og Ralphs Waldo Emerson, sem sömu-
leiðis leituðust við að afhjúpa siðapostula.
Hvernig tekst þeim félögum þá að telja
ALLT ANNAR
RÓBERT!
Fyrir nokkrum árum birtist viðtal við Róbert H.
Haraldsson heimspeking í Lesbók undir fyrirsögninni
Allt annar Nietzsche. Fyrr á þessu ári birtist viðtal við
tvo unga heimspekinga í Lesbók undir fyrirsögninni
Enn annar Nietzsche en þar var hugmyndum Róberts
um heimspekinginn þýska andmælt. Hér birtist
svargrein Róberts við gagnrýninni sem hefur
reyndar komið fram í ýmsum skrifum
heimspekinganna ungu að undanförnu.
E F T I R R Ó B E RT H . H A R A L D S S O NFYRRI HLUTI