Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 13 MARS og veðurfar heldur nöturlegtþegar lent er á Kastrup. Ég er áferð með Hreini Valdimarssyni,tæknimanni Ríkisútvarpsins, og okkar spúsum og helsti tilgangur fararinnar að heimsækja djassgúrú danskra, Arnvid Mayer, fyrrum trompetleikara, yfirmann Det danske jazzcenter og stofnanda Jazzpair verðlaunanna, rekja úr honum garnirnar um samvinnu hans og helsta meistara Íslands- djassins; Gunnars Ormslevs. Sífellt verið að safna efni í íslenska djasssögu. Við höfum undirbúið okkur vel áður en haldið var að heiman, flett uppá Netinu á hinni frábæru slóð www. dkjazz.dk, smellt á ,,kalender“ og fundið þar upplýsingar um allan þann djass sem leikinn er í Stór-Kaupmannahöfn meðan dvalið er í hinni fornu höfuðborg Íslands auk þess að kíkja á vef Copenhagen jazzhouse – www.jazzhouse.dk - Valið var ekki auðvelt því djasslífið er jafn auðugt þar og það er fá- tæklegt hér um þessar mundir, en þó fór ekki á milli mála að strax fyrsta kvöldið skyldi haldið til Skovlunde, sem er í ná- grannabæ Ballerup, og hlýtt á tónleika gít- arsnillingsins Jakobs Fischers, sem hér hef- ur leikið í þrígang með kvartetti Svend Asmussens auk þess að spila og hljóðrita með Tomma R. og Bjössa Thor, og bassajöf- ursins Mads Vinding sem hingað kom með Gittu Nørby og djammaði með Eyþóri Gunn- arssyni á Jómfrúnni og bauð honum píanó- stólinn í frægu tríói sínu. Uppljómaður turn Það er farið að skyggja er við komum með lestinni til Skovlunde. Hvergi er lífsmark nema í sjoppunni á lestarstöðinni en í fjarska gnæfir við himin uppljómaður turn. Greinilega kirkjan þar sem safnaðarnefndin býður uppá ókeypis kammerdjass í kvöld – og það engan venjulegan kammerdjass því dúett þeirra Jakobs og Mads er einn sá fág- aðasti í heimi án þess að missa nokkuð af þeirri sveiflu og kraftbirtingi sem er aðall fyrsta flokks djass. Þegar við hittum þá fé- laga dettur andlitið af Jakobi: ,,Þið hér!“ og Mads bætir við er hann sér mig: ,,Hvordan er du sluppet ud?“ Orðtak ættað frá Niels- Henning. Over The Rainbow er fyrst á efnis- skránni og síðan rekur hver perlan aðra. Tónninn hjá Jakobi er svo syngjandi fagur að maður fær tár í augun og Mads spinnur tónavef sinn af fágætri snilld. Flest lögin sem þeir leika er af nýútkomnum diski þeirra: Over The Rainbow (COPECD 047) þar sem hið hefðbundna sameinast framsæk- inni tónhugsun og gamlir slagarar öðlast nýtt líf – einu lögin sem ekki eru þeirrar ættar á diskinum eru Chopin vals og vísna- lag eftir Thorvald Aagaard. Í Skov- lunde-kirkjunni bættu þeir þó gamla Benny Carter ópusnum, When Lights Are Low, í safnið. Léku hann í minningu gítarleikarans Fritz von Bülow, sem grafinn er í Skovlunde kirkjugarðinum. Jakob óf meira að segja frægum sóló Fritz inn í eigin sóló. Dóttir Fritz er einn af helstu saxófónleikurum Dana af yngri kynslóðinni: Christina von Bülow. Skovlunde-kirkja er rúmlega þrjátíu ára gömul og altaristaflan ein sú fegursta er ég hef séð í nýlegri kirkju, ofin af norsku listakonunni Else Marie Jakobsen og var verðugur bakgrunnur listar Jakobs og Mads, hvorutveggja hafið yfir tíma og rúm. Eftir tónleika bauð safnaðarnefnd uppá bjór og kaffi og síðan ók Jakob okkur fjórmenn- ingunum ásamt gítar sínum og magnara í Fjólustræti þar sem við höfum bækistöð okkar – og bar litla japanska tíkin hans yf- irvigtina léttilega. Kíkt í plötubúðir Næsti dagur fór í að kíkja í djassplötubúð- ir borgarinnar þar sem tvær bera höfuð og herðar yfir: Jazz Cup við Gothersgötu, beint á móti Rósenborgarhöllinni og Jazzkælderen sem er þó á jarðhæð í Skinnegade. Ekki má þó gleyma Accord við Ráðhústorgið þar sem fá má gamlan vínyl á góðu verði. Á JazzCup má fá kaffi og bjór og stundum eru þar tón- leikar síðdegis. Þá eru einnig oft síðdeg- istónleikar dixílandættar á Long John í Købmagergötu þar sem Sívaliturninn stend- ur og þar er boðið uppá eitthvert besta smörrebrauð Hafnar. Á Café Chips á Eystri Farimagsgötu held- ur félagsskapurinn Unicorn undir forystu Tove Envoldsen, vinkonu Bent Jædigs, tón- leika mánaðarlega. Við vorum svo heppin að meðan við dvöldum í Höfn var boðið upp á tónleika þar sem kvintett Bob Rockwell lék söngdansa eftir Alex Wilder, tónskáld sem flestum er gleymdur. Óneitanlega var gaman að heyra ýmis lög hans og Bob blása í ten- órinn en hápunktur tónleikanna var hinn ungi píanisti Kasper Villaume. Þetta er drengur sem á eftir að gera garðinn frægan ekki síður en Ole Kock Hansen, Thomas Clausen og Carsten Dahl. Bob heyrði ég aft- ur í Copenhagen Jazzhouse, arftaka Mont- martre-klúbbsins. Þar blés hann í altósaxó- fón með hljómsveit píanistans Jan Kaspersens, sem lengi hefur verið einna frumlegastur danskra djassleikara og er einn hinna örfáu sem hefur tekist að sam- eina Monkáhrif eigin tónhugsun á frjóan og skapandi hátt, jafnt í píanóleik og tónskáld- skap. Hann kom til Íslands fyrir margt löngu og lék á jólaglöggssamkomu hjá Dansk-íslenska félaginu á Hótel Sögu. Var þar undirleikari hinnar vinsælu söng- og leikkonu Lone Kellerman, en fékk sem betur fór að leika nokkur einleikslög á píanóið. Einn helsti frjálsdjassleikari Dana, Simon Spang-Hansen, sem lengi hefur verið búsett- ur í París, lék með kvintett Kaspersen, en hann hefur róast með aldrinum og tryllir ekki lengur a la Ayler í hálftíma sólóum. Því miður hafa samskipti Íslendinga og Dana minnkað á djasssviðinu eftir að hinn óþreytandi hugsjónamaður Henning Rovs- ing Olsen lét af starfi sínu við danska sendi- ráðið í Reykjavík og settist að í Perpignan í Frakklandi. Hann og Vibeke kona hans búa þó hluta ársins í húsi sínu í Gillileje og heim- sóttum við hann þar. Þá var von á sögulegri skáldsögu eftir hann um Enevold Brant og samband hans við Struensee og Carolinu Mathilde, en þeir voru báðir hálshöggnir eins og áhugamenn um sögu vita. Døden i festdragt nefnist hún og er einkar skemmti- leg aflestrar. Henning hefur haft áhuga á að efna til fransknorrænnar djasshátíðar í Perpigan og vonandi verður sú hugmynd að veruleika þegar skáldsögu er lokið. Hlýtt á Doug Raney Sú var tíðin að bandaríski gítarleikarinn Doug Raney, sem búið hefur í Danmörku frá unglingsaldri, heimsótti Ísland reglulega. Hann var í tríói Horae Parlans sem markaði upphaf að tugum djasstónleika Jazzvakning- ar með hljómsveitum manna á borð við Dexter Gordons, Dizzy Gillespie, Art Blak- eys, Charlie Hadens, Niels-Hennings, Chet Bakers, Lionel Hamptons og Teddy Wilsons svo fáeinir séu nefndir. Áður en við héldum heim brugðum við okkur í Hverfismiðstöð Kristjánshafnar, þar sem jafnan er leikinn djass á sunnudagssíðdegi. Doug lék þar með kvartetti sínum og sænska tenórsaxófónleik- arans Thomasar Franks, sem blés með ís- lenskum á Jómfrúnni fyrir nokkrum árum. Litli bróðir Thomasar var á bassanum en Frank Rifbjerg á trommur; sonur sagna- meistarans Klaus. þetta var þrusu harðbopp þar sem skiptust á frumsamdir ópusar, djassklassík á borð við Giant Steps og Aireg- in og söngdansar eins og Speak Low og Old Folks. Þetta er einn besti harðbopp kvartett sem ég hef heyrt lengi. Thomas er eldspú- andi kraftakarl og tryllir á við hvern sem er, hvar sem er. Doug er ljóðrænn í hugsun en þó kraftmikill og sveifluríkur og sólóar þeirra um margt andstæður en þó hliðstæð- ur. Þeir gefa tónlistinni þá vídd sem hana mundi skorta væru þeir líkari. Þau styrk- leikatilbrigðin sem alltaf eru nauðsynleg í tónlist. Doug þykir heldur langt um liðið síðan hann kom hér síðast svo við megum eiga von á honum áður en mörg ár líða. Glæsilegur endir á frábærri för um það góða Sjáland og oftar en ekki í fylgd Mettu Fanø, ekkju Sverris Hólmarssonar, sem er einn af máttarstólpum Det Danske Jazzfor- bund er hefur alla þræði dansks djasslífs í sinni hendi. Fernir tónleikar á sex dögum og flandur um Sjáland hálft – það eina sem við höfðum ekki kraft til að gera var að fara á næturdjassinn í La Fontain í Kompani- stræde. Þar er alltaf rífandi fjör. Tilvonandi Hafnarförum með djass í blóði vil ég benda á eftirfarandi auk þess sem að ofan er nefnt. Kaupmannahafnardjasshátíðin verður haldin í 25. skipti dagana 4.–13. júlí og má lesa allt um það á www.cjf.dk. Djass, öl og smörrebrauð, þrenning sönn og ein í hugum margra Íslendinga. Morgunblaðið/Vernharður Linnet Kvartett Thomasar Franks og Dougs Raneys í sterkri sveiflu í Kaupmannahöfn. DJASSFERÐ TIL SJÁLANDS Í síðasta mánuði var VERNHARÐUR LINNET á ferð á Sjálandi í góðum félagsskap og lét að sjálfsögðu ekki helstu djassviðburði Stór-Kaupmannahafnar framhjá sér fara. Hér segir nokkuð frá því auk þess sem djass- glöðum Kaupmannahafnarförum er bent á hvernig njóta megi djasslífsins í borginni. MENNINGARRÁÐ Austurlands úthlutaði á dögunum 21 milljón króna til menningarstarfs í fjórðungnum. Úthlutunin fór fram með viðhöfn í stofnun Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri í Fljótsdal að viðstöddu fjölmenni. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál. Alls bárust 137 umsóknir og var úthlutað til 83 verkefna. Hæsti styrkurinn var að upphæð 2 milljónir króna en sá lægsti 30 þúsund krónur. Mörg ný verk- efni fengu úthlutað að þessu sinni og er greinileg gróska í ný- sköpun menningarstarfs á Austurlandi. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Signý Ormars- dóttir, menningarfulltrúi Austurlands, afhentu 15 hæstu styrk- ina við athöfnina á Skriðuklaustri. Óperustúdíó Austurlands hlaut hæsta styrkinn, eða 2 milljónir króna, Listasafn Svavars Guðnasonar á Hornafirði hlaut 1,4 milljónir, Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi 1.150 þúsund og Vopnafjarðarhreppur og Sjó- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar 1 milljón króna. 900 þúsund fengu Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarða- byggð, Steinasafn Petru á Stöðvarfirði 600 þúsund og hálfa milljón króna fengu Lung.A listahátíð á Seyðisfirði, sýningin Fransmenn á Íslandi, menningarmiðstöð Hornafjarðar og Eið- ar ehf. Tækniminjasafnið og Minjasafn Austurlands hlutu 400 þúsund krónur og sömuleiðis Bláa kirkjan á Seyðisfirði, Fjarða- byggð vegna gönguleiðakorta og Ferðamálafélag A-Skaftfell- inga. Frumkraftur leystur úr læðingi með fjárframlögum „Það hefur margt gerst hér síðan samningurinn um samstarf sveitarfélaganna á Austurlandi var undirritaður 14. maí 2001,“ sagði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra í ávarpi sínu. „Fjárframlag ríkissjóðs til reksturs þessa málaflokks á Austur- landi er forsenda þessa átaks til eflingar menningarlífs á Aust- urlandi og afl þess að sjálfsögðu sveitarfélögin og einstakling- arnir, en í þeim er fólginn frumkrafturinn sem leystur er úr læðingi með þessum fjárframlögum.“ Gísli Sverrir Árnason, formaður Menningarráðsins, sagði í ávarpi sínu að Rafmagnsveitur ríkisins hafi ákveðið að vera bakhjarl Menningarráðs Austurlands með að minnsta kosti einni milljón króna á þessu ári og tvö þau næstu. Í lok athafnarinnar var kveikt upp í 150 ára gömlum Kakkel- ofni, en svo nefnast stórir norskir postulínsofnar sem gefa u.þ.b. sólarhringshitun af tveggja tíma kyndingu. Gunnar Gunnars- son skáld lét setja ofninn upp í Skriðuklaustri, en með tímanum varð hann svo hrörlegur að spengja varð við vegginn til að verja falli og var hann á endanum tekinn niður og settur í geymslu. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, hafði eftir ýmsum krókaleiðum upp á norskum Kakkel- sérfræðingi, sem nýverið púslaði ofninum saman á sinn stað í fremri stofu Skriðuklausturs. Var menntamálaráðherra feng- inn til að kveikja upp í ofninum í fyrsta sinn eftir endurnýjun og tókst vel upp það embættisverk. TUTTUGU OG EIN MILLJÓN TIL 83 VERKEFNA Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra kveikti upp í 150 ára gömlum Kakkelpostulínsofni Gunnars Gunnarssonar, en ofninn lá lengi brotinn í geymslu og var nýlega settur upp aftur á Skriðuklaustri. Þetta embættisverk ráðherrans taldist til áhættuatriða í úthlutunarathöfninni. Egilsstöðum. Morgunblaðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.