Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Page 14
ERLENT EITT af sjö undrum veraldar, indverska hofið Taj Mahal, veld- ur sérfræðingum töluverðum áhyggjum þessa dagana, en hætta er talin á að hofið muni láta undan og hrynja ef jarð- skjálfta gerir á svæðinu. Að sögn fornleifafræðinga gæti stór jarð- skjálfti á þessu svæði náð að fella hofið eins og spilaborg, en graf- hvelfingin sem er um 90 metra undir hofinu er of stór til að halda byggingunni uppi ef jarð- skjálfti verður, þar sem turninn einn vegur rúm 12 þúsund tonn. Dómsdagsspár hafa þegar valdið skjálfta meðal sérfræðinga og segir Chander Bhatia, varafor- stöðumaður indversku fornleifa- stofnunarinnar nú unnið að rann- sóknum á því hvernig stykja megi hofið án sýnilegra breyt- inga á arkitektúrnum. British Museum 250 ára BRITISH Mus- eum, breska þjóðminjasafn- ið, fagnar þessa dagana 250 ára afmæli safnsins og er afmæl- issýningin tengd minninu. Sýningin sem nefnist Museum of the Mind: Art and Memory in World Cultures eða Safn hugans: list og minni í menningarheimum heims, er sett saman af John Mack yfirmanni þjóðlýsingadeildar safnsins og byggist á samsetningu muna úr hinum mörgu og ólíku deildum British Museum. Þannig er við- horfi til dauða í ólíkum menning- arheimum til að mynda veitt sér- stök athygli og sýndir munir því tengdir, allt frá múmíum í Egyptalandi til forna til pappa- grímna og klæðnaðar á degi hinna dauðu í Mexíkó, en sýn- ingin þykir einkar vel úr garði gerð að mati breska blaðsins Daily Telegraph. Arkitektúr í Whitney-safninu WHITNEY-SAFNIÐ í New York hýsir þessa dagana sýninguna Scanning: The Aberrant Archi- tectures of Diller + Scofidio, eða Athugun: afbrigðilegur arkitekt- úr Diller + Scofido, og byggist á verkum arkitektanna Elizabeth Diller og Ricardo Scofidio. Sýn- ingin er þó að sögn Washington Post allt annað en hefðbundin yf- irlitssýning og segir blaðið frek- ar mega lýsa henni sem list er lýsi arkitektúr og hönnun. Blaðið segir tveggja áratuga starf Diller og Scofidio enn fremur ná að sannfæra sýningargesti um ágæti hönnunar þeirra sem ein- kennist af ertandi blöndu sköp- unargleði og aðlögunarhæfni. Öðrum hlutum fremur einkenn- ist hönnun þeirra þó af jákvæðni og skarpskyggni er vinni vel með nútíma list. Höfuð rómversks hershöfðingja í British Museum. Taj Mahal í hættu? 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 ÞRJÁR sýningar standa nú yfir í Nýlistasafn- inu. Stað-hæfingar eða Territorial Statements frá Danska tvíeykinu Hanne Nielsen og Birgit John- sen, Living + Art in a Museum frá Kaj Nyborg, einnig frá Danmörku, og Úr möttulholunni sem er sýning á verkum Íslensku listakonunnar Sólveigu Aðalsteinsdóttur. Það er hversdagslegur bragur á sýningunum þremur þrátt fyrir að vera ólíkar hvað inntak og útfærslu varðar. Sólveig vinnur á formfræðilegum nótum og notar óhefðbundið en hversdagslegt efni, Hanne Nielsen og Birgit Johnsen sýna myndbandsverk þar sem sex konur greina frá at- burðum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og Kaj Ny- borg fer í hlutverk túrista á Íslandi og sýnir okkur Íslenskan veruleika út frá því sjónarhorni. Skapandi ferðamaður Eitt vandamál sem túristar standa frammi fyrir á Íslandi er hátt verðlag á gistiheimilum. Ætlaði Nyborg að bregðast við vandamálinu með því að búa í sýningarsalnum ásamt fjölskyldu sinni á meðan sýningartímabilið stæði yfir. Kveikjan að hugmyndinni var alþjóðlegt heiti Nýlistasafnsins, The Living Art Museum, og er það jafnframt ástæðan fyrir yfirskrift sýningarinnar. Hugmynd- in gekk þó ekki eftir sökum byggingarmála, en við innganginn á sýninguna má sjá sýnishorn í rituðu máli af afar skoplegum samskiptum listamannsins og framkvæmdastjóra safnsins varðandi hug- myndina. Athyglisvert er að yfirskrift sýningar- innar á við um þessa hugmynd sem ekki var fram- kvæmd og með textanum við innganginn sýnir listamaðurinn okkur hvernig hann hafði hugsað sér sýningu án þess að útfæra hana. Slíka afstöðu til myndlistarsköpunnar má rekja til Dada-lista- mannsins Marcel Duchamp sem snemma á síð- ustu öld benti okkur á að hugmyndin að listaverki væri ekki síður mikilvæg en útfærslan. Í kjölfarið kom svokallað „Neo Dada“ undir lok sjötta ára- tugarins, Jasper Johns, Andy Warhol, Piero Manzoni o.fl. og svo um miðjan þann sjöunda var það hugmyndarlistin (Conceptual art), sem bylti við gildum myndlistarheimsins. Hugmyndarlistin er margþætt og margskipt. Sá hluti sem Nyborg tengist hvað mest er frá- sagnar-hugmyndalist (Narrative/story telling) sem var áberandi upp úr 1970. Nokkrir myndlist- armenn innan þess geira hugmyndarlistar voru afar húmorískir í listsköpun sinni, má þar nefna William Wegman, Pieter Laurents Mol og Gilbert & George. Húmor er eitt af vopnum Kaj Nyborgs. Í myndbandi sem hann sýnir í sjónvarpi einu sést ekkert nema þoka og þjóðvegur. Gamansemin felst í því að myndskeiðið er sýnishorn af skipu- lagðri skoðunarferð sem listamaðurinn fór í og er tekið út um rútuglugga. Má heyra í fararstjóra lýsa landinu sem liggur handan þokunnar á Hellis- heiðinni en ferðamaðurinn er auðvitað engu nær, hann sér bara þoku og þjóðveg. Textar í rými voru stór þáttur í hugmyndarlist sjöunda og áttunda áratugarins, Hanne Darbov- en, Lawrence Weiner og Art & Language-listhóp- urinn sem dæmi. Kaj Nyborg nýtir sér einnig texta og hefur ritað tvær langar setningar á veggi sýningarsalarins sem eru að mörgu leyti eins og ferðalag með áherslu á „transport-from-to-in“. Of- hlaðin spekingsleg ljóðrænan virkar kómísk eins og önnur verk á sýningunni og textinn á við um ís- lenska náttúru sem er auðvitað meginástæðan fyrir því að ferðafólk sækir hingað til lands. List sem samfélagsfræði Frásagnar-hugmyndarlistamenn útfærðu hug- myndir sýnar gjarnan í heimildarformi, þá skrá- settar í ljósmyndaröð, myndbandi eða kvikmynd. Sú heimildargerð sem Hanne Nielsen og Birgit Johnsen sýna í myndbandsinnsetningu sinni í Ný- listasafninu má segja að sé afkomandi frásagnar- hugmyndalistar, en þar sem hugmyndalistin stendur fyrir „List sem heimspeki“ þá hafa heim- ildarmyndir Danska tvíeykisins meira með sam- félagsfræði að gera en heimspeki, þótt allar fræði- greinar séu auðvitað börn heimspekinnar. Konurnar sex sem segja sögur sínar eru búsettar í Danmörku. Sögurnar eru af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að fjalla um óþægileg samskipti kvennanna við annað fólk, svo sem nágranna, vin- konur, kennara og fjölskyldu. Snerta þær sam- félagsleg málefni eins og áreiti, innflytjendamál og þjóðarrembing sem og ýmsar mannlegar til- finningar eins og hræðslu, eftirsjá, óvissu o.fl. Heimildarmyndunum er varpað á tvö sýning- artjöld sem hanga úr lofti sýningarsalarins og eru tvær myndir sýndar í senn. Önnur konan talar á meðan hin situr í þögn, en oft er klippt yfir og á milli svo að hver saga er slitin með annarri frá- sögn. Hver kona segir sögu sína 3–4 sinnum við ólíkar aðstæður eða umhverfi og er það jafnframt klippt til í eins konar hrökk-stíl svo að frásögnin er ekki í einni flæðandi sögu. Frásögn breytist líka eftir umhverfinu og munur er á ef sögukona horfir á myndavélina eða frá henni eða hvort að um nær- mynd eða fjærmynd sé að ræða. Með þessu eru þær Hanne Nielsen og Birgit Johnsen að spila með heimildarmyndaformið á mjög áhrifaríkan máta og gefa okkur sýnishorn af því hvernig stað- setning myndavélar og sköpun umhverfis getur haft áhrif á útkomuna. Efni með sögu Hugmyndalist og mínimalismi eru jafnan sett undir sama hattinn í alþjóðlegum myndlistarsögu- ritum. Hreinn mínimalismi er formfræðilegs eðlis eins og verk Donalds Judds, Franks Stella, Sol Lewitts og Dans Flavins eru dæmi um. Þau byggja á strangflatarlist þar sem frekar rökrænt er tekið á málum. Aðra tegund af mínimalisma er að finna í myndlist Evu Hesse, Jackie Winsors og Richards Tuttles sem er öllu lýrískari en hjá Judd, Stella og Flavin. Mundi ég segja verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur í Nýlistasafninu vera í ætt við slíkan mínimalisma. Listakonan notar mikið til ódýrt afgangsefni, svo sem eggjaskurn, pappa- kassa, hárhnoðra og dauðar flugur, og vinnur efn- in með næmum hætti. Verkin eru hlýleg en að sama skapi óþægileg, sbr. „Hending“ sem gert er með dauðum flugum pressuðum á pappír svo að vessar sullast til á hvítum fletinum. Nokkuð skemmtileg móthverfa svo maður veit ekki fylli- lega hvar maður stendur, slær mann þannig séð út af laginu. Eina listaverkið sem ekki er skapað með af- gangs- eða náttúruefnum er „Svefnstæði“ og er það jafnframt elsta verkið á sýningunni, gert árið 1998. Það er teiknisería unnin með kúlupenna. Teikningarnar byggjast á frjálslega dregnum lá- réttum og lóðréttum línum sem vísa til innanhús- arkítektúrs. Í hverri teikningu er einn flötur þak- inn með bleki sem táknar rúm listakonunnar og má þar með sjá skipulagningu svefnstæða hennar síðastliðin 40 ár. Önnur verk á sýningunni virka líka á mig þetta persónuleg. Sem dæmi þá er sér- staklega tekið fram í efnislýsingu að hárhnoðr- arnir sem listakonan notar eru af Þorláki og Indr- iða, sem ég kann ekki frekari deili á en vænti þess að þeir tengist listakonunni náið. Auðvelt er líka að sjá listakonuna fyrir sér smella blöðunum á flugur eða brjóta egg í morgunmatinn og smíða svo úr skurnunum skúlptúr. Hrátt efnið talar þannig til áhorfandans. Það býr þegar yfir sögu sem listáhorfandinn skynjar. Í því sambandi velti ég fyrir mér hvaða áhrif Sólveig hefur haft á yngri listakonur, t.d. Margréti Blöndal sem nýtir efni með áþekkum hætti. Allir skila myndlistarmennirnir frá sér prýði- legum sýningum og ná til manns á mismunandi máta. Sýningarnar eiga líka ágætlega saman í safninu, enda byggjast þær á sama listsögulega grunninum, eða tímabili innan módernismans, sem í þá daga var kveikjan að Gallerí SÚM sem seinna varð Nýlistasafnið. List hvunndagsins MYNDLIST Nýlistasafnið Opið á miðvikudögum til sunnudags frá kl. 13–17. Sýningum lýkur 11. maí. Aðgangur ókeypis. ÝMSIR MIÐLAR SÓLVEIG AÐALSTEINSDÓTTIR KAJ NYBORG HANNE NIELSEN/BIRGIT JOHNSEN Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólveig Aðalsteinsdóttir notar ýmiskonar afgangsefni sem hún gæðir nýju lífi á sýningu sinni. Hanne Nielsen og Birgit Johnsen vinna sérlega vel með heimildarmyndarformið í „Stað-hæfingum“. Frá sýningu Kaj Nyborgs á efstu hæðinni í Nýlistasafninu. Jón B.K. Ransu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.