Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003
NÝ bók frönsku kvikmynda-
leikkonunnar Brigitte Bardot
hefur vakið mikla athygli og deil-
ur í Frakklandi, en að sögn Le
Monde virðist
Bardot hafa
litlar áhyggjur
af „skítkasti“
þeirra sem
bókin Un crie
dans le silence,
eða Hróp í
þögninni,
kann að
hneyksla. En í
Le Monde, sem víða vitnar í orð
Bardot sjálfrar, segir: „Í þessum
„skriftastól öfganna“ virðist
hlakka í stjörnunni og mannhat-
aranum að „ergja þá sem hata
hana“, með því að minna á [...]
hatur sitt á „mannkyninu“ yf-
irhöfuð og sérstaklega á músl-
imsku „innrásarmönnum“, „at-
vinnu“-atvinnuleysingjunum,
unga fólkinu „sem gerir ekki
rassgat“ og vinstra aflinu sem er
ábyrgt fyrir „þeim spellvirkjum
sem við höfum orðið vitni að sein-
ustu tuttugu árin“. Þar sem Brig-
itte Bardot liggur á að tjá sig áð-
ur en hún verður „mögulega svipt
tjáningarfrelsinu“ leikur hún sér
að nöfnum stjórnmálamanna, tjá-
ir sig um samkynhneigða og ólög-
lega innflytjendur – „þessa betl-
ara sem vanhelga og ráðast inn í
kirkjurnar til að umbreyta þeim í
mannlegar svínastíur.“
Vísindaskáldsaga
frá Atwood
KANADÍSKA skáldkonan Marg-
aret Atwood hefur sent frá sér
nýja skáldsögu, Oryx and Crake,
og er nafn bókarinnar dregið af
tveimur sögupersónanna. Oryx
and Crake er vísindaskáldsaga,
en Atwood hefur áður leitað á
slóðir fantasíunnar í bók sinni
Saga þernunnar. Að þessu sinni
er þema sögunnar sú þörf manns-
ins að fara fram úr sjálfum sér og
sú hætta á útrýmingu mannkyns
sem fylgt getur í kjölfar þess.
Vetrardrottningin
BÓK rússneska höfundarins Bor-
is Akúníns Vetrardrottningin,
eða Winter Queen hefur nú verið
gefin út á ensku. Vetrardrottn-
ingin seldist í um sex milljónum
eintaka í heimalandi höfundar en
sagan, sem er full fortíðarhyggju,
er leynilögreglusaga á gam-
ansömum nótum. Vetrardrottn-
ingin segir frá herramanninum
og leynilögreglumanninum Erast
Fandoin sem er eins konar blanda
af 19. aldar James Bond og
teiknimyndapersónunni Tinna.
Sagan þykir að mati gagnrýn-
anda Daily Telegraph ágætis af-
þreying og áhugaverður kostur
fyrir þá sem eru að leita að nýrri
gerð leynilögreglusagna.
George Orwell
TVÆR ævisögur George Orwells
eftir þá D. J. Taylor, Orwell: The
Life, og Gordon Bowker, George
Orwell, hafa komið út nýlega og
byggjast þær báðar að miklu leyti
á ítarlegri rannsóknarvinnu
fræðimannanna Ians Angus og
Peters Davidsons sem sérhæfðu
sig í rannsóknum á Orwell. Þrátt
fyrir þennan sameiginlega bak-
grunn þykja bækurnar um margt
ólíkar. Þannig nær Taylor að
kalla fram skemmtilega mynd af
bókmennta- og menningarheimi
Lundúna á þessum tíma þar sem
samsæriskenningar og valdabar-
átta settu sinn svip á listirnar.
Bók Bowkers þykir öllu hefð-
bundnari en höfundinum þykir þó
takast betur að draga fram raun-
sæja mynd af manninum Orwell.
ERLENDAR
BÆKUR
Bardot dýra-
vinur og
mannhatari
Brigitte Bardot
É
G ætla að bera í bakkafullan læk-
inn, hvað sem hver segir, því hann
er ekki alveg búinn að ryðja sig.
Kosningabaráttan, skoðanakann-
anirnar, auglýsingarnar, kosning-
arnar, kosninganóttin, úrslitin,
óljóst og loðmullulegt framhaldið.
Allt hefur þetta verið meira en lít-
ið skrýtið.
Það var fróðlegt að fylgjast með hvernig flokk-
arnir spiluðu skákina eftir skoðanakönnunum, og
mótuðu lint og leirkennt almenningsálitið að sín-
um sjónarmiðum. Þannig töpuðu þeir fylgi og
fundu það aftur á víxl, og var furðulegur daga-
munur þar á. Sjálfur var ég ýmist tapaður kjós-
andi eða fundinn, allt eftir því hvernig umræðan
þróaðist og seinasta vikan einkenndist af svo
stórum sveiflum í hugskotinu að mér lá við
velgju.
En það var fleira en fylgi sem tapaðist og
fannst. Hver flokkur tapaði einhverju sem hon-
um er brýnt að hafa, og sumir þeirra fundu eitt
og annað sem þeir kærðu sig misjafnlega mikið
um að finna.
Sjálfstæðisflokkurinn sýnist hafa tapað mest
og má jafnvel tala um alvarlegt tjón í því sam-
bandi, því auk fylgisins sem hvarf tapaði hann
kvenfólki í stórum stíl, og munar um minna.
Þjóðin þarf konur í meirihluta á Alþingi á kostn-
að miðaldra og misjafnlega firrtra karla. Reynd-
ar gæti femínistinn Atli Gíslason flotið þar inn á
meðal kvennanna án þess að sjónarmið þeirra
skaðist.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði reyndar ýmsu
öðru á þessari leið, meðvitað eða ómeðvitað.
Þannig hvarf Hannes Hólmsteinn alveg af sjón-
arsviðinu þar til eftir kosningar líkt og menn ótt-
uðust að hann styggði nýja kjósendur sem kynnu
að aka í hlað flokksins. Ég var ekki einn um að
sakna hans.
Vinstri grænir töpuðu fylgi og manni, og tæki-
færinu til að endurnýja sig, þótt þeir fyndu
glöggt hve tímabært það er orðið að fá fatlaða
einstaklinga á þing. Það var að minnsta kosti
gaman að sjá táknmáli beitt í kappræðum við
annálaða orðháka í sjónvarpinu. Þeir fundu líka
fyrir vantrú almennra kjósenda.
Frjálslyndir fundu hljómgrunn með því að ein-
beita sér að einu máli, en töpuðu öðrum mál-
efnum út í veður og vind. Þeir fundu, líkt og VG,
að enn er vitlaust gefið í atkvæðafjölda á þing-
mann þrátt fyrir breytta skipan kjördæma.
Nýtt afl hafði engu að tapa nema aurunum sín-
um en fann sig ekki í þessum kosningum. Sama
saga um Kristján Pálsson.
Samfylkingin fann Ingibjörgu Sólrúnu og auk-
ið fylgi þar með, en tapaði síðan áttum og erindi.
Þannig mistókst flokknum að gera brýnasta við-
fangsefni okkar, menntamálin, að kosningamáli.
Eins og svo mörg brýn umræðuefni önnur grófst
það undir tæknilegu þjarki um útfærslu á kvóta-
kerfinu.
Framsókn tapaði svo til engu nema gömlum
ávirðingum, en fann brosið og húmorinn. Merki-
legt að enginn flokkur skuli hafa beitt húmor síð-
an R-listinn vann sinn fyrsta sigur á sínum tíma,
eins og hann reyndist þá drjúgt vopn.
Þegar fréttamaður gat þess við Halldór Ás-
grímsson á kosninganótt að hann væri gleiðbros-
andi svaraði hann að bragði: „Ég brosi þegar mér
finnst skemmtilegt.“ Auðvitað hefði fréttamað-
urinn þá átt að spyrja á móti hvort honum hafi
leiðst svona óskaplega á kjörtímabilinu, en lét
ógert fyrir siða sakir.
Ótvíræðir sigurvegarar kosninganna eru fjöl-
miðlarnir með sínar óþrjótandi skoðanakannan-
ir, árvakur, ákafur og greinargóður Árni Snæv-
arr á Stöð 2, þótt hann klifaði um of á óljósum
brandara um „dong-regluna“ óútskýrðu. Mesti
sigurvegarinn er kannski auglýsingastofan sem
vann fyrir Framsóknarflokkinn.
Hringborðið kvöldið fyrir kjördag bauð upp á
flott mannval og mikið voru leiðtogarnir nú klárir
og trúverðugir þar. Skemmtilegast alls er þó
andlitslyfting þingsins, allir ungu þingmennirnir
sem náðu kjöri.
TAPAÐ – FUNDIÐ!
Það var fróðlegt að fylgjast með
hvernig flokkarnir spiluðu
skákina eftir skoðanakönn-
unum, og mótuðu lint og leir-
kennt almenningsálitið að sín-
um sjónarmiðum.
Á R N I I B S E N
ÞEGAR kennarinn stígur út fyrir
akademíuna og tekur til máls í al-
menningi talar hann í hópi jafn-
ingja og flytur mál sitt á annan
hátt. Auðvitað býr hann enn að
sérþekkingu sinni en ekki er sjálf-
gefið hvernig hún skilar sér til sam-
félagsins. Þetta kom glöggt fram í
umræðum um náttúruvernd og
virkjanaáætlanir á Íslandi árið
2002. Opinberir aðilar studdust
við og nýttu sér rannsóknaframlag
vísindamanna sem sættu sig ekki
við hvernig það er gert. Auk þess
að kvarta sem vísindamenn, hafa
sumir þeirra rætt málið á opinber-
um vettvangi og þá mæla þeir
einnig sem menntamenn í þeim
skilningi sem hér hefur verið lýst.
Ég tel að slík þátttaka mennta-
manna í umræðu um samfélagsmál
og menningarstefnu (meðferð nátt-
úrunnar er auðvitað dæmi um
menningarmál) sé mikilvægur val-
kostur við flokkspólitískan málflutn-
ing. Þar með er ég ekki að segja
að menntamenn geti ekki stutt
stjórnmálaflokka, en þegar slík
hagsmunatengsl verða grunntónn í
máli þeirra hafa þeir gefið frá sér
það frelsi sem skapar málflutningi
menntamanna sérstöðu; þá hafa
þeir yfirgefið það rými efahyggju
og gagnrýni sem Said lýsir í bók
sinni. Þetta frelsi er í tilviki há-
skólamanna nátengt rann-
sóknafrelsi þeirra; því svigrúmi
sem þeir hafa til að finna og fara
sínar eigin leiðir í þekkingarleit og
þekkingarsköpun. Rannsóknir
þeirra – á hvaða vísindasviði sem
er – eiga þegar að er gáð býsna
margt sameiginlegt með skapandi
starfi rithöfunda og annarra lista-
manna. Þeir síðarnefndu rannsaka
líka mannlíf og umhverfi í frjálsri
leit að nýrri þekkingu, sem flytur
okkur einnig fegurð þegar vel tekst
til. Það er að vísu ekki alltaf þægi-
leg fegurð og stundum höggva
listamenn óþægilega nálægt hjart-
ans málum viðtakenda. En þeir
eiga að fá að gera það og upplýst
lýðræði á líka að hafa styrk til að
vilja fóstra með sér æðri mennta-
stofnanir sem eru ekki aðeins skil-
virkar samkvæmt mælieiningum
nemendafjölda og rannsóknastiga,
heldur unga líka út „óþægum“
menntamönnum sem taka þátt í
umræðum um hin ýmsu svið menn-
ingar og samfélags á opinberum
vettvangi og takast á, bæði inn-
byrðis og við aðra, um gildismatið
hverju sinni. Háskóli er ekki aðeins
kennslustaður og rannsóknasetur,
hann er líka menningarsmiðja.
Ástráður Eysteinsson
Ritið
Einnig: www.hi.is
Morgunblaðið/Golli
Á vappi.
HÁSKÓLI OG SAMFÉLAG
I Að mati rússneska bókmenntafræðingsins
Mikaels Bakhtins er ljóðið dautt form. Skáldsagan
er aftur á móti lifandi form og lífrænt, að mati
Bakhtins. Skáldsagan er bókmenntagrein sem er
upptekin af forminu, hún skoðar sjálfa sig í gagn-
rýnu og oft írónísku ljósi, og hún skoðar sig í ljósi
síns eigin samtíma. Skáldsagan er bókmenntagrein
þar sem höfundurinn er sýnilegur í textanum, höf-
undarvitundin gegnsýrir textann, við verðum vör
við afstöðu höfundarins. Sennilega myndu margir
vilja halda því fram að það sama gæti átt við um
ljóðið, það væri einnig opið og óstöðugt form, form
sem er alltaf að breytast, lífrænt form, lifandi form.
En hvers vegna segir Bakhtin það dautt form?
II Bakhtin svarar þessu. Hann segir að það ein-
kenni tímabilin sem skáldsagan hefur náð ein-
hverri fótfestu á að allar aðrar greinar bókmennt-
anna verði mjög uppteknar af forminu, sjálfhverfni
skáldsögunnar smiti út frá sér. Þetta eru tímabil
þar sem öll bókmenntaform hefja einskonar end-
ursköpunarferli. Skáldsagan er sjálfsgagnrýnin
enda alltaf í þróun, hún beinir krafti sínum inn á
við. Bakhtin talar um að öll önnur form falli undir
einhvers konar skáldsögugervingu. Önnur form
fara að birtast í stílfærðu eða jafnvel í skopstældu
formi og hann nefnir nokkur dæmi því til sönn-
unar. Hann segir raunar að skáldsagan eða andi
skáldsögunnar hafi þau áhrif á önnur form að
hvers konar fylgni við hin gömlu hefðbundnu form
fari að líta út eins og stílfæring á því formi, skop-
stæling, hvað sem listrænni ætlun höfundar líður.
Önnur hefðbundin form fara að hljóma annarlega í
ljósi skáldsögunnar sem er sífellt á hreyfingu og leyf-
ir í raun ekki hefðbundnar aðferðir neinstaðar ná-
lægt sér.
III Hinn samtímalegi, ókyrri og íróníski andi
eða tónn skáldsögunnar gerir það með öðrum orð-
um að verkum að það getur í raun enginn skrifað
bókmenntir í hefðbundnu formi. Hefðin hefur holan
hljóm á tímum skáldsögunnar, að mati Bakhtins.
Þetta hefur þau áhrif að aðrar greinar verða sveigj-
anlegri og frjálslegri, þær tileinka sér uppreisnar-
anda skáldsögunnar enda þýðir ekkert annað ef
þær eiga að fylgja tímanum. Þær tileinka sér einnig
eða litast af tungumáli skáldsögunnar, sjálfhverfu
hennar, húmor hennar, íróníu og hlátur – og þær
verða sjálfar fórnarlömb óvissunnar, þær opnast og
verða ókláraðar, í þróun.
IV En munurinn á þessum formum – lýrík-
inni, dramatíkinni og epíkinni – og skáldsögunni
er sú að þetta eru ekki ný form, heldur gömul form
undir áhrifum frá skáldsögunni, hinu nýja formi,
eina nýja forminu, einu bókmenntagreininni sem
varð til á nýöld, það er að segja um leið og nútím-
inn varð til. Epíkin var ljóð, söguljóð, hetjuljóð, en
skáldsagan ekki, skáldsagan er nýtt form en epíkin
er áfram epík og ljóð er áfram ljóð.
V Hið hefðbundna ljóð er því dautt. Raunar
þurfti engan Bakhtin til að segja okkur það; Steinn
Steinarr gerði það um miðja síðustu öld (en hugs-
anlega hafði hann veður af hugmyndum Rússans
frá því fyrr á öldinni). En það hefur sem sé orðið til
nýtt ljóð, ljóð sem lætur ekki segja sér fyrir verkum,
ljóð sem er „handan við síkvik vötn“.
FJÖLMIÐLAR
NEÐANMÁLS