Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI SIGFÚS DAÐASON HENDUR OG ORÐ VII Horfnu þúsundáralönd smánæturinnar gleymda bjarta öxl hvíld reikulum augum reikandi huga fullkomni sofandi alheimur sem glitrar ennþá handan við síkvik vötn ó veit tungu minni skírslu í eldi veit tungu minni hörku í eldi sofandi ósnert hönd sem ég snerti og ákalla hvítfjöll bláfjöll í öðru næturkuli. Sigfús Daðason (1928–1996) var eitt af atómskáldunum svokölluðu. Ljóðabókin Hendur og orð kom út árið 1959. R ÉTT í þann mund er for- ingjar stjórnmálaflokkanna voru að hefja lokaumræðu kosningabaráttunnar í sjónvarpssal streymdu hundruð tónleikagesta inn í Háskólabíó. Þar gat að heyra sálumessu Benjam- ins Brittens sem samin var í minningu þeirra sem féllu í heimsstyrjöldinni síð- ari. Frábærir einsöngvarar, hljómfagrir kórar og okkar stórgóða sinfóníuhljóm- sveit undir stjórn Vladimirs Azhkenasys fluttu þetta stórbrotna verk með krafti sem olli gæsahúð og ótrúlegum fagn- aðarlátum í troðfullum salnum. Eitt skyggði þó á. Enn einu sinni var öllum þessum frábæru flytjendum og hlust- endum boðið upp á flatan hljómburð Há- skólabíós. Azhkenasy notaði tækifærið meðan hann dvaldi hér á landi til að taka undir kröfur tónlistarmanna um nýtt tónlistar- hús og hneykslaðist á þeim drætti sem orðið hefur á byggingu hússins. Hann sagði frá því að Daniel Barenboim, sem um árabil hefur verið aðalstjórnandi rík- isóperunnar í Berlín, vildi ekki koma hingað meðan ekki væri boðið upp á betra hús en bíósalinn. Söngkonan frá- bæra June Anderson, sem heimsótti okkur á síðustu listahátíð, sagði þá að það hefði verið eins og að syngja inn í þerripappír að standa á sviðinu í Há- skólabíói, enginn hljómur barst til baka. Um páskana var frumflutt und- ursamleg sálumessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Um síðustu jól var flutt í annað sinn í Hallgrímskirkju stórkostleg jólaóratóría Johns Speight sem var um leið útvarpað til allrar Evrópu. Fyrr í vetur sýndi Íslenska óperan Macbeth eftir Verdi með þvílíkum tilþrifum að lengi verður í minnum haft. Sú sýning mun vonandi opna okkar frábæru söngv- urum dyr út í hinn stóra heim óp- erunnar. Framundan er frábær kirkju- listarhátíð í Hallgrímskirkju með enn einni heimsókn stórsöngvarans Andreas Schmidt, sem bæði syngur í Elijah eftir Mendelssohn og heldur ljóðatónleika í Salnum. Út um alla borg eru tugir kóra, ein- söngvara, hljóðfæraleikara, tónskálda og stjórnenda að fremja tónlistargaldra sem eru alveg með ólíkindum í svo litlu samfélagi. Ungir söngvarar, hljóðfæra- leikarar og ekki síst ung tónskáld eru að koma fram sem eflaust eiga eftir að bera hróður íslenskrar tónlistar víða, um leið og þeir ögra eða gleðja okkur eftir atvik- um. Allt er þetta afrakstur þeirrar miklu vinnu sem frumherjarnir hafa skilað og þeirrar uppbyggingar tónlistarmennt- unar sem átt hefur sér stað um árabil um land allt, m.a. með aðstoð frábærra erlendra tónlistarmanna, karla og kvenna, sem hafa auðgað menningarlíf okkar. Það er mikil gróska í tónlistinni og tekið eftir því hve íslenskir tónlist- armenn eru reiðubúnir til að flytja verk eftir ung og óþekkt tónskáld, bregða sér úr klassík yfir í djass og aftur til baka, að ekki sé nú minnst á Hrafnagaldra, rímnakveðskap og tónlist Bjarkar. Allt þetta frábæra fólk verður þó að búa við þá staðreynd að í höfuðborg landsins er ekki til svo mikið sem einn salur sem hæfir þessu frábæra tónlistar- lífi. Kirkjur, íþróttahús, skemmtistaðir og bíó verða að duga. Að vísu er til lítill en ágætur salur í Ými í eigu Karlakórs Reykjavíkur, en það er líka allt og sumt. Borgaryfirvöld hafa ekki séð sóma sinn í að koma upp tónlistarsal, hvorki litlum né stórum, þrátt fyrir allt þetta mikla menningarstarf um áratuga skeið. Bæj- arstjórn Kópavogs hefur staðið sig miklu betur og býður íbúum höfuðborgarsvæð- isins upp á frábæran tónlistarsal sem mér sýnist vera notaður nánast nótt sem nýtan dag. Því miður virðist ljóst að það er langt í að tónlistarhús rísi. Málið hefur dregist mjög á langinn vegna vangaveltna um hvort þar eigi að vera einn salur eða tveir og hvort Íslenska óperan eigi að fá þar inni en eflaust ræður kostnaðurinn þó mestu. Borgaryfirvöld hafa verið með hugmyndir um að flytja Óperuna inn í Borgarleikhús en allt mælir gegn því. Salurinn er of lítill og það sem auðvitað skiptir öllu máli; hljómburðurinn er öm- urlegur, enda eru aldrei haldnir þar klassískir tónleikar. Fyrir nokkrum mánuðum var tilkynnt um ríkisframlög til menningarhúsa úti á landi. Slík hús eru að sjálfsögðu góðra gjalda verð ef þau ná að þrífast og fá peninga til myndarlegs rekstrar. Það vill hins vegar oft gleymast að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa hér á höfuðborg- arsvæðinu. Þar er gróskan mest og þörf- in mest fyrir framlög í þágu menningar- innar. Það þýðir lítið að boða listahátíð ár hvert og geta ekki boðið tónlistarfóki, erlendu sem innlendu, upp á tónleikasali við hæfi. Það er ríki og borg til skamm- ar að tónlistarhús skuli ekki vera risið. Það er og verður krafa okkar sem unn- um tónlist að nú þegar verði hafist handa við byggingu tónlistarhúss og henni lokið svo fljótt sem unnt er. Allt það fólk sem lagt hefur líf sitt og mennt- un að veði í þágu tónlistarinnar, sem og allir þeir sem unna henni, eiga það skil- ið. Síðast en ekki síst á Íslenska óperan skilið að fá hús við hæfi þannig að hún geti þrifist við hlið sinfóníuhljómsveitar, kóra og söngvara. Því meiri list, því meiri líkur á að húsið lifi og dafni. HVERS Á TÓNLISTIN AÐ GJALDA? RABB K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R krast@simnet.is Jóhann Hjálmarsson er afkastamikill ljóðaþýðandi og hefur að mati Jóns Kalmans Stefánssonar unnið gott starf á því sviði. Jón Kalman fjallar um fjór- ar bækur Jóhanns sem innihalda um 300 þýðingar á ljóðum norrænna, suður- amerískra og evrópskra skálda. Sigfús Daðason gaf út bókina Hendur og orð árið 1959 og telja sumir hana með áhrifamestu ljóðabók- um síðustu aldar. Þorsteinn Þorsteinsson fjallar um fyrsta ljóðið í bókinni. Listdansskólinn er að ljúka fimmtugasta starfsári sínu um þessar mundir en 21. maí næstkomandi verður afmælissýning í Þjóðleikhúsinu af því tilefni. Sesselja Guðmunda Magn- úsdóttir fjallar um Listdansskólann í sögu og samtíð. Fornleifar á Hólum eru vel varðveittar, þeim hefur ekki verið spillt með seinni tíma framkvæmdum að því marki sem óttast var og þegar á fyrsta ári rannsóknarinnar komu í ljós leifar mann- virkja frá miðöldum, frá fyrstu tíð bisk- upsstólsins á Hólum en hann var settur á fót árið 1106. Þetta kemur fram í grein Ragn- heiðar Traustadóttur um fornleifarann- sóknir á Hólum sem verður haldið áfram í sumar. FORSÍÐUMYNDIN er unnin af Magnúsi Sigurðarsyni en hann tekur þátt í sýningunni Á nýjum sauðskinnsskóm sem verður opnuð í höfuðstöðvum sex fyrirtækja í Reykja- vík í dag. Verkið nefnist Hunter.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.