Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003
Þ
AÐ skal játað að fyrir fimmtán ár-
um hvarflaði ekki að mér að lesa
Jóhann Hjálmarsson, ekki ótil-
neyddur. Þetta eru hugsanlega
ýkjur, en samt; Jóhann Hjálm-
arsson var ekki hátt skrifaður hjá
öllum á níunda áratugnum. Hann
var borgaralegur höfundur, rit-
dómari Morgunblaðsins, hægrimaður. Ég hef
heyrt því haldið fram að kynslóðin fædd í kring-
um 1970 sé að mestu frábitin pólitík; „ef við yrð-
um sálgreind kæmi í ljós illa rispað dægurlag
frá árinu 1984“ skrifar Eiríkur Guðmundsson.
Það sama á þó ekki við okkur sem fæðumst um
1960 og komumst til vitundar meðan ennþá virt-
ist skýr munur á hægri og vinstri. Við vorum
nógu gömul til að anda að okkur andrúmslofti
kalda stríðsins og fara í Keflavíkurgöngu með
þjóðfrægum og hvínandi rauðum baráttuhund-
um; háleitum gáfumanni eins og Árna Berg-
mann, flugmælskum Svavari Gestssyni – og
Ólafur Ragnar Grímsson hélt kannski ræðu við
aðalhlið Keflavíkurflugvallar, hvarf síðan upp í
bíl og birtist göngumóður meðal kröfufólks í ná-
munda við Skaftahlíðina. En við vorum hins-
vegar ekki nógu gömul til að hrópa slagorðin Ís-
land úr nató – herinn burt, því það hafði eitthvað
gerst, það var búið að grafa undan orðunum; við
drógum að okkur andrúm kalda stríðsins en í
höfðum okkar snerust kaldhæðnin og efinn. Já,
önduðum að okkur andrúmi heiftarinnar og tók-
um í arf, ef ekki fordæmingu þá sjálfkrafa höfn-
un á höfundi eins og Jóhanni Hjálmarssyni.
Vinstrimenn höfðu fyrir löngu unnið kalda stríð-
ið í bókmenntum og skoðanir okkar voru litaðar
af túlkun siguvegarans; Mál og menning reis
himinhátt yfir AB. Davíð Stefánsson, Guðmund-
ur G. Hagalín, Guðmundur Daníelsson, þetta
voru borgaralegir höfundar, örugglega hægri-
menn og það var sparkað í þá, við létum höggin
dynja á þeim, og þessi hugsun, eða sýn, féll yfir
höfundarferil Jóhanns Hjálmarssonar; sá sem
hreifst af kvæði eftir hann lét það helst ekki
fréttast. Síðar áttaði maður sig blessunarlega á
því að stjórnmálaskoðanir höfundar, staða í
samfélagi, kemur skáldskapnum lítið við; ekkert
skáld var eins hátt skrifað hjá byltingarhöfund-
inum Maxím Gorkí og íhaldsmaðurinn Knut
Hamsun.
En hvað sem því líður; ég var að snuðra í forn-
bókabúð fyrir nokkrum árum. Það var ógurlegt
sólskin úti en rökkur inni og muldur í Rás eitt.
Ég finn ljóðabók, hún er blá hvít græn, ég slæ
henni upp á blaðsíðu 83, og les:
Einn dag þegar rignir mun ég deyja í París,
ég veit það núna, einn dag þegar rignir
mun ég deyja í París, um haust,
kannski verður fimmtudagur eins og í dag.
Já, á fimmtudegi, því á meðan
ég yrki þetta ljóð og sný mér undan í örvæntingu
hef ég aldrei fundið einmanaleikann
jafn nærri.
César Vallejo er dauður, þið réðust allir
gegn honum, án þess hann gerði á hlut ykkar:
þið létuð höggin dynja á honum
og spörkuðuð í hann, um það vitna fimmtudagarnir,
kvölin í bakinu, einmanaleikinn, vegirnir og regnið.
Tvö
Ætli mér sé ekki óhætt að halda því fram að
Jóhann sé með afkastamestu ljóðaþýðendum
okkar, og í ljósi þess að sumar þýðingarnar eru
úrvalsskáldskapur, þá hefur verið merkilega
hljótt í kringum það starf. Þetta er talsvert
magn, fast að 300 kvæðum í fjórum bókum sem
komu út á árunum 1960 til 1988. Fyrst kemur Af
greinum trjánna, þá er Jóhann rétt um 21 árs,
síðan Hillingar á ströndinni árið 1971 og Þrep á
sjóndeildarhring fimm árum síðar; sú bók er blá
græn hvít, og ljóðið Svartur steinn á hvítum
steini eftir César Vallejo er á blaðsíðu 83.
Fjórða og síðasta bókin, Í skolti Levíatans, kom
árið 1988. Sjálfsagt væri að nefna líka Vindar í
Raumsdal, vandaðar þýðingar Jóhanns og
Matthíasar Johannessen á kvæðum Knuts
Ödegaards frá árinu 1997, en hér verður þó ein-
göngu horft á bækurnar fjórar sem Jóhann stóð
einn að.
Fjórar bækur og skáld frá fleiri löndum en ég
hef tölu á; fleiri skáld en ég get talið. Mikil skáld,
eins og Paul Celan, Giuseppe Ungaretti, Salva-
tore Quasimodo, Cesare Pavese, Gottfried
Benn, Gunnar Ekelöf, Werner Aspenström,
Juan Ramón Jiménez, Antonio Machado;
spænska skáldið Machado sem stækkaði heim-
inn með kvæðum sínum, hann sem orti einu
sinni um torg, pilt og blómið hvíta:
Torgið á sér turn,
turninn á sér svalir,
svalirnar eiga sér stúlku,
stúlkan hvítt blóm.
Piltur átti leið hjá
– enginn veit hvers vegna hann átti leið hjá! –
og hafði á brott með sér torgið
og turninn og svalirnar,
svalirnar og stúlkuna,
stúlkuna og blómið hvíta.
Merkilega hljótt sagði ég; það er varla að
maður heyrir talað um þessar bækur, þær hafa
ekki yfir sér sömu birtu og til dæmis Hrafnar í
skýjum, þýdd ljóð eftir Einar Braga frá 1970,
eða þá Trumban og lútan, ljóðaþýðingar Hall-
dóru B. Björnsson frá 1959. Það gæti jafnvel
dottið í mann að fullyrða að þýðingarsöfn Jó-
hanns, fjórar bækur, séu einskonar þagnablettir
í íslenskum bókmenntum
Ég ætla þó ekki að draga fjöður yfir það að
þýðingar Jóhanns eru misjafnar að gæðum, og
hann hefur gert sig sekan um villur. Ég nefni
þýðinguna á kvæði eftir Federico García Lorca,
Son de los negros de Cuba, sem birtist í Af
greinum trjánna undir heitinu Sonur negranna
á Kúbu. Í bók sinni Tvímæli – þýðingar og bók-
menntir ræðir Ástráður Eysteinsson um svo-
kölluð svikatengsl og er þá átt við orð sem
„hljóma eða líta eins út í málunum tveimur eða
eiga (eða virðast eiga) sér sameiginlegan orð-
stofn – en eru það ekki“. Svikatengslin liggja
hér í orðinu Son; Jóhann þýðir það sem Sonur
en Son er hinsvegar ákveðið tónlistarform sem
leikið er á Kúbu, enda þýddi Jón Hallur Stef-
ánsson kvæðið 30 árum síðar undir heitinu
Negrasöngur á Kúbu.
Vissulega slæm villa og kvæðið í ofanálag
ekki sannfærandi í þýðingu Jóhanns, en hér er
líka snúinn skáldskapur á ferðinni fyrir 21 árs
þýðanda. Samt sitja línur í manni:
Ég hef sagt öllum að ég muni halda til Santiago
á hesti úr svörtu vatni
„Nafnið á ljóðabókinni Dagbók borgaralegs
skálds sem Jóhann sendi frá sér árið 1976,“
skrifar Þröstur Helgason í formála að ljóðaúr-
vali á kvæðum Jóhanns sem kom út fyrir tveim-
ur árum, „hefur sjálfsagt þótt djarft á sínum
tíma. Það þótti að minnsta kosti ekki par fínt í
vissum kreðsum skálda og menntamanna að
vera „borgaralegur“ og að gangast við svo aumu
hlutskipti þótti óþarfa hugrekki.“
Ég held að tónninn í frumortum ljóðum Jó-
hanns á áttunda áratugnum hafi ekki verið hon-
um til framdráttar á miskunnarlausum tímum,
að hann sem orti eitt sinn um sólþyrstar hendur,
fljúgandi næturlest, skyldi reyna að breyta ljóð-
inu í dagbókafærslur borgarans. Þetta hlýtur að
vera meginskýringin á fálæti gagnvart ljóða-
þýðingum Jóhanns Hjálmarssonar; það snýst
ekki um gæði, þótt hann gefi einstaka sinnum
höggstað á sér þar, heldur stöðu hans í íslensk-
um bókmenntum – borgaraleg staða, meintur
hægrimaður og helsti ritdómari Morgunblaðs-
ins. Það síðastefnda gerði hugsanlega útslagið,
ekki þó vegna þess að ritdómar hans hafi á
stundum þótt dauflegir eða óljósir, heldur að
hann skyldi gangast við því að vera borgaraleg-
ur á þeim tímum þegar heimurinn skiptist í
tvennt, austur og vestur, á þessum svarthvítu
tímum áður en allt sprakk í loft upp og veröldin
varð óskiljanleg. Þetta er meginskýringin; upp-
spretta neikvæðninnar.
Þrjú
„Því svo dýrmætt sem það er að eignast sígild
verk í verðugum þýðingum,“ skrifar Snorri
Hjartarson í formála að ljóðaþýðingum Magn-
úsar Ásgeirssonar, Ljóð frá ýmsum löndum, „er
hitt þó meira virði að fá upp í hendurnar það
sem hæst ber á hverjum tíma, ný viðhorf og
verkefni í nýju formi, nýjum söng.“
Það er auðvelt að taka undir þessi orð, en svo
er annað að mörghundruð ára gömul kvæði geta
borið með sér ný viðhorf, nýjan söng. Það sann-
EINN DAG ÞEGAR
RIGNIR MUN
ÉG DEYJA Í PARÍS
Það hefur verið merkilega hljótt um ljóðaþýðingar
Jóhanns Hjálmarssonar segir í þessari grein þar
sem fjallað er um fjórar bækur Jóhanns sem hafa
að geyma þýðingar á um þrjú hundruð ljóðum
eftir mörg merkustu skáld tuttugustu aldar.
E F T I R J Ó N K A L M A N S T E FÁ N S S O N