Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 Þ AU hittust fyrst í fjarlægu landi. Komin af ólíku efni. Greinar af ólíkum meiði sem mættust svo loks í litlum bæ sunnan við stóra iðnaðarborg í Indónesíu. Hann svo harður og kaldur. Hafði ferðast hnarreistur norðan úr gamalli þýskri iðnaðarborg sem nú tilheyrði Rússaveldi. Tilheyrði Rússlandi en var þó ekki í beinu landfræðilegu sambandi við Rússland. Borg sem stendur við ysta sæ Eystrasalts. Einmana skika sem aðþrengdur er af Póllandi og Litháen. Hún svona afar fín og glansandi komin alla leið frá Suður-Ítalíu. Frá héraðinu Calabria þar sem ægifögur fjöllin mæta tærbláu hafinu við gylltar strendur. Strendur sem oft hafa verið rómaðar sem para- dís miðjarðar. Ólíkari gátu þau ekki verið. Þau hittust á borðinu fyrir framan Vidhu, unga konu sem vann fyrir lág laun 12 til 16 tíma vaktir í verksmiðju Sanghi-bræðra sem voru undirverktakar í fataframleiðslu fyrir stór vestræn tískufyrirtæki. Þetta gerðist á laug- ardegi, það var hlýr og rakur dagur í Suðaust- ur-Asíu. Vidhu hafði verið að vinna við að sauma rennilása og tölur á nýja tegund buxna úr flaueli fyrir tískurisann HAPP. Hún stóð við borð sitt í stappaðri verksmiðju Sanghi- bræðra. Vinnuaðstaðan var hræðileg. Þarna stóðu um 300 konur við saumavélar sínar og streðuðu fyrir 30 pens á klukkustund svo halda mætti ört stækkandi velmegunarvömbum hins vestræna heims innan sama strengs. Vidhu ýtti svitastorknu hárinu til hliðar, hún var farin að tapa einbeitingu enda hafði hún staðið við nú í 10 tíma stanslaust fyrir utan eina ferð á salernið. Hennar verk var að sauma rennilásinn og töluna á flíkina. Það að festa rennilás á brók var verk sem krafðist einbeit- ingar. Verk sem ekki var á allra færi. Vidhu leit niður á skítugt gólfið, uppfullt af afgöngum. Hún beygði sig niður og þreifaði eftir rennilás í stórum pappakassa á gólfinu. Hún fann hvern- ig rennilásarnir örvuðu skynjun sem kallaði fram hroll í vitund hennar um leið og hún hand- lék kalt stálið og greip einn. Það var hann, kon- ungur rennilásanna frá Kalingrad. Hans tími var kominn. Hann, afkvæmi nákvæms stáliðn- aðar, hrein meistarasmíð að eigin mati, lá nú í sveittum lófa Vidhu. Hún reis upp, lagði lásinn á flíkina og renndi henni undir Singer-vélina sem var farin að láta á sjá. Vidhu hafði snör og fim handtök, hún hafði gert þetta svo oft áður. Hún pírði augun og strauk svitann af enninu með vinstri handlegg um leið og hún steig á hraðalinn. Vélin söng og bætti enn á hávaðann í skemmunni. Lásinn var nú haganlega fastur og fyrirkominn á þessum brúnu flauelsbuxum. Honum leið ágætlega miðað við það að stór nál hafði gengið í gegnum hann 15 sinnum á sek- úndu í allnokkurn tíma. Nú lá hann þarna á borðinu sem angaði af viðarolíu sem bæði var notuð á borðið og til að smyrja saumavélina. Í þessum raka og hita hafði hún reynst betur en maskínuolían, auk þess var hún ódýrari. Það líkaði Sanghi-bræðrum vel. Bræðurnir voru synir skraddara frá Jak- arta, Indónesíu. Faðir þeirra hafði komið vel út úr átökunum sem urðu á sjötta tug síðustu ald- ar, þegar Suharto hershöfðingi komst til valda með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar og Breta. Á þeim árum sem kapítalisminn og markaðshagkerfið í Indónesíu var skapað gegnum Suharto á fundum stórfyrirtækja í Sviss. Fyrirtækja sem á þeim tíma voru að stíga upp þrepið sem gerði þau að hnattvædd- um stórveldum sem ógnað gátu öllu jafnvægi í heiminum eða varðveitt það. Í heimi þar sem þjóðir voru enn skilgreindar og lönd áttu sín landamæri. Forsjálir fjárfestar sem barist höfðu fyrir frjálsum viðskiptum, afnámi tolla og eigin viðskiptastofnun sem tryggt gæti að- gengi þeirra að mörkuðum. Stofnun sem lyti ekki lýðnum eða ræði hans, beint. Þetta gekk allt eftir. Vinnubúðir voru svo skapaðar víða um heiminn, allmargar í Indónesíu. Á þessum umbrotatímum var áætlað að um ein milljón Indónesa sem stóðu í vegi „hers- höfðingjans“ hefði verið fjarlægð til grænna engja eilífðarinnar. Pabbi Sanghi hafði ekki verið einn þeirra. Þvert á móti hafði hann ávallt stutt Suharto og notið góðs af því. Hann hafði nú hætt afskiptum af verksmiðjunum sökum hrumleika og drengirnir teknir við. Verksmiðj- an sem Vidhu vann í var sú stærsta utan Jak- arta. Bræðurnir voru ókvæntir en harðir hús- bændur. Augu þeirra alls staðar og aðeins eitt orð í huga þeirra: gróði. Þeir Jilmi og Harti vissu báðir um tilvist starfsmannastefnu HAPP og höfðu báðir svarið að fylgja henni í einu og öllu, en önnur var nú raunin. Starfs- menn þeirra vissu um tilvist stefnunnar en þorðu ekki að berjast fyrir því að henni væri framfylgt vegna þess að þá ættu þeir á hættu að verða reknir. Því enduðu alþjóðlegar vinnu- reglur HAPP djúpt ofan í skúffu hjá þeim Sanghi-bræðrum. Alþjóðavinnumálastofnunin vildi vel en of langt var frá Genf til Indónesíu, auk þess sem orðrómur var um að stofnunin þæði styrki frá lobbýistum stórfyrirtækjanna. Vestrænu góðgerðarfélögin og fjölmiðlamenn- irnir reyndust oft einu bugspjót mannréttinda þessara okuðu starfsmanna, en glíman var snú- in. Það var ekki einungis við hin alræmdu fjöl- þjóðafyrirtæki að fást, stjórnir landanna sem hýstu verksmiðjur líka þeirri sem Vidhu vann í gerðu allt til að laða erlent fjármagn inn í land- ið, iðulega á kostnað velferðar borgaranna. Talan var næst upp á borðið hjá Vidhu. Töl- urnar voru geymdar í öðrum kassa sem lá við borð Vidhu. Þær voru afar fínlegar, hringlaga, glansandi brúnar og Vidhu fann að það lagði ljúfa angan upp úr kassanum. Angan af ný- steyptu eðalharðplasti. Hún beygði sig niður og þefaði lengi … ummm hvað tölurnar ilmuðu vel. Um leið teygði hún sig ofan í kassann og greip hana, greip Töluna einu og sönnu frá Cal- abria. Þarna lá hún í hendi Vidhu á leiðinni til fundar við rennilásinn frá Kalingrad. Senn yrðu örlög hennar saumuð föst í flauelsbuxur og förunautur hennar rennilásinn kaldi. Vidhu notaði annars konar þráð til að festa töluna. Talan hafði fjögur allstór göt sem mynduðu lít- inn ferhyrning í miðri hringlaga tölunni. Vidhu velti tölunni fyrir sér í hendinni. Þessi dökk- brúna ítalska tala er öðruvísi, aðeins þyngri og virtist glansa óvenju mikið. „Ja, það hefur al- deilis verið lagt mikið í þig,“ tautaði hún fyrir munni sér um leið og hún lagði hana varlega á buxurnar. Hún hugsaði ekki meira um það því ekki mætti hún slá af, greip til saumavélarinn- ar, stillti hana af og hófst handa. Þegar talan skaut öðru auganu útundan sér í sársauka sá hún hvar hann lá þarna svona tígu- legur frárenndur fyrir neðan hana. Eitt augna- blik mættust augu þeirra, hún fann fyrir kitl- andi fiðringi í maganum um leið og saumarnir hertust um miðju. Henni leið vel. Aldeilis var hún heppin, svona líka myndarlegur og aðlað- andi rennilás beint fyrir neðan hana. Hún roðn- aði, hann horfði svo „fast“ á hana. Tilfinningin var einkennilegt sambland af vellíðan og spennu. Vidhu þreif til buxnanna um leið og talan var föst og fleygði þeim í grindina. Vidhu steig nú niður af trékassanum, sem gerði stöðu hennar bærilegri. Vidhu var ekki hávaxin. „Það er kominn tími fyrir smápásu,“ hugsaði hún um leið og hún greip um stálgrindina og ýtti henni á undan sér yfir óhreint gólfið, gegnum vinnu- salinn og inn á lagerinn. Grindin var þung og það reyndist Vidhu erfitt að koma henni inn á lager. Um leið og hún hafði náð einhverri ferð lenti eitt af fjórum hjólum grindarinnar á klæð- isbút eða einhverjum öðrum óhreinindum sem lágu á gólfinu. En einhvern veginn hafði Vidhu grindina inn á lager. Þar með var hennar hlut- verki í framleiðsluferlinu lokið og ný verkefni tækju við. Öll framleiðsla fyrir HAPP í verksmiðjum Sanghi-bræðra var send frá þeim fullfrágengin og beint í verslanir HAPP um allan heim. Um leið og Vidhu hafði komið grindinni inn á lag- erinn tók starfsfólkið þar til við að pakka flík- unum í HAPP-pakkningar. Svona flauelsbuxur fóru tíu saman í bláar pappírsumbúðir með hvítu lógói HAPP vandlega fyrirkomið á rétt- um stöðum. Það var eins og framleiðslan væri skyndilega hvítþvegin. Hverjum gæti dottið það í hug þegar slíkir pakkar með tíu buxum væru opnaðir í verslunum að alþjóðavinnulög- gjöf hefði verið brotin og börn yngri en 16 ára tekið þátt í framleiðslunni. Nei, það var eitt- hvað svo fullkomið við bláan pakkann með hvít- um stöfunum, eitthvað svo eggjandi að mann langaði mest að rífa hann upp með von um betri tilveru. Hann var uppfullur af varningi sem stuðlað gat að hverskyns fullnægju og jafnvel ýtt undir félagslegar framfarir í tilhugalífi kaupanda. Já, samkvæmt auglýsingum gat HAPP-merkið stuðlað að árangri og gaf ákveðna ímynd; var semsagt algert happ. Þarna stóð pakkinn með rennilásnum og töl- unni og níu öðrum fullfrágengnum buxum og beið flutnings. Hann var tilbúinn að stíga inn í efnisheima. Inn í heima þar sem efni var metið ofar anda, og hið tilvistarlausa, líkt og tóm í glasi, var metið að litlum verðleikum. Í heimi þar sem efnið náði yfirhendinni og velgengni var mæld í efniseiningum en ekki ástandi. Á ferðalagi inn í þennan heim, sem mótað hafði margan munann, áttu talan og rennilásinn og allt föruneyti þeirra eftir að margfaldast að verðmætum og verða að verslunarvarningi. „Fyrirgefðu, en þú liggur ofan á mér.“ Talan var aðframkomin, lásinn þrýsti svo á hana að hún átti erfitt með að anda. „Ja, ég á nú erfitt með að hreyfa mig, þeir hafa brotið okkur eitt- hvað vitlaust saman,“ sagði lásinn. „Geturðu ekki aðeins hnikað þér til, rétt svo að ég nái andanum.“ „Ég er ekkert að kvarta yfir þér, ég kann annars bráðvel við nærveru þína.“ Lásinn paufaðist við að koma sér úr stað og gerði hvað hann gat til að geðjast tölunni. „Svona, er þetta betra?“ „Já, þetta er allt annað líf. Ég er nefni- lega enn aum í miðjunni eftir allan hamagang- inn, saumarnir taka enn í.“ „Ég skil, þetta er heldur engin meðferð, að troða manni svona í pappaumbúðir, já og svona mörgum í einu,“ sagði lásinn og bretti aðeins betur upp á sig. „Veistu eitthvað hvert við erum að fara?“ sagði Talan og ekki var laust við áhyggjutón í annars silkimjúkri rödd. „Nei, en sjálfsagt eigum við að fást við eitthvað mikilvægt og nytsamlegt, ég finn það á mér. Þeir færu nú varla að setja saman aðra eins stálsmíð og mig nema til ein- hvers afar sérstaks,“ blés lásinn frá sér og teygði úr sér af sjálfsöryggi. „Ég kann ekki vel við mig hér inni,“ stundi Talan upp, „ég er vön sól og hita en hér er niðamyrkur og aðbúnaður allur hinn versti.“ „Hvenær heldurðu að við sjáum dagsljósið, Lási, eða má ég ekki annars kalla þig Lása?“ „Jú, jú, ja, það er nú það. Það er erfitt um það að spá, en ég tel þó líklegt að við kommmmohhhh, hvað … er …“ Lási hafði misst málið því um leið og hann var að klára setninguna hafði indónesískur flutningamaður gripið HAPP-pakkann og fleygt honum inn í gám, þar sem félagi hans tók við og staflaði haganlega upp. Þeir yrðu að hafa hraðar hend- ur, gámurinn átti að fara í flug í kvöld. Það hafði vantað buxur í HAPP-verslanir í Bret- landi og þangað var nú tölunni, rennilásnum og öllu hinu liðinu stefnt. Á Bretlandseyjum bjuggu um þessar mund- ir 60 milljónir manna af öllum kynþáttum og þjóðfélagsstigum. Markaðurinn fyrir fram- leiðslu HAPPs var afar góður í Bretlandi. Það byggðist á samspili sálfræðilegra og efnahags- legra þátta. Mikil áhersla var í þjóðfélaginu á verðmæti og verslun. Það hafði verið boðskap- ur markaðarins allt frá fyrstu og síðustu bylt- ingu Breta, iðnaðarbyltingunni, að meira væri betra (í eignar- og umráðalegum skilningi). Velferð, vellíðan, ánægja, hamingja og happ voru tengd órjúfanlegum böndum við efnislega velsæld. Neyslan var byggð á þeirri skugga- legu refskák að langanir væru jafnmikilvægar, ef ekki mikilvægari en grunnþarfir. Með því að selja langanir af öllu tagi og jafnvel skapa löng- un í annars breysku manneðli var gróði tryggð- ur. Það var gott, því jú, gróði hlaut að stuðla að hamingju. Þannig var það nú þegar Lási og Talan fóru síðasta hring yfir Gatwick-flugvöll á holdvotri nótt í nóvember. Þau næðu í HAPP- verslun fyrir jólin. Það hafði enn hitnað í bláa HAPP-pakkan- um. „Hvað er eiginlega á seyði, við höfum verið hér í óratíma?“ Lásinn lá nú skekktur við hlið Tölunnar sem hafði sofnað á ferðalaginu í þröngri stöðu algerlega njörvuð við buxurnar. Vidhu hafði greinilega fest hana alltof fast við flauelið. „Ha, hvað ertu að segja?“ sagði Talan um leið og hún opnaði augun og reyndi að teygja úr sér. „Ég er bara að velta því fyrir mér hvenær við sleppum úr þessari prísund. Hér erum við búin að liggja í þrýstingi og TALAN OG RENNI- LÁSINN „Um leið teygði hún sig ofan í kassann og greip hana, greip Töluna einu og sönnu frá Calabria. Þarna lá hún í hendi Vidhu á leiðinni til fundar við rennilásinn frá Kalingrad.“ SMÁSAGA E F T I R H É Ð I N U N N S T E I N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.