Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 13 Þ ARNA stendur hann. Eins og bóndi á óðali sínu. Horfir yfir land sitt. Líf sitt. Uppskeran hefur verið misjöfn. Eins og gengur. Samt heldur hann áfram. Ótrauður. Getur ekki annað. Vill ekki annað. Það er hans köllun. Hans ástríða. Að yrkja landið. Sá. Rækta. Og uppskera. Einar Hákonarson listmálari er að sönnu eins og bóndinn. Nema hvað búfé hans er ekki kvikt. Og þó? „Málverkið lifir. Sama á hverju gengur. Hvernig ætla menn að slökkva á þessari hug- mynd? Tuttugu alda gamalli. Nei, það skal ég segja þér, málverkið mun lifa. Tjáningarþörf mannsins er svo sterk.“ Við erum sestir niður. Sötrum kaffi. Svart og sykurlaust. Hér koma menn sér beint að efn- inu. Einar er að opna málverkasýningu í salnum sínum, Húsi málaranna á Eiðistorgi. Um fjöru- tíu myndir, olíumálverk og olíukrítarmyndir, allar gerðar á síðustu mánuðum. „Blessaður vertu, ég mála alltaf eins og vitlaus maður. Það breytist ekkert.“ Gömul saga og ný. Einar hefur ekki í annan tíma sýnt olíukrít- armyndir. Staldrar við þá staðreynd. „Ég hef mikið notað olíukrít í skissugerð en aldrei sýnt verk af því tagi. Það er forvitnilegt að skoða skissurnar. Upprunalega tjáningin er oftast í skissunni. Hugmyndin breytist alltaf á vegferð sinni og það er gaman að sjá hvernig hún var í upphafi.“ Um hvað er listamaðurinn að fjalla að þessu sinni? „Það hefur gerst frá síðustu sýningu að ég er búinn að færa mig aftur nær fígúrunni. Það er eitthvert element í mér sem vill segja frá. Einhver sagnahefð. Hvort það verður var- anlegt veit ég ekki en þetta hefur verið mitt lífstema í bráðum fjörutíu ár. Ég var nýverið að skoða myndir frá námsárum mínum á sjö- unda áratugnum og það er gaman að sjá hvernig afstrakthefðin breytist yfir í fígúratífa málun. Það gekk bylgja yfir Evrópu af fígúrat- ífri list á þessum tíma með sterkri samfélags- legri gagnrýni og ég tók þá stefnu í myndum mínum að sýna manninn. Ég hef aldrei getað losað mig við hann enda er eðlilegt að listamað- ur spegli sig í samtímanum.“ Trúarlegt inntak Einar sótti Pólland heim á þessum tíma og kom meðal annars í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. „Þar varð ég fyrir algjöru sjokki. Upp frá því kom það inn í myndir mínar hvað maðurinn getur lagst lágt. Og risið hátt ef út í það er farið. Þarna varð til undirtónn með trúarlegu inntaki. Maður spyr sig: Af hverju þurfti að fara svona?“ Pjetur Hafstein Lárusson kemur inn á þetta í grein í sýningarskrá: „Í flestum mynda hans rennur sköpun mannsins og tortíming saman í eitt, án sýnilegra marka þar á milli. Skyldu þau annars vera til? Við þeirri spurningu liggur ekkert svar á lausu. Um hitt er ég ekki grun- laus, að leit Einars að því svari eigi sér trúar- legar rætur. Og þá er honum náð, tilganginum með sköpunarstarfi okkar forgengilegra manna.“ En fígúran er sumsé rauður þráður í gegn- um höfundarferil Einars Hákonarsonar. Á köflum hefur hún verið afstrakt en alltaf auð- kennileg. „Ég segi bara eins og Picasso: Ég hef aldrei getað slitið þessa taug yfir í hið mann- lega. Gott ef hann bætti því ekki við að tjáning- arþörfin – að skapa list og njóta – væri mann- inum jafnnauðsynleg og fæðan til að lifa.“ Það má heldur ekki gleyma landslaginu. „Það hefur alltaf spilað stóra rullu hjá mér. Ekki ákveðið landslag – frekar áhrif frá lands- lagi.“ Það er þessi þörf, tjáningarþörfin, sem rek- ur Einar áfram. Og í hans tilviki er málverkið sá miðill sem hentar best „til að tjá hugsanir mínar og tilfinningar“. „Það eru komnir aðrir miðlar. Miðlar sem eiga fullan rétt á sér. Þeir bara henta mér ekki. Annars er miðillinn ekki aðalatriðið. Heldur hugsunin. Tilfinningin. Það er alltaf að koma ný tækni. Hún dugar hins vegar aldrei ein og sér. Tæknin er bara verk- færi.“ Köld hugsun Talandi um nýja tækni, þá er Einar nýbúinn að skoða útskriftarsýningu nemenda við Listaháskóla Íslands. Hvað stendur upp úr eft- ir þá heimsókn? „Án þess að ég sé að gefa krítík þá virkaði þessi sýning rosalega vönduð. Tæknin er nán- ast fullkomin og það hlýtur að kosta of fjár að setja upp svona sýningu. Samt leið mér eins og ég væri staddur á hönnunarsýningu í Mílanó. Yfirbragðið var þannig. Það er búið að ýta allri tilfinningalegri tjáningu – því sem ég byggi á – út. Þarna er einvörðungu köld hugsun. Engin ástríða. Þetta sló mig svolítið. Það eru allt aðr- ar forsendur í þessu námi en þegar ég stýrði Myndlista- og handíðaskólanum og var nem- andi þar áður. Þegar maður veltir þessu fyrir sér vaknar þessi spurning: Er þarna komin ný listgrein? Þetta byggir miklu meira á hugvís- indum og heimspeki en list. Er villandi að hafa þetta tvennt, málverkið og þessa nýju list, und- ir sama heiti, myndlist? Það er mín skoðun að eftir að Listaháskólinn tók til starfa hafi mynd- listarkennsla á Íslandi verið lögð niður. Það er ekki bara umhugsunarvert, heldur líka mjög miður. Ég legg áherslu á orðið miður!“ Einar hefur ekkert út á tæknina að setja. „Hún er óaðfinnanleg. Hver velur sinn miðil. Hættan við það þegar tæknin tekur yfir er aft- ur á móti sú að þá deyr tilfinningaflæðið. Ég held að það sé líka hægt að tjá tilfinningar í gegnum tölvu, ekki bara á striga. Ég held að þetta sé lagt upp svona í kennslunni. Hug- myndin verður svo ráðandi að ekki er svigrúm fyrir tilfinningar. Við þessar aðstæður lenda menn oft í vandræðum. Þá vantar birtingar- mynd og komast í þrot. Fyrir vikið hefur verk- ið ekki sömu áhrif og til dæmis málverkið. Þú manst eftir málverki ef það höfðar til þín til- finningalega. Og vegna þess að það höfðar til þín tilfinningalega.“ Málverkið kemur aftur Einar kveðst skilja vel að ungir listamenn vilji reyna aðrar leiðir en „gömlu hundarnir“. Það sé eðlilegt. „Blessaður vertu, ég var sjálf- ur að skrúfa stálrör og plast á mínar myndir. Sú þrívídd var samt hluti af málverkinu. Unga fólkið er hins vegar að stíga burt frá málverk- inu. Það er svo sem ekkert nýtt. Þessi þróun hefur verið í gangi í þrjátíu ár úti í heimi og er á undanhaldi. Hér hafa menn hins vegar gerst ofsatrúar og hleypa málverkinu ekki að. Hafa fundið upp hjólið. Ég er þó sannfærður um að málverkið mun koma inn aftur. Það hefur alltaf gert það. Líka í Listaháskóla Íslands.“ Einar tekur líkingu úr tónlistinni. „Þegar menn byrjuðu að semja svokölluð nútímatón- verk á liðinni öld fór poppið að blómstra. Al- menningur slökkti á nútímatónlistinni, enda er hún bara fyrir innvígða, og sneri sér að popp- inu. Bítlarnir og Stones höfðuðu meira til fólks. Þar voru tilfinningarnar. Og ég segi fyrir mína parta, það er mín klassík.“ Skrýtið verðmætamat Einar Hákonarson er ekki þekktur fyrir tæpitungu. Það á líka við um pólitík. „Ég skil ekki alltaf verðmætamat Íslendinga. Ráða- menn vilja hafa menningu í landinu. Rjúka til og byggja hús til að svara þessari þörf. Þegar upp er staðið kemur það menningu aftur á móti ekkert við. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Gott og vel. Þarna eru húsin. En þegar enginn veltir því fyrir sér hvort listamenn eru í aðstöðu til að búa til list skipta þau ekki máli. Við búum við skandinavískt, ríkisrekið módel. Og þeir sem ekki fylgja hinni opinberu stefnu eru settir út á Guð og gaddinn. Það eru til tvær leiðir. Annars vegar eru listamenn úti á akri markaðarins. Eins og ég. Og ef áhugi almennings er ekki fyrir hendi get- um við ekki átt við þetta. Það er einfalt. Hins vegar er það þessi ríkisrekna leið sem listfræðingar stjórna alfarið. Ríkisvaldið felur þessum mönnum að ákveða hvað er list og hvað ekki á hverjum tíma. Þó svo stuðningur stjórn- valda við listina sé auðvitað ágætur má hann ekki mótast af þeim sem fara með valdið. Það verður aldrei friður um styrki og úthlutanir og að mínu mati getum við lært mikið af Banda- ríkjamönnum og Írum. Það eru til aðrar leiðir. Í Bandaríkjunum gera menn þetta í gegnum skattakerfið. Fyrirtæki og einstaklingar njóta frádráttar frá skatti ef þeir styðja við listir. Þetta er hvetjandi kerfi og vel þess virði að skoða.“ Einar kveðst þó ekki hlynntur því að leggja alfarið niður starfslaun listamanna. „Yngsta kynslóðin þarf á starfslaunum að halda meðan hún er að sanna sig. Á móti kæmi síðan þessi hvatningarstefna.“ En bindur Einar vonir við það að þetta kerfi verði endurskoðað? „Satt að segja ekki. Ég hef oft reynt að vekja máls á þessu en ekki beinlínis fengið hljóm- grunn. Hvorki frá vinstri né hægri. Það skiptir stóra hópa svo miklu máli að missa ekki þessar sporslur. Það segir sig þó sjálft að þetta kerfi skekkir samkeppnisstöðu listamanna. Hugsum okkur fimm fyrirtæki í samskonar rekstri. Allt í einu er einu kippt út úr og það styrkt. Auðvitað skekkir það samkeppnisstöðuna.“ Listamaðurinn á að lokum erindi við menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar. „Stefán Jón Hafstein og menningarmálanefnd héldu fyrir nokkru opinn fund í Ráðhúsinu. Var þar rædd sýningaraðstaða í borginni og meðal annars bent á að listamönnum væri mismunað. Það endaði með því að allir meðlimir nefnd- arinnar ætluðu að taka málið til umfjöllunar, meðal annars var talað um að opna vestursal Kjarvalsstaða fyrir umsóknum. Hins vegar hefur ekkert heyrst í þessu ágæta fólki þrátt fyrir fögur fyrirheit um að laga þetta ófremd- arástand.“ Sýningin í Húsi málaranna er opin fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Henni lýkur 7. júní. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX Einar Hákonarson AÐ YRKJA SITT LAND Einar Hákonarson opnar málverkasýningu í Húsi mál- aranna í dag kl. 15. ORRI PÁLL ORMARSSON tók hús á Einari og ræddi við hann um málverkið, listmennt- unina, stefnu hins opinbera og umfram allt ástríðuna. orri@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.