Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003
H
ÚN þykir hafa eina fegurstu
söngrödd sinnar kynslóðar
og á meðan óperuvitringar
deila um það hvor fyrri kyn-
slóðarsöngkonan, Suther-
land eða Callas „eigi“ Luciu
di Lammermoor og Normu,
hefur Kiri te Kanawa þótt
ein um hituna að „eiga“ greifynjuna í Brúð-
kaupi Fígarós, og jafnvel líka Desdemónu og
Arabellu og að sumra mati enn fleiri óperuhlut-
verk. Fæstir söngvarar ná slíkri viðurkenn-
ingu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því
að hún er í hópi virtustu söngkvenna síðustu
aldar. Og nú er hún á leið til Íslands, syngur í
Háskólabíói 15. nóvember.
Sló í gegn
sem greifafrúin
Kiri te Kanawa fæddist á Nýja-Sjálandi 1944
í fjölskyldu innfæddra Maóría. Fyrir tvítugt
hafði hún þegar hreppt öll helstu söngverðlaun
Eyjaálfu og þá þegar var farið að gefa söng
hennar út á hljómplötum. Hún hélt til Lundúna
til að læra meira og leita fyrir sér; sótti nám í
London Opera Center og var svo heppin að fá
lítið hlutverk í óperu sem Sir Colin Davis
stjórnaði. Hann tók strax eftir Kiri og vildi fá
hana í stærri hlutverk. Hún söng hlutverk
Carmenar í uppfærslum þar og heima á Nýja-
Sjálandi, en stóra stundin rann upp 1971, þeg-
ar hún söng sitt kunnasta hlutverk, Greifynj-
una í Brúðkaupi Fígarós undir stjórn Sir Col-
ins Davis í Konunglegu óperunni í Covent
Garden. Á svipstundu var hún komin í röð
fremstu söngkvenna á alþjóðlegum vettvangi
og varð eftirsótt af óperuhúsum um allan heim,
valið var hennar.
Kiri te Kanawa hefur aldrei verið bundin á
klafa einnar tegundar tónlistar, hvað þá einnar
tegundar óperu. Hún hefur þótt skara fram úr í
óperum þýsku og austurrísku tónskáldanna,
en jafnframt frábær bæði í ítalskri óperu og
franskri. Helstu Mozarthlutverk hennar eru
auk greifynjunnar, Donna Elvira í Don Giov-
anni, Pamina í Töfraflautunni og Fiordiligi í
Cosi fan tutte. Í óperum Richards Strauss
syngur hún Marschallin í Rósariddaranum,
greifynjuna í Capriccio og Arabellu í sam-
nefndri óperu. Ítölsku hlutverkin hennar eru
fjölmörg, þau helstu Mímí í La bohème, Víól-
etta í La traviata, Elísabet í Don Carlo og
helstu frönsku hlutverkin Margrét í Fást og
Mikaela í Carmen.
Klassík jafnt sem dægurlög
Kiri te Kanawa þykir ekki einungis hafa eina
fegurstu rödd sinnar tíðar. Um sviðsframkomu
hennar hefur þótt leika ára heiðríkju og tígu-
leika. Hljómsveitir um allan heim hafa sóst eft-
ir Kiri sem einsöngvara, og á því sviði hefur
hún sungið undir stjórn hljómsveitarstjóra á
borð við Claudio Abbado, Sir Colin Davis,
Charles Dutoit, James Levine, Zubin Mehta,
Seiji Ozawa og Sir Georg Solti.
Enn er ótalinn söngur Kiri með píanóleik-
urum. Hún hefur spreytt sig á ljóðasöng, en
ekki síður söng á sígildum dægurlögum, en
plötur hennar með sönglögum Jeromes Kern,
Irvings Berlin og George Gershwins hafa verið
geysivinsælar. Það þótti vera Paul McCartney
til mikils framdráttar að Kiri te Kanawa skyldi
taka að sér að syngja aðalhlutverkið, Mary Dee
í Liverpool óratoríu hans fyrir nokkrum árum.
Kiri te Kanawa hefur sungið með öllum
helstu söngvurum heims, og mótsöngvarar
hennar spanna tvær kynslóðir karlsöngvara.
Hún söng hlutverk Desdemonu í Ótelló á móti
Luciano Pavarotti undir stjórn Soltis á geisla-
diski frá Decca. Þau Pavarotti þóttu frábært
dúó, og upptakan ein sú besta sem gerð hefur
verið á þessari óperu Verdis. En hún hefur líka
unnið með yngri mönnum, eins og Thomas
Hampson og Roberto Alagna.
Söng í brúðkapi Karls og Díönu
Kiri te Kanawa er sá söngvari sem hefur náð
víðfeðmustu athygli í einni sjónvarpsútsend-
ingu, meiri athygli en jafnvel tenórarnir þrír
hafa náð. Það var þegar hún söng einsöng í
brúðkaupi Karls Bretaprins og Díönu prins-
essu, en athöfnin var send beint út til um 600
milljóna manna um allan heim árið 1981. Ári
síðar aðlaði Bretadrottning hana og Kiri te
Kanawa varð Dame Kiri. Hún hefur hlotið við-
urkenningar af öllum hugsanlegum toga og er
heiðursdoktor við fjölda virtra háskóla, þeirra
á meðal Cambridge og Oxford.
Á fimmtugsafmæli sínu 1994 hélt Dame Kiri
tónleika í Royal Albert Hall, og gaf í skyn að
það yrðu síðustu opinberu tónleikar hennar.
Hún er þó enn að og syngur enn í óperuhúsum
víða um heim. Árið 1999 gaf hún út geisladisk
með söngvum þjóðar sinnar, Maóríanna á
Nýja-Sjálandi, söngvum sem hún söng sjálf í
æsku, og þykir hann meðal þess persónuleg-
asta sem hún hefur gert og virðingarvottur við
eigin uppruna.
Áhugaverðar upptökur
Upptökur með söng Dame Kiri skipta tug-
um, en hér eru nokkrar áhugaverðar:
Chants d’Auvergne eftir Canteloube. Kiri
te Kanawa syngur með Ensku kammersveit-
inni undir stjórn Jeffrey Tate. (Decca 1995).
Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. Kiri te
Kanawa, Lucia Popp, Frederica von Stade,
Samuel Ramey og fleiri, Fílharmóníusveit
Lundúna undir stjórn Sir George Solti. (Decca
1983).
Ótelló eftir Verdi. Kiri te Kanawa, Luc-
iano Pavarotti, Leo Nucci og fleiri, Sinfóníu-
hljómsveitin í Chigaco undir stjórn Sir George
Solti. (Decca 1991).
Vier letzte Lieder og fleiri hljómsveitar-
söngvar eftir Richard Strauss. Kiri te Kanawa
syngur með Fílharmóníusveit Vínarborgar, Sir
George Solti stjórnar. (Decca 1991).
Exultate jubilate og fleiri verk eftir Moz-
art. Kiri te Kanawa syngur með Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna, Sir Colin Davis stjórnar. (Phil-
ips 1985).
West Side Story eftir Bernstein Kiri te
Kanawa, José Carreras og fleiri. (Deutsche
Gramophone 1985).
Cosi fan tutte eftir Mozart. Kiri te Ka-
nawa, Frederica von Stade, Teresa Stratas og
fleiri, Alain Lombard stjórnar. (Erato 1977).
Arabella eftir Richard Strauss. Kiri te
Kanawa, Franz Grundheber, Helga Dernesch,
Peter Seiffert og fleiri, Jeffrey Tate stjórnar
(Decca 1986).
Kiri te Kanawa syngur söngva Maóría.
(Angel Records 1999).
DAME KIRI SYNGUR
Á ÍSLANDI Í HAUST
Kiri te Kanawa er ein fremsta söngkona sinnar sam-
tíðar og syngur á tónleikum í Háskólabíói í haust.
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR kíkti á feril Maóríastúlk-
unnar frá Nýja-Sjálandi, feril sem er langur og farsæll.
Kiri te Kanawa
begga@mbl.is
TILKOMA óperunnar um aldamótin 1600
hafði margvísleg áhrif á þróun tónlistar. For-
spil eða forleikir óperuverka urðu snemma vin-
sælir og fluttir sérstaklega, og áttu sinn þátt í
formskipan og stöðlun sinfóníunnar í kringum
1750, en ekki síður einstaka söngþættir eða arí-
ur, sem vinsælt var að flytja sérstaklega og
jafnvel spinna yfir helstu laglínur þessara óp-
eruverka alls konar tilbrigðaverk. Sagt er að
Franz Liszt hafi átt það til, eftir að hafa hlýtt á
óperu, að leika fyrir gesti í mannfagnaði að lok-
inni frumsýningu heilu og hálfu kaflana eftir
minni og það oft með ekki litlum tilþrifum.
Þessi tengsl frumgerðar og umritana höfðu
mikil áhrif og sköpuðu almenningi, sem ekki
hafði séð sjálfa óperuna, aðgang að því sem eft-
irminnilegast þótti hverju sinni. Í raun er flutn-
ingur á einstaka óperuaríum og afmörkuðum
„senum“ mikilvægur fyrir stöðu óperunnar.
Tónleikarnir í Íslensku óperunni sl. þriðjudags-
kvöld, þar sem Chalimeaux-tríóið og þrír ein-
söngvarar fluttu umritanir úr tveimur óperu-
verkum og sex kammerverk eftir Mozart, eru í
sama anda og tíðkaðist mjög fyrrum og það sem
meira er, að þrátt nokkurn mun á upprunagerð-
inni og þeirri kammergerð sem gat að heyra að
þessu sinni var flutningurinn í heild sérlega
þokkafullur. Þar koma fyrst og fremst til sér-
lega vandaðar umritanir þeirra félaga, sem Sig-
urður I. Snorrason hefur trúlega átt mestan
þátt í, en með honum léku Kjartan Óskarsson
og Óskar Ingólfsson aldeilis fallega, svo hvergi
bar á skugga. Söngvararnir sungu nokkur at-
riði úr Brúðkaupi Fígarós og voru fyrst tvö at-
riði í samskiptum Súsönnu og Fígarós, fyrst
þar sem hún var að máta brúðarkjólinn og þar
eftir deila skötuhjúanna um staðsetningu
einkaherbergis þeirra, sem staðsetja átti á milli
herbergja greifahjónanna. Þetta snjalla ding-
dong-atriði var sérlega vel flutt af Huldu Björk
og Davíð. Hlutverk hins ástsjúka Cherubinos
(Non so piu og Voi che sapete) var sérlega fal-
lega sungið af Sesselju. Herkvaðningararían
fræga (No piu andrai) var hressilega sungin af
Davíð, þótt þar vantaði nokkuð á hljóðtjöldin í
annars góðum leik Chalumeaux-félaganna.
Aría Fígarós úr fjórða þætti, þar sem hann
heldur að Súsanna sé sér ótrú, og svo þau
kúnstugu varnarorð til áheyrenda, að láta ekki
„kokkála“ sig, sem er undirstrikað í lokin með
(gaggalagú) kokkálsstefi, var mjög vel flutt af
Davíð. Önnur söngatriði, hin ofurfagra aría
greifafrúarinnar, Pogi amor, og önnur álíka
fögur aría, Deh vieni non tardar, þar sem Sús-
anna er dulbúin sem greifafrúin, voru mjög vel
flutt, þótt saknað væri ýmissa fallegra blæ-
brigða, sem heyra má í upprunalegri hljóm-
sveitargerð meistarans.
Næturljóðin og kansónettan, sem Mozart
samdi fyrir þrjár söngraddir, klarinettur og
bassetthorn, flest yfir texta eftir Metastasio,
eru falleg og voru nokkuð vel flutt en tónleik-
unum lauk með þremur atriðum úr Cosi fan
tutte. Þar var umritunin ekki eins vel gerð og í
brúðkaupinu og söngurinn einhvern veginn
vanbúnari. Fyrsti dúettinn úr öðrum þætti,
Prendero quel brunettino, var glaðlega sung-
inn, en í dúett Dorabellu og Guglielmo, Il core
vi dono, vantaði allt kókétt flaður í söng Davíðs.
Kveðjutríóið Soave sia il vento, sem er sérlega
dapurt, var ekki vel valið sem niðurlag og næsta
víst, að velja hefði mátt skemmtilegri atriði úr
þessari galsafengnu óperu en hér var gert, sem
má ske að verði gert síðar, í betri tíma.
Hvað um það, þá voru þetta skemmtilegir
tónleikar, leikur „skálmaranna“ sérlega fallega
og fínlega mótaður og söngurinn í heild ein-
staklega ljúfur.
TÓNLIST
Íslenska óperan
Flutt voru kammersöngverk og umritanir úr óperum
eftir meistara Mozart. Flytjendur voru Hulda Björk
Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Davíð Ólafs-
son og Chalumeaux-tríóið. Þriðjudagurinn 13. maí.
KAMMERTÓNLEIKAR
Fínlegur leikur og ljúfur söngur
Jón Ásgeirsson