Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 BRESKI rithöfundurinn George Orwell, eða Eric Arth- ur Blair eins og hann hét réttu nafni, hefði orðið hundrað ára sl. miðvikudag, en Orwell lést árið 1950. Af- mælisins hefur þó verið minnst með ýmsum hætti, m.a. með afmælisútgáfu af bók hans 1984, sem ásamt Ani- mal Farm er með þekktustu verkum Orwells, og er inngangurinn að þessari nýju útgáfu ritaður af Thomas Pynchon sem sjálfur hefur vakið umtalsverða athygli fyrir skrif sín. 1984 þykir ekki síður eiga erindi við lesendur í dag en á þeim tíma er hún var fyrst gefin út en orðatiltæki á borð við „Stóra bróður“ hafa ratað inn í daglegt mál manna fyrir tilstilli þessarar bókar Orwells sem tekur á niðurbroti sannleikans, frelsis og ein- staklingseðlisins. Beðmál einhleypu stúlkunnar BÓK Helen Gurley Brown, Sex and the Single Girl eða Beðmál einhleypu stúlkunnar eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku, hefur nú verið endur- útgefin en bók- in vakti mikið fjaðrafok er hún kom fyrst út árið 1962. Í bók sinni tók Gurley Brown á málefnum á borð við kynlíf utan hjóna- bands og framhjáhald án þess að þar brygði fyrir sama siða- vöndunartóni og tíðkaðist í umræðum um slík mál á þess- um tíma. Bókin seldist í millj- ónum eintaka og naut mikilla vinsælda meðal kvenna, enda hafði enginn sagt við þær áður að þær þyrftu ekki að gifta sig til þess að njóta þess að stunda kynlíf. Brenndu börnin SMÁSAGNASAFNIÐ The Burned Children of America eða Hin brenndu börn Ameríku er að mati gagnrýnanda Daily Telegraph dapurleg, en jafn- framt ánægjuleg lesning. Inn- gangur bókarinnar sem skrif- aður er af Zadie Smith þykir og búa yfir miklum innileik, en sögurnar sjálfar eru verk ungra bandarískra rithöfunda á borð við Dave Eggers, Rick Moody, David Foster Wallace og Jeffrey Eugenides og eru þær flestar skrifaðar í rit- stílum sem gagnrýnandinn nefnir ofur nærmynd, kæru- leysisstíl og skopstælingu. Maðurinn sem var hvergi SÖGUPERSÓNAN Jozef Pron- ek skaut fyrst upp kollinum í smásagnasafni Aleksandar Hermon, The Question of Bruno. Pronek hefur nú fengið heila skáldsögu út af fyrir sig, Nowhere Man sem útleggja má lauslega sem Maðurinn sem var hvergi. Sagan þykir sér- lega vel skrifuð og skemmtileg blanda af ferðasögu Proneks, blóðugri sögu Bosníu á seinni hluta 20. aldar, sem og hlýlegri ástarsögu. Saga Proneks er sögð frá margvíslegum sjón- arhornum þar sem Hermon lætur vini og samferðamenn Proneks um lýsingarnar. ERLENDAR BÆKUR Orwell 100 ára George Orwell Helen Gurley Brown Þ Ó NOKKUR umræða hefur spunn- ist um þá ákvörðun borgaryfirvalda að bjóða fyrirtækjunum Og Voda- fone og Eimskipi að greiða hluta af kostnaði við þjóðhátíð í Reykjavík gegn því að auglýsa sig og tengja ímynd sína þjóðhátíðardeginum. Kristján G. Arngrímsson blaða- maður skrifaði harðorðan pistil í Morgunblaðið síðasta laugardag þar sem hann heldur því fram, að með því að selja 17. júní á þennan hátt sé hætt við að táknveruleiki hans breytist og um leið sú dýpri merking sem býr að baki þessum degi. Þór- ólfur Árnason, borgarstjórinn í Reykjavík, er á öðru máli en í bréfi til blaðsins telur hann af hinu góða að fyrirtæki séu tilbúin að greiða hluta af kostnaði slíkra viðburða í borginni, en vissulega verði að hafa í huga að auglýsingar séu ekki yf- irþyrmandi eða ósmekklegar. Þórólfur bendir á að hátíðarhöldin við leiði Jóns Sigurðssonar og á Austurvelli hafi verið með hefðbundnu sniði og þar hafi ekki sést nein merki um styrktaraðila há- tíðarinnar. Í pistli sínum vísar Kristján í forystugrein Morgunblaðsins á þjóðhátíðardaginn þar sem sett er fram sú skoðun, að 17. júní sé og verði mesti há- tíðisdagur þjóðarinnar fyrir sögulegar sakir og eigi að vera okkur áminning um að varðveita sjálf- stæði okkar, tungu og sögulega menningararf- leifð, tengslin við uppruna og rætur, og mikilvægi þess að þróa lýðræðislega stjórnarhætti. Í huga margra er sú þjóðernis- og lýðræðishugmynd sem lesa má úr forystugreininni ósamræmanleg ný- stárlegri ímyndasköpun stöndugra fyrirtækja sem vilja bæta stöðu sína frekar með því að tengja sig jákvæðum og rótgrónum gildum. 17. júní er einfaldlega ekki hægt að selja vegna þess að þá breytist merking dagsins varanlega og gildi hans í núverandi mynd er glatað. Mér sýnist Þórólfur vera á svipaðri skoðun því hann leggur áherslu á að raska ekki helgidómi hátíðarhaldanna við leiði Jóns Sigurðssonar og á Austurvelli með símaaug- lýsingum, þótt þær snúist um jafn háleitar hug- myndir og talfrelsi eða málfrelsi. Rætur lýðræð- isins virðast því í fljótu bragði vel aðgreinanlegar frá nútímamarkaðsfræðum. Þó má halda því fram að þessi tvö merkingarsvið heyri undir tvær ólíkar lýðræðishugmyndir. Einn þekktasti sagnfræðingur Bandaríkja- manna á nýliðinni öld, Daniel Boorstin, segir í bók sinni Democracy and Its Discontents, að lýðræð- isríkið eins og það hefur þróast í Bandaríkjunum sé ekki aðeins pólitískt kerfi, heldur og ekki síður fjöldi stofnana sem hafa að markmiði að gera al- menningi kleift að eignast allt sem hann girnist. Í því ljósi setur Boorstin fram þá kenningu að aug- lýsingar séu mælskufræði lýðræðisríkja sem freistist jafnframt til að taka sannfæringarmátt- inn fram yfir þekkingarkröfuna. Mælskufræði lýðræðisins einkennist af endurtekningu, einföld- um framsetningarmáta, alnánd og útþurrkun sem allt eru aflvakar í samfélögum þar sem hagvöxtur og kaupmáttur eru mikilvægir mælikvarðar á vel- sæld þegnanna. Hér verður að nægja að útskýra hugtökin út- þurrkun og alnánd frekar. Með útþurrkun er okk- ur talin trú um, að við eigum ekki að sætta okkur við orðinn hlut, að í gærdeginum geti búið fjötrar framtíðarinnar. Við eigum einfaldlega rétt á hinu nýja vegna þess að það er betra. Alnándin felst í gríðarlegri nærveru auglýsingarinnar sem fyllir upp í tilveru okkar, færist inn á áður ónýtt svið. Auða svæðið ógnar neyslulýðræðinu því að þar missir markaðurinn af tækifæri til að ná til neyt- andans. Þrátt fyrir að Og Vodafone-blöðrur blöktu ekki á leiði Jóns Sigurðssonar er ég ekki viss um að neyslulýðræðið hafi mætt ofjarli sínum í þjóðhá- tíðarræðum og ljóðalestri á Austurvelli. Þó að undirritaður sé vart kominn á miðjan aldur man hann þær lýðræðishugmyndir sem birtust í sögu- bókum Hriflu-Jónasar þar sem ættjarðarást og upprunatrú réðu ríkjum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú lýðræðisást sem aldamótakynslóðin gamla boðaði sé vikin fyrir neyslulýðræði nýrrar alda- mótakynslóðar og að virðingarverð aðgreining Kristjáns og Þórólfs á hátíðleika þjóðhátíðarinnar og auglýsingamennsku geti ekki orðið meira en orðin innantóm. Ég held að við skynjum ekki hugmyndina um rætur okkar (ímyndaðar eða ekki) með hita þeirr- ar kynslóðar sem braust til sjálfstæðis. Kynslóðir eftirstríðsáranna brutust til raunverulegs og áþreifanlegs auðs þar sem fortíðarhyggja vék fyr- ir framfaraþrá. Arfleifðin var ágæt en hún mátti ekki standa í veginum fyrir hinu nýja. Framfara- hugmynd neyslulýðræðisins er gríðarlega virk í íslensku samfélagi og hún ryður öllu öðru úr vegi, uppruna, arfleifð og þeim lýðræðishugmyndum sem hverfast um hámenningu. Þetta má t.d. glögglega sjá í þeirri þverpólitísku ákvörðun að reisa fyrirtæki á grunni landnámsskálans í Að- alstræti, en þær fornminjar hefðu áður haft hvað táknrænasta upprunamerkingu fyrir Íslendinga sem þjóð. Þessi staður sem hefði verið helgidómur í huga sjálfstæðiskynslóðarinnar er nú tákneyða sem öðlast fyrst merkingu þegar þar hefur risið hótel, auður grunnur jafngildir engri arðsemi. Upprunagoðsagan hefur vikið fyrir framfara- trúnni. Ef til vill höfum við glatað einhverju mikils- verðu, en höfum við ekki fengið margt gott í stað- inn? MÆLSKUFRÆÐI LÝÐRÆÐISINS Upprunagoðsagan hefur vikið fyrir framfaratrúnni. G U Ð N I E L Í S S O N FJÖLMIÐLAR IHundrað ár voru liðin frá fæðingu Georges Or-wells síðastliðinn miðvikudag. Sumir töldu að Or- well og bækur hans myndu ekki lifa af lok kalda stríðsins, að útlistun hans á alræðishugmyndum hefði enga þýðingu eftir að kommúnisminn félli, en það er öðru nær. Bækur hans halda áfram að koma út, ekki síst Animal Farm (1945) og Nineteen Eighty-Four (1949) sem hægri og vinstri menn vitnuðu óspart til í harðsvíruðum deilum kalda stríðsins, en þær eru að vísu langþekktustu bækur Orwells. Nineteen Eighty-Four kom nú síðast út með nýjum formála eftir Thomas Pynchon sem hef- ur verið í framvarðarsveit bandarískra rithöfunda undanfarin fjörutíu ár (sjá ofar á þessari síðu). Talið er að Animal Farm og Nineteen Eighty-Four hafi selst í að minnsta kosti fjörutíu milljón eintök- um. Frasar úr þessum bókum Orwells lifa einnig góðu lífi svo sem um að sum dýr séu jafnari en önn- ur og að Stóri Bróðir fylgist með þér. Hinn síð- arnefndi hefur raunar fengið byr undir báða vængi með tilkomu raunveruleikasjónvarpsins og reyndar eru vinsælir þættir af því tagi nefndir eftir hugmynd Orwells um Stóra Bróður. Ennfremur hefur langt og harmrænt andlit Orwells sést prentað á boli og veggspjöld eins og hálfskuggalegar ásjónur félaga hans Marx og Che. IINýlega komu svo út tvær nýjar ævisögur um Or-well sem lést langt um aldur fram árið 1950. Bækurnar eru eftir Gordon Bowker (George Or- well) og D.J. Taylor (Orwell. The Life) og þykja góð- ar viðbætur við þær rannsóknir sem þegar höfðu verið gerðar á lífi rithöfundarins sem þótti að ýmsu leyti sérkennilegur og jafnvel dularfullur í háttum. Orwell hét réttu nafni Eric Arthur Blair en tók sér ýmis önnur nöfn og brá sér í ýmis önnur hlutverk en rithöfundarins. Þekktastur var hann sem rithöfund- urinn George Orwell en það sem hann skrifaði um manninn með því nafni er að miklu leyti á mörkum skáldskapar og veruleika. Eric Arhtur Blair og George Orwell eru því ekki að öllu leyti sömu menn- irnir, að minnsta kosti þurfa ævisöguritarar að hafa allan varann á við túlkun sjálfsævisögulegra skrifa sem Orwell skildi eftir sig í talsverðu magni. Þá eru ótaldar persónur með nöfnum eins og P.S. Burton, sem var flækingur, og Kenneth Miles og H. Lewis Allways sem voru ásamt fleirum hugsanlegir höfundar fyrstu bókar mannsins sem síðar varð frægur undir nafninu George Orwell. IIIOrwell kvað á um það í erfðaskrá, sem hannritaði stuttu fyrir andlát sitt, að engin ævisaga skyldi rituð um hann. Eins og svo margar óskir lát- inna rithöfunda hefur þessi verið virt að vettugi. Að mati ritdómara Times Literary Supplement, sem fjallar um báðar fyrrnefndar ævisögurnar 20. júní síðastliðinn, hefur saga Orwells ekki verið sögð nema að hluta. Sá sem skrifar um Orwell þarf, að mati ritdómarans, að vera vel að sér um bók- menntir og pólitík og samhengið á milli þessara tveggja sviða. Enn hefur engum tekist að gera Or- well skil á þessum forsendum en sjálfur lýsti hann sér sem „pólitískum rithöfundi“. NEÐANMÁLS ÞÓTT Bandaríkin væru afturhaldssöm var það þó þaðan sem stærstu kyn- fræðingarnir komu á síðari hluta 20. aldarinnar. Þeir voru ólíkir en áttu þó eitt sameiginlegt: Niðurstöður þeirra vöktu bæði almennan áhuga og of- boðslega afneitun þegar kannanir þeirra leiddu í ljós að töluvert breitt bil var á milli veruleikans og þeirrar ímyndar sem Bandaríkjamenn höfðu hingað til kosið að hafa af sjálfum sér. Alfred Kinsey reið á vaðið 1948 með Kynhegðun karla og árið 1953 fylgdi Kynhegðun kvenna í kjölfarið. Næst komu til sögunnar þau William Masters og Virginia Johnson. Ef ekki væri fyrir rannsóknir þeirra væri enn ekki búið að koma á kynlífsmeðferðum í hinum vestræna heimi. Þótt 35 ár séu liðin síðan þau gáfu út fyrstu bók sína er kynlífsmeðferð enn talin fremur fram- andi hér í upphafi þriðja árþúsundsins. Shere Hite bakaði sér marga óvini meðal karla þegar hún kom fram á sjónarsviðið með Hite-skýrsluna árið 1976. Hite setti spurningarmerki við leggangafullnægingarkenningu Freuds og boðaði að konur gætu vel verið án þess að fá lim í leggöng. Vart þarf að geta þess, að konur tóku skýrslu hennar fagnandi. [...] „Hollywood er staður, sem borgar þúsund dollara fyrir einn koss og fimm sent fyrir sál þína,“ er haft eftir Marilyn Monroe, ljósku ljósknanna, sem kvik- myndaborgin hafði breytt úr mun- aðarlausri, misnotaðri og óöruggri stúlku í öskubusku þotualdarinnar. Loks hafði Hollywood fundið konu sem skaut engum skelk í bringu en alla langaði í. Hún vakti athygli frá upphafi og margir hneyksluðust. Hvernig gat heimsk ljóska vakið aðra eins eftirtekt? Var hún nokk- uð meira en kynvera sem búið var að blása upp í yfirstærð? Þótt margir hafi gleymt því var Marilyn afurð sjötta ára- tugarins og þá tíðkaðist alls ekki að kona sýndi sig sem kynveru jafn- opinskátt og einlægt og hún gerði. Hún kom fram á sjónarsviðið áður en hin eiginlega kvennabarátta hófst og varð á ófyrirsjáanlegan hátt einn frumherja hennar. Þórdís Bachmann Kistan www.visir.is/kistan ÚR SÖGU KYNLÍFS Morgunblaðið/RAX Ekta hrossahlátur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.